Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1989, Page 15
MÁNUDAGUR 9Í OKTÖRER ':19&9.
15
Röng málsmeðferð
Tveir sunnudagspennar Morgun-
blaðsins, þeir Asgeir Hannes Ei-
ríksson alþingismaður og Davíð
Þór Björgvinsson lögfræðingur,
hafa nýlega helgað mér heilar
greinar, og þakka ég heiðurinn.
Hér hyggst ég svara grein Davíðs
Þórs, sem var um margt athyglis-
verð, en hún birtist 10. september.
Hann gerði tvær athugasemdir við
grein, sem ég hafði skrifað hér í
blaðið 8. ágúst um nýlegan dóm
undirréttar í máli Magnúsar Thor-
oddsens, fyrrverandi forseta
Hæstaréttar.
Þar hafði ég haldið þrennu fram:
að almenningsálit hefði verið
myndað gegn Magnúsi með röng-
um staðhæfingum og hann síðan
dæmdur með skírskotun til þess
áhts, að dómararnir hefðu látiö það
gott heita, að framkvæmdavaldið
neitaði þeim um upplýsingar, sem
nauðsynlegar hefðu verið tfi að
sanna sök Magnúsar, og aö dómar-
amir hefðu ekki gætt þeirrar al-
mennu relgu sem skyldi, að dómar-
ar verði að vera sæmilega óhultir
fyrir ágangi framkvæmdavaldsins.
Fyrri athugasemd
Davíðs Þórs
Athugasemdir Davíðs Þórs eru
við fyrsta og þriðja atriði máls
míns. Hlýt ég að draga þá álytkun,
að hann sé sammála mér um annað
atriðið, og er það fagnaðarefni, þar
eð sú röksemd nægir augljóslega
til þess að hrinda dómi undirréttar:
sönnunarbyrði er samkvæmt ís-
lensku réttarfari á ákæranda, ekki
sakbomingi.
Fyrri athugsemd Davíðs Þórs er
svofelld: „Ef aðgerðir ráöherranna
voru að áhti almennings óeðhlegar
(varla telur Hannes sig einan um
þá skoðun) hefðu þær miklu frekar
átt að leiða til þess að almenningsá-
Utið legðist á sveif með hæstarétt-
ardómaranum en ekki á móti hon-
um eins og lektorinn virðist gera
ráð fyrir.“
Þetta er rangt. Davíð Þór yfirsást
sá kostur, að almenningsáUtið væri
KjaUariim
Dr. Hannes Hólmsteinn
Gissurarson
lektor í stjórnmálafræði
í þessu máli andvígt báðum, Magn-
úsi Thorddsen og dómsmálaráð-
herra (en fjármálaráðherra var
hins vegar manna ógætnastur og
ónákvæmastur í yfirlýsingum um
máUð). Auðvitað áftu undirréttar-
dómararnir alls ekki að dæma eftir
tímabundnu almenningsáliti, sem
myndað var við ófullnægjandi upp-
lýsingar, heldur eftir lögum lands-
ins. Ef þeir þurftu að taka tUUt til
siðferðisviðhorfa, þá áttu þeir vita-
skuld að miða við ótímabundin og
almenn viðhorf, ekki tímabundið
almenningsálit, eins og ég hafði
raunar skrifað um aðra grein, áður
en Davíð Þór birti pistil sinn.
Síðari athugasemd
Davíðs Þórs
Síðari athugasemd Davíðs Þórs
er, að undirréttardómararnir
hefðu einmitt lagt áherslu á að-
skilnað dómsvalds og fram-
kvæmdavalds með því að komast
að þeirri niðurstöðu, að dómsmála-
ráðherra hefði ekki mátt víkja
Magnúsi Thoroddsen úr embætti.
Það yrði að gera með dómi, og
gerðu þeir það raunar.
Þetta er að nokkru leyti rétt.
Dómur undirréttar er auðvitað
áfeUisdómur yfir dómsmálaráð-
herra, því að samkvæmt honum
braut ráðherrann stjómarskrána
með frávikningu Magnúsar. Gerði
ég þetta sérstaklega að umræðuefni
í grein minni.
