Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1989, Síða 24
24
ÞRIÐJUDAGUR 7. NÓVEMBER 1989.
Afmæli
Eiður Guðnason
Eiöur Guðnason alþingismaður,
Kúrlandi 24, Reykjavík, er fimmtug-
ur í dag.
Eiður fæddist í Reykjavík. Hann
lauk stúdentsprófi frá MR1959, var
í námi í stjórnmálafræðum í háskól-
anum í Delaware í Bandaríkjunum
1960-1961. Hann varð löggiltur dóm-
túlkur og skjalaþýðandi í ensku 1962
og B. A. í ensku og enskum bók-
menntum í H.í. 1967.
Eiður var blaðamaður og síðar rit-
stjórnarfulltrúi Alþýöublaðsins
1962-1967 og varaborgarfulltrúi Al-
þýðuflokksins í Reykjavík 1964-
1968. Hann var í námi í sjónvarps-
fræöum og upptökustjórn hjá
sænska sjónvarpinu 1967 og 1968 hjá
ITV í London, var yfirþýðandi og
fréttamaður Sjónvarpsins 1967-
1978, varafréttastjóri 1971-1978.
Eiður stjómaði gerð fjölda heim-
ildarkvikmynda og þýddi útvarps-
leikrit ogútvarpssögur. Hannvar
formaður Blaðamannafélags ís-
lands 1974-1975 og í útvarpsráði
1978-1987. Hann hefur verið alþing-
ismaður Vesturlands frá 1978 og for-
maður þingflokks Alþýðuflokksins
frá 1983. Eiður var í Norðurlanda-
ráði 1978-1979 og frá 1981, formaður
íslandsdeildar ráðsins 1978-1979 og
í forsætisnefnd þess, formaður
menningarmálanefndar 1982-1988
og formaður laganefndar frá 1988.
Hann var í ráðgjaíárnefnd Pósts og
síma 1980-1983 og í samstarfsnefnd
með Færeyingum og Grænlending-
um um sameiginleg hagsmunamál
1984-1986, er formaður þjóðarátaks-
nefndar um umferðarmál og vara-
formaður Samtaka um vestræna
samvinnu.
Eiður kvæntist 16. mars 1963
Eygló Helgu Haraldsdóttur, f. 19.
janúar 1942, píanókennara. Foreldr-
ar hennar eru Haraldur Gíslason,
framkvæmdastjóri í Reykjavík, og
kona hans, Þórunn Guðmundsdótt-
ir.
Börn Eiðs og Eyglóar éru Helga
Þóra, f. 4. október 1963, viðskipta-
fræðingur, gift Ingvari Erni Guð-
jónssyni, rafmagnsverkfræðingi í
framhaldsnámi í Florida Institute
of Technology; Þórunn Svanhildur,
f. 19. febrúar 1969, og Haraldur
Guðni, f. 24. maí 1972.
Systkini Eiðs eru Ingigerður Þór-
ey, f. 29. desember 1940, d. 17. des-
ember 1982, handavinnukennari í
Reykjavík, gift Bjarna Þjóðleifssyni
lækni, og Guðmundur Brynjar, bif-
reiðarstjóri í Reykjavík, f. 15. maí
1942, kvæntur Guðríði Eygló Þórð-
ardóttur. Bræður Eiðs, samfeðra;
voru Tryggvi, múrari í Rvík, f. 17.
nóvember 1930, d. 19. október 1952,
og Sverrir, f. 23. desember 1937, d.
13. ágúst 1988, skrifstofumaður á
Höfn í Hornafirði, kvæntur Erlu
Ásgeirsdóttur bankastarfsmanni.
Foreldrar Eiðs eru Guðni Guð-
mundsson, d. 1947, verkamaður í
Rvík, og kona hans, Þóranna Lilja
Guðjónsdóttir.
Guðni var sonur Guðmundar, b. á
Þverlæk í Holtum, Jónssonar, b. í
Hreiðri í Holtum, Guðmundssonar,
b. í Steinkrossi, Oddssonar, bróður
Eyjólfs, langafa Odds, fóður Davíðs
borgarstjóra. Móðir Guðmundar
var Margrét Ólafsdóttir, b. á Fossi
á Rangárvöllum, Bjamasonar, b. á
Víkingslæk, Halldórssonar, ætt-
fóður Víkingslækjarættarinnar.
