Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1989, Side 15
ÞRIÐJUDAGUR 7. NÓVEMBER 1989.
15
Húsnæðismál:
Hvar stönd'
um við?
Á íslandi búa 40% fleiri í eigin íbúð-
um en í nágrannalöndunum. Hús-
næðiseignin myndaðist einkum á
tveimur áratugum þegar verðbólga
var hærri en vextir. Síðustu ár
hafa vextir hækkað og húsnæðis-
eign hrakað. Innan aldarfjórðungs
verðiír húsnæðiseign ekki meiri en
fyrir tuttugu árum. Línuritið með
greininni lýsir hvemig húsnæðis-
eignin hefur myndast og hvers er
að vænta á komandi árum.
Mikil húsnæðiseign
Fleiri íslendingar búa í eigin hús-
næði en þekkist í nálægum lönd-
um. Hin mikla húsnæðiseign
myndaðist á skömmum tíma við
sérstakar aðstæður. Til að auka
skilning á hvert stefnir er fróðlegt
að rifja upp hvernig ástandið hefur
breyst frá stríðslokum. Undan-
fama þrjá áratugi hefur fjölskyld-
um, sem búa í eigin húsnæði, fjölg-
að hlutfallslega um 40%. í löndum
með hliðstæðar þjóðartekjur búa
þriðjungi færri í eigin húsnæði.
Hin mikla húsnæðiseign verður
ekki skýrð með miklum tekjum.
Þjóðarauður á hvert mannsbarn
hefur að vísu þrefaldast frá 1950 en
skuldlaus húsnæðiseign sjöfaldast.
Munurinn felst í fjármagnskostn-
aði. Vextir voru lægri en verðbólga
frá stríðslokum og fram um 1980. Á
sama tímabili báru húsnæðislán í
hinum löndunum raunvexti. Það
skýrir að mestu þann mun sem er
á húsnæðiseign okkar og annarra
þjóða.
1950 bjuggu 64%
í feigin húsnæði
Á meðfylgjandi línuriti er sýnt
hvernig eignarhald á húsnæði hef-
ur breyst síðustu hálfa öld. Þróunin
er athyglisverð. Árið 1950 áttu 64%
íslendinga húsnæðið sem þeir
bjuggu í. Áratug sjðar bjuggu 70%
í eigin húsnæði. 1980" var hlutfallið
hins vegar tæplega 90%. Til saman-
burðar má nefna að í grannlöndum
KjaUariim
Eignarhald
% í eigin húsnzði
Líkleg þi 'óun til 2C "...
1930 1940 1950 1960 1970 . 1980 1990 2000 2010 2020 2030
Húsnæðiseign Islendinga 1940-1990 og sennileg þróun næsta aldarfjórðung.
Stefán Ingólfsson
verkfræðingur
Ekki er séð fyrir endann á þróun-
inni. Greiðslubyrði húsnæðiskaup-
enda er nú 45% þyngi en 1982.
Ætla má að hlutfall þeira sem búa
í eigin húsnæði hafi síðustu ár
lækkað um 2% til 3%. Það svarar
til nálægt 2000 fjölskyldna. Menn
hafa staðið ráðþrota. Stjórnmála-
menn leituðu leiða til að leysa hús-
næðisvandann með allsherjará-
taki. Verðtrygging'lána var slík
lausn.
„Skattareglur eru óhagstæðar fyrir
húseigendur sem leigja íbúðir. Þær
stuðla að hárri húsaleigu og þarf að
endurskoða. Framundan eru vaxandi
vandamál.“
okkar búa 55% tfl 65% í eigin íbúð-
arhúsnæði.
Á línuritinu sést aö húsnæðiseign
óx mest 1965 til 1980. í vaxandi
verðbólgu varð sífellt meiri munur
á verðbólgu og vöxtum. Á hálfum
öðrum áratug skapaðist ástand
sem á sér fáar hliðstæðar. Ólíklegt
er að húsnæðiseign verði aftur
jafnalmenn og áður en verðtrygg-
ing húsnæðislána hófst.
Varnarbarátta við vextina
Áhrifa hækkandi raunvaxta fór
að gæra um 1980. Tveimur árum
síöar hafði kaupgeta ungs fólks
minnkað um 10%. Vextir af hús-
næðislánum hafa stöðugt hækkað.
Greiðsluvanda húsbyggjenda
vildu menn leysa með samræmdu
átaki. Húsnæðislánakeríið frá 1986
átti að leysa vandann endanlega.
