Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1989, Síða 14
14
MÁNUDAGUR 9. OKTÓBER 1989.
M Frjálst.óháÖ dagblaö
lltgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON
Framkvæmdastjófi og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÖNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGOLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn. skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11,105 RVlK.SlMI (1 )27022 - FAX: (1 )27079
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1000 kr.
Verð i lausasölu virka daga 95 kr. - Helgarblað 115 kr.
Landsfundurinn
Landsfundur Sjálfstæöisflokksins er um margt
merkileg samkunda. Fundurinn er sambland af hátíö
og skrautþingi, sýningu og skemmtan. Samt er lands-
fundur samkoma sem fer meö vald í kosningum og
stefnumörkun og fundurinn hefur áróðursgildi bæöi inn
á viö og út á við. Enginn stjórnmálafundur er íjölmenn-
ari, enginn annar fundur vekur jafnmikla athygli. Þar
halda menn hátíöarræöur í upphafi og hvatningarræöur
í fundarlok og formaöurinn fær tækifæri til þess aö
endingu að skýra fjölmiðlum frá þeim baráttu- og sam-
einingaranda sem þar hafi ríkt. Þær klisjur eru fastir
hðir í lok hvers landsfundar hjá Sjálfstæöisflokknum.
Eflaust getur Þorsteinn Pálsson sagt það með sanni
aö einingin hafi verið mikil og einlæg. Var hann ekki
kjörinn meö þorra atkvæða? Ríkti ekki eining um kjör
Davíðs Oddssonar? Bræðraandinn var slíkur aö fráfar-
andi varaformaður dró sig í hlé í þágu einingarinnar!
Og í öllum meginatriöum voru stefnuyfirlýsingar fund-
arins samþykktar einróma. Þetta viröist einhuga og
samstilltur flokkur.
En er þaö svo? Fyrir landsfund var það boðað að
landsfundurinn yrði átakafundur. Þar mundi tekist á
um grundvaharstefnu í landbúnaðar- og sjávarútvegs-
málum. Sjálfstæðisflokkurinn yrði að sýna þjóðinni
fram á að hann væri aflið sem hægt er að treysta á til
nýrrar sóknar í landsmálum. Það átti sem sagt að skera
upp herör.
Víst er Sjálfstæðisflokkurinn sterkt afl. Víst er hann
stærsti flokkurinn og vissulega bendir aht til að Sjálf-
stæðisflokkurinn fái góðan byr og yfirburðafylgi til að
takast á hendur stjórnarforystu í landinu. Miðað við
óbreyttar aðstæður er flokkurinn eini valkosturinn and-
spænis seinheppinni vinstri stjórn.
Niðurstöður landsfundarins eru hins vegar ekki
sannfærandi. Það er holur hljómur í fagnaðarlátunum.
Þær eru of margar málamiðlanirnar í samþykktunum.
Það hefur ekki enn verið skorið á hnútana. Lands-
fundurinn mæhr með fráhvarfi frá miðstýringu og
sjóðakerfi. En segir ekki hvað kemur í staðinn. Flokkur-
inn vill draga úr ríkisútgjöldum en segir ekki hvernig.
Flokkurinn vill breyta til í landbúnaðarmálum en segir
ekki hvenær. Flokkurinn vill losna við fiskveiðikvótann
með skilyrðum sem enginn veit hvenær rætast. Sjálf-
stæðisflokkurinn vih núverandi ríkisstjórn frá en hefur
því miður harla lítið fram að færa hvað komi í staðinn.
Það eina markverða, sem gerðist á fundinum, var í
rauninni að Davíð Oddsson varð varaformaður í stað
Friðriks Sophussonar. Þetta var gert til að styrkja for-
ystuna að eigin sögn. Davíð er vissulega sterkur stjórn-
málaforingi, en hvað gagnar að hafa hann sem vara-
formann meðan forystusveitin öll er umdeild og gagn-
rýnd? Friðrik Sophusson var ekki og er ekki eina vanda-
mál Sjálfstæðisflokksins. Vandi Sjálfstæðisflokksins er
nefnhega fólginn í því að flokkurinn hefur fylgi án þess
að hafa tiltrú. Kjósendur hafa ekki' trú á þeirri breið-
fylkingu forystumanna sem flokkurinn tefhr fram.