Móðir Jóns var Kristín Jónsdóttir,
systir Þorgils, fóður Þuríðar,
langömmu Guðrúnar Erlendsdóttur
hæstaréttardómara, Jóns Þorgils-
sonar, sveitarstjóra á Hellu, og Sig-
ríðar, móður Jóhanns Sigurjóns-
sonar sjávarlíffræðings.
Móðir Guðna var Ólöf Árnadóttir,
b. á Skammbeinsstöðum, langafa
Júlíusar Sólnes alþingismanns,
Hrafns Pálssonar deildarstjóra,
Svanfríðar, móður Signýjar Sæ-
mundsdóttur óperusöngkonú,
Kristínar móður Þórðar Friðjóns-
sonar, forstjóra Þjóðhagsstofnunar,
og Þórunnar, móður Brynjólfs Mog-
ensen læknis. Bróðir Árna var Jón,
langafi Guðna Kristinssonar á
Skarði, Eyjólfs Ágústssonar í
Hvammi á Landi, Margrétar Guðna-
dóttur prófessors og Guðnýjar, móð-
ur Guðlaugs Tryggva Karlssonar
hagfræðings. Annar bróðir Árna
var Jón yngri, langafi Ingu, móður
Þorgerðar Ingólfsdóttur söngstjóra.
Árni var sonur Árna, b. á Galtarlæk
á Landi, Finnbogasonar, bróður
Jóns, afa Guðrúnar, ömmu Þórs
veðurfræðings og Jökuls rithöfund-
ar Jakobssona og Boga Ágústssonar
fréttastjóra. Jón var einnig faðir
Jóhanns, langafa Ingólfs Margeirs-
sonar ritstjóra. Móðir Árna var
Margrét Jónsdóttir, b. á Ægissíðu,
Þorsteinssonar, ogkonu hans, Guð-
rúnar Brandsdóttur, b. í Rimhúsum,
Bjamasonar, bróður Ólafs á Fossi.
Móðir Ólafar var Ingiríður, systir
Jóns, afa Jóns Helgasonar, prófess-
ors og skálds. Ingiríður var dóttir
Guðmundar, b. á Keldum, Brynj-
ólfssonar, b. í Vestri-Kirkjubæ, Stef-
ánssonar, b. á Árbæ, Bjarnasonar,
bróður Brands í Rimhúsum.
Þóranna er dóttir Guðjóns, renni-
smiðs í Réttarholti í Garði, Bjöms-
sonar, b. á ímastöðum í Vöðlavík,
Jónssonar, b. á ímastöðum, Þor-
grímssonar í Skógargerði Þórðar-
sonar. Móðir Þorgríms var Guðrún
Þorgímsdóttir, systir Illuga, langafa
Friðjóns, föður skáldanna Guð-
mundar á Sandi og Sigurjóns á
Laugum. Móðir Guðjóns var Svan-
hildur Magnúsdóttir, b. á Haga í
Mjóafirði, Magnússonar. Móðir
Magnúsar var Guðrún Skúladóttir,
systir Skúla, langafa Hansínu,
Pétur Sigurðsson
Pétur Sigurðsson, framkvæmda-
stjóri framleiðslu- og tæknisviðs
Mjólkursamsölunnar, til heimilis að
Miðvangi 103, hafnarfirði, er fimm-
tugur í dag.
Pétur fæddist í Reykjavík. Hann
lauk stúdentsprófi frá MR1959 og
kandidatsprófi frá mjólkuriönaðar-
deild Landbúnaðarháskólans í Nor-
egi 1965.
Pétur starfaði við hagfræðideild
Mjólkuriðnaðarstofnunar háskól-
ans í Noregi 1965, var fulltrúi í Osta-
og smjörsölunni 1966-67, mjólkur-
fræðiráðunautur framleiðsluráðs
landbúnaðarins 1967-79 og starfaði
í rannsóknarráði landbúnaðarins
1978-79. Hann var framkvæmda-
stjóri Lífeyrissjóös bænda frá stofn-
un sjóðsins 1971-81. Pétur stundaði
sjálfstæða ráðgjafarþjónustu fyrir
mjólkuriðnaðinn 1979-81, var
tæknilegur framkvæmdastjóri
Mjólkursamsölunnar 1982-86 og
hefur verið framkvæmdastjóri
framleiðslu- og tæknisviðs Mjólk-
ursamsölunnar frá 1986.
Pétur sat í stjórn Tæknifélags
mjólkuriðnaðarins frá 1967 og var
formaður þess 1967-69 og 1971-80.
