Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1989, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1989, Blaðsíða 28
28 •3ií } ;im«VO/ ;[| ÞRIÐJUDAGUR 14. NÓVEMBER 1989. Tarðaifarir Ágústa Jónsdóttir lést 1. nóvember sl. Hún var fædd 11. maí 1906, dóttir hjónanna Jóns Guðmundssonar og Ingibjargar Jónsdóttur. Árið 1927 giftist hún Einari Guðbjartssyni, en hann fórst með es. Brúarfossi þá um sumarið. Síðan bjó hún með Karli Rósenkjær, í Vestmannaeyjum, en hann lést árið 1939. Eftirlifandi eigin- maður hennar er Skarphéðinn Helgason. Útfor Ágústu verður gerð frá Hafnarfjarðarkirkju í dag kl. 13.30. Andlát Júlíus Bjarnason, Akurey, Vestur- Landeyjum, andaðist í Sjúkrahúsi Suðurlands að kvöldi 10. nóvember. Ármann Friðriksson útgerðarmaður lést á heimih sínu 11. nóvember. Vilmundur Stefánsson frá Akri, Grindavík, lést á Hrafnistu, Reykja- vík, laugardaginn 11. nóvember. Margrét Þórðardóttir, áður til heim- ilis í Keldulandi 17, andaðist í Borg- arspítalanum laugardaginn 11. nóv- ember. Yngvi KriStinn Jónsson, Borgarholti, Ásahreppi, Rangárvallasýslu, lést í sjúkrahúsi Suðurlands 12. nóvemb- er. Þórleif Sigurðardóttir, Grýtubakka 18, Reykjavík, andaðist í Vífússtaða- spítala laugardaginn 11. þ.m. Metúsalem Stefánsson, Hvassaleiti 58, andaðist á heimili sínu mánudag- inn 13. nóvember. Einar Baldvin Bessason lést í Landspítalanum 11. nóvember. Emmy Hansson andaðist aðfaranótt 11. nóvember í Landakotsspítala. Ásgeira Kr. Möller, áður til heimilis á Ingólfsstræti 10, lést að kvöldi 12. nóvember sl. í Sjúkrahúsi Suður- lands. Björg Björnsdóttir, Ytra-Hóli, Aust- ur-Húnavatnssýslu, andaðist að morgni laugardagsins 11. nóvember. Magnús Hrafn Magnússon, Stórholti 13, Isafirði, lést af slysfórum 12. nóv- ember. Guðmundina Dýrleif Hermannsdótt- ir lést 7. nóvember. Hún fæddist 2. febrúar 1918 í Reykjavík, dóttir Sig- urbjargar Þorsteinsdóttur og Her- manns Hermannssonar. Eftirlifandi eiginmaður hennar er Jóhannes Bergsteinsson. Þau hjónin eignuðust fjórar dætur. Útför Guðmundínu verður gerð frá Bústaðakirkju í dag kl. 13.30. Guðni Sævaldur Jónsson, Fögrukinn 26, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði mið- vikudaginn 15. nóvember kl. 13.30. Guðbjartur Hólm Guðbjartsson, Króki, Kjalamesi, verður jarðsung- inn frá Brautarholtskirkju á Kjalar- nesi miðvikudaginn 15. nóvember kl. 14. Arnór Jóhannes Halldórsson, Hvassaleiti 1, Reykjavík, sem lést þann 4. nóvember sl., verður jarð- sunginn frá Hallgrímskirkju mið- vikudaginn 15. nóvember nk. kl. 15. Tilkyrmingar Kvenfélag Kópavogs Spilað verður í kvöld í félagsheimili Kópavogs. Byrjað verður að spila kl. 20.30. Starfsmannafélagið Sókn og verkakvennafélagið Fram- sókn halda fjórða og síðasta spilakvöldið funmtudaginn 16. nóvember kl. 20.30 í Sóknarsalnum, Skipholti 50 a. Haustfagnaður félags eldri borgara verður haldinn 17. nóvember nk. í veit- ingahúsinu Glæsibæ. Miðapantanir á skrifstofu félagsins í síma 28812. Haldinn verður basar og happdrætti sunnudaginn 10. desember í Goðheimum, Sigtúni 3. Munum er hægt að koma á skrifstofu félagsins. Málþing um líknardauða verður haldið 16. nóvember kl. 15.30-18 í húsi BSRB