Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1989, Side 13

Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1989, Side 13
ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 1989. 13 Merming Vesæli fagri heimur Útgáfan Marló hefur gefiö út ljóðabókina Orðafar eftir Margréti Lóu Jónsdóttur. Þetta er látlaus bók að útliti og umfangi en efni hennar sækir því fastar á sem bókin er oftar lesin. Bókin skiptist í þrjá hluta. Sá fyrsti þeirra er nafnlaus og inniheldur fjögur ljóð sem í fyrstu virðast heldur sundurleit. Sé betur rýnt má þó greina í þessum ljóðum sameigin- lega óravídd í tíma eða rúmi sem þó er gædd næstum áþreifanlegri nálægð: stjörnur sem tína má niðraf festingunni, engillinn minn sem pyndir umhverfis sólu og haf, tré í garð- inum sem segir 1000 ára sögu - og æron bleid mótorhjólatöffari sem hefur krítað nafn sitt á vegg til að keyra á það á 293 km hraða - í huganum; og hverfa útí víðáttuna. Þessi ljóð gefa tóninn fyrir það sem á eftir kemur; það er í senn kyrrlátur og ógnvekjandi tónn. Brimið hlær Dimmasta stund fyrir dagrenningu heitir annar hluti bókarinnar og þar er „veður með afbrigðum slappt/ slydda/allar götur vot- ar/klukkuna vantar þrjár mínútur í fjög- ur/bið eftir engu getur orðið stærðfræðileg"; róni er að drepa tímann á auðu torgi, reynir að skrifa, hefur skrifað eina línu um ævina og henni stal iggí popp frá honum: einn maður er ekkert í sjálfu sér. Þetta kemur fram í fyrsta ljóði kaflans, Dagrenningum. Um leið og tónninn þyngist ofurlítið verður myndmálið margræðara, myndirnar flókn- ari. Aðrar tilflnningar koma uppá yflrborðið, einingu upphafsins er sundrað, tilgangsleysi og jafnvel vonleysi gera vart við sig: Hlátur brimsins er aðlaðandi annað en ískrandi vampýruhláturinn í salnum manstu Einhver er að svíkja þig en þér er alveg sama Þú gengur niður að höfn Finnur lykt af salti og úldnu kjöti Þetta segir í Draummynd og meira er dreymt: kirkja kemur í hlað á Mercedesbens, fylgt af höll sem hefur vængi úr meiriháttar hausti (hausti komandi), hann er að dreyma og „Madonna Uggur undir honum/án losta/án ljótleika/bara hin heilaga guðsmóð- ir“. Hér er Madonna tvöfold í roðinu: kveik- ir umsvifalaust hugmynd um þokkafulla (söng)konu en liggur nú í trúboðastöðu kon- unnar fuUkomlega án losta og er heUög mær. En konan hefur fleiri hUðar, lífið fleiri dyr: Bókmenntir Kjartan Árnason Hann vaknar undir styttunni „FatafeUan frá Róm“ Gleymir þessum heimi Vesæla fagra heimi Lokaljóð annars hluta heitir Brottför og þú ert að yfirgefa eldfjallaeyjuna en óp henn- ar fylgir þér. Síðasti hluti bókarinnar heitir Ferðalögog hefst á flugferð, brottför. Far- þeginn situr „klofvega á ótaminni hugsun/ og er þar af leiðandi/þráhyggjusjúklingur“. Það er flogið vestur um haf. Manhattan I: likkistusvart veggfóður ástar spegiU og í gluggakistu á hundruðustu hæð talar ung kona við sjálfa sig í síma Hér hafa íbúar stórborgarinnar jarðað sig í einmanaleik sínum. Manhattan II inniheldur aðeins fjögur orð - húsasund hlandlykt lík- hús: Manhattan - sem skrifuð eru með há- stöfum í eina langa súlu og mynda þannig enn einn