En fyrir mér vakti að benda á
annað. í lögum landsins og stjóm-
arskrá em sérstök ákvæði, er miða
að því að vemda dómara fyrir
ágangi framkvæmdavaldsins, svo
að þeir geti óhultir sinnt störfum
sínum. Jafnframt því sem gerðar
eru strangari kröfur til þeirra en
flestra annarra embættismanna,
njóta þeir ríkari verndár.
Undirréttardómaramir tóku
ekkert tillit til þess. í stað þess að
leysa þetta mál í kyrrþey með
áminningu var æsifrétt um það
laumað í ríkisfjölmiðlana. Þetta
var aðför að Magnúsi Thoroddsen,
greinilega farin í því skyni að draga
athygUna frá ýmsum misjöfnum
verkum ríkisstjómarinnar á sama
tíma.
Fastar reglur um
málsmeðferð
Tökum dæmi til skýringar. Ég er
dómsmálaráðherra og Davíð Þór
hæstaréttardómari. Ég vil af ein-
hveijum ástæðum losna við Davíö
Þór úr embætti. Þá læt ég kanna,
hvort hann hafi leigt kjallaraher-
bergi í húsi sínu án þess að gefa
leigutekjurnar upp til skatts eða
samið við iðnaðarmann um að
mála húsið og greitt honum undir
borðið, lauma síðan frétt um skatt-
svik hans í fjölmiöla og mynda
þannig almenningsáht gegn hon-
um, svo að ég geti síðan látið víkja
honum úr starfi. Eftir undirréttar-
dóminn í máU Magnúsar Thor-
oddsens get ég treyst því, að slík
vinnubrögð séu taUn góð og gUd.
Auðvitað er þetta dæmi langsótt,
en það eru almennar reglur fremur
en einstök tilvik, sem ráða úrsUt-
um. í aldanna rás hafa smám sam-
an myndast fastar reglur um það,
hvernig fara skuli með mál og þó
sérstaklega mál gegn dómara.
Jafnvel þótt við vitum, að maður
hafi eitthvað á samviskunni, á
hann ekki að hljóta dóm, nema
ákærandi hans geti sannað á hann
sök. Það tókst ekki í máU Magnúsar
Thoroddsens.
Ólöglærðir menn eiga oft erfitt
með að skilja það, hversu mikla
áherslu ber að leggja á rétta máls-
meðferð, þótt það kosti, að menn
hljóti ekki aUtaf makaleg málagjöld
í lífinu. En ég hélt satt að segja, að
lögfræðingar eins og Davíö Þór
Björgvinsson gætu skiUð það.
Réttlætiskenndinni
misboðið
Þrátt fyrir talsverða leit hefur
Davíð Þór mistekist að finna veUur
í rökfæslu minni. En þetta er of
mikið alvörumál tU þess, að menn
megi gleyma sér í rökræöuUst. Lög-
fræði snýst um lifandi fólk, ekki
dauða hluti.
Magnús Thoroddsen missir æru
og starf fyrir að ganga lengra í að
hagnýta sér fríðindi en aðrir menn
í sambærilegum stöðum, án þess
að hann hafi þó brotið reglu eða
gert öðru fólki mein. Hann er
hengdur upp í hæsta gálga, öUum
öðrum sleppt. - Með þessu er rétt-
lætiskennd venjuiegs fólks mis-
boðið, hvað sem líður sunnudags-
pennum Morgunblaðsins.
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
„Auðvitað áttu undirréttardómararnir ekki að dæma eftir tímabundnu aimenningsáliti...", segir greinarhöf.
m.a. - Úr réttarhöldum Magnúsarmálsins.
„Ólöglærðir menn eiga oft erfitt með
að skilja það, hversu mikla áherslu ber
að leggja á rétta málsmeðferð, þótt það
kosti, að menn hljóti ekki alltaf makleg
málagjöld 1 lífmu.“
Anauð byggða-
stefnunnar
Stjómmálamenn nota byggða-
stefnu tU að halda kjósendum sín-
um í gíslingu. Víða um land þrífast
staðir sem fyrir löngu væru komn-
ir í eyði af náttúrulegum ástæðum
ef ekki væri tU svo köUuð byggða-
stefna.
