Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1989, Side 26
26
MÁNUDAGUR 9. OKTÓBER 1989..
íþróttir
• ítalir höfðu æma ástæðu til að (agna um síðustu helgi en þá unnu þeir Evrópumótið í blaki i (yrsta sinn í
40 ára sögu þess. Simamynd Reuter
Pyrsti tttlll Itala
- unnu Evrópumótið í blaM í fyrsta sinn
ítalir unnu sinn fyrsta Evróputit-
il í blaki á dögunum. Lögöu þeir
þá iiö Svía aö velli í úrslitum í
Stokkhólmi. Leikur þjóðanna var
mjög skemmtilegur en lyktir urðu
3-1 (14-16, 15-7, 15-13 og 15-7).
Það var snjallasti leikmaður ít-
ala, Andrea Zorsi, sem átti síðasta
skellinn í leiknum. Viðureignin
hafði þá staðið yfir í eina klukku-
stund og fimmtíu mínútur.
Fram til þessa hefur Austur-
Evrópuþjóð ávallt tekið krúnuna í
keppninni en hún hefur nú veriö
haldin í 40 ár. Að þessu sinni komst
hins vegar engiim fulltrúi Austur-
Evrópu á verðlaunapall.
Sovétmenn voru álitnir sigur-
stranglegastir áður en keppni hófst
en þeir töpuðu fyrir Svíum í undan-
úrslitum og máttu síðan lúta í
lægra haldi fyrir Hollendingum í
viöureign um bronsið. Leikar fóru
3-0, Holiendingum í vil (15-11,15-6
og 15-7).
-JÖG
• Ólafur Unnsteinsson og Jóhann Jónsson hafa verið mjög atkvæðamiklir á öldungamótum, innanlands sem utan,
á þessu ári.
Tvö sundmet sett í
Hafnarfjarðarlaug
Eins og DV hefur sagt frá, voru
sett tvö íslandsmet á unghngasund-
móti Grundarkjörs sem haldið var í
Sundhöll Hafnarfjaröar laugardag-
inn 30. september. Boösundssveit
pilta úr Aftureldihgu synti 8x50
metra skriðsund á 3:47,19 mínútum
og Lilja María Snorradóttir, SH, synti
100 metra baksund stúlkna í flokki
fatlaðra á 1:26,06 mín.
Önnur úrslit á mótinu urðu sem
hér segir:
100 m bringusund stúlkna:
1. Bima Bjömsdóttir, SH.....1:18,12
2. Hugrúní. Jónsdóttir, UMSB.1:24,87
3. Elín Sigurðardóttir, SH..1:25,15
100 m skriðsund pilta:
1. Geir Birgisson, UMFA.....0:59,15
2. Alfreð Harðarson, SH.....1:00,00
3. Kristján Sigurðsson, UMFA .1:002,9
100 m bringusund telpna:
1. Kristianna Jessen, USVH..1:24,25
2. Erla Sigurðardóttir, SH..1:26,74
3. Hólmfríður Guðmd., UMSB..1:26,85
100 m skriösund drengja:
1. Valtýr Sævarsson, SH.....1:05,20
2. Örvar Þorsteinsson, SH...1:08,67
3. Ólafur Hannesson, UMFA....1:10,00
100 m baksund stúlkna:
1. Elín Sigurðardóttir, SH..1:13,98
2. Birna Björnsdóttir, SH...1:16,50
3. Hugrún í. Jónsdóttir, UMSB.1:24,52
100 m bringusund pilta:
1. Kristján Sigurðsson, UMFA.1:15,52
2. Sölvi Már Sveinsson, SH..1:16,16
3. Geir Birgisson, UMFA.....1:20,30
100 m skriðsund telpna:
1. Kristianna Jessen, USVH..1:06,46
2. Jóhanna B. Gíslad., Árm..1:06,62
3. Dagný Kristjánsdóttir, Arm. 1:06,66
100 m bnngusund drengja:
1. Þorvaldur Árnason, UMFA..1:23,31
2. Valtýr Sævarsson, SH.....1:23,33
3. Jón Oskar Jónsson, SFS...1:27,91
4x50 m fjórsund stúlkna:
1. A-stúlknasveit SH.......2:17,82
2. A-telpnasveit SFS.......2:22,17
4x50 m fjórsund pilta:
1. A-piltasveitUMFA........2:06,38
2. A-piltasveit SH.........2:11,21
• Sigurjón Hákonarson með viðurkenningar sínar. Til vinstri er Kristján
Bernburg, stjórnadi skólans, og til hægri Wlodek Lubanski, aðalþjálfari.
Sigurjón bestur á
öðru námskeiðinu
- í knattspymuskóla KB í Lokeren
Sigurjón Hákonarson úr Val var
valinn besti leikmaðurinn á öðru
námskeiðinu í Knattspyrnuskóla KB
sem fram fór í Lokeren í Belgíu dag-
ana 28. ágúst tii 5. september. Eins
og fyrsta námskeiðið, sem fram fór
í maíbyrjun, tókst þetta mjög vel.
Knattspyrnunámskeiðin eru hald-
in í samvinriu við 1. deildar félögin
Lokeren og Beveren. Beri einhver
einstaklingur af á þeim er honum
boðið til Belgíu á kostnað félaganna
til æfinga í tvær vikur. Yfirkennari
er Wlodek Lubanski, fyrrum leik-
maður Lokeren og núverandi þjálfari
hjá félaginu. Hann er fyrrum pólskur
landsliðsmaður og þótti einn snjall-
asti knattspyrnumaður í Evrópu á
sínum tíma.
Stefnt er að því í framtíðinni að
vera með 10-15 unga knattspyrnu-
menn á hverju námskeiði til að betur
verði hægt að sinna hverjum og ein-
um. Þá er áætlað að flokka nám-
skeiðin niður, annars vegar í mjög
sterk námskeið og svo í opin nám-
skeið fyrir alla.
Það er íþróttadeild Samvinnu-
ferða-Landsýnar sem er umboðsaðili
fyrir skólann hér á landi og gefur
nánari upplýsingar um hann.
-VS
Jóhann setti tvö íslands-
met á kastmóti Víðis
- Valbjöm Þorláksson setti einnig met á mótinu
Hinn 71 árs gamli Jóhann Jónsson
úr Víði í Garði setti tvö íslandsmet
í 70 ára flokki á kastmóti Víðis sem
fram fór um síðustu helgi þar syöra.
Hann kastaði kringlu 36,58 metra og
kúlu 11,06 metra. Jóhann er mjög
íjölhæfur og varð í sumar heims-
meistari í sínum aldursflokki.
Valbjörn Þorláksson, KR, setti is-
landsmet í 55 ára flokki á sama móti,
kastaði kringlu 44,70 metra og kúlu
12,60 metra. Þá kastaði Ólafur Unn-
steinsson, HSK, kringlunni 46,58
metra sem er árangur á heimsmæli-
kvarða í 50 ára flokki. Ólafur á þriðja
besta heimsárangurinn i þessum
flokki í ár, 49,10 metra, sem er jafn-
framt íslandsmet.
Elías Sveinsson, IR, kastaði kringlu
45,26 metra í 35 ára flokki á mótinu
og meðal keppenda í 60 ára flokki
voru Hallgrímur Jónsson, HSÞ, sem
setti íslandsmet í kringlukasti á
þessu ári, 46,80 metra, og Marteinn
Guöjónsson, ÍR, sem hefur kastað
40,72 metra í ár.
-VS
• Kristján Bernburg i hópi þeirra sem hlutu viöurkenningar á námskeiði
númer tvö.