Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1989, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1989, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 14. NÓVEMBER 1989. Útlönd Kommúnistar í Búigaríu funda Verkamenn í Búlgariu lesa dreifibréf frá umhverfisverndarsamtökunum Eco-glasnost. Miðstjóm kommúnistaílokks Búlgaríu mun koma saman til sérstaks fundar einhvern tíma á næstunni tíl að flalla um „ástandið í Iandinu“ í kjölfar mannaskipta í toppsætí flokksins þegar Todor Zhivkov lét af leið- togaembætti flokksins og Petar Mladenov tók við. Fréttaskýrendur hafa spáð því að ekki verði um róttækar breytingar að ræða á næstunni í Búlgariu. Þó var eitt skref tekið í umbótaátt í gær þegar hæstiréttur tók þá ákvörðun að taka til endurskoðunar bann við starfsemi umhverflsvemdarsamtakanna Eco-glasnost. Niðurstöðu er að vænta innan viku. Fyrr á þessu ári haíði undirréttur samþykkt bannið sem búlgörsk stjómvöld settu á samtökin. Eco-glasnost hefur staðið fyrir mótmælum gegn stefnu stjórnvalda í umhverfismálum. Símamynd Reuter Margra milljóna króna bfll Þe«i bifreiö, Ferrari Berlinetta 1961, var seld á 2,5 milljónir dollara, eða sem svarar tíl 150 miiljónum islenskra króna, á uppboði í Monte Carto í gær og er það hæsta veró sem nokkurn tima hefur fengist fyrir bíf á uppboöi. Kaupandinn viidi ekki láta nafns sins getið. Simamynd Reuter Bhutlo vill stokka upp í stjóminni Benazir Bhutto forsæösráöherra hét því í gær að stokka upp í stjóm sinni í kjölfar þess aö allt ráðuneyti hennar sagöi af sér. Tuttugu og tveír ráöherrar og tuttugu og þrír aðstoðarráðherrar sögðu af sér allir sem einn í gær til að gefa forsætisráðherranum tækifæri til aö setja á laggím- ar nýja stjóm. Koma uppsagnirnar tæpum hálfum mánuði eftir að van- trauststillaga á stjórn Bhutto var felld á þingi. Bhutto fór frara á við ráðherra sína að þeir sætu þar til hún hefði lok- ið endurskoðun á ráðuneytinu. Fastiega er búist við að forsætisráðherr- ann tilkynni um nýtt ráðuneyti fljótlega. SWAPO virðisf sigurvegari í Namibíu Embættismaður i Namibíu gætir tómra kjörkassa sem notaðir voru i kosningunum fyrr i mánuöinum. Slmamynd Rauter Samkvæmt fyrstu, óopinberu tölunum um niöurstööur nýafstaöinna þingkosninga í Namibíu hefur SWAPO, frelsishreyfing Namibiu, borið sigur af hólmi. En efasemdir eru þó uppi um aö hreyfingunni hafi tekist að ná tveimur þriðju þingsæta eins og hún þarf til að geta þrýst á sam- þykkt eigin stjómarskrár. Þegar húið var að telja atkvæðin í Ovambo, í norðurhluta landsins, var Ijóst að SWAPO, sem hefur barist í tuttugu og þijú ár fyrir sjálfetæði Namibíu, hafði náð forystu. í Ovambo býr um helmingur allra íbúa Namibíu og þar nýtur SWAPO mikils stuðnings. Þessar kosningar eru undanfari sjálfstæðis Namibíu frá yfirráðum Suð- ur-Afriku. Kosiö er um sjötíu og tvö þingsæti en þing mun samþykkja nýja sljómarskrá áður en Namibía hlýtur formlega sjálfstæði, í apríl á næsta ári. Kosningaþátttaka var níutíu prósent Reuter Hundruð þúsunda Leipzigbúa kröfðust í gærkvöldi breytinga sem leiddu til raunverulegs lýðræðis. Símamynd Reuter 300 þúsund í mótmælagöngu Yfir þrjú hundruð þúsund manns efndu í gærkvöldi til mótmælagöngu í Leipzig í Austur-Þýskalandi á með- an ró færðist yfir í Vestur-Berlín eft- ir hátíðahöldin. Engar mótmælaað- gerðir fóru fram í Austur-Berlín en þær hafa verið fastur liður í borginni á mánudagskvöldum undanfama mánuði. í Leipzig kröfðust mótmælendur frekari umbóta af hálfu yfirvalda og hrópuðu: „frelsi, frelsi.