Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1989, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1989, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUK 14. NÓVEMBER 1989. Sviðsljós Ólyginn sagði . . . Don Johnson var mjög erfiður aðstandendum Miami Vice þegar lokaþættimir voru teknir upp. Ástæðan var að hluta sú að hann var í reykbind- indi og hafði allt á homum sér út af því. Allt virtist benda til að honum ætlaði að takast að hætta að reykja þegar honum bauðst hlutverk í kvikmyndinni The Hot Spot. Þar verður persónan, sem hann leikur, að reykja. Ekki vit- um við hvort Johnson hefur treyst sjáifum sér til að standast freistinguna eða hvort hann hef- ur gripið tækifærið feginshendi, allavega var hann ekki búinn að vinna nema nokkra daga við myndina þegar hann var farinn að reykja pakka á dag. DV-mynd BG Frank Sinatra hefur oft veriö orðaður við maf- íuna og hefur átt erfitt með að veija sig gagnvart skrifum um þau tengsl. Ekki bætti það fyrir honum þegar grínistinn Jackie Mason leysti frá skjóðunni fyrir stuttu um hvemig hann var að- varaður og laminn fyrir að gera grín að Sinatra. Mason segir að þegar hann var að skemmta í Las Vegas 1967 hafi hann gert grín að hjónabandi Sinatra og Miu Farrow. Sagði meðal annars aö þegar kvölda tæki færi Mia Farrow úr hjólaskautunum og setti þá inn í skáp við hliðina á stafnum hans Frank. Mason segir að fyrst hafi hann verið aðvarað- ur í síma, þegar hann tók ekki mark á þeim aðvömnum komu nokkrir menn að honum eitt sinn og lömdu hann í klessu og þurfti hann að fara á sjúkrahús. Joan Collins kom stormandi inn á finan veit- ingastað í Hollywood. Þar sat systir hennar, Jackie, og ætlaði fagnandi að taka á móti henni. Joan aftur á móti þóttist ekki sjá systur sína og hélt að borði sínu. Jackie fölnaði upp en hélt áfram að borða. Þegar hún var aö yfir- gefa staðinn kaUaði Joan: „Nei, ert þú þama, ég tók ekki eftir þér, hringdu í mig seinna og við skulum spjalla saman.“ Þá var Jackie nóg boðið og áður en gest- ir í salnum vissu af sér vom syst- umar famar að kaUa hvor aðra nöfnum sem aðeins heyrast í kvikmyndum bönnuðum böm- um innan 16 ára. Rússneskur sundbolur Sýning á eitt hundrað og þijátíu myndum eftir böm í grunnskólum Hafnarfiarðar á sex tíl tólf ára aldri var opnuð í Hafnarborg í Hafnarfirði á laugardag. Það er Iðnaðarbanki íslands í Hafn- arfirði sem stóð fyrir myndasam- keppni fyrir fyrmefnda aldurs- flokka. Fjöldi bama og annarra gesta kom tU að skoða myndimar sem vom valdar úr tvö þúsund myndum sem dómnefhd hafði fengið til skoðun- ar. Sum bamanna fengu verðlaun fyr- ir myndir sína og fóm ríkari heim en þau komu. Eins og sjá má á þessari myndaser- íu var áhugi bamanna á myndunum mikUl og var rýnt í sýningarskrá tíl að sjá hvaða skólafélagi hefði nú get- að teiknað þessa faUegu mynd á veggnum. Meðal gesta á tonleikunum var forseti Islands, Vigdis Finnbogadottir, sem hér sést á myndinni ásamt Ólafi B. Thors. DV-myndir BG Ricciarelli heillaði áhorfendur Hin heimsfræga ópemsöngkona Katja Ricciarelli heimsótti okkur ís- lendinga um helgina og hélt tónleika í Háskólabíói fyrir fuUu húsi áheyr- enda. Þeir áttu varla til nógu sterk lýsingarorö tU að lýsa aðdáun sinni á söngkonunni sem hefur á tuttugu ára söngferU ferðast um allan heiin- inn og sungið í öllum helstu ópem- húsum og tónleikahöllum heims. í Háskólabíói söng hún með Sinfón- íuhljómsveit íslands og stjómaði hljómsveitinni Petri Sakari, aöal- stjómandi hennar. Meöal þess sem RicciarelU hefur afrekað er að hún lék á móti Placido Domingo í kvik- myndaútgáfu af óperunni Othellp sem Franco ZeffereUi leikstýrði. Á tónleikunum í Háskólabíói söng hún meðal annars aríur eftir Rossini, Bellini, CUea og Catalani. Katja Ricciarelli söng sig inn í hjörtu áheyrenda á tónleikum sinum í Há- skólabíói á laugardaginn. Sjötiu og sjö keppendur taka þátt i keppninni ungfrú heimur sem fram fer i Hong Kong aó þessu sinni. Það hefur vakið athygli að stúlka frá Rúss- lartdi tekur f fyrsta skipti þátt f keppnlnni. Er það hln tuttugu og tveggja ára Anna Gorbunova. Hún sta) heldur betur senunni þegar hún mætti i þessum efnislitla sundbol á sundfatakynningu á föstudaginn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.