Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1989, Page 11

Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1989, Page 11
ÞRIÐJUDAGUR 7. NÖVEMBER 1989. ll Utlönd Kosningamar 1 Namibíu: Swapo-samtök- t unum spáð sigri Þegar sjö hundruö þúsund Namib- íubúar greiöa atkvæöi í fyrstu fijálsu þingko6ningunum j landinu, sem hefjast í dag og standa út vikuna, er þaö í fyrsta skipti sem margir þeirra taka sér blýant í hönd. Sextíu til sjö- tíu prósent íbúanna eru ólæs og óskrifandi og eru því tákn flokkanna viö hbð venjulegra bókstafsmerk- inga þeirra á atkvæðaseölunum. Búist er viö að flestir kjósenda setji kross viö táknið „veldi til svartra" (reiddur hnefi), það er greiði Swapo, Frelsishreyfmgu Namibíu, atkvæöi sitt. Vafi leikur þó enn á því hvort eftirlitssveitir Sameinuðu þjóöanna geti viöurkennt niðurstöður kosn- inganna. Eftiriitsmenn víös vegar úr heiminum lögöu af staö um helgina til afskekktra héraöa í Namibíu þar ■ sem þeir eiga aö aöstoða viö kosning- arnar og hafa eftirlit með því að allt fari rétt fram. Óaldarflokkar Það getur reynst erfitt á ýmsum stööum, sérstaklega í noröurhluta landsins. Þar hafa gamhr meðlimir alræmdra öryggissveita, sem opin- berlega hafa sagðar verið uppleystar, herjaö í þorpunum. Hafa þeir ekiö um í brynvörðum bifreiöum með skotvopn og hnífá á lofti. Sérstaklega hafa þeir látið til sína taka í Ovambo þar sem aðalbækistöðvar Swapo og flestir stuöningsmenn samtakanna eru. Þar býr einnig um helmingurinn af 1,3 milljónum íbúa landsins. Óaldarflokkarnir eru stuönings- menn helstu andstæöinga Swapo í kosningunum, DTA-bandalaginu. Þeir sýna sigurtáknið, tákn DTA, og ganga um í treyjum merktum banda- laginu. Á nýjum hjólum í Windhoek, höfuðborg landsins, hefur mest borið á kosningaspjöldum DTA-bandalagsins og í blökku- mannahverfinu Katutura hjóla margir strákar um á splunkunýjum reiöhjólum meö oddveifum DTA. Vegna margra ára samvinnu DTA viö suður-afrísk yfirvöld er banda- lagiö óvinsælt í Namibíu og þaö hversu mikið ber á því í kosninga- baráttunni þykir ekki endilega bera vott um pólítískan stuöning viö þaö. „Fólk þiggur gjafir bandalagsins en greiðir Swapo atkvæöi sitt,“ er haft eftir kirkjuleiðtoga nokkrum í Nambíu. Mótbyr Swapo hefur samt mátt þola mót- byr. Margir af áköfustu stuðnings- mönnum samtakanna fylltust reiöi þegar þeir heyröu hvern Swapofélag- ann af öörum segja frá því við heim- komuna hvemig þeir heföu árum saman veriö látnir dúsa í neðanjarð- arfangageymslum viö húöir Swapo í suðurhluta Angóla. Lítih vafi þykir leika á því aö einhvers konar ofsókn- arbrjálæöi hafi gripið öryggissveitir Swapo í upphafi þessa áratugar og alveg þar til í ár þegar síðustu fang- amir voru látnir lausir í samræmi viö friðarsamkomulagið um Namib- íu. Jafnvel háttsettir félagar samtak- anna, sem verið höfðu í þeim í mörg ár, voru teknir til fanga og þeim mis- þyrmt í fangaholunum. Mörg hundr- uö er enn saknað og tahð er að marg- ir hafi verið myrtir. Hjálp stöðvuð Swapo segir flestar ásakanirnar staðlausar og aö þær hafi veriö ein- ungis veriö bornar fram í tilefni kosninganna. Hins vegar muni sam- tökin eftir kosningamar kanna hvort einhver „mistök“ hafi átt sér stað. Frásagnirnar um fangabúöimar og þögn Swapo hafa án efa skaðað sam- tökin, ekki bara í kosningabarátt- unni heldur einnig út á við. Hollensk hjálparstofnun tilkynnti