Nú er röðin komin að húsbréfun-
um. Miklum tíma hefur verið eytt
með takmörkuðum árangri. Vextir
hækka stööugt og kaupgetu hrak-
ar. Með húsbréfakerfinu ver&k þó
tímamót. í fyrsta sinn í hálfan
fjórða áratug á að sækja öll hús-
næðislán út á „frjálsan lánamark-
að“ og greiða vexti sem þar er kraf-
ist.
Almennur lána-
markaður 1955
Við kynningu á húsbréfakerfmu
var vísað til þess að hliðstætt fyrir-
'komulag hefði þekkst hér á landi
fyrir nokkrum áratugum. í upphafi
sjötta áratugarins, fyrir tíma Hús-
næðisstofnunar, urðu lántakendur
að reiða sig á almennan lánamark-
að. í skýrslu frá þessum árum er
helsta lánafyrirgreiðsla húsbyggj-
enda sögð ......ríkistrygging á
skuldabréfum, kaup opinberra
sjóöa og banka á skuldabréfum og
smáíbúðarlán..Að auki lánuðu
seljendur.
Fyrirkomulag, sem er áþekkara
húsbréfakerfmu, er ekki fmnanlegt
í áratugi. Raunvextir voru þá 10%
lægri en nú gerist og byggingar-
kostnaður 35% minni en við búum
nú við. 1955 bjuggu þó 20% færri í
eigin húsnæði en nú gerist. Saman-
burðurinn gefur vísbendingar um
þróunina á komandi árum. 1955
má ætla að 67% þjóðarinnar hafi
búiö í eigin húsnæði. Það er mikið
á mælikvarða annarra þjóða en
minna en við sættum okkur við.
Frá þessum tíma hafa húsnæðis-
kaupendur ekki verið jafnháðir al-
mennum lánamarkaði. Um miðjan
sjötta áratuginn kom Húsnæðis-
stofnun til sögunnar og hefur síðan
útvegað húsbyggjendum lánsfjár-
magn á hágstæðum kjörum. Hún
hefur undanfarinn áratug „varið“
húsnæðismarkaðinn fyrir mestu
vaxtasveiflum. Því hlutverki er nú
lokið.
Framundan er
minnkuð kaupgeta
Fjölskyldum, sem ráða við hús-
næðiskaup, hefur hlutfallslega
fækkað. Á hverju ári leita hundruö
fjölskyldna til Húsnæðisstofnunar
vegna greiðsluerfiðleika. Biðlistar
í félagslega húsnæðiskerfmu lengj-
ast. Gjaldþrotum fjölgar. Ekki
færri en 250 fjölskyldur af hverjum
árgangi, sem fyrir áratug hefðu
ráðið við húsnæöiskaup, gera það
ekki lengur. Þær sækja nú í félags-
legt húsnæði, reyna við kaup sem
eru þeim ofviöa eða leita á almenn-
an húsaleigumarkað.
Það er í samræmi við reynslu
annarra þjóða af hækkandi raun-
vöxtum og minnkandi húsnæðis-
aðstoð. Með tilkomu húsbréfa og
markaðsvaxta mun kaupgetan enn
minnka. Innan aldarfjórðungs er
líklegt að húsnæðiseign verði ekki
almennari en fyrir tveimur áratug-
um. Minnkuð kaupgeta kemur
ójafnt niður á þjóðfélagshópum.
Ungu fólki er sérstaklega hætt,
einnig láglaunafólki og þeim sem
búa við erfiðar félagslegar aðstæð-
ur.
Fólki, sem nú býr í litlum skuld-
settum íbúðum, mun reynast erfitt
að stækka við sig. Leigjendum mun
fiölga. Þeir njóta ekki opinberrar
aöstoðar. Á Norðurlöndunum eru
greiddar húsaleigubætur. Tíma-
bært er að táka þær upp hér á
landi. Skattaregllxr eru óhagstæðar
fyrir húseigendúr sem leigja íbúð-
ir. Þær stuðla að hárri húsaleigu
og þarf að endurskoða. Framundan
eru vaxandi vandamál, ekki síst á
húsaleigumarkaöi.
Stefán lngólfsson
Sjúkir
Á liðnum árum hefur oft verið
talað um að síðari hluti 20. aldar-
innar sé upplýsingaöld og byggist
það að sjálfsögðu mest á framfórum
í tölvutækni. En hvernig nýtast
upplýsingarnar? í mörgum tilvik-
um hafa stórstígar framfarir
byggst á þessum grunni. Hins veg-
ar eru handbærar upplýsingar oft
gloppóttar og sumar gloppurnar
eru stórar.
