Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1989, Blaðsíða 6
6
MÁNUDAGUR 9. OKTÓBER 1989.
Fréttir
Sandkom dv
Harðar deilur um sjávarútvegsmál á landsfundi Sjálfstæðisflokksins:
Kröfu um afnám kvóta-
kerfis ýtt til hliðar
Verðum að ganga til sátta,“ segir Matthías Bjamason
„Ég hef alla tíö verið andstæðingur
kvóta á almennar botnfiskveiðar og
er það enn. Mér er hins vegar ljóst
að við verðum að ganga til sátta og
við höfum fengið þónokkuð inn í
þessa breytingartillögu sem er okkur
mjög að skapi - annað er það ekki.
Við teljum að staöa okkar héraðs sé
mun sterkari því sá sem er bara á
móti verður síður hafður með í mót-
un framtíðarstefnu og síður til hans
tillit tekið. Ég vildi ekki hætta á það
fyrir mitt leyti og það varð almennur
vilji fyrir því,“ sagði Matthías
Bjarnason, fyrsti þingmaður Vest-
firðinga og einn helsti talsmaður
sjálfstæðismanna í sjávarútvegsmál-
um, um þær breytingar sem urðu á
ályktun landsfundarins um sjávarút-
vegsmál.
Harðar deilur urðu um lokaálykt-
un fundarins, sem kom þannig frá
sjávarútvegsnefnd aö afnám kvóta-
kerfisins var sett fram sem forgangs-
krafa. Þeir sem höfðu lent í minni-
hluta með þetta í nefndinni lögðu
fram breytingartillögu sem lands-
fundurinn samþykkti. Stóðu meðal
annars Matthías Bjarnason og Einar
K. Guðfinnsson að þeirri tillögu.
Þorvaldur Garðar Kristjánsson,
þingmaður Sjálfstæðisflokksins á
Vestfjörðum, var þessu hins vegar
mjög andsnúinn og sagði að með
þessu væri verið að festa kvótakerfið
í sessi og var það reyndar álít lands-
fundarfulltrúa að kvótakerfiö hefði í
raun verið samþykkt til frambúðar.
„Kvótakerfið hefur sýnt sig í full-
komnu haldleysi og því verður að
afnema það. Það var reyndar svo að
menn töldu að það væri sjálfgefið að
landsfundurinn samþykkti þetta,“
sagði Þorvaldur Garðar í ræöustól
þegar hann mótmælti breytingartil-
lögunni. Sagði hann meðal annars
aö þessi samþykkt landsfundarins
gengi þvert á það sem þing Sambands
ungra sjálfstæöismanna og „alda-
mótanefndin" hefðu lagt til.
Matthías sagði að breið samstaða
væri um þessa lokaniðurstöðu á
fundinum. „Það er nauðsynlegt að
ná þessari breiðu samstöðu innan
Sjálfstæðisflokksins og halda áfram
þessari samvinnu þó að ég fyrir mitt
leyti telji að það þurfi að gera miklar
breytingar á þeirri fiskveiðistefnu
sem er nú við lýði og gera hana
manneskjulegri en hún er,“ sagði
Matthías. Hann sagöi að það væri
augljóst að menn hefðu færst nær
hver öðrum í afstöðunni til kvótans.
„Verðum að játa
staðreyndum"
„Við Vestfirðingar erum í hjarta
okkar á móti kvóta en því verður
ekki neitað að kvótaskömmin er hér
og við verðum að játa staðreyndum.
Á meðan kvótinn er við lýði viljum
við hafa áhrif á að móta þá stefnu
og sömuleiðis móta breytingar,"
sagði Matthías.
I lokaályktun um sjávarútvegsmál
hljóðaði sú klausa, sem mest var tek-
ist á um, þannig: „Sjálfstæðisflokk-
urinn telur, að það hafi reynst illa
að nota samhúða tvenns konar
stjómkerfi fyrir fiskveiðar og að
margt hafi mistekist í framkvæmd
núgildandi fiskveiöistefnu. Ljóst er
að núverandi kvótakerfi á ekki er-
indi í hagkvæmnis- og afkastahvetj-
andi fiskveiöistefnu. Tekin verði upp
sú aðferð, að sérhvert fiskiskip fái
úthlutað til lengri tíma, en með ár-
legri endumýjunarskyldu. Mark-
miðið er að hámarksafrakstur náist
við nýtingu fiskistofnanna þannig að
hægt verði að afnema kvótakerfið og
að frumkvæöi og dugnaöur einstakl-
inganna fái notið sín.“
Hugmyndum um auðlindaskatt var
ýtt algerlega til hliðar en kveðið er á
um að frjáls viðskipti með kvóta
verði að fá að þrífast.
