Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1989, Side 7
7
ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 1989.
Fréttir
Karmelítaklaustrið 1 Hafnarfirði:
U ng kona
vinnur
heit sitt
Systir Teresa af barni Jesú, 22 ára
gömul pólsk kona, vann síðastliðinn
fostudag nunnuheit til þriggja ára í
Karmelítaklaustrinu í Hafnarfirði.
Að sögn systur Agnesar, einnar
systurinnar, er eitt og hálft ár síðan
Teresa gekk til liðs við regluna. Heit-
ið sem hún vann núna er til þriggja
ára en að þeim tíma loknum mun
hún vinna lokaheit sitt.
Eið sinn vann Teresa við messu á
fóstudaginn og var athöfnin fjöl-
menn. Meðal viðstaddra var biskup
kaþólska safnaðarins, Alfreð Jolson.
Og það var hann sem byrjaði á því
að spyrja Teresu þriggja spuminga,
áður hún vann heit sitt; hvort það
væri einlægur vilji hennar að gerast
nunna, hvort hún vaéri reiðubúin að
lifa í fátækt og hvort hún væri reiðu-
búin að lifa algjöru skírlífi. Þegar
Teresa hafði svarað þessum spurn-
ingum játandi kraup hún og fór meö
eiðstafinn.
Nunnum í klaustrinu hefur farið
fjölgandi, þann 6. desember síðastlið-
inn fluttist 25 ára gömul kona frá
Póllandi hingað til lands til að ganga
til hðs við regluna. Karmelítasystur
í Hafnarfirði eru því orðnar 22.
-J.Mar
Systir Teresa af barni Jesú vann nýlega nunnuheiti til þriggja ára í Karmelítaklaustrinu í Hafnarfirði að þeim tíma
loknum mun hún vinna lokaheit sitt. DV-mynd GVA
Dé Longhi djúp-
steikingarpotturinn
er byltingarkennd
nfjung
Hallandi karfa, sem snýst
meðan á steikingu stendur:
* jafnari steiking
'notar aðeins 1,2 Itr. afolíu
í stað 3ja Itr. í "venjulegum"
pottum
*styttri steikingartími
*50% orkusparnaður
Potturinn er lokaður meðan á
steikingu stendur. Fitu- og
kolsía tryggja hreinlæti og
eyða lykt. Hægt er að fylgjast
með steikingunni gegnum sjálf-
hreinsandi glugga.
Hitaval 140 -190 C. - 20 mín.
tímarofi með hljóðmerki.
.KflOA
(DeLonghi)
Dé Longhi erfallegur
fyrirferðarlítill ogfljótur
/FOnix
HÁTÚNI 6A SÍMI (91)24420
ÍSLENZK ÁSTALJÓÐ
Snorri Hjartarson valdi Ijóðin. ( bókinni eru 70 Ijóð eftir 50
íslensk skáld, öll Ijóðin eru listaverk. Snorri Hjartarson var
einn af öndvegishöfundum íslenskrar Ijóðlistar á þessari öld.
Nafn hans tryggir vandað Ijóðaval.
Verð: 1950 kr.
HALLGRÍMUR PÉTURSSON
Sálmar og kvæði - úrval
Fyrra bindið er Passíusálmarnir í útgáfu Helga Skúla Kjart-
anssonar, en síðara bindið er safn sálma og kvæða, úrval,
tekið saman af Páli Bjarnasyni cand. mag. Hallgrímur Péturs-
son er eitt mesta trúarskáld okkar fyrr og síðar, en hann orti
einnig gamankvæði, stökur, lausavísur og rímur. Einstaklega
fallegt og eigulegt ritsafn sem á erindi inn á hvert heimili.
Verð: 4975 kr.
AFLAKÓNGAR OG
ATHAFNAMENN III
í þessu síðasta bindi ritsafnsins eru stór-
fróðleg viðtöl Hjartar Gíslasonar við
útvegsmenn og skipstjóra úr öllum lands-
fjórðungum. Viðmælendur eru: Guðrún
Lárusdóttir, Háfnarfirði, Ólafur Örn
Jónsson, Reykjavík, Ingvi Rafn Alberts-
son, Eskifirði, Runólfur Hallfreðsson,
Akranesi, Örn Erlingsson, Keflavík og
Guðbjartur Ásgeirsson, ísafirði. Þetta er
bók sem fjallar í máli og myndum um það
sem efst er á baugi í íslenskum sjávarút-
vegi og gefur raunsanna mynd af lífi sjó-
manna.
Verð: 2980 kr.
BÆNDURÁ
HVUNNDAGSFÖTUM
Samtalsbók Helga Bjarnasonar um
nútíma bændur, líf þeirra, búskap og
áhugamál, félagsstörf og skoðanir. Þau
sem segja frá eru: Aðalsteinn Aðalsteins-
son á Vaðbrekku, Guðrún Egilsdóttir í
Holtsseli, Pálmi Jónsson á Akri, Ólafur
Eggertsson á Þorvaldseyri, Jóhannes
Kristjánsson á Höfðabrekku og Þórólfur
Sveinsson á Ferjubakka. 120 Ijósmyndir
prýða bókina. Hún er fróðleiksnáma um líf
og störf bænda.
Verð: 3280 kr.
SsL t>ínVuv«i aík. ^uivm »
LÍFSREYNSLA III
I þessu lokabindi safnsins er sem fyrr
skyggnst inn í margþætta reynslu fólks úr
öllum landshlutum. Meðal efnis erfrásögn
Sigríðar Guðmundsdóttur af hjúkrunar-
störfum hennar í Eþíópíu, sagt frá ótrúlegri
björgun íslendings úr námuslysi á Sval-
barða, frásögn Ágústu Guðmundsdóttur
sem lamaðist í mótorhjólaslysi og lýsing
Einars Sigurfinnssonar á martröð alkóhól-
istans. Einnig frásagnir af björgun úr lífs-
háska á sjó og landi. Ógleymanleg og
áhrifamikil bók.
Verð: 2980 kr.
HÖRPUÚTGÁFAN
Stekkjarholti 8-10, 300 Akranes
Suðurlandsbraut 4, 108 Reykjavík