Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1989, Side 16
16
ÞRIÐJUDAGUR 7. NÓVEMBER 1989.
fþróttir
Stúfar frá
Englandi
Gunnar Sveinbjömæcm, DV, Engtendi:
Gary Bannister hjá
Coventry hefur ósk-
að eftir sölu. Bann-
ister er óánægður hjá
félaginu í kjölfar komu Kevins
Drinkell frá Glasgow Rangers.
Fer Nicholas
tii Mechelen?
Charhe Nicholas, sem óskaði eftir
sölu frá Aberdeen fyrir skömmu,
gæti fengið ósk sína uppfyllta fy rr
en varir. Belgíska félagið Mec-
helen er hrifið af Nicholas en
Aberdeen hefur þegar hafið leit
að nýjum leikmanni í stað
Kampavíns-Kalla. Efstur á óska-
iista Aberdeen er Robert Fleck
hjá Norwich City.
BBC flýtti
sér um of
Breska sjónvarpið BBC sendi frá
sér á dögunum sögu Áston Villa
á myndbandi. Eitthvað hafa þeir
BBC-menn verið að flýta sér við
vinnslu spólunnar því aö á fram-
hlið spóluhulstursins var mynd
af Burnley sem leikur í sams kon-
ar peysum og Aston Villa.
Walker nefbrotnaöi í
leik gegn Wednesday
Des Walker, landsliðsmaðurinn
hjá Nottingham Forest, nefbrotn-
aöi í leik liðsins gegn Sheffield
Wednesday á laugardaginn var.
Engu að síður er reiknað með að
Walker leiki gegn Manchester
United í sjónvarpsleiknum næst-
komandi sunnudag.
Bull er fjögurra
milljóna punda virði
Forráöamenn Wolves hafa borið
til baka allar sögusagnir um að
markaskorarinn Steve Bull sé að
yfirgefá félagið. Forráðamenn fé-
lagsins bættu við að sögusagnir
um tveggja milljóna punda boö
Aston Villa í Steve Bull ættu ekki
við nein rök að styðjast og Bull
væri Úlfunum aö minnsta kosti
tvöfalt meira virði en áðurnefnd
upphæð.
Arsenal og Norwich
eiga yfir höfði sér dóm
Enska knattspyrnusambandíð
hefur ákveðið aö hegna Arsenal
og Norwich City í kjölfar slags-
mála sem brutust út á milli leik-
manna liðanna á laugardaginn.
Þessi ákvörðun knattspymusam-
bandsins var tilkynnt eftir að
fulltrúar þess höfðu horft á
myndbandsupptöku af atvikinu
og skoðað umsögn dómarans.
George Tyson, sem hélt um ílaut-
una í umræddum leik, sá ekki
ástæöu til að áminna neinn leik-
mann í kjölfar ólátanna. Tyson
sagði eftir leikinn aö þaö hefði
ekki veríð neitt réttlæti aö bóka
nokkra leikmenn, það hefði þurft
að áminna alla leikmenn beggja
liða.
Mikii ásókn í
hlutabréf hjá Spurs
Hlutabréf í Tottenham Hotspur
seldust eins og heitar lummur í
síðustu viku. Ekkki hefur enn
komið fi-am hverjir keyptu hluta-
bréfln en viðskipti fóru fram í
bönkum í Vestur-Þýskalandi.
Irving Scholar, stjórnarformaður
Tottenham, segir að ekki sé
ástæða til að óttast að ný öfl taki
völd í félaginu, til þess sé pró-
sentuhlutfall hlutabréfanna of
lágt og aö viðkomandí aöilar fái
ekki einu sinni frimiða á White
Hart Lane.
• Charlton er nú á höttunum eft-
ir Mark Falco, framheija QPR.
Falco kostaöi Rangers 325 þúsund
sterlingspund á sínum tíma og er
það sú upphæð sem félagið vill
fá fyrir Falco. Lou Macari, fram-
kvæmdastjóri West Ham, hefur
ennfremur áhuga á honum. Falco
lék ekki með QPR gegn Wimble-
don um helgina.
Belgía - knattspyma:
Arnór góður
gegn Mechelen
- Sigurjón lék með Boom
Kristján Bemburg, DV, Belgiu:
Stórleikurinn í belgísku knattspyrn-
unni, sem beðið var eftir, viðureign
KV Mechelen og Anderlecht í 1.
deildinni á sunnudag, stóð undir
nafni. Leikurinn var hraður og
spennandi og ekkert vantaði nema
mörkin.