-SMJ
Sjálfstæöisflokkurinn:
Tlllaga um að
fækka í
Á landsfundinum kom fram til-
laga um að fáekka um þriöjung í
miðstjóm SjáJfstæðisflokksins og
leggja um leiö niður fram-
kvæmdanefnd flokksins. Með
þessu vilja menn gera miðstjóm-
ina virkari en 33 sitja í henni nú.
Tillögunni var vísað til nefndar
sem á að vinna frekar að henni.
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson,
borgarsljómarfulltrúi Sjálfstæð-
isflokksins, gerði grein fýrir til-
lögunni á fundinum og sagði þá
meðal annars aö hugmyndin
væri að fækka miðstjómarmönn-
um niður í ellefu. Formaður og
varaformaöur veröi einu menn-
imir sem sjálfkjörnir eru i mið-
stjórn en hinir níu stjómarmenn
verði kosnir af landsfundi.
1 dag kýs þingflokkurinn fimm
fúlltrúa en tillagan gerir ráð fyrir
því að þingmenn verði að vera í
kjöri á landsfundi eins og aðrir
þeir sem hyggja á miðstjómar-
setu. -SMJ
Regnhlffarsamtök aö myndast? Hér ræöast þeir Þorsteinn Pálsson og Friðrik Sophusson við undir regnhlíf Friö-
riks þegar stytta Bjarna Benediktssonar var afhjúpuð fyrir framan Valhöll á laugardaginn.
DV-mynd GVA
Hart deilt um stefnuna í landbúnaðarmálum:
Lokað á innflutning
á landbúnaðarvörum
„Ég er á móti því aö flytja inn
landbúnaðarvörur og þeir sem eitt-
hvað kynna sér þann vanda, sem
er við að etja í landbúnaðinum, sjá
að það er ekki lausnin að fara að
flytja inn landbúnaðarvörur. Það
er mest um vert nú að ná fram-
leiðslu okkar niður í innanlands-
neyslu þannig að við séum ekki að
framleiða útflutningsvöm sem við
getum ekki selt,“ sagði Vilhjálmur
Egilsson, framkvæmdastjóri Versl-
unarráðs og landsfundarfulltrúi,
en á fundinum var hart deilt um
landbúnaöarmál. Þrátt fyrir að
Samtök ungra sjálfstæðismanna og
„aldamótanefndin" hefðu komið
með hörð skilaboö í farteskinu
varðandi landbúnajarmál og inn-
flutning landbúnaðarvara varð
ályktun fundarins í fáu frábmgöin
fyrri ályktunum.
Segir í ályktuninni um land-
búnaðarmál: „Sjálfstæðisflokkur-
inn vill stuðla að gagnkvæmum
skilningi á milli bænda og neyt-
enda.“ Einnig: „Útilokað er aö
heimila aukinn innflutning búvara
meðan unnið er aö vaxandi fram-
leiðni og hagkvæmni með það fyrir
augum að ná lægra vömverði.“
Sömuleiðis segir í ályktuninni:
„Sjálfstæðisflokkurinn vill breytta
stefnu í landbúnaði en leggur
áherslu á að fara verður að öllu
með gát í þeim efnurn."
- En vill Vilhjálmur þá taka und-
ir áframhaldandi búvömsamning?