Flokkurinn getur verið kjölfesta í íslenskum stjórn-
málum en hann skortir kjölfestu í sjálfan sig. Þetta
skynja sjálfstæðismenn og þetta vissi landsfundurinn.
Það breytir hins vegar htlu sem engu þótt Friðriki Soph-
ussyni sé fórnað einum sér.
Mannaskiptin í varaformennskunni voru eins og ann-
að á þessum landsfundi tilraun til að ýta vandanum á
undan sér. Ehert B. Schram
„Tryggingakerfið okkar á ekki að vera útdeilingaraðili viðbótargreiðslna," segir í greininni. - Aðalskrifstofur
Tryggingastofnunar ríkisins.
Um
tryggingamál
Nú um stundir hefur fram farið
á fjölmiðla„plani“ allnokkur um-
ræða um tryggingamál. Ekki hefur
sú umræða nú verið af hinu góða,
óljósar hugmyndir hafa svifið um
og á þeim verið gripið sem bláköld-
um staðreyndum og meginatriöi
gjaman gleymst. Meginatriði allrar
tryggingamálaumræðu í dag ætti
nefnilega að vera framkvæmd enn
meiri jöfnunar en nú er innan
tryggingakerfisins.
Meginmein umræðunnar að und-
anfómu hefur verið það að einblínt
hefur verið á það að af einhverjum
betur eða best settum yrði eitthvað
tekið og það til spamaðar eingöngu
eða til að fylla í ginnungagap næstu
íjárlaga.
Eðli jöfnunar
Nú er það svo að eðh allrar jöfn-
unar hlýtur að vera ákveðin til-
færsla - í þessu tilfelli frá þeim
best megandi yfir til þeirra sem
rétt skrimta eða tæplega það.
Það er svo önnur saga og
óskemmtilegri að það em einmitt
þeir best megandi sem hæst hljóða
hverju sinni sem þeir sjá fram á
að einhver aukaspónn úr aski of-
gnóttar þeirrar kynni frá þeim að
hverfa og gildir þá.einu til hvers
þeir spónar ganga. En við þessu
verður ekki gert og bæði fjölmiðlar
og alltof margir ráðamenn einnig
taka einungis eftir þessum háu
hrópum og þau verða svo tóngef-
andi bæði í umræðum sem aðgerð-
um og öll jöfnunarviðleitni þar með
fyrir bí.
Það er víða fé að fá
En uni þetta ætlaði ég svo sem
ekki að ræða heldur nokkur grunn-
atriði trygginganna, sem verður að
taka á, og raunar er ég í nefnd sem
er að burðast við að gera tillögur
þar um. Um þær tillögur ræði ég
ekki hér enda ofbýður mér hversu
fólk, sem er að störfum, oft á við-
kvæmu stigi, fleiprar út um allt og
sér í lagi við fjölmiðla til að fá eigin
auglýsingu - fleiprar um það sem
á að vera vinnuskjal eingöngu og
engan veginn er ákveðiö eða frá-
gengið. En htið frá sjónarhóh þess
sem ræðir við öryrkja daglangt og
oft vel það þá ætti að mega rekja
stuttlega meginatriði.
Stærst og þyngst vegur það vitan-
lega að tryggingabótagrunnur
þeirra sem þurfa af að lifa er alltof
lágur.
Það má gjaman segja að öll atriði
önnur séu meiri og minni fylgifisk-
ar þeirrar ísköldu staðreyndar.
Fyrir öryrkjann, sem hvorki get-
ur leitaö til lífeyrissjóðs né hefur
launatekjur, er dæmið það eða get-
ur verið aö greiðsla á mánuði sé
innan við 30 þúsund. ffins ber að
geta að búi sá hinn sami einn og
geti engum fastakostnaði með öðr-
um deilt þá er upphæðin um 40
þúsund en þá koma líka alhr hðir
inn af fuhum þunga.
Þessar upphæðir þarf að hækka,
KjaUariim
Helgi Seljan
félagsmálafulltrúi ÖBÍ
samfélaginu ber að hækka þær og
það jafnvel á erfiðum tímum. Það
er viða fé að fá þvi ráðadeildarsemi
einkennir ekki okkar þjóðfélag,
ekki heldur á æðstu stöðum.
