Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1989, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1989, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 14. NÓVEMBER 1989. Frjálst, óháö dagblaö Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÚNSSON Fréttastjóri: JONAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, SÍMI (1)27022- FAX: (1 )27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRjALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 1000 kr. Verð í lausasölu virka daga 95 kr. - Helgarblað 115 kr. >4cl vinna friðinn Opnun járntjaldsins í Þýzkalandi og Berlínarmúrsins eflir Vestur-Þýzkaland sem stórveldi meginlands Evr- ópu. Vesturþýzkra áhrifa mun nú gæta enn meira í Austur-Þýzkalandi, ekki bara sem segull ílóttamanna, heldur sem segull viðskipta og efnahagssamvinnu. Fyrir opnunina lágu flestir þræðir viðskipta austurs og vesturs í Evrópu um Vestur-Þýzkaland. Stjórnvöld þar hafa lengi stuðlað að auknu samstarfi við Austur- Evrópu. Það eru vesturþýzkir embættismenn, iðjuhöld- ar og kaupsýslumenn, sem þekkja þræðina í austri. Með opnun landamæra mun áhrifa Vestur-Þýzka- lands gæta enn frekar í austri. Frá Vestur-Þýzkalandi kemur mest fjárhagsaðstoð, mest áhættufé, mest verk- þekking í iðnaði og reynsla í kaupsýslu. Vestur-Þýzka- land er að verða þungamiðja hinnar opnuðu Evrópu. Ef kalda stríðinu er nú um það bil að ljúka, má segja, að eftirmála heimsstyrjaldarinnar síðari sé einnig að ljúka. Niðurstaða dæmisins er nokkuð önnur en hin herfræðilega. Hinir sigruðu standa efst á verðlauna- palh, en sigurvegararnir hafa vikið til hliðar. Heimsstyrjöldin varð Bretlandi og Frakklandi ofraun, þrátt fyrir sigurinn. Herkostnaðurinn var svo mikill, að Bretar náðu sér aldrei á strik sem stórveldi og gátu ekki sniðið sér stakk eftir vexti eftirstríðsáranna. Og þeir segja enn „haltu mér, slepptu mér“ við Evrópu. í fyrstu virtust hinir tveir sigurvegararnir geta notað sér vinninginn. Sovétríkin og Bandaríkin skiptu jörð- inni milli sín í áhrifasvæði og hafa áratugum saman háð kalt stríð um völd sín og áhrif. Þetta stríð hefur kostað heimsveldin tvö ógrynni fjár og annarra fórna. Meðan þessir voldugu sigurvegarar tefldu hina dýru skák, risu hinir sigruðu úr öskustónni. Japan og Vest- ur-Þýzkaland urðu smám saman efnahagsleg verzlunar- stórveldi og standa núna til jafns heimsveldunum tveim- ur að peningalegu afli þeirra hluta, sem gera þarf. Athyghsvert er, hvernig ógæfa hinna sigruðu snerist þeim í vh. Upp úr rústum stríðsins risu ný iðjuver, sem vegna tækniþróunar voru hagkvæmari í rekstri en gömlu fyrirstríðsverksmiðjurnar í löndum sigurvegar- anna, er ekki þurftu að þola eins miklar loftárásir. Kalda stríðinu er ef th vih að ljúka um þessar mund- ir. Sovétríkin játa sig sigruð í samkeppninni við Banda- ríkin. Hugmyndafræðin er hrunin til grunna. Afrakstur erfiðis almennings hggur í hergögnum, sem koma eng- um að gagni, en fólkið sjálft er slyppt og snautt. Nú keppast Sovétríkin og ríki Austur-Evrópu um að verða fyrst th að taka upp vestræna siði í verzlun og efnahag. Miðstýring er að víkja fyrir markaði, stjórn- lyndi er að víkja fyrir frjálshyggju. Sum ríkin í Austur- Evrópu eru komin hægra megin við miðstýrt ísland. Bandaríkjunum hefur reynzt þetta dýrkeyptur sigur. Það er nefnilega dýrt að þurfa að hafa áhrif um heim allan og þurfa að standa með hernaðarmætti undir for- ustuhlutverkinu. Þannig standa Bandaríkin sem lamað- ur sigurvegari að loknu hinu langvinna kalda stríði. Hrun Sovétríkjanna og lömun eða þreyta Bandaríkj- anna hefur gert fyrst Japan og síðan Vestur-Þýzkalandi kleift að