Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1989, Qupperneq 24

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1989, Qupperneq 24
24 MÁNUDAGUR 9. OKTÓBER 1989. íþróttir - fjórir leikmenn fengu rautt spjald þegar FH vann HK, 29-24 „Þetta á eftir að verða mjög spennandi og jöfn deildarkeppni. Það er ekki mikill munur á liðunum í 1. deildinni eins og kom í ljós í þessum leik,“ sagði Þorgils Óttar Mathiesen, þjálfari FH-inga, eftir að lið hans hafði sigrað nýliða HK, 29- 24,í fyrsta leik 1. deildar keppninnar á laugardag. Áhorfendur, sem troðfylltu íþrótta-' húsið í Hafnarfirði, sáu geysilega harðan leik og höfðu dómaramir í nógu að snú- ast. Fjögur rauð spjöld voru á lofti og flöldi brottvísana. Á lokamínútunum sauð upp úr hjá leikmönnum og tveimur FH-ingum, þeim Héðni Gilssyni og Jóni E. Ragnarssyni, var vildð af leikvelli ásamt HK-manninnum Ásmundi Guð- mundssyni fyrir slagsmál. Auk þess fékk Eyþór Guðjónsson, HK, einnig rautt spjald. FH-ingar, sem margir hafa spáð titlin- um, áttu í nokkrum vandræðum með Kópavogsliðið sem barðist gífurlega vel allan leikinn. Jafnt var á fyrstu mínút- unum en síðan náðu FH-ingar öruggri forystu. Staðan í leikhléi var 16-8 og allt stefndi í öruggan sigur FH-inga. HK-menn tóku hins vegar hressilega á móti Hafnfirðingum í síðari hálfleik og náðu að minnka muninn í þrjú mörk, 27-24. Þá var allt á suðupunkti og þrem- ur leikmönnum var vísað til búnings- herbergjanna eins og áður sagði. Þá voru tvær mínútur eftir og geröu FH-ingar út um leikinn með tveimur síðustu mörkunum. FH-ingar léku mjög vel í fyrri hálfleik og þá sérstaklega í vöminni en í þeim síðari misstu þeir einbeitinguna. Guð- mundur Hrafnkelsson varði mjög vel í markinu og það gerði einnig Bergsveinn Bergsveinsson eftir að hann kom inn á. Aðrir bestu menn liðsins voru þeir Óskar Ármannsson og Gunnar Bein- teinsson. HK-liðið barðist mjög vel í leiknum en það vantar tilfinnanlega fleiri skyttur í liðið. Markvörðurinn, Bjami Frostason, var besti maður liðsins. Gunnar Gísla- son og Eyþór Guðjónsson stóðu einnig vel fyrir sínu. Hins vegar setur Ásmund- ur Guðmundsson svartan blett á lið sitt með óíþróttamannslegri framkomu. Dómarar vora Egill Markússon og Kristján Sveinsson og dæmdu af mikilli ákveðni. Mörk FH: Óskar Ármannsson 8 (3 v.), Gunnar Beinteinsson 6, Þorgils Mathie- sen 5, Héðinn Gilsson 4 (1 v.), Jón E. Ragnarsson 3, Halfdán Þórðarson 2 og Magnús Einarsson 1. Mörk HK: Óskar Elvarsson 7 (5 v.), Gunnar Gíslason 5, Eyþór Guðjónsson 4, Róbert Haraldsson 3, Ásmundur Guð- mundsson 2, Magnús Sigurðsson 2, Kristján Gunnarsson 1. -RR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.