fyrir fáeinum dögum aö hún hygðist stöðva hjálparáætlun sína varðandi Namibíu um óákveðinn tíma vegna málsins og margar vestur-þýskar hjálparstofnanir íhuga nú hvernig þær eigi að bregðast við. Ný stjórnarskrá Hlutverk þingmannanna 72, sem kosið verður um,' verður að semja nýja stjómarskrá og þurfa tveir- þriðjuhlutar þeirra að samþykkja hana. Þingið kemur saman viku eftir að atkvæðatalning hefur farið fram og Sameinuðu þjóðimar hafa lýst því yfir að kosningarnar hafi farið rétt fram. Ekki er búist við niðurstöðum úr kosningunum fyrr um miðjan mánuðinn. Flestir stjómmálafræðingar búast við að þingið láti sér ekki nægja að semja nýja stjórnarskrá heldur muni það einnig reyna að mynda stjórn. Það er einnig óvíst hvort þingmenn- irnir, sem semja stjórnarskrána, sitji áfram eða hvort boðað verður til þingkosninga á ný. Stjómarerind- Olfi ÍW rekar benda reyndar á að fátæk þjóð eins og Namibía hafl ekki efni á tvennum kosningum í röð, auk þess sem hinir nýkjörnu þingmenn geti líklega komist að samkomulagi um að nýjar kosningar séu ekki nauð- synlegar. Oaldarflokkar hafa herjað á stuðningsmenn Swapo í norðurhluta Namibiu að undanförnu. Vinningstölur laugardaginn 4. nóv. ’89 Stuðningsmenn Swapo þegar þeir buðu eftirlitssveitir á vegum Sameinuðu þjóðanna velkomnar til landsins í febrúar siðastliðnum. Simamynd Reuter í kjölfar ásakana Piks Botha, utanríkisráðherra Suður-Afríku, i siðustu viku um innrás Swapo í Namibíu óttuðust menn blóðbað svipað þvi sem átti sér stað i apríl í vor þegar suður-afrískir hermenn myrtu fjölda Swapofélaga. Botha dró siðan í land og sagði að vel gæti hafa verið um sögusagnir að ræða. Simamynd Reuter Formlega er það fulltrúi suður- afrísku stjórnarinnar, Louis Pienar, sem fer með völdin í Namibíu þar til landið öðlast sjálfstæði á næsta ári eftir að hafa verið undir stjórn Suð- ur-Afríku í yfir sjötíu ár. Pienar hef- ur hins vegar geíið í skyn að hann muni láta lítið fyrir sér fara. Ásakanir um innrás Reyndar fór talsvert mikið fyrir öðrum fulltrúa Suður-Afríku á mið- vikudaginn í síðustu viku, sjálfum Pik Botha utanríkisráðherrá. Hann sagði þá á fundi með fréttamönnum í Pretoríu að þeir fimmtán hundruð suður-afrísku hermenn sem enn væru eftir í Namibíu hefðu fengið skipun um að vera viðbúnir í kjölfar frétta um að fimm hundruð vopnaðir félagar í Swaposamtökunum hefðu í trássi við friðarsamkomulagið farið yfir landamærin við Angóla. Botha gaf í skyn að upplýsingamar um innrásina hefðu komið frá suður- afrísku leyniþjónustunnl í Windhoek sem hefði hlerað samtöl eftirhts- sveita Sameinuðu þjóðanna. Yfirlýsing utanríkisráðherrans hleypti strax af stað vangaveltum um að kosningunum yrði frestað. í versta falli óttuðust menn að at- burðimir frá því í apríl endurtækju sig. Þá slátmðu nánast suður-afrísk- ir og namibískir hermenn innrásar- mönnum úr Swapo. Talsmaður eftirhtssveita Samein- uðu þjóðanna vísaði á bug ásökunum Botha og á föstudaginn viðurkenndi svo suður-afríski utanríkisráðherr- ann að verið gæti að um heföi verið að ræða sögusagnir. Ritzau VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1. 5af 5 3 791.392 2. 2 206.442 3. 4af5 307 2.319 4. 3af 5 6.758 245 Heildarvinningsupphæð þessa viku: 5.154.703 kr. UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI 681511 - lukkulIna 991002

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.