Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1989, Qupperneq 23
MÁNUDAGUR 9. OKTÓBER 1989.
23
Sport-
stúfar
Þrír íslenskir knattspymu-
menn eru á förum til liðs í 3.
deildinni í Vestur-Þýskalandi.
Hér er um þrjá Valsmenn að
ræða, þá Einar Pál Tómasson,
Þórð Bogason og Baldur Braga-
son. Reiknað er með að þeir félag-
ar verði löglegir með liðinu um
næstu áramót en þeir munu fara
strax til æfrnga. Það gerist æ al-
gengaA að íslenskir knatt-
spymumenn fari til æfinga í
stuttan tima hjá erlendum Jiðum
til að lengja keppnistímabiiið og
losna við veturinn leiðinlega á
íslandi.
Stefán og Rögnvaldur
dæma í Evrópukeppninni
íslenskir handknattleiksmenn
eru sífellt aö fá fleiri verkeihi
erlendis, það er að segja þeir sem
til þess hafa tilskilin próf. Þegar
líöa tekur á októbermánuð munu
þeir Rögnvaldur Erlingsson og
Stefán Arnaldsson dæma í Evr-
ópukeppni kvenna. Þeir félagar
dæma í Noregi en þar eigast við
liö Bysen frá Noregi og GOG frá
Danmörku í Evrópukeppni bik-
arhafa.
Þormóöur kemur í stað
Alexanders gegn Hollandi
Ein breyting hefur veriö gerð á
landsliði íslands skipuðu leik-
mönnum 21 árs ogyngri sem leik-
ur gegn því hollenska á morgun.
Skagamaðurinn Alexander
Högnason er meiddur og kemst
ekki raeð liðinu en í hans stað
hefur veriö valinn KR-ingurinn
Þormóður Egilsson.
Feí þjálfar íslands-
meistarana áfram í vetur
Kínverski þjálfarinn Fei, sem
þjálfaði og stýrði liði KA til ís-
landsmeistaratitils í blaki karla í
fyrra, verður áfram með KA-liðið
í vetur. Tvö önnur félög í 1. deild
karla veröa með kinverska þjálf-
ara í vetur. Þróttur frá Reykjavík
verður undir stjóm Jiacan Wen
og Zhao Sanwen mun þjálfa lið ÍS.
Svíar rétt náðu að
leggja Albani að vell)
Svíar imnu nauman sigur á
landsliöi Albaníu um helgina en
liðin voru skipuð leikmönnum
undir 21 árs. Leikurinn var liður
í Evrópukeppninni. Svíar sigruöu
1-0 og skoraöi Sulo Vaattovaara
sigurmark Svia strax á 18. min-
útu leiksins. Staöan í riðlinum er
nú þannig að Svíar eru efstir með
9 stig, Englendingar koma næstir
með 7 stig og hafa þessi lið mikla
yfirburði. Pólveijar eru í þriðja
sæti með aöeins eitt stig eins og
Albania.
Enn er hugsanleg brottfðr
Maradona til umræðu
Enn em ítalskir fjölmiðlar að
gera þvi skóna að Maradona sé
aö fara frá Napolí. Sjálfur segist
kappinn ekki reikna með þvi að
hann fari frá félaginu eftirnýhaf-
iö keppnistlmabil. Em ítalskir
fjölmiðlar búnir að smjatta svo
óhemjulega á þessu máli undan-
faraa mánuði að þegar loksins
mun koma .að því að Maradona
skipti um lið þá verður það ekki
oröin nein frétt.
Franska liöiö Marseille hefur
gert ævintýralegt tilboð í Mara-
dona og veröur að teljast líklegt
að hann fari til liðsins eftir þetta
tímabil. Sjálfur segist Maradona
ætla aö ræða þessi mál öll við
forseta Napolí eftir keppnistíma-
biliö. Engar tölur hafa verið
nefndar en víst er talið að Mara-
dona sé ekki falur fyrir skipt-
imynt. Þaö er Ijóst að ekkert ger-
ist í málum Maradona fyrr en
næsta vor en eflaust munu ít-
alskir fjölmiölar birta margar
fréttir þangaö til.