að Grettisgötu 89, efstu hæð. Fundarstjóri Amór Hannibalsson sál- fræðingur. Framsöguerindi: Páll Ás- mundsson læknir, Ólafur Þ. Jónsson læknir, Lilja Þormar hjúkrunarfræðing- ur, sr. Sigfmmu' Þorleifsson og Vilhjálm- ur Ámason heimspekingur. Umræður. Þjónustumiðstöð aldraðra Vesturgötu 7 Léttar leikfimisæfmgar á þriðjudögum kl. 10.45, fijálst spil kl. 13.30. Eftirmið- dagsskemmtun á miðvikudögum kl. 13.30. Skúli Halldórsson tónskáld situr við píanóið, tískusýning og fl. Sjónvarpið mætir á staðinn. Kaffi á sínum stað. Mætið vel og stundvíslega. Fundir Tónleikar String Trio of New York í kvöld, þriðjudagskvöld, heldur nýstofn- að félag áhugafólks um vandaða djass- og nútimatónlist, Betri tónlist í Reykja- vik, tónleika í Norræna húsinu með bandaríska djasstríóinu String Trio of New York. Tónleikamir njóta stuðnings Menningarstofnunar Bandarikjanna. ITC deildin Harpa heldur gestafund að Brautarholti 30 14. nóvember kl.,20. Allir velkomnir. Upplýs- ingar gefur Ágústa í s. 71673 og Guðrún í s. 72731. Félag einstæðra foreldra Aðalfundur og tvítugsafmæli félagsins verður haldið í fundarsal Norræna húss- ins 16. nóvember kl. 20.30. Dagskrá: 1. venjuleg aðalfundarstörf, 2. afmælis- dagskrá, ræðumenn Jódís Jónsdóttir og Margrét Margeirsdóttir. Svanhildur Sveinbjömsdóttir syngur nokkur lög við píanóundirleik. Mætið vel og stundvís- lega. JC Kópavogur Félagsfundur verður haldinn í dag, 14. nóvember, kl. 20.30 að Hamraborg 1, 3. hæð. Meðal efnis verður inntaka nýrra félaga. Gestur fundarins, Reynir Þor- grímsson senator. Allir velkomnir. Gódar veislur endavel! m jsÉiiiy Eftir einn -eiakineinn^a ir HÍV MÉ umferðar RÁÐ Menning Svindl og brask Þjóðleikhúsið sýnir: LÍTIÐ FJÖLSKYLDUFYRIRTÆKI Höfundur: Alan Ayckbourn. Þýöing/staðfærsla: Árni Ibsen. Tónlist/áhrifshljóð: Hilmar Örn Hilmarsson. Leikmynd: Karl Aspelund. Búningar: Rósberg R. Snædal. Lýsing: Páll Ragnarsson. Leikstjórn: Andrés Sigurvinssson. Ekki vantar það að Alan Ayckboum er fimaafkasta- mikill höfundur og margrómaður í sínu heimalandi, Bretlandi. Hann hefur á síðustu 30 áram skrifað fjölda leikrita (það fertugasta mun vera í burðarliðnum um þessar mundir) og ekkert bendir til annars en hann muni halda áfram að framleiða eitt til tvö leikrit á ári, hér eftir sem hingað til. Fyrir tveimur árum sýndi Leikfélag Reykjavíkur, Óánægjukórinn, eftir hann og tæpum tíu árum áður, Rúmrusk, sem gerði það gott á þeim tíma. Skrýtinn fugl, ég sjálfur, var sýnt á Akureyri, 1979 og eru þá upptalin þau verk Ayckbourns, sem sést hafa á sviði hér á landi. Ayckboum er leikhúsmaður fram í fingurgóma, leik- ari, leikstjóri og leikhússtjóri og öllum hnútum kunn- ugur. Hann fer létt með að koma áhorfendum á óvart með snjöllum leikfléttum og hvers konar spih með tíma og rúm. Þetta er reyndar ekki orðið neitt sérein- kenni á verkum hans. Aðrir höfundar semja á svipuð- um nótum en gengur misvel að hemja slíkar æfingar með form, sem stundum vilja verða á kostnað inni- haldsins. í leikskrárgrein eftir þýðanda Litla fjölskyldufyrir- tækisins, Árna Ibsen, er haft eftir Ayckbourn: „Við verðum að finna þægilega leið til að segja óþægilegan sannleika“. Ég er