Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1989, Side 20

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1989, Side 20
20 MÁftUDÁGtÍR 9. OKTÓBÉR 1989. DV Iþróttir Úrvalsdeildin í körfu: í“ ingar á toppinn - eftir sigur á Val, 81-79 ÍR-ingar eru á toppnum í sínum riðli í úrvalsdeildinni í körfuknatt- leik. ÍR-ingar sigruðu Valsmenn 81-79 í Seljaskóla í gær en í hálfleik var staðan 47-38, ÍR-ingum í hag. ÍR-ingar höföu framan af leiknum mikla yfirburöi, náðu um tíma tutt- ugu stiga forskoti, 26-6, og sýndu á köflum mjög góöan leik. Valsmönn- um tókst að saxa á forskotið fyrir leikhlé. í síðari hálfleik hrukku ÍR- ingar á nýjan leik í gang og náðu átján stiga forystu, 62-44. Valsmenn nálægt því að jafna metin Bandaríski leikmaðurinn í liði ÍR, Tommy Lee, varð að vikja af lei- kvelli vegna villuvandræða og í kjöl- farið dró úr krafti þeirra. Smám sam- an voru Valsmenn komnir alveg upp að TR-liðinu en tíminn reyndist of stuttur til að þeir næðu að jafna metin. Valsmenn höfðu knöttinn síð- ustu fimm sekúndurnar en sá tími nægði ekki til að koma skoti á körf- una. ÍR-ingar voru eins og höfuðlaus her eftir að Tommy Lee fór út af. Valsmenn án sigurs í deildinni ÍR-ingar fógnuðu öörum sigurleik sínum í röð í úrvalsdeildinni en Vals- menn hafa tapað báðum sínum leikj- um til þessa. Björn Steffensen átti mjög góðan leik fyrir ÍR og skoraði grimmt. Tommy Lee var einnig drjúgur og tók fjöldann allan af frá- köstum. Björn Leósson skoraði sína fyrstu þriggja stiga körfu í úrvals- deildinni og vakti það mikla kátínu meðal leikmanna hðsins. Chris Behrends var yfirburðamað- ur í liði Valsmanna, hann var seinn í gang en óx ásmegin þegar á leikinn leið. Guðni Hafsteinsson vakti mikla athygli og átti stóran þátt í að Vals- menn söxuðu á forskot ÍR-inga. Svaii Björgvinsson komst einnig ágætlega frá leiknum. • Þokkalegir dómarar leiksins voru Jón Otti Ólafsson og Leifur Garðarsson. • Stig ÍR: Björn Steffensen 30, Tommy Lee 19, Jóhannes Sveinsson 18, Bragi Reynisson 8, Björn Leósson 3, Karl Guðlaugsson 2, Eggert Garð- arsson 1. • Stig Vals: Chris Behrends 36, Svah Björgvinsson 15, Guðni Haf- steinsson 10, Einar Ólafsson 7, Bjöm Zoega 4, Ragnar Jónsson 4, Bjarni Össurarson 3. -JKS • Björn Steffensen var drjúgur í leiknum gegn Valsmönnum I gær og skoraði 30 stig. Á myndinni er Björn að láta skot riða af og andartaki síðar lá knötturinn í körfunni. DV-mynd Brynjar Gauti Sport- stúfar Austur-Þjóðverjar 1 ÍÍS I serðu sér lítið fyrir I /?t j og sigruðu Sovét- menn, 2-1, í undan- keppni HM í knattspymu í gær. Sovétmenn þurftu á jafh- tefli að halda til að tryggja sig endanlega til Ítalíu 1990. Þetta var flórði sigur Austur-Þjóð- vetja á Sovétmönnum í síðustu 17 leikjum þjóðanna. Með þess- um sigii aukast Jíkur Austur- Þjóðverja á að fylgja Sovét- mönnum verulega. Þeir eiga einn leik eftir gegn Austurrík- ismönnum. Sovétmenn eru efistir í riðlinum með 9 stig en Austur-Þjóðverjar