Iþróttír
• Páll Björnsson, línumaður Gróttu, sést hér svila inn í vitateig ÍR-inga og skora eitt marka sinna í leiknum. Grótta sigraði meö eins marks mun, 21-20.
DV-mynd Brynjar Gauti
íslandsmótið í handknattleik - 1. deild:
- þegar Grótta vann nauman sigur á heimavelli sínum gegn ÍR, 21-20
t t Gróttumenn lentu í hinu mesta basli með nýliðana í 1. deild,
T" ÍR, á opnunardegi íslandsmótsins í handknattleik á laugardag-
inn var. Leikur liðanna fór fram í íþróttahúsinu á Seltjarnar-
nesi og sigraði Grótta með einu marki, 21-20, eftir æsispenn-
andi lokamínútur. IR getur engum kennt um nema sjálfu sér að jafna
ekki leikinn. ÍR-ingar voru einum fleiri síðustu mínútu leiksins en
misstu boltann klaufalega og rann því möguleikinn að jafna metin út í
sandinn.
Framan af leiknum leit lengi út
fyrir að Gróttumenn ætluðu að vinna
stóran sigur. Seltirningar skoruðu
fyrstu fjögur mörkin en ÍR-ingar
komust á blað þegar átta mínútur
voru liðnar af leiknum. Þeir voru
reyndar óheppnir að skora ekki fyrr
því þrjú skot lentu í stönginni með
stuttu millibili. ÍR-ingar náðu að
minnka muninn í 6-4 en í hálfleik
var staðan 12-8 fyrir Gróttu.
Markvarsla ÍR-inga í fyrri hálfleik
var mjög döpur, nánast öll skot láku
í netið. Þetta átti eftir lagast í síðari
hálfleik og um leið var leikurinn
mun jafnari. ÍR-ingar skoruðu fyrstu
tvö mörkin og minnkuðu biliö í 12-10
og fram eftir hálfleiknum var leikur-
inn í jafnvægi Sigfús Orri Bollason
jafnaöi leikinn fyrir ÍR, 17-17, um
miðjan hálfleikinn og skömmu síðar
varði Hallgrímur Jónasson, mark-
vörður ÍR, vítakast frá Halldóri Ing-
ólfssyni.
Lokamínúturnar voru æsispenn-
andi eins og lýst var hér að framan
og Gróttumenn fögnuðu sigrinum
innilega. Tæpari gat þó sigur þeirra
ekki orðið en ÍR-ingar voru hárs-
breidd frá því að jafna metin. Fyrri
hálfleikur samhliða lélegri mark-
vörslu varð ÍR-ingum að falli. Vetur-
inn verður ef að líkum lætur nýliö-
unum erfiður. Vömin var ekki nógu
sannfærandi heldur en lagaðist þeg-
ar á leikinn leiö. Guðmundur Þórðar-
son og Ólafur Gylfason eru ávallt
sterkir og einnig átti Róbert Rafns-
son góðan leik.
Gróttumenn verða erfiðir viður-
eignar á heimavelli sínum í vetur.
Þeir léku skínandi vel í fyrri hálfleik
en i þeim síðari var leikur þeirra
ekki nógu sannfærandi. Margt gott
býr í liðinu og ætti það að geta spjar-
að sig vel í vetur. Stefán Amarson
átti mjög góðan leik, skoraði grimmt
og barðist vel. Willum Þórsson var
sterkur í vöminni en fékk að sjá
rauða spjaldið undir lokin.
• Guðjón Sigurðsson og Hákon
Sigurjónsson dæmdu leikinn þokka-
lega.
• Mörk Gróttu: Stefán Amarson
8/1, Halldór Ingólfsson 5/2, Sverrir
Sverisson 3, Páll Bjömsson 2, Willum
Þórsson 2, Friðleifur Friðleifsson 1.
• Mörk ÍR: Sigfús Orri Bollason
5/2, Róbert Rafnsson 4, Ólafur Gylfa-
son 3, Guðmundur Þórðarson 2,
Frosti Guðlaugsson 2, Matthías Matt-
híasson 2, Magnús Ólafsson 2. • Stetán Arnarson lék mjög vel fyr-
-JKS ir Gróttu gegn ÍR og skoraði 8 mörk.