Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1989, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1989, Qupperneq 2
2 FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER 1989. Fréttir Innlánsreikningar bankanna: Neikvæðir raunvextir á flestum kjörum - nema gjaldeyrisreikningum Það sem af er þessu ári hafa eig- endur almennra sparisjóðsbóka tapað um 9,3 prósent af innstæöum sínum miðað við aö þær héldu verögildi sínu miðað við hækkun á almennu vöruverði. Þetta jafngild- ir því að rúmlega 1,2 milljaröar hafi brunnið upp á þessum bókum. Ef tveir síðustu mánuðir ársins verða sparifjáreigendum jafnóhag- stæðir og fyrstu tíu mánuðir ársins mun tap eigenda almennra spari- sjóðsbóka nema tæplega 1,5 mill- jörðum þegar upp er staðið. Kjör á tékkareikningum hafa verið enn verri það sem af er ár- inu. Vextir á þeim fyrstu tíu mán- uði ársins jafngilda um 14,3 prósent neikvæðum raunvöxtum. Ef reikn- að er út frá innstæðu á þessum reikningum í mánaðarlok, þegar hvað minnst er inni á þessum reikningum, þá má ætla að um 1,8 milljarðar hafi brunnið upp á tékkareikningum það sem af er árinu. í árslok verður þessi upp- hæð orðin um 2,2 milljarðar miðað við sama áframhald. Skiptikjarareikningar hafa einn- ig borið neikvæða raunvexti í ár. Sé miðað við vegið meðaltal Seðla- bankans á eins árs kjörum hafa nafnvextir þeirra jafngilt um 2,3 prósent neikvæðum vöxtum og verðtryggðir vextir verið neikvæð- ir um 1,2 prósent. Miðað við þetta hafa innstæður á þessum reikning- um rýmað um 530 milljónir á fyrstu tíu mánuðum ársins. Með sama áframhaldi ætti þessi upp- hæð að vera komin í um 630 millj- ónir í árslok. Einu kjörin á innlánsreikningum bankanna, sem hafa gefið góða raunvexti, eru gjaldeyrisreikning- ar. Þannig hafa innlánsreikningar sem bundir era dollurum borið um 22,7 prósent raunvexti það sem af er árinu. Aðrir reikningar hafa gefið lægri raunvexti; þeir sem bundnir era dönskum krónum háfa gefið 17,3 prósent raunvexti, reikningar bundnir vestur-þýskum mörkum hafa gefið 15,4 prósent en reikningar sem bundnir hafa verið breska pundinu hafa ekki gefið nema 2,2 prósent raunvexti. -gse Ladan er talin nánast ónýt eftir áreksturinn. DV-mynd Garðar Akranes: Hörkulegur árekstur Garðar Guðjónsson, DV, Akranesi: Fullhlaðinn grjótflutningabíll og bif- reið af geröinni Lada Sport skullu saman á mótum Þjóðbrautar og Inn- nesvegar í gærmorgun. Ökumaður jeppans var fiuttur á sjúkrahús en meiðsl hans vora ekki alvarleg. Jeppinn var talinn nánast ónýtur eftir áreksturinn en óverulegar skemmdir urðu á vörabílnum. Jeppinn var á leið norður Innnes- veg þegar vörubíllinn ók fyrir hann af Þjóðbraut. Lagastofnun Háskólans: Svaraði engu um lög- mæti búvörusamnings Lagastofnun Háskóla íslands hefur sent frá sér álitsgerö vegna lögmæti búvörasamningsins sem Jón Helga- son, fyrrverandi landbúnaðarráð- herra, gerði meöan hann sat í land- búnaðarráöuneytinu. í áhtsgerðinni er ekki tekin afstaða til lögmætis samningsins. í niðurlaginu segir að það heyri undir dómstóla að skera úr um stjómskipulegt gildi reglu- gerða. Ríkisendurskoðun sætir gagnrýni í álitsgerðinni. Lagastofnun segir það ekki hlutverk ríkisendurskoðunar að segja til um lögmæti reglugerða. -sme Verðfall á karfa í Þýskalandi Verð á karfa á Þýskalandsmarkaði féll í gær og hélst niðri i morgun. Karfinn fór á um 50 til 60 krónur kílóið en meðalverð það sem af er þessu ári hefur verið um 87 krónur. íslendingar sendu um 1.000 tonn af karfa til Þýskalands í þessari viku. Þeir fengu því um 30 milljónum minna fyrir aílann en ef þeir hefðu náð meðalverði. Af þessum um 1.000 tonnum komu um 490 tonn með skipum en hitt var gámafiskur. Ástæða verðfallsins er annars veg- ar að kaþólikkar héldu upp á allra heilagra messu 1. nóvember en sala á fiski hefur áður falhð í kringum þá hátíð. Hins vegar lönduðu tveir þýskir togara miklu af karfa í vik- unni og bættist afh þeirra við fram- boð íslendinga. Framboðið frá ís- landi var hins vegar ekki meira en verið hefur. -gse Innbrotaalda í Reykjavík 'Mjög mikið hefur verið framið af innbrotum og þjófnuðum á síðustu dögum í Reykjavík og hefur verið tilkynnt um 30 slík tilfehi síöan á fóstudaginn. Átta innbrot vora fram- in í nótt og í gær. Brotist hefur verið inn í íbúðar- húsnæði jafnt sem sölutuma og verslanir