skýjakljúfmn meðal skýjakljúfa vestur þar. LJóð þessa kafla eru ferðaljóð; þó ekki í þeim stranga skilningi að þau lýsi ferð úr einum stað í annan og yfirleitt er engu lýst, aðeins sýnt og maður skynjar framandlegt andrúmsloftið: „rauða fiðlan hljómar/og tvær naktar konur/smjúga gegn- um blásið/ gler“. Skáld vex í austur Margrét Lóa er mjög vaxandi skáld; ljóð hennar eru öguð - jafnvel þau galsafengnu. Þótt veröldin sé oft dapurleg og mennirnir mikið einmana þykir mér gæta bjartsýni í þessari bók. Bara það að finnast taka því að ferðast um þennan vesæla fagra heim er útaf fyrir sig mikil viðurkenning á tilgangi lífs- ins. Þessi heimur er heimur okkar allra, hann er sumstaðar opinn, sumstaðar lokaður en fólkið eru alstaðar fólk; það á kannski bágt en það lifir; og vegna þess að það lifir getur það breytt sér. Brandenborgarhliðið, sem lokar bókinni í austur, er fallið. Margrét Lóa Jónsdóttir: Orðafar Ijóð, 37 bls. Hötundur myndskreytti. .Utgáfan Marló, 1989. KjÁrn Jólaundirbúningur hjá dýrunum „Það er mikið um að vera á Hóli, bænum innst í dalnum. Bóndinn og kona hans eru farin í ferðalag í næstu sveit en þá nota dýr- in á bænum tækifærið til þess að drífa sig í jólainnkaupin. Jólin eru alveg að koma og því er hver að verða síðastur að gera eitt- hvaö í málinu." Þannig hefst Kaupstaðaferð dýranna eftir Atla Vigfússon. Dýrin halda síðan af stað, svona rétt eins og við mennirnir, á bíl í versl- unarferð. Það er Rauður risaboli sem keyrir Bola pabba, Gráskinnu frænku, Kussu kvígu Bamabækur Anna Hildur Hildibrandsdóttir og Sjúsjú litla tudda. Á leiðinni keyra þau inn í hríðarkóf og á endanum kemst bíllinn ekki lengra vegna snjóskafla. En þegar neyð- in er stærst er hjálpin næst. Mitt í öllum vangaveltum um það hvort jólahaldið myndi detta upp fyrir út af þessu óláni birtast jóla- hrútarnir og bjarga málum. Þeir draga bílinn til dýrabæjar þar sem dýrin fá kaupæði. Eft- ir að hafa svalað kaupæði sínu snúa þau heim á leið og ná í fjósið aftur fyrir mjaltir. Af þessu má draga þá ályktun að til þess að dýrin geti haldið gleðileg jól verði þau að komast á ærlegt neyslufyllirí svona rétt eins og hefur tíðkast hjá okkur í raunveruleikan- um. Það er miður ef þessi hluti jólahaldsins á að vera dreginn upp sem sá mikilvægasti. Ég er ekki viss um að það hafi veriö mein- ingin, eitthvað virðist söguþráðurinn bregð- ast. Það er eins og það vanti tilganginn með þessu öllu saman. Hugmyndin er góð og byij- unin leiðir mann inn í skemmtilegan heim en það er eins og botninn detti úr þegar líður á söguna. Kaupstaðaferð dýranna skartar fallegum og skemmtilegum teikningum eftir Hólmfríði Bjartmarsdóttur. Prentun er vönduð og frá- gangur til mikils sóma. Atli Vigfússon: Kaupstaðaferó dýranna Teikningar: Hólmfriður Bjartmarsdóttir Útgefandi: Skjaldborg Frambærileg bók Hugmyndasaga Olafs Jens Péturssonar hef- ur tekið miklum breytingum.og öllum til bóta, frá því ég las hana fyrst í einhvers konar ijölriti. Þá á ég vitaskuld ekki aðeins við það, að hókin er nú gefin út í glæsilegum búningi með fjölda mynda. Höfundur hefur lagt mikla vinnu sjálfur í bókina