Hann hefur verið fulltrúi félagsins
í Norræna mjólkurtækniráðinu
1968-70,1974-80 og 1986-89. Þá var
hann formaður prófnefndar
mjólkuriðnaðarins frá 1972 og
fræðslunefndar mjólkuriðnaðarins
frá 1974. Pétur var formaður bygg-
ingarnefndar Mjólkursamsölunnar
1981-86, situr í stjórn Rannsóknar-
stofu mjólkuriðnaðarins frá 1983,
var yfirsmjörmatsmaöur 1968-79 og
aðalgjaldkeri íþróttafélags Reykja-
víkur 1970-78.
Pétur kvæntist 12.6.1965, Torunni
Sigurðsson, fæddri Habberstad,
sjúkrahða, f. 2.1.1944, dóttur Torleif
Habberstad, kaupmanns á Eiðsvöll-
um í Noregi, en hann lést 1972, og
konu hans Mindu Habberstad hús-
móður.
Pétur og Torunn eiga þrjú börn.
Þau eru Kristín, f. 9.11.1965, nemi í
viðskiptafræði við HÍ; Brynjar, f.
17.10.1967, nemi í mjólkurfræði í
Danmörku, og Linda Steinunn, f.
11.9.1974, grunnskólanemi.
Pétur á tvö systkini. Þau eru
Hulda, f. 10.11.1935, gjaldkeri hjá
Bæjarskrifstofu Garðabæjar, ekkja
eftir Hallgrím Hallgrímsson sem
lést 1984 en þau eiga fimm börn, og
Svavar, f. 19.2.1937, verslunarmað-
ur í Hafnarfirði, kvæntur Önnu
Bergmann og eiga þau fimm börn.
Foreldrar Péturs: Sigurður Helgi
Pétursson gerlafræðingur, f. 17.5.
1907, nú búsettur á Hrafnistu í Hafn-
arfirði, og Þorsteina Hannesdóttir
húsmóðir, f. 19.08.1906, d. 1973.
Bróðir Sigurðar var Guðjón, tré-
smiður í Reykjavík, afi Gísla Grét-
ars byggingafræðings og forstjóra í
Reykjavík og Gunnar Friðrikssonar
Gunnarssonar, hagfræðings í New
York. Sigurður er sonur Péturs, b.
á Skammbeinsstöðum Jónssonar,
b. á Stokkastööum Péturssonar.
Móðir Sigurðar var Guðný Kristj-
ánsdóttir, b. á Árgilsstöðum, Jóns-
sonar. Móðir Guðnýjar var Eyrún
Jónsdóttir, b. á Árgilsstöðum, Berg-
steinssonar. Móðir Eyrúnar var
Þuríður, systir Odds, langafa Davíðs
Oddssonarborgarstjóra. Þuríður
var dóttir Eyjólfs, b. og hreppstjóra
á Torfastöðum, bróður Guðmundar,
b. á Steinkrossi, langafa Guðna, föð-
ur Eiðs alþingismanns. Eyjólfur var
sonur Odds, b. á Fossi á Rangárvöll-
um, Guðmundssonar. Móðir Eyjólfs
var Margrét Ólafsdóttir, b. að Fossi,
Bjamasonar, b. og hreppstjóra á
Víkingslæk, ættföður Víkingslækj-
Pétur Sigurðsson.
arættarinnar, Halldórssonar.
Þorsteina var dóttir Hannesar, b.
í Þurranesi í Saurbæ í Dölum
Guðnasonar, b. í Máskeldu, Hannes-
sonar, b. í Litla-Holti, Guðmunds- '
sonar, b. á Hreðavatni, Guðmunds-
sonar. Móðir Hannesar var Ingi-
björg Ólafsdóttir. Móðir Guðna var
Guðrún Jónsdóttir úr Hvítársíðu.
Móðir Hannesar var Guðrún Þor-
varðardóttir, b. á Hömrum í Eyrar-
sveit, Jónssonar. Móðir Þorsteinu
var Margrét Kristjánsdóttir, b. á
Saurhóli, Stefánssonar.
Pétur og Torunn taka á móti gest-
um á afmælisdaginn í Skálafelli,
Hótel Esju, milli klukkan 17 og 19.
Jón Magnús Gunnarsson
Jón Magnús Gunnarsson, lög-
reglufulltrúi, Arnartanga 75, Mos-
fellsbæ, er fimmtugur í dag.
