Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1989, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1989, Blaðsíða 25
ÞRIÐJUDAGUR 14. NÓVEMBER 1989. 25 Lífsstíll Nefnd, sem skipuö var af forsætis- ráðherra og fjalla skyldi um blýlaust bensín, hefur nú skilað áliti. Nefndin leggur til að á íslandi verði settar reglur um mengunarmörk í út- blæstri ökutækja í samræmi við svo- kallaðar ECE-reglur sem gilda víða í Evrópu. Þessar tillögur ganga gegn reglu- gerð Hollustuverndar ríkisins sem gefin var út í sumar en þar er miðað við baódaríska staðla. Téð reglugerð á að taka gildi um áramót. Nefndin telur að umrædd reglu- gerð Hollustuverndar sé ekki nógu nákvæm, viðmiðanir um mengunar- mörk séu of strangar og nær ógerlegt að framfylgja þeim, auk þess sem kostnaður verði óhóflega mikill. Þannig myndi verð bifreiða hækka um 75-100 þúsund krónur á bíl ef fylgt yrði eftir kröfum um hreinsi- búnað, (katalysator) í allar bifreiðar eins og reglugerðin gerir. Auk þess er bent á að ákvæði reglugerðarinnar stangist á við alþjóða viðskiptasamn- inga sem ísland er aðili að. Orðrétt segir í állti nefndarinnar: „Mörk þau sem hér eru sett eru þau sömu og sett voru í USA árið 1973 og í Svíþjóð árið 1976. Þessi mörk giltu nær ein- göngu í þessum löndum og voru þannig að nauðsynlegt var að gera ýmsar breytingar á vélum sem nota átti í þessum löndum. Af þeirri ástæðu er ljóst að á íslandi eru mjög fáir bílar af eldri árgerðum, t.d. frá 1986 og eldri, sem uppfyllt geta þessar kröfur. Við setningu þessara reglna í USA og Svíþjóð voru þær ekki afturvirkar eins og gert er ráð fyrir á íslandi, enda tæknilega ekki hægt að gera þær breytingar sem gera þar. Hér er því um óraunhæfa kröfu að ræða sem ekki er hægt að uppfylla.“ - lagt til að miðað verði við evrópsk mörk Nefndin álítur að fella beri úr gildi viðmiðunarmörk sem sett eru i reglugerð Hollustuverndar ríkisins um útblást- ur bifreiða. Kröfur reglugerðarinnar eru taldar óraunhæfar og nær ógerlegt að fylgja þeim eftir. Nefndin gerir að tfilögu sinni að téð mörk verði felld út úr reglugerð Holl- ustuverndar og ný ákvæði verði sett í reglugerð um gerð og búnað öku- tækja sem í undirbúningi er í dóms- málaráðuneytinu. Sú reglugerð á að koma út fyrir áramót og þar er gert ráð fyrir að kröfurnar verði ekki eins strangar og í reglugerð Hollustu- verndar. Eins og fram hefur komið hér í DV var reglugerðin ekki send ýmsum fagaðilum tfi umsagnar fyrir útgáfu. Hvorki Félag íslenskra bifreiðaeig- enda, Bílgreinasambandið né dóms- málaráðuneytið var haft með í ráð- um. Um þetta segir í áliti nefndarinn- ar: „.. .verður ekki annað séð en að nauðsynlegt hefði verið að leita nán- ari umsagnar ýmissa sérfróðra aðila landsins og leggur áherslu á að inn- flytjendum bíla beri skylda til að upplýsa bifreiðaeigendur ítarlega ■» um notkunarmöguleika blýlauss bensíns fyrir einstakar bílategundir og gerðir. Mengun verði mæld Nefndin leggur tfi að komið verði á fót einum mælingastað tfi þess að mæla loftmengun í Reykjavík. Áætl- aður kostnaður árlega við rekstur þess búnaðar er talinn 7,2 milljónir króna. Stofnverð búnaðar tfi