auk bílainnbrota. Þjófar hafa látið greipar sópa í Domus Medica, verslun við Krókháls, hár- greiðslustofu í Pósthússtræti, Voga- ver og íbúðarhúsnæði víða í Breið- holti, Grafarvogi og miðbænum. -ÓTT Ákvörðunin fyrst og fremst pólitísk - sérleyfi 1 innanlandsflugi liggja fyrir Tekin hefur verið ákvörðun um veitingu sérleyfa í innanlandsflugi fyrir næstu fimm ár. Steingrímur J. Sigfússon samgönguráðherra hélt fund með flugráði í fyrradag en ákvörðun um leyfin hafði verið tekin strax í gær. Verður niðurstaðan til- kynnt th flugfélaganna á morgun. Að sögn Áma Þórs Sigfússonar í samgönguráðuneytinu var tekið tiUit th fleiri þátta en öryggis og þæginda við ákvörðunina. „Það voru sett fram ákveðin atriði um þá tvo þætti en leyfisveitingin var að öðru leyti mjög pólitísk og tilht tekið til samþykkta bæjarstjóma að einhverju leyti. í sambandi við tæknileg atriði þá er jafnþrýstibúnaöur t.d. meira álit- inn þægindi en öryggi og til þess að gera eru Fokkervélar hér frekar gamlar. Þegar flugfélag hefur tekið að sér flug th Bíldudals - hvers vegna ætti það þá ekki tæknhega séð að geta annast flug th Húsavíkur?" sagði Ámi Þór. Hann vhdi ekki svara hvort hann ætti hér við að Amar- flugi innanlands yrði veitt sérleyfi til Húsavíkur. „Eftirht með þjónustu flugfélag- anna verður hert er leyfin ganga í gildi og það þarf reglugerðarbreyt- ingu um flugrekstur til þess að það verði framkvæmanlegt. Að öðra leyti er enn verið að móta hvernig eftirlit- ið skuh framkvæmt. Einnig er eftir að ákveða með ýmis smáatriði vegna leyfisveitinganna," sagði Ámi. -ÓTT Akranes: Fagmannlegt innbrot í Jaðarsbakkalaug - nánast engin ummerki eftir þjófinn Garðar Guðjónsson, DV, Akranesí: „Viö vitum ekki til þess að þjófur- inn hafi haft á brott með sér annað en 9500 krónur. Það er greinilegt að viðkomandi hefur þekkt þama th og öll vinnubrögð virðast hafa verið mjög fagmannleg. Það er varla hægt að segja að hann hafi skihð eftir sig ummerki," sagði Elís Þór Sigurðsson, íþrótta- og æsku- lýðsfuhtrúi á Akranesi, í samtali við DV en brotist var inn í Jaðars- bakkalaug aðfaranótt þriöjudags- ins. Að sögn Elíss Þórs er þetta líklega í annað sinn sem brotist er inn í laugina á stuttum tíma. í haust hvarf svipuð peningaupphæð og nú án þess að vitað væri hvemig. Eftir innbrotið nú í vikunni er talið að í haust hafi einnig veriö um inn- brot aö ræða og jafnvel að sami aðhi hafi veriö að verki. Svo virðist sem þjófurinn hafi komist inn í íþróttavallarhúsið sem er sambyggt sundlaugarbygging- unni. Síðan hefur hann skrúfað rúður úr hurðum til þess að kom- ast á mhh bygginganna og inn í afgreiðslu þar sem peningarnir vora geymdir. Linu ummerkin, sem þjófurinn skildi eftir sig, voru skemmdir skrúfuhausar og för eft- ir hanska á rúðunum sem teknar vora út. Lögreglan hefur engar vísbend- ingar enn sem komið er. Elís Þór sagði að peningar yrðu ekki geymdir í laugarhúsinu eftir- leiðis. Stálvlk: Bíðum við símann - eigum allt undir aö samningar takist „Við bíðum við símann. Milhlið- urinn er enn í Dubai þar sem hann er að hnýta endahnútinn. Ég á von aö hann verði kominn til Teheran um helgina. Við eram að kafna en ég vona að við lifum það að sjá hann koma með pappírana," sagði Jón Gauti Jónsson, framkvæmda- stjóri Stálvíkur í Garðabæ. Skipasmíðastöðin Stálvík á allt sitt undir að samningar takist um að fyrirtækið sjái um smíði á 14 toguram fyrir aðila í Dubai. Togar- amir veröa ekki smiðaðir hér á landi. Stálvík mun sjá um stjórn á smíði togaranna og leggja th tækni- þekkingu. Eins og lesa má út úr orðum framkvæmdastjórans er sýnt að Stálvík verður að fá þessa samn- inga allra næstu daga ef bjarga á fyrirtækinu frá gjaldþroti. -sme Klippt af 45 bílum í nútt Lögreglan í Reykjavík klippti núm- erapötur af 45 bílum gærkvöldi og nótt. Var það gert við heimili eig- enda. Eigendumir hafa ekki fært bíla sína til skoðunar á tilsettum tíma. Lögreglan í Hafnarfirði hefur klippt númer af um 20 bílum á síð- ustu tveimur sólarhringum. Kópa- vogslögreglan mun einnig grípá til markvissra eftirlitsaðgerða á næstu dögum. Má því búast við að íbúar höfuðborgarsvæðisins, sem hafa vanrækt skoðunarskyldu, eigi von á þvi að númer veröi klippt af fyrir- varalaust á öllum tímum sólar- hrings. -ÓTT

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.