Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1989, Side 44

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1989, Side 44
MÁNUDAGUR 9. OKTÓBER 1989. 44 Jarðarfarir Tónleikar Sigríður Ingimundardóttir frá Læk, er lést á Elliheimilinu Grund hinn 3. október sl., verður jarðsungin mið- vikudaginn 11. október kl. 13.30 frá Aðventukirkjunni við Ingólfsstræti. Útfbr Sigfúsínu Halldóru Benedikts- dóttur frá Hesteyri, verður gerð frá Fossvogskirkju í dag, 9. október, kl. 15. Oddný Pétursdóttir hjúkrunarkona, til heimilis í Dvaiarheimilinu Selja- hhð, verður jarðsungin í dag, 9. okt-' óber, kl. 13.30 frá Seljakirkju. Útfór Einars Stefáns Einarssonar fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudag- inn 10. október kl. 13.30. Pétur Þorvaldsson lést 1. október sl. Hann fæddist í Reykjavík 17. janúar 1936, sonur hjónanna Láru Péturs- dóttur og Þorvalds Sigurðssonar. Pétur lauk námi í sellóleik frá Tón- hstarháskólanum í Kaupmannahöfn 1960. í nokkur ár starfáði hann með Borgarhijómsveitinni í Árósum. Árið 1965 kom hann th íslands og starfaði eftir þaö með Sinfóníuhljóm- sveit íslands. Pétur kenndi við Nýja tónhstarskólann í Reykjavík og víð- ar. Eftirlifandi eiginkona hans er Björg Erla Steingrímsdóttir. Þeim hjónunum varð fjögurra bama auð- ið. Útfor Péturs verður gerð frá Dóm- kirkjunni í dag kl. 13.30. ' Svanhvít Þorgrímsdóttir lést 1. okt- óber. Hún fæddist hinn 21. september 1930 í Vestmannaeyjum. Foreldrar hennar voru Ágúst Þorgrímur Guð- mundsson og Guðný Pálsdóttir. Svanhvít fluttist til Reykjavíkur árið 1950 og vann um árabh í Sælgætis- gerðinni Opal, einnig vann hún lengi hjá Reykjavíkurborg. Unnusti henn- ar var Pétur Þorfinsson, en hann lést eftir þriggja ára sambúð. Svanhvít lætur eftir sig tvo syni. Útfor hennar verður gerð frá Háteigskirkju í dag 1- 15. Tónleikar í Norræna húsinu Nk. þriðjudag, 10. október, munu þjónin Almita og Roland Vamos halda tónleika í Norræna húsinu. Tónleikarnir hefjast kl. 20.30. Þar munu þau leika verk fyrir fiðlu og lágfiðlu, eftir Hándel, A. Rolla og W. A. Mozart. Einnig mun Guðný Guðmundsdóttir konsertmeistari leika með í einu verki, Terzetto op. 74 fyrir tvær fiðlur, og lágfiölu eftir A. Dzorak. Tónleikarnir eru nokkurs konar lokaat- riði á námskeiði fyrir strengjakennara og nemendur, sem íslandsdeild ESTA stendur fyrir og Vamos-hjónin leiðbeina á. ESTA er skammstöfun fyrir Evrópu- samband strengjakennara (European String Teachers' Asscociation) og hefur íslandsdeild þessara samtaka verið til í rúman áratug. Ti3kyimingar Flóamarkaður verður í sal Hjálpræðishersins, Kirkju- stræti 2, nk. þriðjudag og miðvikudag. Opið frá kl. 10-17 báða dagana. Mikið úrval af góðum fatnaði á góðu verði. Friðarömmur halda fund á Hótel Sögu í dag, 9. októb- er, kl. 20.30. Á dagskrá er m.a.: Ragna Steinunn Eyjólfsdóttir les úr nýrri bama- bók sinni sem hún hefur tileinkað frið- arömmum. Vetrarstarfið rætt. Allar ömmur velkomnar. Félagsráð Hauka Aðalfundur félagsráðs Hauka, Hafnar- firði, verður haldinn í félagsheimilinu, Haukahúsinu, Flatahrauni, laugardag- inn 14. október nk. kl. 14. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarmál. 2. Önnur mál. t Hjartkær eiginmaður minn, faðir, sonur og tengdasonur Ásgeir Gunnarsson Garðaflöt 21, Garðabæ lést á heimili sínu föstudaginn 6. október. Guðlaug Konráðsdóttir Guðrún Valgerður Ásgeirsdóttir Gunnar Ásgeirsson Valgerður Stefánsdóttir Konráð Gíslason Guðrún Svava Guðmundsdóttir KULDASTIGVEL Loðfóðruð kuldastígvél „moon-boots“. Stærðir 23-34. Litir: blár, rauður og grænn. Verð 1.880. Stærðir 35-41. Litur: grár. Verð 2.790. Stærðir 41-46. Litur: svartur. Verð 2.790. Ath. Spariskór karlmanna í stæröum 41-47. PÓSTSEftDUM OPIÐ LAUGARDAGA 10-14 É »MIH UlUt Laugaveg 95 S. 624590 Kvenfélag Breiðholts Fyrsti fundur vetrarins verður þriðju- daginn 10. október kl. 20.30 í kirkjunni. Rætt verður um vetrarstarfið. ITC deildin Kvistur heldur 223. deildarfund sinn í kvöld, mánudag 9. október, kl. 20 í Holiday Inn hótelinu. Stef fundar: í lygnu vatni er lengst til botns. 