Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1989, Page 8
8
ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 1989.
Viðskipti_____________________
Búnaðarbanki lánar
Landsbanka grimmt
- Landsbanki með um 900 milljóna króna lán í Búnaðarbanka
Landsbanki íslands, langstærsti
banki þjóðarinnar og með næstum
um helming allra útlána bankanna,
er með svo lélega lausaíjárstöðu aö
hann fær að jafnaði lán hjá öðrum
bönkum. Þannig hefur Landsbank-
inn nú fengið í kringum 900 milljóna
króna lán í Búnaðarbanka, sam-
kvæmt heimildum DV. Þetta 'gerir
bankinn til að þurfa ekki að yfir-
draga hjá Seðlabanka á mun hærri
vöxtum.
Lán Landsbanka hjá öðrum bönk-
um teljast til millibankaviðskipta. í
ársskýrslu Seðlabanka má sjá að í
fyrra skuldaði Landsbankinn að
jafnaði rúman 1 milljarð á þessum
markaði. Hann er langumsvifamesti
bankinn í millibankaviðskiptum.
Árið 1987 skuldaði bankinn um 553
milljónir króna að jafnaði á milli-
bankamarkaðnum.
Búnaðarbankinn er sá banki sem
lánar öðrum bönkum flest og mest
lán. Hann er veitandi á millibanka-
markaðnum. Svo mun einnig vera
Verslun á landsbyggðinni jókst
mun meira en verslun í Reykjavík
fyrstu átta mánuði ársins. Smásölu-
verslunin úti á landi er því að rétta
úr kútnum og margt bendir til að hún
sé komin aftur heim í hérað en mjög
hefur borið á því undanfarin tvö ár
að fólk utan af landi hafi brunað til
Reykjavíkur í innkaupaleiðangra.
Það er hins vegar að minnka, sam-
kvæmt gögnum frá Þjóðhagsstofnun.
Smásöluverslun í Reykjavík jókst
Butler íhug-
ar að reisa
verksmiðju
í Helguvík
Breska stórfyrirtækið Butler
íhugar nú alvarlega að reisa
þilplötuverksmiðju hér á landi
sem veita mun nokkrum tugum
íslendinga atvinnu.
Forráöamenn Butler hafa
meðal annars skoðað aðstæður
í Þorlákshöfn, Grundartanga,
Helguvík og Reykjavík. Það
sem skiptir þá mestu máli er
hafnaraöstaðan en verksmiðj-
an veröur reist við höfn verði á
annaö borð ákveðið að byggja
hana.
Samkvæmt upplýsingum DV
mun forráðamönnum Butler
fyrirtækisins lítast mjög vel á
aðstæður við Helguvík.
Sveinn Halldórsson, umboðs-
maður Butler á íslandi, segir
að þess sé fljótlega að vænta aö
fyrirtækið taki ákvörðun um
verksmiðjuna. Að öðru leyti vill
hann ekki tjá sig um máliö.
Butler er mjög þekkt fyrir
stálgrindahús. Stálgrindahúsið,
sem Trésmiðjan Víðir reisti í
Kópavogi á sínum tíma, er ein-
mitt hús frá Butler í Bretlandi.
-JGH
Sverrir Hermannsson, bankastjóri
Landsbankans. Landsbankinn fær
grimmt lánað hjá Búnaðarbankan-
um.
um sparisjóðina. Aðrir bankar leita
oftast út á markaðinn og fá lánað,
Landsbankinn þó mest.
fyrstu 8 mánuði ársins um 13,8 pró-
sent á meðan smásöluverslun á
Reykjanesi jókst um 13,7 prósent,
samkvæmt Þjóðhagsstofnun. Smá-
söluverslun annars staðar á landinu
jókst hins vegar um tæp 17 prósent.
Veröbólga, hækkun framfærsluvísi-
tölunnar, fyrstu átta mánuðina var
hins vegar rúm 16 prósent. Það er
því samdráttur á höfuðborgarsvæð-
inu en þensla á landsbyggðinni,
magnaukning í viöskiptum.
Bátagerðin Samtak í Hafnarfirði
er nú að smíða 36 manna ferju fyrir
Pál Helgason í Vestmannaeyjum.
Páll rekur ferðaskrifstofu í Eyjum
og er umsvifamikill í skoðunarferð-
um með útlendinga um eyjarnar á
sumrin.