Hrikaleg útkoma
Annaö veigamikið atriði er hið
ahtof breiða bil sem er þó á milh
hins lága örorkulífeyris og hins
hraklega örorkustyrks en þar skil-
ur á mihi þess sem metinn er 75%
öryrki og áöurnefndar bætur gilda
um og 65% öryrkjans sem hæst
getur fengið um 8000 á mánuði. Ég
fullyrði að þetta misræmi ýti mjög
á eftir því að 65% öryrkjar reyni
allt hvað af tekur aö fá matið hækk-
að upp í 75% en ásókn í það er
ærin - en skiljanleg þó. Hér hlátt
áfram verður aö breyta. Vasapen-
ignarnir svoköhuðu eru þó mesti
vanvirðubletturinn á trygginga-
kerfinu.
Öryrkjar, sem dvelja á sjúkra-
stofnunum og fá þar fæði og að-
hlynningu, fá rúmar 5000 krónur
til allra annarra þarfa sinna á mán-
uði. Upphæðin er lygilega háðuleg
en hún er dagsönn.
Þeir sem voru að gráta yfir þeim
tekjuháu sem gátu misst ellefu þús-
undin nú í ofanálag við yfir 100
þúsund eða meira mættu svo gjam-
an snúa gráti sínum og sárum
kveinstöfum yfir til þessa fólks.
Útkoma þessa hóps er hrikaleg.
Þó skárri séu sjúkradagpeningar
þeir sem fólk fær eftir að lögboðn-
um eða samningsbundnum greiðsl-
um atvinnurekenda lýkur eru þeir
þó ekki á dag nema sem svarar
u.þ.b. tveggja tíma lauhum og það
lökum. Einnig þessi hraklega upp-
hæö ýtir á að fólk vhl fyrr fá mat
en eha væri til örorku. Sjúkrasjóð-
ir stéttarfélaga létta að vísu mörg-
um róðurinn en sem lífsframfæri
er þessi greiðsla svo víðs fjarri
veruleika að engu tah tekur.
Umönnunargreiðslur
Umönnunarbætur hafa mikið
verið ræddar á vettvangi samtaka
fatlaðra og þingmál þar um kom
fram í vetur leið.
Að þeim þarf virkhega vel að
huga og finna þeim eðhlegan farveg
í tryggingakerfinu.
Máhð er einfalt í mínum huga.
Stofnanavistun er fokdýr, hún er
ekki óskadraumur neinna, úr
henni þarf að draga sem ahra mest.
Umönnun aldraðra og fatlaðra
heima kostar sitt en er aöeins hluti
af kostnaði stofnunarvistunar og
er þá ekki tekið með í dæmið
hversu mannlegi þátturinn vegur
þarna þungt.
Þessum umönnungargreiðslum
th aðstandenda eða annarra, sem
vhja og geta, þarf að koma á og
gera það eftirsóknarvert. Spara
þannig ótaldar upphæðir en veita
atvinnu um leið utan stofnana.
Svo mætti áfram telja um megin-
mið en mörg smærri atriði mætti
tína til. Smærri sagði ég en stór
geta þau orðið fyrir þá sem þurfa
að greiða og þá kemur mér helst
og fyrst í hug landsbyggðarfólk
með þann óhóflega aukakostnað
sem það þarf að bæta við sig, m.a.
með veru sinni hér syðra vegna
meðferðar og rannsókna á sér og
sínum - börnum sínum þó helst og
fremst.
Þar þarf myndarlega á móti að
koma og hefur oft verið vakið máls
á því misrétti, síðast á þingi hðins
vetrar af þeim kvennahstakonum,
sem og umönnunargreiðslunum
sem hvort tveggja eru þó miklu
eldri mál. Velferð mæhst ekki hvað
síst í jöfnunaraðgerðum th þeirra
sem þurfa sannanlega á þeim að
halda.
Tryggingakerfið okkar á ekki aö
vera útdehingaraðih viðbótar-
greiðslna til þeirra sem eiga gnægð
fyrir. Það á fyrst og síðast að vera
til fyrir það fólk sem þangað þarf
einfaldlega að sækja nauðþurftir
sínar sem byggir þar á lífsafkomu
sína að miklu eða öllu leyti.
Svo einfalt er það nú fyrir þeim
sem hlýðir daglangt á þá sem
þarfnast þessarar jöfnunar.
Helgi Seljan
„Stærst og þyngst vegur það vitanlega
að tryggingabótagrunnur þeirra sem
þurfa af að lifa er alltof lágur.“