og fengið sérfróða menn á ýmsum sviðum til að lesa hana yfir. Hann reynir eftir fremsta megni að unna mönnum og skoðunum sannmælis. Þótt hann sé vafalaust sósíalisti (ella heíði hann ekki leyft Máh og menningu að gefa bókina út), sé ég til dæmis ekki, að hann sé hlutdrægur í frásögn sinni frá öðrum stjórn- málastefnum. Þetta er frambærileg bók og hentar vel til kennslu í hugmyndasögu í framhaldsskólum. Sá kostur er líka á bók- inni, að höfundur reynir að tengja saman íslenska hugmyndasögu og vestræna og birt- ir einnig aftast rækilega ritaskrá. Hvað vantar? Allar kennslubækur í hugmyndasögu ein- falda stórkostlega. Til þess eru þær augljósu ástæður, að ekki er unnt að koma öllum mikilvægum fróðleik um þetta efni saman á 300 blaðsíðum og enginn einn maður getur vitað allt um það. Athugasemdir um, að hugðarefnum ritdómara sé ekki sinnt, eru því oft ósanngjamar. Mig langar þó til að benda á, að í ritaskránni aftast getur höfund- ur ekki bókar minnar, Markaðsafla og mið- stýringar, sem kom út 1988 og hefur að geyma lýsingu á kenningum þeirra Adams Smiths, Karls Marx, Johns Maynards Keynes og Friðriks von Hayeks, auk þess sem þar er rætt um ýmis viðfangsefni nútímamanna, svo sem samskipti kynjanna á vinnumark- aði, viðskipti ríkra þjóða og fátækra og meng- un og sóun náttúruauðlinda. Ég hefði líka sagt í örstuttu máli frá Mont Pélerin-samtökunum, sem nokkrir frjáls- lyndir menntamenn stofnuðu undir forystu Friðriks Agústs von Hayeks árið 1947, en félagar í þeim, til dæmis þeir Milton Fried- man og Karl Popper, hafa haft ómæld áhrif á nútímaviðhorf í stjórnmálum og hagmál- um. Þess má geta, að í ágætri bók Rolands Strombers, After Everything. Western Int- ellectuál History Since 1945, er einmitt smá- kafli um samtökin. Og hvað um þýska krafta- verkið undir forystu Lúðvíks Erhards? Birg- ir Kjaran segir frá því í bókinni Til varnar frelsinu, sem kom út 1980, en ekki er getið í bók Ólafs Jens. Hvað um kraftaverkið í Suð- austurasíu, þar sem þjóðir hafa skyndilega brotist úr fátækt í bjargálnir við einkafram- tak og atvinnufrelsi? Misjöfn þekking Þekking höfundar á óhkum sviðum er mi- sjöfn. Hún er greinhega meiri á heimspeki en hagfræði. í ritaskrá nefnir hann til dæm- is ekki tvær gamlar greinar um Adam Smith. Önnur er Tímariti hagfræðinga og lögfræð- inga, sem kom hér út í nokkur ár á fyrri hluta aldarinnar. Hin er eftir Sigurð Guð- mundsson skólameistara og birtist í greina- safninu Á sal. Þá hefur höfundur kynnt sér það rækilega, sem birst hefur um hugmynda- sögu í Skírni og Tímariti Máls og menning- ar, en ekki hitt, sem komið hefur á prent í Frelsinu, Stefni og annars staðar. (Hann get- ur greinar eftir Atla Harðarson um Locke í Skírni 1988, en ekki ritgerðar eftir mig um hann í Tímariti lögfræðinga 1987 eða greinar eftir Amór Hannibalsson um Locke í Frels- inu sama ár.) Ólafur Jens hefur enn fremur sérstakan áhuga á kvennahreyfingunni, sem er auðvitað eitt afbrigði sósíalismans (í stað stéttrbaráttu kemur kynjabarátta, í stað stéttarvitundar kynvitund og í stað forræðis borgaranna karlaveldi). Alvarlegasta umkvörtunarefni mitt