Að sögn Hauks Sveinbjarnarsonar,
eiganda Bátagerðarinnar Samtaks,
mun ferjan verða notuð til að sigla
með ferðamenn í skoðunarferðir í
kringum eyjamar. Ferjan er úr
Á millibankamarkaðnum semja
bankarnir sín á milli um upphæð
lána og kjör. Engar reglur eða tak-
markanir eru á því hvað einn banki
getur lánað öðrum. Lánskjör eru yf-
irleitt þau sömu og gilda í almennum
útlánum bankanna þegar lánað er til
minna en tveggja ára, lánin eru
óverðtryggð en bera háa nafnvexti í
takt við verðbólguna.
Eiríkur Guðnason, aðstoöarbanka-
stjóri Seðlabankans, segir að Seðla-
bankinn hvetji bankana mjög til að
sækja á millibankamarkaðinn í stað
þess aö yfirdraga í Seðlabankanum,
komi sú staða upp. „Seðlabankinn
hefur hvatt til að þessi markaður sé
notaður."
Eiríkur segir ennfremur að milli-
bankamarkaðurinn sé hugsaður sem
skammtímamarkaður fyrir bank-
ana, lánin séu til skamms tíma og
uppgjör með skömmum fyrirvara.
Um það hvort krónísk þörf Lands-
bankans á að sækja út á þennan
markað sé ekki ofnotkun á milli-
Matvöruverslun í Reykjavík jókst
um 20 prósent fyrstu átta mánuðina.
Á Reykjanesi jókst hún um 25,3 pró-
sent. Annars staðar á landinu jókst
hún um 38,6 prósent. Af þessu sést
að matarinnkaupin eru greinilega
komin aftur heim í hérað. Utan-
bæjarmenn hafa snarminnkað það
að rúlla tO Reykjavíkur til að kaupa
í matinn.
Magnús Finnsson, framkvæmda-
stjóri Kaupmannasamtakanna, sagði
trefjaplasti, hönnuð af syni Hauks,
Snorra Haukssyni. Sigurður Karls-
son arkitekt teiknaði hins vegar far-
þegarýmið.
„Þetta er úthafsskip. Snekkjur af
svona stærð fara heimshornanna á
milli,“ segir Haukur. Ferjan er 13,6
metrar á lengd og um 4 metrar á
breidd. Ganghraöi er allt að 28 sjó-
mílur.
„Okkur miðar mjög vel með verk-
ið. Skrokkurinn, með ísetningu glers
Stefán Pálsson, bankastjóri Búnað-
arbanka. Búnaðarbanki er sá banki
sem mest lánar öðrum bönkum.
Sparisjóðirnir eru einnig lánveitend-
ur á þessum markaði, eins og Bún-
aðarbankinn.
bankamarkaðnum segir Eiríkur:
„Það að sækja mikið og stöðugt út á
í gær að það væri sama ástandið í
verslun og öðrum atvinnugreinum
þjóðfélagsins, það væri mikill sam-
dráttur.
„Jólasala virðist þó vera að færast
í aukana. Það var mikið að gera
bæði í Kringlunni og við Laugaveg-
inn síðastliðinn laugardag. Það er nú
líka einu sinni þannig að þjóðin hefur
alltaf leyft sér að halda jól þó illa ári.
-JGH
og öörum frágangi, er að verða bú-
inn. Þá á eftir að innrétta ferjuna.
En ég reikna með að geta afhent skip-
iö á tilskildum tíma sem er 15. apríl,“
segir Haukur.
Þess má geta að Bátagerðin Samtak
afhenti á dögunum tæplega 10 tonna
fiskibát til Eskifjarðar. Báturinn var
úr trefjaplasti og hannaður hjá Sam-
taki.
-JGH
millibankamarkaðinn eru einkenni á
lélegri lausafjárstööu. Lausafjár-
staða Landsbankans hefur verið
mönnum áhyggjuefni. Það er ekki
hollt fyrir banka að vera með lélega
lausafjárstöðu til lengri tíma.“
Stefán Pálsson, bankastjóri Búnað-
arbanka, sagðist í gær alls ekki tjá
sig um útlán bankans til einstakra
lántaka. „Ég vil aðeins segja að við
erum veitendur á þessum markaði.