og Austtnr- ríkismenn eru með 7 stig og hafá Austur-Þjóðveyjar leikið leik meira. Leiknum í gær lauk með miklum látum. Gennady Utovchenko kom Sovétmönn- um yfír þegar 12 mínútur voru tíl leiksloka en þeir Andreas Thom og Matthias Saammer tryggðu . Austur-Þjóðvetjum sigur á lokamínútunum. Það þarf varla að taka þaö fram að Islendingar leika f þessum riðli. Lika austur-þýskur sigurhjá þeim yngri Austur-Þjóðveijar sigruöu Sovét- menn í landsleik þjóðanna skip- uðum leikmönnum undir 21 árs um helgina. Lokatölur urðu 3-2 en leikurinn fór fram f í Grimma f Austur-Þýskalandi. Sovétmenn voru yfir, 1-2, þegar þijár mínút- ur voru eftir en heimamenn skor- uöu tvö mörk fram til leiksloka. Sovétmenn eru efstir í þriöga riðh Evrópukeppninnar með 7 stig en Austur-Þjóðveijar eru næstir með S stig. íslandsmótið í handknattleik kvenna: Nýliðarnir lögðu KR-inga á Nesinu - Valsstúlkur unnu Stjömuna og FH vann Hauka Þrír leikir fóru fram í 1. deild kvenna um helgina. FH-Haukar átt- ust við í Hafnarfirði og sigruðu FH stúlkur með einu marki, 15-14. Ný- höarnir í deildinni, Grótta og KR, áttust við á Nesinu og sigruðu heima- menn, 25-21. Valsstúlkur unnu svo nauman sigur á Stjömunni, 17-16. FH-Haukar Hafnarfjarðarliðin börðust hart í Firðinum á laugardaginn er FH vann nauman sigur á Haukum. Haukaliðið var mun hressara í leiknum og hefði átt skihð annað stigið. Jafnt var á flestum tölum en Haukahðið þó yfir- leitt fyrra til að skora. Það var ekki fyrr en undir lok leiksins að FH náði forystunni og var staðan þá 14-13, en Haukar náðu að skora og staðan varð 14-14. Þegar lítið var eftir tókst FH-höinu að skora sigurmarkið og leiknum lauk 15-14 eftir að staðan í hálfleik hafði veriö jöfn, 9-9. Mikill léttleiki var yfir Haukalið- inu og var sóknarleikur þess einfald- ur en skemmtilegur. Var Hrafnhiid- ur mjög drjúg og gerði mikinn usla í vöm FH. Eins og tölumar benda til var vamarleikur beggja hða góöur. Hjá FH var meðalmennskan ríkjandi og þurfa þær aö gera betur ef þær ætla að vera í toppbaráttunni í vetur. • Mörk FH: Kristín Pétursdóttir og María Siguröardóttir, 4 hvor, Rut Baldursdóttir 3, Helga Gilsdóttir 2, Berglind Hreinsdóttir og Sigurborg Eyjólfsdóttir, 1 mark hver. • Mörk Hauka: Ragnheiður Guö- mundsdóttir 5, Ragnheiður Júlíus- dóttir og Hrafnhildur Pálsdóttir, 3 hvor, Elva Guðmundsdóttir 2 og Margrét Guðmundsdóttir, 1 mark. Grótta-KR Erkifjendumir í vesturbænum áttust við á laugardaginn og lauk þeirri viö- ureign með sigri Gróttu. Fyrri hálf- leikur var frekar jafn en Grótta náði upp góðum leik rétt fyrir hálfleik og haiði fimm marka forystu þegar flautað var til hálfleiks, 13-8. KR-hðið náði að minnka muninn í tvö mörk um miðjan síðari hálfleik en sigur Gróttu var aldrei í hættu og vann hún örugglega, 25-21. Bæöi hðin spiluðu langar sóknir og ekki var mikið um hraða í leikn- um. KR khppti þær Þurý og Laufey til skiptis úr sóknarleik Gróttu en það dugöi skammt því þá