Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1989, Síða 31
MÁNUDAGUR 9. OKTÓBER 1989.
31
Jv____________________________Kvikmyndir
Kvikmyndahátíð - Hiirdnn yfir Berlin:
Óður til engla og manna
Bruno Ganz og Solveig Donmartin í hlutverkum sínum i myndinni Himinn
yfir Berlín.
HIMINN YFIR BERLÍN (HIMMEL UBER
BERLIN)
Leikstjóri: Wim Wenders.
Handrit: Wim Wenders ásamt Peter Hand-
ke.
Kvikmyndataka: Henri Aleken.
Aðalhlutverk: Bruno Ganz, Solveíg Don-
martin, Otto Sander og Peter Falk.
Þýskt tal, danskur texti.
Himinn yfir Berlín er kvikmynd
sem áhorfandinn leitar aftur og aftur
í eftir að sýningu er lokið. Var Wend-
ers aðeins að gera k'vikmynd um
engla vegna þess að þeir hafa verið
utangqtta í kvikmyndum á kostnaö
annarra furðuvera? Þetta hefur verið
haft eftir honum og svo sannarlega
er myndin um tvo engla sem heim-
sækja Berlín. En Wenders, sem
ávaút hefur í kvikmyndum sínum
borið hag minnimáttar fyrir brjósti,
lætur sér ekki nægja englana enda
eru þeir aðeins áhorfendur að hugs-
unum sögupersónanna, allt þar til
annar þeirra verður ástfanginn og
verður „maður“.
Það eru þessar hversdagslegu
hugsanir fólks, vonbrigði, von,
brostnir draumar, elhn og tilgangur
lífsins í huga fólks sem gerir mynd-
ina eins manneskjulega og hugljúfa
og raun ber vitni.
Englarnir tveir, sem eru svarthvít-
ir og sjá allt í svarthvítu, fara víða
um stræti Berlínar, ekki glæsigötur
með neonskiltum, heldur koma þeir
við í úthverfum, sirkusi, upptöku-
stað fyrir kvikmynd og síðast en ekki
síst bókasafni sem er nokkurs konar
fundarstaður engla sem „fljóta“ um
Berlín ávallt tilbúnir að hlusta en
geta ekkert aðhafst.
Þrjár persónur koma mest við sögu
fyrir utan englana tvo sem leiknir
eru af Bruno Ganz og Otto Sander.
Það er Peter Falk, leikarinn þekkti
sem leikur sjálfan sig. Þegar við hitt-
um hann fyrst er hann að koma til
Berlínar til að leika í kvikmynd.
Hugsanir hans eru um tilgang hans
sem leikara, er hann betri nú en áð-
ur? Þá teiknar hann andht fólks Sem
vekja hjá honum forvitni um innri
mann. Hann er eina persónan sem
finnur fyrir nálægð englanna. Skýr-
ing á því kemur í lokin.
Þá er það öldungurinn sem annar
engilhnn hittir á bókasafninu. Þótt
hugsanir hans séu ekki kómískar,
heldur hugsanir gamals manns sem
hefur lifað tímanna tvenna og sér
fram á endalokin, þá er leikur-og fas
hins aldraða Curt Bois með shkum
ágætum að bros kemur ósjálfrátt
fram á varir manns.
Þriðja persóna og sú sem skiptir
sköpun fyrir annan engihnn er loft-
fimleikakonan sem á aðeins eftir
eina sýningu. Hún veit ekki hvert líf
hennar stefnir, þráir aö hitta ein-
hvem sem verndar hana og elskar
og fyrir þessari sterku þrá fehur eng-
ilhnn sem eins og áhorfandinn er
hræddur um að stúlkan muni fyrir-
fara sér í síðustu sýningu sinni.
Himinn yfir Berhn snertir við-
kvæma strengi um leið og maður
hrífst af snilld Wenders sem kemur
þessu erfiða viðfangsefni frá sér á
þann eina máta, sem hugsanlegt er
að samþykkja, með því að höfða tfi
tilfinninga fólks gagnvart lífinu, til-
verunniogdauðanum. -HK
Kvikmyndahátíð - Köll úr flarska, kyrrt líf:
Svipmyndir af fjölskyldu
KÖLL ÚR FJARSKA, KYRRT LÍF
(DISTAND VOICES, STILL LIVES).