skjótast í fremstu röð. Þetta eru forusturíki tveggja svæða efnahagsundurs síðustu áratuga, Suð- austur-Asíu annars vegar og Vestur-Evrópu hins vegar. Heitt stríð og eftirmál þess í köldu stríði fer ekki aht- af eins og menn halda, að það hafi farið. Kaldhæðin mannkynssaga segir, að erfiðast sé að vinna friðinn. Jónas Kristjánsson Skipasmíðar Skipasmíðar okkar íslendinga stefna í gjaldþrot. Fastgengisstefna sú, sem ríkisstjóm Þorsteins Páls- sonar framfylgdi, hefur leikið þessa iðngrein grátt, sem og allar at- vinnugreinar er eiga í samkeppni við erlend fyrirtæki. í skipasmíða- iðnaðinum hefur safnast saman dýrmæt verkþekking sem nú er hætt við að fari forgörðum. EFTA-aðildin og skyldur henni samfara Aöild íslands að fríverslunar- samtökunum EFTA fylgja þær skyldur að aðildarríkin ryðji úr vegi hvers konar höftum í viðskipt- um þeirra í millum. Hömlur á inn- flutning skipa eru því ólöglegar sem og hvers konar ríkisstyrkir. Þrátt fyrir þær samningsskyldur fylgja flest EFTA-ríkin vissri þjóð- ernisstefnu og freista þess á mis- munandi dulbúinn hátt að loka er- lenda vöru úti og styrkja innlenda framleiðendur erlendum til óþurft- ar. íslendingar hafa þó líklega verið hvað bláeygastir EFTA-þjóðanna í þessu efni. Þannig hefur t.d. norska stjómin veitt norskum skipasmíða- stöðvum mikla ríkisstyrki. Vitaskuld ber okkur íslendingum ekki að láta leiðast út í þá freistingu að rjúfa EFTA-samninginn sem við höfum undirgengist. En viö eigum auðvitað að gera allt sem í okkar valdi stendur til að styðja við bakið á íslenskum fyrirtækjum sem eiga í samkeppni við erlend. Það höfum við þó einmitt ekki gert, svo sem dæmin sanna. Þess vegna er nánast allur íslenskur útflutningsiðnaður á gjaldþrotabarmi. Þátttaka í fríverslunarsamtökum hefur að meginforsendu að gengi gjaldmiðla aðildarríkjanna sé rétt skráð. Raunar er það glapræði að taka þátt í slíkum samtökum ef þessa er ekki gætt. Fastgengis- stefna sú, sem fylgt var af fyrri rík- isstjóm Þorsteins Pálssonar og raunar einnig í fyrstu af núverandi stjóm, hefur haft að engu þessi sannindi og afleiöingamar hafa ekki látið á sér standa. Öll lands- byggðin, þar sem flest útflutnings- fyrirtækin starfs, hangir á horrim, og gjaldþrot heilla landshluta blas- ir við. Tilraun til leiðréttingar Júlíus Sólnes - verkfræðiprófess- or og nýbakaður ráðherra - hefur lagt til aö hinir opinberu lánasjóðir geri að skilyrði fyrir lánveitingum að smíðin fari fram innanlands. Þannig yrði ýtt undir að útvegs- menn eigi viðskipti við innlendar skipasmíðastöðvar fremur en er- lendar, þótt innlendu tilboðin væm eitthvað hærri. Ekki verður annaö séð en að slíkar aðgerðir séu sam- rýmanlegar skyldum okkar sam- kvæmt EFTA-samningnum. Hér er ekki um ríkisstyrki eða neina úti- lokun erlendu stöðvanna að ræða. Tillaga ráðherrans er tilraun til aö taka upp hanskann fyrir iðn- grein sem stendur höllum fæti. Til- lögu hans hefur þó Kristján Ragn- arsson, framkvæmdastjóri Lands- sambands íslenskra útvegsmanna, tekið óstinnt upp. Rök hans eru þau að sjávarútvegurinn eigi rétt á því að geta keypt skip sín og önnur aðföng þar sem þau eru ódýrast á hverjum tíma, jafnvel þótt um sé að ræða ríkisstyrktar erlendar skipasmíðastöðvar. Undir þá skoð- un tók iðnaðarráðherra, Jón Sig- urðsson, á Alþingi á mánudag sl. og kvað „öll rök og skynsemi" mæla með því að við þæðum hin niðurgreiddu skip erlendu stöðv- anna. Ódýr aðföng efla ekki sjávarútveginn Rök LÍÚ standast ekki ef grannt er skoðað. Aðalvandi sjávarútvegs- ins er offjárfesting. Skipastóllinn stækkar ár frá ári þótt fiskstofnar minnki. Færri og færri fiskar eru KjáUaiinn