ekkert viss um að ég skrifi undir þessi orð sem bera vott um fremur htið áht á leikhúsgestum. En víst er um það aö undir gamansömu yfirborði Fjölskyl- dufyrirtækisins er sögð heldur óhrjáleg saga um svik og brask þar sem ættingjar og samstarfsmenn taka sig saman um að hlunnfara sína nánustu og mjólka pen- inga út úr fyrirtækinu, til þess að viðhalda óhófi í eig- in lífsstíl. En aht er þetta auðvitað í mesta gríni. Borgar Jónsson framkvæmdastjóri er að taka við starfi í húsgagnaverksmiðju tengdafoður síns, þar sem allir „toppamir" em ýmist skyldir honum eða tengd- ir. Hann kemst fljótt að raun um að ekki eru alhr jafn- strangheiðarlegir og hann sjálfur og lendir í óvæntum hremmingum, þegar hann ætlar að fara að fletta ofan af svindhnu. Við þetta bætast vandamál heima fyrir og öh þessi saga speglar síðan ríkjandi siðferði og ghd- ismat þjóðfélagsins. Ami Ibsen hefur vahð þá leið að staðfæra ýmislegt í leikritinu og herma bæði þýðingu og atburði upp á íslenskar aðstæður. Þetta er ágætt markmið í sjálfu sér en hefði mátt ganga ennþá lengra til að gera verk- ið fyndnara og ádehuna beinskeyttari. Sýningin fer vel af stað með drephlæghegu og vel skrifuðu upphafsatriði sem skhaði sér vel í meðfórum hópsins. En þrátt fyrir ágæta frammistöðu einstakra leikara, svo sem Arnars Jónssonar, sem fer á kostum í aðalhlutverkinu, daprast sýningin í seinni hlutanum og dettur í parta. Þar er bæði um að kenna leikritinu sjálfu og eins uppsetningunni sem slíkri. Stelsýki og eiturlytjavandamál, sem afskipt og von- svikin yngri dóttir Borgars stríðir við, verða utangátta og ná ekki þeim tengslum við aöra þætti verksins sem þau eiga að hafa. Það er síðan magnað mjög upp í loka- atriðinu hvað hún er djúpt sokkin án þess að foreldrar hennar megi vera að því að sinna henni. Þar verður óþörf ofuráhersla þegar betur hefði farið á því að láta áhorfendur um að draga sínar eigin ályktanir af því sem á undan var gengið. Leiklist Auður Eydal Leiksthl Gísla Rúnars Jónssonar átti ekki heldur vel heima í þessari uppsetningu. Einkaspæjarinn Krist- mann Meldal var eins og khpptur út úr þáttunum um Hehsubæhð í Gervahverfi, en vantaði gjörsamlega þann háska, sem persónunni á að fylgja. Hann á að vera hlæghegur og hættulegur í senn en ekki hrein- ræktað skrípi. Gísh vann þó persónuna alveg út í gegn á þessum nótum, en var sem sagt úr aht annarri átt. Karl Aspelund, höfundur leikmyndar, velur þá leið að setja upp eina leikmynd, eitt staðlað heimih, en það nýtisf sem fjögur, þar sem leikurinn fer fram á heimil- um hinna ýmsu fjölskyldumeðhma. Leikmyndin er nokkuð flókin, sýnir stofu, eldhús, svefnherbergi o.s.frv. og stundum fer sögum fram á fleiri stöðum en einum í senn. Með því að leysa máhð með einni leikmynd verða skiptingar hraðari en eha. En hrærigrauturinn, sem á að sýna steingeldan smekk (smekkleysu) húsráðenda fannst mér fuh mikih. Lýsing, sem Páh Ragnarsson hannaði fékk þar litlu um breytt. Búningarir em líflegir og gerðir af miklu hugmynd- flugi. Höfundur þeirra er Rósberg R. Snædal. Tónhst og áhrifshljóð Hhmars Arnar Hhmarsssonar mynduðu góðan bakgrunn, án þess að trana sér fram. Eins og fyrr segir