Leikstjóri og handritshölundur: Terence
Davies.
Kvikmyndataka William Diver og Patrick
Duval.
Aðalhlutverk: Freda Dowie, Angela
Walsh, Pete Postlehwaite og Dean Will-
iams.
Mikið hefur verið rætt og skrifað um
KöU úr fiarska, kyrrt líf frá því hún
kom á markaðinn í fyrra. Það eru
sérstaklega Bretar, landar leikstjór-
ans og handritshöfundarins, Terence
Davies, sem hafa hrifist enda hafa
þeir ekki getað státað af mörgum
góðum kvikmyndum á undanfórnum
árum.
Davies hafði áður en hann gerði
KöU úr fiarska, kyrrt líf aðeins gert
þrjár stuttar myndir sem voru mjög
persónulegar. Það er þessi mynd
einnig, svo persónuleg að það dylst
engum að hann hefur fyrirmyndirn-
ar úr eigin fiölskyldu.
Davies skiptir mynd sinni í tvo
hluta. í þeim fyrri, Distand Voices,
eru minningar þriggja systkina um
fóður sinn, sem þau öU hafa hatað
og elskaö, kallaöar fram. Faðirinn
er flókin persóna. Hann er mjög
ruddalegur gagnvart fiölskyldu
sinni, lemur eiginkonuna og pínir
börnin. Það er gefið í skyn að hann
eigi til mannlegar tilfinningar þótt
langt sé í þær. Minningamar hrúgast
að systkinunum við dánarbeð fóður-
ins og svo í brúkaupi einnar syst-
urinnar. í seinni hlutanum, StiU
Lives, eru systkinin búin að stofna
fiölskyldur og endurtekningar eiga
sér stað meö öðrum manneskjum.
Það er margt sem gerir Köll úr
fiarska, kyrrt líf að einstakri kvik-
mynd. Frásögnin er mjög myndræn,
ólíkt því sem maður á aö venjast í
breskum myndum. Á Davies þar
samleið með meginlandsleikstjórum
frekar en löndum sínum. Mynd-
skeiöin renna ljúflega í gegn án tíma-
röðunar og það er sérstaklega í fyrri
hlutanum sem stundum er erfitt að
átta sig á því sem er að gerast. Svo
er það notkun Davies á tönlist;
Sjálfsagt hafa ættjarðarlög og dæg-
urlög aidrei verið notuð á jafnmein-
ingarfullan hátt og gert er hér, án
þess að um tónhstarmynd sé að
ræða. Fólkið syngur þegar það
skemmtir sér, syngur þegar það er
hrætt og syngur til að sameinast.
Köll úr fiarska, kyrrt líf er langt frá
að vera einfóld kvikmynd. Það tekur
tíma að ná endum saman en Davies
leiðir þó áhorfandann aldrei á vUli-
götur. Þegar upp er staðið er áhorf-
andinn búinn að sjá merkUegt byrj-
unarverk leikstjóra sem ábyggfiega
áeftiraðnálangt. -HK
KLIPPINGAR
NÝJAR LÍNUR
OPIÐ LAUGARDAGA
HÁRGREIÐSLUSTOFAN
Sími 22138,
ÓÐINSGÖTU 2
Til hluthafa
Verslunarbanka íslands hf.
Hlutafjárútboð
Á aðalfundi bankans 18. mars 1989 var
bankaráði heimilað að hækka hlutafé
félagsins um allt að 100 milljónir króna.
Bankaráð hefur nú ákveðið að nýta
þessa heimild og eiga hluthafar rétt til
áskriftar í réttu hlutfalli við lilutafjáreign
sína, eða 19,8%.
Forgangsréttur hluthafa rennur út 25.
október nk.