Enn aðrir staðir væru mun blóm-
legri ef byggðastefnan hefði ekki
komið í veg fyrir eðlUega upp-
byggingu þeirra.
Stjómmálamenn sækjast eftir
völdum og nota þau tíl að viðhalda
þeim. Þeir búa tíl sjóði og setjast í
bankaráð í því augnamiði að kaupa
vinsældir heima í héraði. Þeir taka
eðhleg markaðslögmál úr sam-
handi því þau fara sjaldnast saman
við fyrirætlanir um byggingu loð-
dýrabúa, fiskeldisstöðva, frysti-
húsa, orkuvera, mjólkurbúa, slát-
urhúsa og jarðganga.
Velgjöröamennirnir
VesaUngs fólkið, sem er svo
óheppið að búa undir verndarvæng
viðkomandi sfjómmálamanna,
lætur glepjast af loforöum og
hömlulausum fjáraustri úr sjóðum
landsmanna. Því líður vel á sinn
hátt, það hefur mikla vinnu viö til-
Kjállarmn
Ólafur Hauksson
blaðamaður
búnar atvinnugreinar, byggir góð
hús og hefur nóg að bíta og brenna.
Það man að kjósa „velgjörða-
menn“ sína aftur og aftur.
En gervi-atvinna skUar aldrei
arði. Og það kemur að því að jafn-
vel stjómmálamennimir geta ekki
skaffað meira. Byggðarlög, sem
gerð em út á opinbera sjóði, þrífast
aðeins jafnlengi og sjóðirnir ausa í
þau fé.
íbúarí ánauð
Tap íbúanna er mest. FaUegu
húsin standa verðlaus. Atvinna er
engin því aUt snerist um sjóðafyrir-
tækin. En fólk er hneppt í ánauð.
Ef það ætlar í burtu verður það að
byija frá gmnni.
Byggðastefnan gerir það að verk-
um að fólk tapar verðskyninu.
„Byggöastefnan gerir þaö aö verkum
að fólk tapar verðskyninu. Menn þurfa
ekki að leggja fram eigið áhættufe í
atvinnurekstur.“
„Það er misskilningur að fólk eigi að geta buið hvar sem er á
landinu...“ segir greinarhöfundur. - Lúxus sem gæði landsins bjóða
ekki upp á? Frá Seyðisfirði.
Menn þurfa ekki að leggja fram
eigið áhættufé í atvinnurekstur
heldur ausa úr sameiginlegum
sjóði skattgreiðenda. Þeir þurfa
ekki að gera arðsemisútreikninga.
Þeir þurfa ekki að gera ráð fyrir
að reksturinn standi undir vöxtum
eða afborgunum.
Misskilinn lúxus
Það er misskilningur að fólk eigi
að geta búið hvar sem er á landinu
og haft þar fulla atvinnu og alla
þjónustu. Það er lúxus sem gæði
landsins bjóða ekki upp á.
Meðan stjórnmálamenn og gæð-
ingar þeirra hafa sóað fjármunum
landsmanna tíi að kaupa atkvæði
hefur minna verið afgangs til að
byggja upp arðbæran atvinnu-
rekstur þar sem möguleikar hans
voru fyrir hendi.
Skelfilegar afleiðingar
Orðið byggðastefna er eitt algeng-
asta orðið sem stjómmálamenn
hafa notað til að réttlæta atkvæða-
kaup. Þetta er næstum hefiagt orð.
En byggðastefnan hefur fyrst og
fremst verið misnotuð í þágu
stundarhagsmuna. Tfi lengri tíma
litið em afleiðingarnar skelfilegar.
Fjöldi byggðarlaga um allt land
rambar á barmi gjaldþrots.
Mennimir, sem bera ábyrgð á því
hvemig komið er fyrir byggðarlög-
unum, hafa lausn á vandanum.
Ausa meira fé úr fleiri sjóðum og
teygja dauðastríðið. Það er einnig
um þeirra eigin pólitíska líf eða
dauða að ræða. Einhver verður að
kjósa þá.
Ólafur Hauksson