stóðu margir leikendanna sig óað- fmnanlega, þannig að ekki var við þá að sakast, þó að slaknaði á framvindunni, þegar á leið. Fremur er það leikritið sjálft, og leikstjómin, sem vísaði í of margar áttir í senn. Andrés Sigurvinsson skipar í hlutverkin reyndum leikurum í bland við nýgræðinga. Þau Helga Braga Jónsdóttir, Ólafur Guðmundsson bæði af yngstu kyn- slóð leikara em fremur hikandi í hlutverkum sínum og Sólveig Amarsdóttir sömuleiðis. Lilja Þórisdóttir og Jóhann Sigurðarson túlka þokka- hjúin Önnu Lísu og Berg með ágætum og Anna Krist- ín Amgrímsdóttir er dæmigerð húsmóðir, sem búin er að missa tökin á lífi sínu. Bjöm Karlsson leikur eiginmann hennar, sem flúinn er inn í eldhús og ætlar að nota iha fengið sparifé th þess að kaupa sér veitinga- hús á Mahorca. Siguröur Siguijónssons er fremur fámáll í hlutverk- um ítölsku bræðranna fimm, en vinnur ágætlega úr þeim á sinn hátt. Margrét Guðmundsdóttir og Róbert Amfinnsson voru stólpagóð sem þau Hulda ívars- dóttir og Karl Loftsson, ættfaðirinn sjálfur. Lhja Guðrún Þorvaldsdóttir leikur Valgerði (Lillu), konu Borgars af öryggi, og nær að spinna saman glettni og alvöm. Hún spilar létt á móti Arnari Jónssyni, en hlutverk Borgars er þungamiðjan í leikritinu. Amar vinnur vel úr persónunni. Borgar telur sig vera hrein- skiptinn og heiðarlegan og er grátbroslega saklaus í upphafi. Hann þarf að temja sér annað sjónarhom og taka upp nýjan siðferðismælikvarða, þegar hann kemst í kast við fyrirmyndarfjölskylduna. Þetta verður honum erfitt, en í lokin standa góðar vonir th að hann sé orðinn jafnsphltur hinum. Það er þannig grátt gaman og grár mórah, sem er uppistaðan í leikritinu um htla fjölskyldufyrirtækið. Þetta er að mörgu leyti fimlega gert verk, en þegar upp er staðið er eins og höfundurinn hafi látið ytra form ráða ferðinni um of á kostnað inntaks. AE Athugasemd Vegna mistaka birtist leikdómur Auðar ekki í blað- inu í gær. Beðist er velvirðingar á þvi. Fjölirúðlar Þættir þeir um Jónas Jónsson frá Hriflu, sem veriö hafa á dagskrá tvær síðustu helgar, voru vel gerðír frá tæknilegu sjónarmiði séð. En :; söguskhningi handritshöfundar og flestra viðmælenda hans var mjög ábótavant. Jónas Jónsson var ekki maður hins nýja íslands, eins og margsagt var. Öðrunær.Hann varvarð- veislusinni, sem snerist öndverður við þéttbýlisþróun og eflingu út- gerðar og verslunar og kallaði okk- ur :borgarbúa ótíndan Grímsbý- lýð. Hann var fuhtrúi hnignandi at- vinnugreinar, liins gamla íslands. Þaökomekkiheldur skýrt fram í þessum þáttum, hvernig Jónas beítti ákæmvaldi sínu sem dóms- málaráöherra, til dæmis gegn Jó- hannesi Jóhannessyni bæjarfógeta og Magnúsi Guömundssyni, eftir- manni sínum f stöðu dómsmálaráö- herra. Þá láðist höfundi handrits að geta þess (og hefur eflaust ekki vitað það), aö tveir þingmenn Framsókn- arflokksins áttu frumkvæði að frægri heimsókn Helga Tómassonar geðlæknis til Jónasar í febrúar 1930, en Sjálfstæöisflokkurinn kom þar hvergi nærrí. Hermann Jónasson hafði lög að mæla, er hann sagði siöar víð Jón- asrÞúkannt að skrifa, enekkiað sljórna. Hannes Hólmsteinn Gissurarson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.