„Við erum náttúrlega komin inn
á þessa braut og viö verðum að
ganga hana til enda en miklu hrað-
ar heldur en hefur verið gert. Mér
finnst rétt að endurnýja búvöm-
samninginn á meðan þessi um-
framframleiðsla er til staðar. Ef
það er gengið í það með raun-
hæfum hætti að ná framleiðslurétt-
inum niöur í það sem innanlands-
neyslan er þá ætti að duga aö end-
umýja samninginn í þrjú til fimm
ár.“
-SMJ
Lok og læs
Maðurnokkur
varaökaupa
flskáFaxa-
markaðiísíð-
usluviku.Þeg-
arhannhafði
komiðflskin-
umfyxlríbíln-
umáttihann
eftiraðganga
frácinhvetju
pappírsstússi á skrlfstofúnni og fór
því inn í hús aftur. Þegar hann kem-
ur til baka og ætlar aö aka burt kemst
hann ekki inn i bílinn. Haffii fj órfætt-
ur vinur hans, sem beið í framsæt-
inu, sett löppina á læsingartakkana
og læst báðum hurðum. Lyklamir
dingluðu í svissinum og þ vi voru góð
ráð dýr. Upphófst mikið stapp og ves-
en í þeirri von að seppi opnaði hurð-
ina aftur en alit kom fyrir ekki. End-
aði leikurinn raeð þvi að kalla þurfti
á lögguna sem kom og opnaöi fyrir
manninn. Uppákoma þessi vakti
mikla athygli á planinu við Faxa-
maricað og höffiu menn afskaplega
gaxnan af tilraunum mannsins til að
fá seppa til aö opna aftur.
Hlédrægir
villimenn
ÞeiráStöðtvö
áttuíeinhverri
kreppuísíö-
ustuvikuen
mununúhafa
leyst hana.
Sneristmáliö
umfcéftáflútn-
ingeðaöllu
heldurmynd-
birtingarí
tengslum við áfengiskaup Jóns Bald-
vins og fréttir af skoöanakönnun um
siðferði stjómmálamanna. Þeir sem
hafa látið sér nægja að lesa forsíðu
Tíraans á fóstudag, þar sem Ijallað
er stuttlega xxm málið, hljóta aö hafa
ruglast rækilega í ríminu. Þar segir
frá sinnaskiptum sjónvarpsstjóra í
málinu. „Sjónvarps,stjóri talaði um
hlédrægan fréttaflutning og villi-
mannslegvinnubrögð i fýrradag..
Sandkomsritara er ómögulegt að
skilja hvemig sá fréttaflutningur er
sem í senn er hlédrægur og villi-
mannslegur.
Aldamótasnakk
ÞáerDavíö
orðinnvara-
formaðurSjálf-
stæðisflokksins
ogmikilhain-
ingjahjámörg-
umáþeimbæ.
Á nýafstöönum
landsfundi
haföiDavíð
framsögufyrir
aldamótanefnd flokksins. Það em nú
ekki nema tíu ár til aldamóta svo
mönnum er ekki til setunnar boðið.
Framsaga Daviðs var löng og itarleg.
Þegar hann haffii talað dágóða stund
án þess að nokkur merki um niöurlag
framsögunnar sæj ust fóm að renna
tvær grimur á nokkra landsfundar-
menn. Þeir veltu því fyrir sér um
stund hvort borgarstjórinn heffii mis-
skilið hlutverk sitt þannig að hann
ætlaöi sér að tala alveg til aldamóta.
Safna kjarki
í Keflavík hef-
uráttsérstað
slagurerteng-
isteinnikrá
bæjarins. Sýn-
istsitthvexjum
einsoggengur.
Aöstandendur
krárinnar
munuvera
framámenni
íþróttahreyfingunni og hefúr sú stað-
reynd farið fýrir brjóstið á ófáum. í
Víkurfréttum er stórtemplara gefinn
möguleiki á að tiá sig uni máliö. Hann
segir að sem betur fer sé meirihluti
íþróttafrömuöa ábyrgir tnenn sera
hægthefúrveriðaðtreyata. „Enég
verð að segja að sú sorgarsaga, sem
hefur veriö að gerast i keflviskri
íþróttahreyflngu, eréghræddurum
að megi rekja töluverttíl þess að alak-
að hefur veriö á siðferðilegri reisn
toppmanna. Mér finnst það alveg úti-
lokað að hvetja menn til að fera inn
á hjórkrá til að safixa kjarki tyrir
leiki.“ Keilvíkingar féllu í aöra deild,
en varþað vegna þeas að...?
Umsjón: Haukur L Hauknon
fyrir leiki