Það endurspeglar vel sterka stöðu
bankans. Lausafjárstaða okkar er
mjög sterk.“
Ekki tókst að ná í bankastjóra
Landsbankans í gær. - JGH
Peningamarkaður
INNLÁNSVEXTIR (%) hæst
Innlán óverðtryggð
Sparisjóðsbækurób. 9-12 Bb
Sparireikningar
3ja mán. uppsögn 11.5-13 Úb.Vb
6mán. uppsögn 12,5-15 Vb
12mán.uppsögn 12-13 Lb
18mán. uppsögn 25 Ib
Tékkareikningar, alm. 2-4 Sp.Vb
Sértékkareikningar 4-12 Bb
Innlán verðtryggð
Sparireikningar
3ja mán. uppsögn 0.75-2 Vb
6 mán. uppsögn Innlán með sérkjörum 2.Ö-3.5 Ib
21 Lb
Innlángengistryggð
Bandaríkjadalir 7,25-7,75 Ab
Sterlingspund 13.25-14 Bb.lb,- Ab.
Vestur-þýskmörk 6,5-7 Ib
Danskarkrónur •9-10.5 Bb.lb
ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst
Útlán óverðtryggð
Almennirvíxlar(forv.) 27,5 Allir
Viðskiptavíxlar(forv.) (1) kaupgengi
Almennskuldabréf 28 32.25 Vb
Viöskiptaskuldabréf (1) kaupgenqi Allir
Hlaupareikningar(yfirdr.) 32,5-35 Lb.lb
Utlán verðtryggð
. Skuldabréf 7,25-8.25 Úb
Útlántilframleiðslu
ísl. krónur 25-31,75 Úb
SDR 10,5 Allir
Bandarikjadalir 10-10,5 Allir
nema
Úb.Vb
Sterlingspund 16.25-16.75 Úb
Vestur-þýsk mörk 9,25-9,75 Úb
Húsnæðislán 3.5
Lífeyrissjóðslán 5-9
Dráttarvextir 38,4
MEÐALVEXTIR
Óverötr. nóv. 89 29.3
Verðtr. nóv. 89 7.7
VÍSITÖLUR
Lánskjaravísitala nóv. 2693 stig
Byggingavísitala nóv. 497 stig
Byggingavisitala nóv. 155,5stig
Húsaleiguvísitala 3,5% hækkaði 1. okt.
VERÐBRÉFASJÓÐIR
Gengi bréfa verðbréfasjóða
Einingabréf 1 4.463
Einingabréf 2 2.459
Einingabréf 3 2,941
Skammtímabréf 1,527
Lífeyrisbréf 2,244
Gengisbréf 1,977
Kjarabréf 4.427
Markbréf 2,346
Tekjubréf 1.883
Skyndibréf 1,335
Fjölþjóðabréf 1,268
Sjóðsbréf 1 2.146
Sjóðsbréf 2 1.643 •
Sjóðsbréf 3 1.507
Sjóðsbréf 4 1.267
Vaxtasjóðsbréf 1,5165
HLUTABREF
Söluverð að lokinni jófnun m.v. 100 nafnv.:
Sjóvá-Almennar hf. 400 kr.
Eimskip 400 kr.
Flugleiðir 162 kr.
Hampiöjan 172 kr.
Hlutabréfasjóður 164 kr.
lönaöarbankinn 178 kr.
Skagstrendingur hf. 300 kr.
Útvegsbankinn hf. 153 kr.
Verslunarbankinn 153 kr.
Oliufélagiö hf. 312 kr.
Grandi hf. 157 kr.
Tollvörugeymslan hf. 110 kr.
(1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við-
skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja
aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi,
kge.
Skammstafanir: Ab~ Alþýðubankinn,
Bb= Búnaðarbankinn, lb= Iðnaðarbank-
inn, Lb= Landsbankinn, Sb = Samvinnu-
bankinn, Úb= Útvegsbankinn, Vb =
Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóðirnir.
Nánari upplýsingar um peningamarkað-
inn birtast i DV á fimmtudögum.
Verslun á landsbyggðinni að braggast:
Þjóðin alHaf leyft sér að halda jól
- segir Magnús Finnsson, framkvæmdastjóri Kaupmannasamtakanna
Svona lítur hún út á teikniborðinu, hin nýja, 36 manna ferja sem er í smíðum fyrir Pál Helgason í Vestmannaeyjum.
Ferja í smíðum fyrir
Pál Helgason í Eyjum