Jón fæddist í Kaupmannahöfn.
Hann lærði rennismíði og lauk námi
við Iðnskólann í Reykjavík. Jón hóf
störf í lögreglunni í Reykjavík 1966
og starfaði þá í umferðardeild. Þá
vann hann hjá Eimskip í íjölda ára,
lengst af á ms. Gullfossi. Jón hóf svo
störf hjá Rannsóknarlögreglunni í
Reykjavik 1969 og síðan hjá Rann-
sóknarlögreglu ríkisins eftir að hún
var stofnuð 1977 en þar hefur hann
starfað síðan.
Jón kvæntist 9.11.1968 Jónu
Karlsdóttur verslunarmanni, f. 23.9.
1934, dóttur Karls Vilhjálms Olafs-
sonar, b. á Hala í Djúpárhreppi í
Rangárvallasýslu, og Guðrúnar
Jónsdóttur húsfreyju.
Jón Magnús og Jóna eiga tvo syni.
Þeir eru Gunnar Karl Jónsson, f.
17.12.1968, afgreiðslumaður, og
Guðbjöm Hermann Jónsson, f. 2.9.
1971, nemi.
Systir Jóns Magnúsar er Henny
Irene Christiansen, f. 17.12.1935,
búsett í Kaupmannahöfn, gift Helge
Karl Christiansen og eiga þau þrjú
böm, Kim Helge, f. 5.6.1956, Bjame,
f. 3.11.1959 og Frank Gunnar, f.
16.10.1961.
Foreldrar Jóns Magnúsar vom
Gunnar Bemhard Jensen, f. 18.1.
1905, d. 21.12.1942, og Ásta Guðrún
Jensen, fædd Jónsdóttir, f. 27.7.1909,
d. 19.4.1989. Gunnar og Ásta bjuggu
lengst af í Kaupmannahöfn.
Gunnar var sonur Emils Marinus-
ar Jensen og konu hans, Boline
DorotheuJensen.
Ásta var dóttir Jóns Péturssonar
frá Lykkju á Kjalarnesi og konu
hans, Guðbjargar Magnúsdóttur.
Jón Magnús verður að heiman á
afmæhsdaginn.
Jón Magnús Gunnarsson.
Eiöur Guðnason.
langömmu Hannesar Hlífars Stef-
ánssonar, heimsmeistara unglinga í
skák. Móðir Svanhildar var Val-
gerður Jónsdóttir, b. á Kirkjubóli,
Vilhjálmssonar, bróður Þóru,
langömmu Þóreyjar, ömmu Eyþórs
Einarssonar, formanns Náttúm-
verndarráðs. Móðir Valgerðar var
Valgerður Sveinsdóttir, systir
Halldóm, langömmu Stefaníu,
ömmu Ármanns Snævarr hæsta-
réttardómara.
Móðir Þórönnu var Guðrún Guð-
mundsdóttir, b. í Réttarholti í Garði,
Grímssonar, bróður Guðrúnar,
langömmu Sigurlaugs Þorkelsson-
ar, blaðafulltrúa Eimskipafélagsins.
Móðir Guðrúnar var Guðrún Þor-
kelsdóttir, b. á Grímsstöðum í Með-
allandi, Þorkelssonar og konu hans,
Guðrúnar Höskuldsdóttur.
Eiður tekur á móti gestum í Fóst-
bræðraheimilinu milli klukkan 17
og 19 á afmælisdaginn.
Brúð-
kaups-
og starfs-
afmæli
Ákveðið hefur verið að
birta á afmaelis- og ætt-
fræðísíðu DV greinar um
einstaklinga sem eiga
merkis brúðkaups- eða
starfsafmæli.
Greinarnar verða með
áþekku sniði og byggja á
sambærilegum upplýsing-
um ogfram koma í af-
mælisgreinum blaðsins en
eyðublöð fyrir upplýsingar
afmælisbarna liggja
frammi á afgreiðslu DV.
Upptýsingarvarðandi
brúðkaups- eða starfsaf-
mæli verða að berast ætt-
fræðideild DV með minnst
þriggja daga fyrirvara.
bað er einkar mikilvægt
aðskýrar, nýlegarandlits-
myndirfylgi upplýsingun-
um.
getur rétt staðsettur
VIÐVÚRUNAR
ÞRÍHYRNINGUR
skipt öllu máli
yUMFERÐAR
RÁÐ