Misjafnlega ítarlegar
Ef við lítum á heilbrigðismálin
blasir þetta við: í ýmsum hópum
hefur farið fram skipuleg söfnun'
og úrvinnsla upplýsinga. Niður-
stöðumar hafa síðan verið tiltækar
þeim sem á þeim þurfa að halda.
Dæmi um þetta er starf Greining-
arstöðvar ríkísins fyrir þroska-
hefta hvaðanæva af landinu og
hafa svæðisstjómir í málefnum
fatlaðra haft niðurstöður hennar
tfi aö styðjast við.
Málefni aldraðra hafa fengið
vandaða umfiöllun í riti Daggar
Pálsdóttur, Aldraðir á íslandi, og
gerir hún góð skil þeim þáttum sem
hún tekur til meðferðar. Mörg at-
riði, sem varða aðstöðu þessa hóps,
20-25 þúsund manns, falla aftur á
móti utan ramma ritgeröarinnar
og er því litlar upplýsingar aö fá
um þau.
Um aðra hópa eru til nokkrar
upplýsingar, misjafnlega ítarlegar,
og um nokkra nánast engar, e.t.v.
og fatlaðir á upplýsingaöld
„Almenningur' telur litið eftir að styrkja riflega málefni tatlaðra," segir
m.a. i greininni.
Kjallarinn
Ólafur Guðmundsson
iðnverkamaður
áætlaður fiöldi fyrir svo og svo
mörgum árum. Þeim könnunum
sem gerðar hafa veriö hafa nefni-
lega alltaf verið settar þröngar
skorður. Það hefur orðið til þess
að kannanirnar hafa ekki alltaf
nýst sem skyldi og þannig er því
líka farið með þær margvíslegu
upplýsingar sem víða eru til.
Það hafa nefnilega safnast upp
mikil gögn um hina ýmsu þætti hjá
þeim stofnunum sem fara með
málefni fatlaðra, t.d. hefur Trygg-
ingastofnun ríkisins skrá um líf-
eyrisþega og flokkast þeir í ellilíf-
eyrisþega, örorkulífeyrisþega, ör-
orkustyrkþega o.s.frv.
Landlæknisembættið hefur und-
ir höndum gögn sem heilbrigðis-
skýrslur eru byggðar á. Héraðs-
læknar og borgarlæknirinn í
Reykjavík hafa gögn frá heilsu-
gæslulæknum og öðrum læknum.
I félagsmálaráðuneytinu eru mál-
efni fatlaðra vistuð og þar eru vafa-
laust miklar upplýsingar um þau.
Öryrkjabandalagið og Þroska-
hjálp hafa innan sinna vébanda
mörg félög styrktar- og áhuga-
manna um þessi málefni og búa
þau yfir mikilli þekkingu og
reynslu sem er grundvallaratriði.
Þau hafa sannarlega barist í návígi
við erfiðleikana sem steðja að skjól-
stæðingum þeirra.
Heildstæða greinargerð
vantar
Framanritað eru aðeins stiklur.
Um þetta mætti skrifa miklu meira
mál. Þetta nægir samt væntanlega
til að sýna að mjög mikið er til af
nauðsynlegum gögnum til að gera
sér grein fyrir vandamáhnu í heild.
Það er það sem okkur vantar:
heildstæða greinargerð sem í senn
geri okkur kleift að fá góða yfirsýn
yfir máhð og glögga innsýn í það.
Það átak sem hér þarf aö gera
kostar eflaust peninga, eins og flest
verk sem unnin eru, en á það er
að líta að það gerir mönnúm fært
að meta af nákvæmni stöðuna eins
og hún er núna og taka ákvarðanir
um stefnuna í framtíðinrii.
Úr ríkissjóði er veitt einna mest
fé til heilbrigðis- og tryggingamála
af öllum málaflokkum sem ríkis-
sjóður styrkir. Almenningur telur
lítið eftir að styrkja ríflega málefni
fatlaðra með fiársöfnunum og mik-
il sjálfboöavinna er oft unnin.
Það er þvi til mikils að vinna að
þetta nýtist sem best, þó ekki sé
horft til þess frá öðru sjónarmiði.
- Það sem skiptir þó eflaust mestu
er með hvaða hætti fótluðum eru
opnaðar leiöir til að lifa sams konar
lífi og aðrir menn á íslandi - á það
skortir ennþá mjög verulega.
Ólafur Guðmundsson
„Það sem skiptir þó eflaust mestu er
með hvaða hætti fötluðum eru opnaðar
leiðir til að lifa sams konar lífi og aðrir
menn...“