er, að ekki er alltaf nægilegt líf í textanum. Stíll höfundar er skýr, en flatur. Margt söguefnið Bókmeimir Hannes H. Gissurarson í þessari bók heföi leyft fleiri stílbrögð. Hvemig var til dæmis samband háðfuglsins Voltaire og vitfirringsins Rousseau? Hið fræga bréf Voltaire til Rousseau hefði átt erindi í þessa bók. Það var eitthvað á þessa leið: „Ég hef nýlega fengið í hendur bók yðar gegn mannkyninu. Aldrei hefur jafnmikihi ritsnihd verið beitt tíl að fá menn til að fara niður á fjóra fætur. Þar eð ég lagði þann sið niður fyrir sextíu ámm og er orðinn allt of gamah til að taka hann upp aftur, læt ég hann eftir minni mönnum en vér erum tveir.“ í sporum Ólafs Jens Péturssonar hefði ég rætt í lengra máh um Edmund Burke, .en uppgjör hans við frönsku stjómarbyltinguna var heimssögulegt, auk þess sem Burke var afbr^gðshöfundur. Rússneska byltingin Ég hefði reynt að segja betur frá því en Ólafur Jens gerir, hversu stríðum straumum rússneska byltingin hleypti af stað, en flestir þeirra bárust hingað að landi. Hvað um Wihi Munzenberg, sem skipulagði menningarbar- áttu kommúnista á fjórða áratug? Artúr Ko- estler segir frá honum í Guðinn sem brást (en þeirrar bókar er hvergi getið í riti Ólafs Jens), en þeir Hahdór Laxness og Brynjólfur Bjarnason minnast líka á Munzenberg á stöku stað. Hvað um hin miklu réttarhöld í Frakklandi skömmu eftír síðara stríð um lýsingu Viktors Kravchenkos á hinni rúss- nesku harðstjóm? Bók hans, Ég kaus frelsið, hefur komið út á íslensku, þótt ekki sé á hana minnst í verki Ólafs Jens. Trotskí hafði svo sannarlega rétt fyrir sér, þegar hann sagði: „Ef þú vildir friðsamlegt líf og kyrrl- áta tilveru, þá sýndirðu htla fyrirhyggju með þvi að fæðast á tuttugustu öld.“ Ég hefði einnig bruðið .upp svipmynd af stúdentafundinum í Kaupmannahöfn 1938, þar sem Hahdór Laxness talaði eftir ferð til Moskvu. Eftir að Hahdór hafði farið með mikinn lofsöng um Stalín, sem hann hafði snarað eftir kasakaskáldinu Dsjambúl, brut- ust út fagnaðarlæti. En einn stúdentinn, Ól- afur Bjömsson, læddist út og hugsaði aftur og aftur um það á heimleiðinni, að fundurinn hefði minnst sig á hjálpræðisherssamkomu á Akureyri, sem hann hafði sótt af forvitni á menntaskólaárum sínum. Þar hittust full- trúar tveggja heima á dramatískan hátt: Skáldið Hahdór, ölvaður af póhtísku of- stæki, og vísindamaöurinn Ólafur, sem hélt höfði í stormviðrum sinnar tíðar. Skemmtilegri texta takk! Ólafur Jens er ekki leiðinlegur höfundur. En hann er ekki heldur innblásinn. Hefði ekki verið rétt að reyna með nokkrum skemmtilegum smásögum að koma lesend- um í skhning um þá sköpunargleði, sem rek- ur vísindamenn og hstamenn áfram? Þetta gerðu þeir Grimberg og Durant, sem ég las mér th gagns og gamans á unghngsánun. Ókryddaður matur er bragðdaufur og geym- ist sem kunnugt er iha. Því miður skemmta aht of fáir fræðimenn lesendum, um leið og þeir fræöa þá, með sama hætti og Sigurður Nordal, Ágúst H. Bjamason og Guðmundur Finnbogason gerðu forðum. Olafur Jens Pétursson: Hugmyndasaga Mál og menning, Reykjavik 1989.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.