“ Heimtuðu göngumenn stjómmálalegar breyt- ingar sem leiddu til raunverulegs lýðræðis. „Við erum þjóðin“ og „Þjóðin þarfnast ekki flokksins en flokkurinn þarfnast þjóðarinnar" voru slagorðin sem heyra mátti á götum Leipzig í gærkvöldi. „Frjálsar kosningar án falsaðra úrslita“, mátti lesa á einu spjaldi göngumanna. Margir gerðu grín að kommúnista- flokknum í níðvísum. Fyrir utan að- alstöðvar lögreglunnar stilltu mót- mælendur upp spjaldi sem á stóð: „Ekkert ofbeldi." Mótmælagangan fylgdi í kjölfar messu í Nikolai-kirkjunni þar sem presturinn, Christian Fuhrer, þakk- aði mótmælendum fyrir að hafa forð- ast átök við lögregluna undanfarna mánudaga. Einnig hvatti hann menn til að flytja ekki úr landi. Reuter og NTB Austur-Þýskaland: „Bylting“ á þinginu Austur-þýska þingið braust, öll- um að óvörum, undan völdum kommúnista í gær, kaus umbóta- sinnann Hans Modrow, sem kallað- ur hefur verið „Gorbatsjov A- Þýskalands“, í embætti forsætis- ráðherra og Gunter Maleuda, leið- toga Bændaflokksins, sem forseta þingsins. Aðeins einn þingmaður greiddi atkvæði gegn Modrow. Það var sem þingheimur vaknaði af áralöngum dvala í gær. Hrein- skilnislegar umræður um hið póh- tíska ástand í landinu hófust að lokinni leynilegri kosningu þing- forseta og tóku margir til máls. Sumir hvöttu til þess að kommún- istar linuðu takið og gæfu eftir. Fyrrum forsætisráðherra, Willi Stoph, lagði sökina á herðar fyrr- um leiðtoga, Erichs Honecker, er hann viðurkenndi að stjórn sinni hefði ekki tekist sem best upp við stjóm landsins. Skömmu eftir miðnætti í gær að íslenskum tíma þurftu leiðtogar kommúnista svo að þola enn eina auðmýkinguna, miðstjóm flokks- ins samþykkti ályktun stjómmála- ráðsins frá því um helgina, að hald- ið skyldi flokksþing í næsta mán- uði. Þetta þýðir að alhr meðlimir miðstjórnarinnar geta misst sæti sín. Flestir búast við stórtækum breytingum á reglum kommúnista- flokksins í kjölfar þingsins. Hraði atburða í A-Þýskalandi síð- ustu daga hefur verið svo mikill að margir fréttaskýrendur sitja furðulostnir og vita vart sitt rjúk- andi ráð. Þá hefur atburðarásin einnig sett svip sinn á áætlanir EB, Evrópubandalagsins, og hefur Francois Mitterrand, forseti Frakklands, hvatt til leiðtogafund- ar allra tólf aðildarríkja EB á laug- ardag til að ræða hræringamar í A-Þýskalandi. Reuter Hans Modrow, nýr forætisráðherra 1 A-Þýskalandi: „Gorbatsjov A-Þýskalands“ Hans Motjrow, sem í gær var kjör- inn forsætisráöherra A-Þýskalands, er talinn meðal umbótasinnaðra kommúnista og hefur fengið viður- nefnið „Gorbatsjov Austur-Þýska- lands“. Þessi leiðtogi kommúnista- flokksins í Dresden þykir nú ein helsta von flokksins til að halda völd- um og vilja vestrænir stjómarerind- rekar ekki útiloka að hann sé hugs- anlegur arftaki Egons Krenz flokks- leiðtoga. Modrow þykir skera sig nokkuð frá öðmm leiðtogum kommúnista. Hann dregur ekki dul á skoðanir sínar og hefur m.a. verið í fararbroddi mót- mæla í Dresden, heimaborg sinni. Hann var kosinn í hið nýja stjóm- málaráð í síðustu viku þegar allir þeir er kosnir vom í það á tímum Honeckers viku. Hann hefur hvatt til ríkisstjómar með aðild annara flokka en kommúnista. Hans er nú að kjósa sér stjóm er almenningur getur sætt sig við. En A-Þjóðverjar viija að leiðtogar landsins gangi mun lengra en þeir hafa sýnt viija til og láti af alræði kommúnistaflokksins. Fréttaskýr- endur segja aö þrátt fyrir vinsældir sé almenningur lítið eitt vantrúaður á Modrow sem þrátt fyrir allt hafi verið aðili að valdastiga kommún- istaflokksins. Fréttaskýrendur segja að vegna stuðnings síns við kenningar Gor- batsjovs og umbótavilja hafi leið- togar kommúnista haldið Modrow utan við valdataflið. Heimildarmenn innan flokksins og stjómarerindrek- ar segja að Erich Honecker, sem vék úr embætti 18.október, hafi af ásettu Hans Modrow, hinn nýi forsætisráð- herra A-Þýskalands, hefur hlotið viðurnefnið „Gorbatsjov A-Þýska- lands". Símamynd Reuter ráði haldið honum frá Austur-Berlín og stjómmálaráðinu. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.