Arnór Guðjohnsen lék sem bak-
vörður þar sem Georges Grún er
meiddur og auk þess vantaði Marc
Degryse í lið Anderlecht. Arnór gætti
belgíska landsliðsmannsins Bruno
Versavel, og „stakk honum í vas-
ann“ eins og þulur belgíska sjón-
varpsins orðaði það. Þegar Sanders
hjá Mechelen var vísað af leikvelh í
síðari hálfleik fór Arnór að taka
meiri þátt í sóknarleik Anderlecht
og átti hörkuskalla sem stefndi efst
í markhorniö en Michel Preud’-
homme, sem tvímælalaust er einn
besti markvörður heims í dag, varði
á stórkostlegan hátt.
Fyrsti leikur Sigurjóns
Sigurjón Kristjánsson lék sinn fyrsta
deildaleik með FC Boom þegar liðið
sigraði St. Leuven, 2-0, á útivelli í 2.
deildar keppninni. Sigurjón náði
ekki að skora en átti hörkuskot að
marki heimaliðsins rétt fyrir leikhlé,
sem markvörðurinn varði naumlega.
Boom er efst eftir 9 umferðir með 15
stig, Zwarte Leeuw er með 14 stig og
Racing Genk 13, en síðastnefnda liðið
hefur leikið 8 leiki.
Haan í Briigge
Arie Haan, þjálfari Stuttgart, var með-
al áhorfenda í Brúgge á sunnudag þeg-
ar Club Brúgge lék þar við Antwerpen
í 1. deildinni. Antwerpen mætir
Stuttgart í 3. umferð UEFA-bikarsins
eins og kunnugt er. Liðið lék mjög vel
og vann góðan útisigur, 0-2.
Sviþjóð - handknattleikur:
Saab sigraði en
Drott er efst
- Þorbergur skoraði flögur fyrir Saab
Gunnar Gunnaisson, DV, Sviþjóð:
Þorbergur Aðalsteinsson átti ágæt-
an leik og skoraði 4 mörk þegar Saab
sigraði GUIF, 21-18, í sænsku úrvals-
deildinni í handknattleik á sunnu-
daginn. Saab var 13-8 yfir í hálfleik
og sigur liðsins var aldrei í hættu.
Drott komst í hann krappan gegn
Vikingama á útivelli, var undir
lengst af en tryggði sér sigur á síð-
ustu sekúndunni, 19-20. Drott er því
áfram með fullt hús stiga í deildinni.
Lugi gengur enn allt í óhag og gerði
nú jafntefli við Katarineholm, 22-22,
á heimavelli. Ole Olssen, sem hefur
verið þjálfari Lugi í átta ár, gagn-
rýndi stórskyttuna ungu, Jonas
Persson, harkalega í blöðum í gær
og sagöi að með eigingirni sinni væri
hann búinn að stórskemma leik
Lugi! Persson getur lítið æft með
Lugi þar sem hann gegnir herþjón-
ustu um þessar mundir.
Eftir fimm umferðir er Drott með
Knattspyma:
Guðmundur
skoraði
fyrir Hibs
á Möltu
Guðmundur Baldursson skoraði
mark fyrir Hibemians í fyrsta leik
sínum með félaginu í úrvalsdeildinni
í knattspymu á Möltu. Hann skoraði
úr vítaspyrnu átta mínútum fyrir
leikslok en það dugði skammt því
Sliema Wanderers sigraði, 3-1.
„Ég lék sem sóknarmaður og gekk
ágætlega. Hibs er um miðja deild og
verður það líklega í vetur,“ sagði
Guðmundur í spjalli við DV en hann
hélt til Möltu að loknum síðari Evr-
ópuleik Valsmanna gegn Dynamo
Berlín í haust.
-VS
10 stig, Saab 8, Redbergslid 8, Sáve-
hof 6, GUIF 5, Lugi 5, Irsta 5, Katar-
ineholm 4, Vikingama 4, Ystad 4,
Warta 1 og Cliff rekur lestina án
stiga.
Logi Ólafsson
ráðinn til
tveggja ára
Logi Ólafsson hefur veriö ráðinn
þjálfari 1. deildar liðs Víkinga í knatt-
spyrnu og hefur gengið frá tveggja
ára samningi við félagið. Logi hefur
ekki þjálfað meistaraflokkslið karla
áður en þjálfaði Valsstúlkurnar síð-
ustu þrjú árin.
„Ég er mjög spenntur fyrir þessu
verkefni og veit ekki annað en að
allir leikmenn Víkings, að undan-
skildum Hallsteini Arnarsyni, haldi
áfram og leiki með liðinu á næsta
tímabili," sagði Logi í samtali við DV
í gær.
-GH
• Logi Ólafsson hefur gengið frá
tveggja ára samningi við Víking.
Framarar eru áfram með fullt hús
stiga í 2. deild karia eftir 22-19 sig-
ur á Seltyssingum í Laugardals-
höllinní í gærkvöldi. Staðan í hálf-
leik var 10-8, Fram i hag. Hermann
Björnsson skoraði 10 mörk fyrir
Fram, Gunnar Andrésson 4 og Ja-
son Ólafsson 3. Einar Guðmunds-
son gerði 5 mörk fyrir Selfoss,
Magnús GSslason 4 og Elnar G.