2. félagsfundur JC Súlna verður haldinn að Aðalstræti 54 þriðju- daginn 10. október 1989 kl. 20.30. Nauðungaruppboð 3ja og síðasta á jörðinni Hruna II A, Hörgslandshreppi, þingl. eign Einars Þórðar Andréssonar, fer fram á eininni sjálfri þriðjud. 10. okt. '89 kl. 18.30. Uppboðsbeiðendur eru: Byggingarsjóður ríkisins og Jón Eiríksson hdl. Sýslumaður Vestur-Skaftafellssýslu Nauðungaruppboð 3ja og síðasta á fasteigninni Víkurbraut 21 A, Vík í Mýrdal, þingl. eign Sláturhússins Vík hf„ fer fram á eigninni sjálfri þriðud. 10. okt. '89 kl. 17.00. Uppboðsbeiðendur eru: Ingólfur Friðjónsson hdl., Ingimundur Einarsson hdl. og Innheimt. ríkissjóðs. Sýslumaður Vestur-Skaftafellssýslu Merming Mjúkur marmari - um sýningu Þóris Barðdal í Galleríi Sævars Karls Trúin er ekki áberandi þáttur í nútímalistum, í það minnsta ekkert í líkingu við það sem tíðkaðist á mið- öldum. Þó virðist hlutur trúarinnar fara vaxandi með þeirri auknu áherslu á andarækt og heilunarlíferni sem gætt hefur á undanfömum árum. Skyggnigáfa hefur alltaf átt athvarf innan listarinnar og margir dulspekingar era fremur viðurkenndir sem myndlist- armenn heldur en vísindamenn á andlega sviðinu. Einn þeirra er Austin Osman Spare (1888-1956). Hann gaf þá yfirlýsingu að gildi listarinnar væri ekki síst fólgiö í því að með hennar hjálp mætti andmæla hvaða vísindalögmáli sem væri. Jafnvægi í listum væri af- stætt hugtak því slæm list væri einnig góð að því leyti að hún gæfi frumleikanum aukið svigrúm. Raun- verulega slæm list væri þó fyrst og fremst tilkomin af utanaðlærðum lögmálum í myndbyggingu sem gerðu oft ekki annað en að hefta framrás hinnar sjálf- ráðu teikningar. Raunveruleikinn kæmi ekki í ljós fyrr en lögmálamúrinn væri brotinn og hverjum og einum yrði ljóst að allir væru gæddir sköpunargáfu sem ætti að fá að njóta sín. Austin Osman Spare auðg- aði sköpunarmátt sinn með „sjálfráðri teikningu" þar sem aldrei er hægt að afskrifa að skyggnigáfa búi að baki, þó Spare hafi ekki gengið út frá þeim forsendum. Það gerði hins vegar Hilma av Khnt sem á síðasta ári átti verk í sölum Listasafns íslands. Hennar list var byggð á skyggnigáfunni og leiddi til einhvers sem nefna mætti andlega strangflatarlist. Sjálfsafneitun Þórir Barðdal, sem til þriðjudagsins 11. október sýn- ir verk sín í Galleríi Sævars Karls við Bankastræti, telur sig að vísu ekki búa yfir skyggnigáfu en verk hans minna samt sem áður í mörgu á hin andlegu tákn Hilmu av Klint. Þetta eru spíralar og symmetrísk form sem hríslast gjaman upp á við og enda í spíss. Þórir virðist að miklu leyti líta á list sína sem ákveðna sjálfsafneitun. Líkt og búddamunkur slípar vilja sinn slípar Þórir marmarann þar til engan hnökra er að finna. Marmaraskúlptúrar Þóris eru ekki síst snerti- list; vitnisbúrður um þá „gullgerðarlist“ sem er í mannlegu valdi - að breyta efniseigindum hins harða og kalda í mýkt sem yljar. Sé þetta meginmarkmið Þóris hefur hann haft erindi sem erfiði í myndum eins og „Óm“, „Hún“, „Samband" og „Prana“. „Lilja", verk eftir Þóri Barðdal. MyncUist Ólafur Engilbertsson Friöur og jafnvægi Þaö er þó miklu frekar í verkinu „Lilja“ sem reynir eitthvað á þátt frumleikans í listamanninum Þóri Barðdal. Þar teflir hann saman tré og marmara