Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1989, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1989, Blaðsíða 11
SLAUM A DYRTIÐINA Berber lykkjuteppi í þrem litum, ijósgrá, grá og beige, meðan birgðir endast á aðeins Euro Visa raðgreiðslur: Engin útborgun 1. afborgun í janúar 1990 Útsölustaður í Keflavík: Járn og skip Dæmi um verð: (miðað við staðgreiðslu) 10 m2 kr. 5.950,- 30 m2 kr. 17.850 20 m2 kr. ^.1.900,- 40 m2 kr. 23.800 BYGGINGAMARKAÐUR VESTURBÆJAR Hringbraut 120, sími 28600. Teppadeild s. 28605 VINNINGAR FJÖLDI | VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1. 5af 5 I 2 1.267.909 2. oSítlf 62.841 3. 4af5 192 3.952 4. 3af 5 5.565 318 Heildarvinningsupphæð þessa viku: 5.504.159 kr. UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI 681511 - LUKKULÍNA 991002 ''Í>kÍÐJUDAGUR 14. MvEiíllíÍER Í989. Utlönd 11. nóv. 89 Vinningstöiur laugardaginn Það er ekki laust við að menn svimi við heimsókn í Skakka turninn í Pisa. En nú eiga menn einnig á hættu að fá marmaramola í hausinn. Það þykir ekki lengur vera spurning um hvort Skakki turninn í Pisa falli heldur hvenær. Og ef marka má þann orðróm sem gengur um leyni- legar skýrslur sérfræðinga er ástandið slæmt. Ýmislegt hefur þó lekið úr skýrsl- unum og ítölsk dagblað keppast við að birta það sem í þeim stendur. Meðal annars er getið um hættulegar sprungur og þeir milljón ferðamenn, sem á hverju ári ganga upp og niður þrepin 293 í turninum, eiga ekki bara á hættu að fá svima heldur einnig hnullung úr turninum í hausinn. Alveg óháð því hvort turninn heldur áfram að halla meir og meir telja sérfræðingarnir að hættulegt sé að heimsækja hinn 55 metra turn og þess vegna eigi að loka honum. . Borgarstjórinn reiður Þessar upplýsingar hafa reitt borg- arstjórann í Pisa til reiði. Hann biður hina háu herra í Róm að skipta sér ekki af hans umdæmi. Þykir honum sem gengið hafi verið fram hjá hon- um þar sem hann var ekki valinn sem formaður rannsóknarnefndar- innar. Það má ekki gleyma því að mikið er í húfi, 15 milljarðar líra á ári eða kringum 700 milljónir íslenskra króna. Það er það sem ferðamenn eyða í Pisa á hverju ári. Tekjurnar af ferðamönnum myndu náttúrlega snarminnka ef turninum yrði lokað eða svæðinu kringum hann vegna fallhættu. Turninn er í rauninni klukkuturn en klukkurnar sjö, sem samanlagt vega 3,5 tonn, eru þagnaðar. Ef þær af einhverjum ástæðum færu að sveiflast gæti það haft afdrifaríkar afleiðingar. Að ekki sé minnst á jarð- skjálfta. íbúarnir áhyggjuiausir Pisabúar sjálfir virðast ekki hafa miklar áhyggjur. Margir þeirra eru með tjöld við turninn þar sem þeir selja allskyns minjagripi en auðvitað mest af litlum skökkum turnum úr plasti, tré, málmi og jafnvel marm- ara. Sumir þeirra hafa ekki heyrt minnst á að tuminn geti farið að falla og eru jafnvel þeirrar skoðunar að hann eigi eftir að standa í tvö hundr- uð ár til viðbótar. Smíði turnsins hófst 1173 og þegar komið var að fjórðu hæðinni fór turninn að halla en þá í norður að dómkirkjunni. Var vinnan viö turn- inn þá lögð niður og ekki var hafist handa fyrr en eftir sextíu ár þegar turninn haföi rést svo mikið af að það var talið óhætt. Þegar búið var að reisa fjórar hæö- ir til viðbótar fór turninn aftur að halla en í þetta skipti í suður. Til þess að reyna að rétta turninn af var hæðin með klukkunum byggð með þyngdarpunktinn norðan megin. En það gagnaði ekki. Turninn hefur haldið áfram að halla í suður. Stefnufastur arkitekt íbúarnir í Pisa eru bjartsýnir. „Hvað er það sem mæhr gegn því að turninn eigi ekki eftir að rétta sig af á ný og fari að halla í aðra átt, til dæmis í austur?“ spyrja þeir. Frá upphafi, þegar fyrsti steinninn var lagöur, var vitað að jarðvegurinn var óvenju gljúpur, alveg eins og velhngur. En arkitektinn, Bonano Pisano, hélt sinni stefnu. Menn hafa velt því fyrir sér hvort hann hafi ekki vitað hvað hann var að gera. Því ef turninn hefði ekki orðið skakk- ur hefði hann ekki varla komist á blað sögunnar. Núna hallár turninn sem sagt í suður. Ef hann fellur þá fellur hann yfir safn þar sem geymdir eru nokkr- ir hlutir úr eigu vísindamannsins Galíleí. Það var einmitt úr Skakka turninum sem Galíleí gerði nokkrar af tilraunum sínum. Margar tillögur hvaðanæva að úr heiminum hafa verið lagðar fram um hvernig stöðva megi fall Skakka turnsins í Pisa. Hafa tillögurnar ver- ið flokkaðar og eru nú geymdar á fyrmefnu safni. Fyrir árslok mun stjómin tilkynna til hvaða aðgerða verður gripið ef turninn hefur þá ekki þegar hrunið. Og nú eru menn þegar famir að velta því fyrir sér hvort Pisabúar muni reisa annan turn á sama stað og hvort hann verði beinn eða skakkur. DN Drögum úr hraða -ökum af skynsemi! yUMFERÐAR RÁÐ Bnmn- kukiastígvél Skakki turninn í Pisa í fallhættu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.