Sigurður Gizurarson bæjarfógeti á Akranesi veiddir með fleiri og dýrari skipum. Útvegsmenn með skuldabagga á herðum vilja eðlilega veiða sem mest til að borga niður lán sín. Þrýstingurinn á stjómarvöld að leyfa meiri veiði eykst því að sama skapi. Þannig er stofnað í hættu ekki aðeins sjávarútveginum sjálf- um sem atvinnugrein, heldur og fjöreggi þjóðarinnar sem er fisk- stofnamir í kringum landið. Menn geta kallaö þetta þversögn, en það er kjarni málsins. Norski banabitinn Það vantar nægilegan hemil á fjárfestingar í íslenskum sjávarút- vegi. í frjálsu hagkerfi stöðvar það fyrst og fremst framkvæmdaglaða athafnamenn að vara eða lán til kaupa á henni séu dýrari en svo að þeir telji sig hafa efni á. Þau era rök auðlindaskatts á sjávarútveg- inn. Honum er ætlað að draga úr þenslu þeirri sem gerir útgerðina sífellt dýrari mælt í erlendum gjaldeyri og þjóðinni óhagkvæm- ari. Að þessu athuguðu er það ofur- skiljanlegt að ómældir styrkir norska ríkisins við sjávarútveg, sem sóttir era í olíuauðinn hafa ekki eflt þessa atvinnugrein þar í landi, heldur eru orðnir hennar banabiti. Þeir hafa stuðlað að enn frekari sókn í takmarkaða auðlind sem ekki þolir álagið. Afleiðingin er eins og við var að búast: Algert hrun í norskum fiskveiðum og landauðn í Norður-Noregi. Auðlindaskattur í þágu skipasmíða? Sjóðakraðakið er tímaskekkja sé það ekki notað út í æsar til að þjóna þjóðarhagsmunum. Ef Fiskveiða- sjóður og Byggðasjóður yrðu skyld- aðir til að lána einungis til skipa- smíða og viðgerða á skipum með því skilyrði að féð sé notaö innan- lands þýddi það vissulega að líkind- um dýrari skip og viðgerðir fyrir íslenskan sjávarútveg - í íslensk- um krónum talið. Það mundi verka sem óbeinn auðlindaskattur á at- vinnugreinina. En það er einmitt það sem íslenskur sjávarútvegur hefur þörf fyrir. Hemil þarf að fella á hinar miklu fjárfestingar. Stíga þarf í raun miklu fastar á hemlana til að draga úr braðhnu. Gengi íslensku krónunnar hefur verið og er skráð með hliðsjón af hagsmunum sjávarútvegsins. Þótt tilkostnaður útgerðarinnar verði meiri sakir innbyggðs hvata í kerf- ið til innlendrar skipasmíði, fær hún það von bráðar endurgoldið með gengissigi krónunnar. Sú verðhækkun á erlendum gjaldeyri, sem af því leiðir, veitir svo aftur innlendum skipasmíðaiðnaði bætta samkeppnisstöðu gagnvart útlendingum - sem og raunar öll- um íslenskum útflutningsiðnaði. Sníðum hagkerfið í þágu iðnþróunar Tillaga hagstofuráðherra er til þjóðþrifa. Bæði sjávarútvegurinn og íslenska þjóðin nytu þess í meiri hagsæld. Mikilvægri atvinnugrein, skipasmíðunum, yrði vonandi bjargað frá því að verða fórnað á altari skammsýninnar. En tillaga ráöherrans er aðeins eitt skref af mörgum sem nauðsyn- legt er að stíga til að komast út úr þeirri stöðnun sem íslenskir at- vinnuvegir hafa ratað í. Við höfum sniðiö skólakerfi okkar miðað við þarfir háþróaðs iðnaðarþjóðfélags. Ef við ætlum ekki að halda kom- andi kynslóðum í úlfakreppu fá- tæktar, þar sem þekkingin týnist niður um leið og komið er frá próf- borðinu, verðum við að sníða at- vinnuþróunina á þann veg að hin lærða skólaæska okkar fái atvinnu viö hæfi. Þaö verður ekki gert nema með opnu hagkerfi, þar sem öllum kröftum er þó beint að upp- byggingu iðnaðar og hætt er að láta gengisskráningu og alla aðra skipulagningu hagkerfisins snúast um bröndumar sem æ fleiri, stærri og fullkomnari skip slást um úti fyrir ströndum landsins. Sigurður Gizurarson „Öll landsbyggðin, þar sem flest út- flutningsfyrirtækin starfa, hangir á horrim og gjaldþrot heilla landshluta blasir við.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.