Útboðsgengi hinna nýju hlutabréfa
hefúr verið ákveðið 1.40 og er greiðslu-
frestur til 10. nóvember nk.
Kvikmyndahátíð - Stutt mynd um dráp:
Tilgangslaust morð
STUTT MYND UM DRÁP
(KRÓTKI FILM O ZABIJANIU)
Leikstjóri: Krzysztof Kieslowski.
Handrit: Krzysztof Kieslowski og Krzys-
ztof Piesziewicz.
Aðalhlutverk: Miroslav Baka, Kryzysztof
Globisz og Jan Teserz.
Pólsk með enskum texta.
Það kom nokkuð á óvart í fyrra
þegar Stutt mynd um dráp hlaut
fyrstu Evrópuverðlaunin sem veitt
eru og skaut þar með aftur fyrir sig
Uklegri myndum á borð við þær tvær
aðrar sem fiallað er um hér á síð-
unni. Nú er það ávallt smekksatriði
dómnefndar sem ræður vali en eftir
að hafa séð Stutta mynd um morð
er mjög skiljanlegur heiöurinn sem
myndin varð aðnjótandi. Hér er á
ferðinni mögnuð kvikmynd um morð
sem aðeins var stofnað til í vissu
hugarástandi.
Söguþráðurinn er mjög einfaldur.
Við fylgjumst með þremur persónum
sem ekkert þekkjast. Einn er leigu-
bílstjóri, maður sem engum þykir
skemmtilegur og hefur fyrirlitningu
á mannfólkinu sjálfur. Hann er fórn-
arlambið. Önnur persónan er morö-
inginn, sem er tuttugu og eins árs
gamall drengur sem á við sálræn
vandamál að stríða. Þriðja persónan
er lögfræðingur sem nýbúinn er að
fá réttindi til að verja sakborninga.
í nokkuð löngum aðdraganda fylgj-
umst viö með þessum þremur mönn-
um og vitum alltaf hvað mun gerast.
Þegar fyrri hápunkti myndarinnar
er náð, morðinu, og búið er að gefa
í skyn að morðingimi hafi ekki verið
mjög slyngur í að fela slóð sína, er
skyndilega eins og klippt á söguþráð-
inn. Öðrum hluta sleppt og þriðji
hluti, aftakan, birt okkur.
Eins og í fyrsta hlutanum er að-
dragandi aftökunnar nokkuð langur
en um leið verður atriðið mun
áhrifameira en ef leikstjórinn, Krys-
ztof Kielslowski, hefði nálgast aftök-
una hraðar. Þetta á einnig við um
morðið. Áhorfandinn bíður í ofvæni
eftir þessum tveimur hápunktum
myndarinnar sem svo sannarlega fá
hárin til aö rísa.
Kielslowski notar sérstaka lýsingu.
Maður hefði haldið að guh liturinn,
sem er svo áberandi í myndinni,
myndi mýkja söguþráðinn en svo er
ekki heldur gerir hann umhverfi og
persónur kaldari.
Kielslowski byggir söguþráðinn á
fimmta boðorðinu, þú skal ekki morð
fremja, og hann er þegar búinn að
gera mynd eftir sjötta boðorðinu, þú
skalt ekki drýgja hór. Nefnist hún
Stutt saga um ást og er ekki að neita
aö það er talsverður spenningur í
manni að sjá hvemig hann nálgast
það boðorð því varla er hægt að
hugsa sér áhrifameiri útfærslu á
fimmta boðorðinu en í Stuttri sögu
um morð.
-HK
Sömu reglur gilda um hin nýju hlutabréf
og annað hlutafé í bankanum.
Áskriftarskrá mun liggja frammi á aðal-
skrifstofu bankans, Bankastræti 5, frá 25.
september til 25. október nk. að báðum
dögum meðtöldum og verður hluthöf-
um jafnframt send áskriftarskrá.
Reykjavík, 19. september 1989.
VERSLUNARBANKI ÍSLANDS HF.
V€RSlUNRRBRNKiNN
-vúutcvi Hteð þén !
YDDA F2.43/SÍA