loft- mengunarmælinga er talið 8,4 millj- ónir. Nefndina skipuðu: Sólveig Péturs- - dóttir, formaður, Margrét Frímanns- dóttir, Jónas Bjamason, Bjami Snæ- bjöm Jónsson og Jón Bragi Bjama- son. -Pá um reglugerðina áður en hún var gefin út“. Blýlaust bensín Nefndin telur ekki ástæðu tfi þess að gerðar verði frekári ráðstafanir tfi þess að auka sölu blýlauss bensíns að svo komnu máli enda hefur magn blýs í hefidarmagni bensíns, sem notað er hér á landi, minnkað stór- lega. Sala á blýlausu bensíni er að nálgast helming af heildarsölu hér- lendis sem er með því hæsta sem þekkist í Vestur-Evrópu. Jafnframt hefur blýinnihald í því blýbensíni, sem hér er selt, lækkað úr 0,4 g í lítra í 0,15 g í lítra á síðustu 4 árum. Nefndin telur nauðsynlegt að setja staðla yfir bensín sem flutt er til Neytendur Síld er sæt í munni Sigmar B. Hauksson, umsjónarmaður Matarlistar, ásamt meistarakokknum Werner Vögeli. Að undanfömu hafa sjónvarpsá- horfendur átt þess kost að fylgjast með handbrögðum meistarakokks- ins Werners Vögeli í meðferð og matreiðslu síldar. Wemer er yfir- kokkur í Óperukjallaranum í Stokk- hólmi og konunglegur hirðmat- sveinn sænska konungsins. Þættir hans og Sigmars B. Haukssonar hafa verið á dagskrá á fimmtudögum og verður sá síðasti 16. nóvember. Steikt saltsíld með lauksósu og kartöflum 4 stórar saltsfidar eða 8 flök 2 meðalstórir laukar 60 g smjör 2 dl kaffirjómi Nokkur korn af svartpipar og smjör tfi að steikja flökin í. Fyrir raspið skal nota: hveiti, 1 egg og brauð- mylsnu. Snyrtið síldina og flakið hana. Gætið þess vel að fjarlægja beinin og rífið af henni rQðið. Látið flökin liggja í vatni í ca 12 tíma. Takiö flökin og þurrkið af þeim með eldhúspappír. Veltið flökunum upp úr hveiti, dýf- ið þeim síðan í eggjahræru og veltið þeim í brauðmylsnu. Þrýstið mylsn- unni í þannig að flökin verði snerti- þurr. Saxið laukinn vel og steikið hann gifibrúnan við lágan hita í potti eða á pönnu. Látið rjómann út í og sjóðið í tvær mínútur. Bætið við nokkrum kom- um af svörtum pipar. Steikið síldarflökin gulbrún á báð- um hliðum á meðan lauksósan mall- ar. Berið sfidina fram í sósunni ásamt kartöflunum sem gjarnan mega vera óflysjaðar. Hafa skal í huga að mikilvægt er að síldin hafi legið hæfilega lengi í vatni. Bragðið því á síldinni meðan hún er í vatninu. Laukinn á að steikja vel og lengi í smjöri við lágan hita. Ljúffengt lauk- bragð verður þá af sósunni. í stað kaffirjóma má nota mjólk og setja þá 1 teskeið af hveiti í laukinn þegar hann er fullsteiktur. Gott er að setja örlítinn rjóma að lokum í sósuna. Þægilegra er að kaupa flökin tfibú- in en að flaka síldina sjálfur. Glermeistarasíld 2 saltsíldar, ca 700 g 5 dl Vatn 11 cl af sterku ediki 1 dl strásykur Vi laukur, niðursneiddur Nokkrar blaðlaukssneiðar Nokkrar gulrótarsneiðar Svolítfi piparrót í lengjum 5 negulnaglar 2 lítil lárviðarlauf 1 matsk. pipar Setjið allt nema sfidina í pott. Látið suðuna koma upp og sjóðið við væg- an hita í um það bfi 5 mínútur. Látið löginn kólna. Snyrtið síldina vel og flakið hana. Fjarlægið uggana en skiljið roðið og hryggbeinið eftir. Skerið síldina í 2 mm