á út- sjónarsaman hátt. Friður og jafnvægi eru afstæð hug- tök í listum eins og Austin Osman Spare benti á. Lista- verk á sýningu er friðsemdin uppmáluð hvort sem það inniheldur fjaðrafok eða dúnalogn. Listamaðurinn heyr styijöld við efnið og niðurstaðan verður alltaf hvort tveggja; friður og ný styxjöld. Það er nefnilega undir áhorfandanum komið hvort hann getur myndað þau symmetrísku tengsl við myndefnið sem þarf til þess að jafnvægi náist. Listaverkið sjálft hlýtur aö vera aðeins hálfsögö saga því það er einskis virði án áhorfandans. Þóri Barðdal er því alveg óhætt að veita meiri andstæöum inn í verk sín án þess að eiga það á hættu að koma róti á eitthvað annað en sköpunar- kraft sýningargesta sinna. Fjölmidlar Seinastir með fréttimar Ef maður fylgist með fleiri fjöl- miðlum en bara þeim íslensku fer ekki hjá því að sumar fréttir verði leiðigjamar þegar þær komast loks á sjónvarpsskjáinn. Seinustu þijár vikur hefur getið að líta öðruvísi fréttir frá Sovétríkjunum. Þar hafa veriö á ferli hundruö ungmenna frá Norðurlöndunum og hvekkt þar- lend yfirvöld með ábyrgöarlausu atferli. í því mikla landi eiga menn ekki að venjast kærulausum athöfnum eins og mótmælaaðgerðum fýrir framan kjamorkuverið í Tsémóbyl eða rokktónleikum á Rauða torg- inu. Enda fór svo að upphafleg lof- orð stjómvalda um opna tónleika á torginu enduöu í garði annars staðar í borginm, einungis um 2000 útvöldum áhorfendum var hleypt inn á svæðið og komust ekki nær sviöinu en í 20 metra fjarlægð því þar tók við mannlegur múr um 5000 hermanna. Þama var hægt að fylgjast með hlutunum frá fyrstu hendi þvf að tugir íslendinga tóku þátt í þessu öllu. En það er fyrst núna, þegar fóHtíð er komið heilu og höldnu til baka, sem talað er við það, Frétta- skotið frá Café Krasnapolsky í Kaupmannahöfn sýndi að þetta fólk hefur frá mörgu að segja. Kannski á að bíða nokkur ár svo að hægt sé að fá fólkið í stúdíó og það geti sagt: „Sko, þegar ég var úti í Sovétríkjunum... “ Sem minnir svo aftur á rússnesk- ar kosningar. í uppgjöri sinu eftir landsfundinn var ekki annað séö en aö Ingimar Ingimarsson færi óvenju mjúkum höndum um Þor- stein Pálsson enda nýtur formaö- urinn óvenju mikils stuðnings í eigin flokki. Sjálfötæðisflokkurinn hafði lofaö stórhuga langtímaáætl- unum í landbúnaöi og sjávarútvegi en þaö hefur greinilega koðnaö niö- ur í málamiðlunum á fundinum. Það er ekki hægt að sjá neinar nýj- ar hugmyndir. Það sem fékk mig til aö finnast ég virkilega gamall í gær var frétt- in um kaup Sony á Columbia, risanum á brauðfótum sem Coca- Cola kéypti fyrir tveimur árum en vildi fýrir alla muni losna við. LiO ég svona hratt eða voru þetta ekki fréttir fyrir tveimur vikum? Fyrir um 20 áram vakti það ftirðu dreifingaraðila i Bandaríkjunum að íslenskir kvikmyndahúsaeig- endur keyptu til landsins vestra, sem hvergi gengu, og sýndu viö góða aðsókn. Svarið við þessu var að á íslandi voru menn ánægðír þó að söguþráðurinn væri ójafn, klippingin slök, hljóðrásin í ólagi, textunin slæm, hvaö sem var, ef hrossin voru falleg. Þegar fólk gekk út úr bíó sagði kannski einhver við annan: „Jón Væni var nú betri í síðustu mynd," og hinn jánkaöi því og bætti við: „En hrossin voru nú falleg." Þetta fólk ætti að hafa haft gaman af Blágresinu frá Kentucky; fallegt fólk og fallegir hestar, mer- arnar í aukahlutverki, fullt af tví- ræðum bendingum og'augnagot- um. Talandi um slæma textun þá gekk eitthvaö mikið á 1 sjónvarpinu í gær. Þaö er sennilega best fyrir landslýöinn að fara aö læra öll heimsins tungumál og fá sér síöan bara disk á þakið. Gísli Friðrik Gíslason

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.