losnaði bara um aðra sóknarmenn liðsins. Gróttu-liðið var jafnt og engin ein sem skaraöi fram úr heldur sigur hðsheildarinnar. Hjá KR var það Sig- urbjörg að venju sem gerði mikið af mörkum. • Mörk Gróttu: Þurý Reynisdóttir og Laufey Sigvaldadóttir, 6 hvor, El- ísabet Þorgeirsdóttir og Sigríður Snorradóttir, 4 hvor, Brynhildur Þorgeirsdóttir og Helena Ólafsdóttir, 2 hvor og Sara Haraldsdóttir, 1 mark. • Mörk KR: Sigurbjörg Sigþórs- dóttir 9, Snjólaug Benjamínsdóttir 4, Bryndís Harðardóttir 3, Katrín Harð- ardóttir og Ama Garðarsdóttir, 2 hvor og Aslaug Friðriksdóttir 1 mark. Valur-Stjarnan Þaö var hörkuleikur í Valsheimilinu þegar Valur og Stjaman áttust við. Leikurinn var mjög jafn og spenn- andi, liðin skiptust á að skora og var staðan í hálfleik 10-8 Sjömunni í vil. í síðari hálfleik náðu Valsstúlkur að jafna 11-11 og eftir þaö var Valur yfir til leiksloka og vann nauman sigur, 17-16. Það var mikil harka í leiknum og var varnarleikur beggja höa góður. Sigrún í Valsmarkinu varði mjög vel og áttu homamenn Stjömunnar í erfiðleikum með að koma boltanum fram hjá henni. Hjá Val var það hðs- heildin sem skóp sigurinn og engin ein sem á hrós skilið. Stjömuhðið missti Erlu Rafnsdótt- ir út af í fyrri hálfleik er hún þurfti að yfirgefa leikvöhinn vegna meiðsla í hné, óvíst er hvort hún verður meira með í vetur. Ragnheiður var iðin við að skora en annars var Uðið frekar jafnt. • Mörk Vals: Katrín Friðriksen og Una Steinsdóttir, 5 hvor, Ásta Björk Sveinsdóttir 3, Berghnd Ómarsdóttir 2, Margrét Theodórsdóttir og Kristín Pétursdóttir, 1 mark hvor. • Mörk Stjömunnar: Ragnheiður Stephensen 7, Erla Rafnsdóttir og Herdís Sigurbergsdóttir, 3 hvor, Helga Sigmundsdóttir, Drifa Gunn- arsdóttir og Kristín Björnsdóttir 1 mark hver. inni eftir leiki helg- arinnar er þessi: IR-Valur.....81-79 Haukar-Þór..........120-61 Njarðvík - TindastóB.94-89 Grindavík - Reynir...91-66 A-riðill: ÍR..........2 2 0 180-156 4 Keflavík 1 1 0 107-64 2 Grindavík... 2 2 0 166-134 2 Valur.......2 0 2 147-156 0 Reynir......3 0 3 207-289 0 B-riðill: KR..........1 1 0 87-66 2 Tindastóh...2 1 1 181-174 2 Njarðvík....2 2 0 166-157 4 Haukar......2 1 1 188-133 2 Þór.........3 0 3 207-299 0 • Stigahæstu leikmenn í úrvals- deildinni: 1. David Grissom, Reyni......75 2. ValurIngimundars., UMFT..70 3. BoHeiden.UMFT.........58 4. ChrisBerhend9, Val....57 5. KonráðÓskarsson,Þór...54 6. Jonathan Bow, Haukum..54 7. TommyLee.ÍR...........49 8. Teitur Örlygsson, UMFN.47 • Þess má geta að þeir Grissom í Reyni, Sandgeröi og Konráö Óskarsson, Þór Akureyri, hafa leikið þijá leiki, aörir leikmenn tvo. Þrír leikir annað kvöld • Næstu leikir í úrvalsdeild- inni fara fram á morgun, þriðju- dag. Þá era þrír leikir á dagskrá. Grindavík og Keflavík í Grinda- vík, KR og Haukar leika í Haga- skóla og loks mætast Reynir og Valur í S mdgerði. Allir leikimir hefjast kl ikkan átta.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.