Sígurðsson 4. .
A eftir léku Ármann og Reflavík
og vann Suðurnesjaliðið stórsigur,
18-27. Staðan í 2. deíld er þannig:
Fram........5 5 0 0 121-99 10
Haukar......4 3 0 1 103-86 6
Valurb......4 3 0 1 95-85 6
ÞórAk.......4 2 1 1 105-97 5
Keflavík....5 2 1 2 107-100 5
Selfoss.....5 1 2 2 108-106 4
Ármann......5 1 0 4 108-121 2
UBK.........4 1 0 3 78-88 2
FHb.........4 1 0 3 83-103 2
Njarðvík....4 1 0 3 83-106 2
l.deild kvenna:
Þegar staðan í l.deild kvenna var
birt í gær vantaöi i hana leik Fram
og Stjömunnar sem fram fór í síð-
ustu viku og lauk með sigri Stjörn-
unnar, 17-18. Rétt staða er þanníg:
Stjarnan....6 5 0 l 120-91 10
Fram........6 5 0 1 139-88 10
Víkingur....6 4 0 2 107-87 8
FH..........6 4 0 2 103-102 8
Valur.......6 3 0 3 108-108 6
Grótta......6 2 0 4 112-119 4
KR..........6 1 0 5 109-133 2
Haukar.......6 0 0 6 80-150 0
3. deild:
A-riðill:
Víkingur b-Haukar b........29-33
Afturelding-Stjarnan b.....25-23
Hverageröi-ÍR b............29-29
Víkingurb..5 4 0 1 151-135 8
Aftureld.....3 3 0 0 65-57 6
Haukarb....4 3 0 1 104-93 6
ÍRb........5 12 2 112-119 4
ÍS...........3 I 1 1 69-69 3
Hveragerði .4 1 1 2 88-88 3
KRb..........2 1 0 1 51-52 2
Sfjarnanb,..4 0 0 4 86-92 0
ísafjorður... 2 0 0 2 41-62 0
B-riöill:
Fylkir-UBKb................23-22
Ögri-Framb.................29-38
Framb 3 3 0 0 109-69 6
UBKb 4 3 0 1 98-89 6
Fylkir 3 2 1 0 72-70 !§
ÍH 3 1 2 0 73-62 m
Völsungur ..3111 81-67 3
Ármannb...3 111 77-80 3
Gróttab 3 0 l 2 60-79 1
Ögri 3 0 0 3 77-95 0
Reynir S 3 0 0 3 54-90 0
2. deild kvenna:
Afturelding-Keflavik... 15-20
Seifoss 3 3 0 0 66-51 6
ÍR 3 2 1 0 60-54 5
Keflavík 5 2 12 87-85 5
Afturelding 5 203 83-86 4
Þróttur 4 10 3 65-79 2
ÞórAk 2 0 11 34-36 1
ÍBV 2 0 1 1 29-33 1
-SK/BS/VS
• Einar Bollason hefur mikið álit á Nj
Njarð
i isle
-efKRstöðvarel
Gísli
• Guðmundur Guðmundsson, hinn nýráðni
aði liðinu á sinni fyrstu æfingu í gærkvöldi.
anum Slavko Bambir sagt upp störfum hjá
taka við liðinu. Á myndinni er Guðmundur
sinna manna en hann er einn leikreyndast
hættur í
boltanum
„Ég er búinn að vera í þessu í rúm
18 ár o'g nú er kominn tími til að
hætta í knattspyrnunni, sgði knatt-
spyrnumaðurinn Gísli Eyjólfsson í
samtah við DV í gær en hann lék um
langt árabil með Víði úr Garði og liði
Keflvíkinga.
Gísli hefur verið einn styrkasti
leikmaður Víðis í mörg ár og jafn-
framt leikið í stöðu miövarðar. „Það
verður auðvitað erfitt að hætta alveg
í knattspyrnunni en nú er kominn
tími til að snúa sér að öðrum áhuga-
málum. Ég hef mikinn áhuga á að
þjálfa í framtíðinni og vonandi fæ ég
eitthvað að gera í þeim málum, sagði
Gísli Eyjólfsson.
-SK
Valur Vals
fram skói
- leikur með Breið;
Valur Valsson hefur ákveðið að taka
firam skóna að nýju og leika með 2. deild-
ar liði Breiðabliks. Valur tók sér frí frá
knattspymu á síðasta keppnistíma-
bili en haföí fram að þeim tíma leikið
með Valsmönnum allar götur frá árinu
1981.
Valur sagði i samtali við ÐV í gær-
kvöldi að sig hefði langaö til að hefja
knattspyrnuiðkun á nýjan leik og hefði
Breiðablik orðið fyrir valinu. Valur á að