sneiðar og látið þær liggja í vatn- 1 í 12 tíma. Leggið sneiðarnar í glerkrukku eftir að hafa látið renna vel af þeim. Hellið leginum í og látið sfidina standa í kæliskáp í tvo daga. Framreiðið með söxuðu dilli og stein- selju. Niðurlögð síld 2 stór saltsíldarflök, vel snyrt og roðflett sem legið hafa í vatni í 10-12 tíma 2,5 dl vatn 6 cl af stérku ediki 90 g strásykur Smávegis af grænum blaðlauk í 1 cm sneiðum Hálfur laukur, niðursneiddur Nokkrar gulrótarsneiðar 1 matsk. af möluðum pipar 1 lárviðarlauf Til skreytingar: sneiddur rauðlauk- ur, niðurskorið dill og malaður pipar Blandið löginn. Látið síðan renna vel af flökunum en þau eiga að Uggja í leginum í a.m.k. einn sólarhring. Skerið flökin í 1 cm sneiðar við framreiðslu. Skreytið með rauð- laukssneiðum en hugsanlega einnig með muldum heilpipar og örlitlu dilli. Sfidin er einna best eftir að hafa verið í leginum í 2-7 daga. Hún geym- ist þó vel í 3 vikur í kæliskáp en eft- ir það er betra að gera nýjan lög. Sé tfi rauðrófusoð má setja nokkra dropa af því í löginn svo að hann fái fallegan rauðan lit. Síld í álpappír 4 stórar saltsfldar eða 8 flök 2 meðalstórir laukar 80 g smjör álpappír Snyrtið síldina og flakið hana. Gætið þess að flarlægja bein og rífið roðið af. Látið flökin liggja í vatni í 12 tíma. Skerið laukinn í tvennt og síðan í þunnar sneiðar. Steikið hann gul- brúnan við lágan hita á pönnu eða í lágum potti. Það er mikilvægt að laukurinn sé gegnsteiktur svo að hann verði ljúffengur á bragðið. Takið síldarflökin upp og þurrkið af þeim með eldhúspappír. Berið lint smjör á miðjan álpappír- inn. Leggið flökin á álpappírinn þannig að þau skarist lítíllega og dreifið lauknum jafnt yfir. Lokið álpappírnum vandlega og leggið síldina á heita ofnplötu. Hún á síðan að vera í 10-12 mínútur í 250 stiga heitum ofninum. Látið álböggulinn á bakka eða bretti og opnið hann. Berið fram með soðnum kartöflum eða kartöflu- stöppu. Nota má smjörpappír í stað álpapp- írs en það er þó tæplega eins hentugt og þægilegt. Setja má tvö flök í böggul sém væri hæfilegur skammtur handa einum. Setjið bögglana á stóra pönnu með heitri jurtaolíu og ausið yfir þá. Við það þenst loftið hratt út í bögglunum sem verða líkt og hraðsuðupottar. Hitunin tekur ekki meira en 5 minút- ur. Sjálfsagt er að setja rjóma í laukinn og nota blaðlauk í stað venjulegs lauks. -Pá endurreist Leigjendasamtökin, sem fyrir nefnd og Neytendasamtökin og nokkrum árum störfuðu af nokkr- verið sæmilega tekið,“ sagði Jón i um krafti, voru formlega endur- samtali við DV. reist í sumar. Jón Kjartansson frá Þeir sem hug hafa á að ná sam- Pálmholti er sem fyrr fonnaður bandi við Leigjendasamtökin geta samtakanna. hringt í Jón Kjartansson frá Pálm- „Við höfum verið aö i-e>ma að holti í sima 77815 fyrir hádegi. tryggja samtökunum flárhags- Reynir Ingibjartsson fram- grundvöll til að geta starfað. Okkur kvæmdastjóri Búseta er gjaldkeri; vantar peninga til þess að geta rek- samtakanna. Síminn á ski'ifstofu ið skrifstofu. í því skyni höfum viö Búseta er 25788. rætt við ráðherra, flárveitinga- -Pá

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.