Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1989, Síða 16
16
ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 1989.
Spumingin
Hvað finnst þér
um auglýsingar
inni í dagskráriiðum
sjónvarps?
Ólafur Gústafsson: Þær eru mjög
hvimleiðar en ekki rétt að banna
þær.
Kjartan Brynjólfsson: Ekki nógu
góðar en óþarfi að banna þær.
Rut Valgarðsdóttir: Ég horfl nú aldr-
ei á sjónvarp en það mætti alveg
sleppa þessum auglýsingum.
Finnur Júlíusson: Mér fínnast þær
leiðinlegar. Maður nennir ekkert að
bíða eftir að þeim ljúki. Það ætti skil-
yrðislaust aö banna þær.
Högni Einarsson: Þær eru hundleiö-
inlegar og ætti að banna þær.
Dagbjört Pálmadóttir: Óþolandi. Það
mætti gjaman banna þær.
Lesendur
i>v
Ofbeldi meðal unglinga:
Ahrifamáttur kvikmynda?
Bréfritari hefur efasemdir um að fjölgun í lögregluliði iétti róðurinn gegn
ofbeldinu.
Elías Björn Kárason skrifar:
í umræðunni um ofbeldi meðal
unglinga hefur að undanförnu verið
vakin upp sú gamla lumma að þar
sé ofbeldiskvikmyndum og mynd-
böndum um aö kenna. Hér er greini-
lega verið að undirbúa ritskoðunar-
herferö að skandinavískri fyrir-
mynd, þar sem láta á eftir „kerling-
um“ af báðum kynjum að ákveða
hvað fólki sé óhætt að sjá.
Svipað fjaðrafok átti sér staö fyrir
nokkrum árum og hafði í för með sér
að margar merkilegar kvikmyndir
hurfu af markaðnum hér (ásamt
ýmsu rusli að vísu). - Nokkrir tönnl-
uðust þá mest á mynd sem hét
„Cannibal Holocaust" og fjallaði m.a.
um mannát. Þetta vakti gríðarat-
hygli á þessari ómerkilegu mynd sem
haföi fengið almenna kvikmynda-
húsadreifmgu á meginlandi Evrópu
án þess að nokkur yrði var við aukið
mannát í kjölfarið meðal almenn-
ings.
Staðreyndin er sú að enginn hefur
sýnt fram á, svo óyggjandi sé, að of-
beldiskvikmyndir hvetji til ofbeldis-
verka. Það væri að ætla kvikmynd-
um meiri áhrifamátt en dáleiðslu, en
sannað er að ekki er hægt að dáleiða
mann til að fremja verknað er stríðir
gegn siðferðisvitund hans.
Raunar er óvíða meira um ofbeldis-
verk en í miklu fásinni, t.d. á Græn-
landi og í A-Evrópu, þar sem hrein
leiðindi leiða menn á villigötur, en
ekki það að óhollu myndefni sé hald-
ið að þeim. - Þar er e.t.v. að leita
skýringa á ofbeldinu á íslandi.
Samtimis verð ég að lýsa undrun
minni á því hvernig lögreglumenn
hafa fylkt liði í fjölmiðlum til að út-
mála skelk sinn við unglinga í mið-
borginni. Þeim finnst þetta kannski
nauðsynlegt til að kría út hærri fjár-
veitingu og til að breyta ímynd sinni
í fjölmiðlum, sem til skamms tíma
voru iðnari við að útmála lögregluna
sem ofbeldisseggi en fórnardýr.
Það er hins vegar grundvallar-
tækni í allri hertækni og löggæslu
að láta ekki andstæðinginn vita af
vanmætti sínum, heldur að freista
þess að koma á óvart og vera þá
fastari fyrir en hinn á von á. - Lög-
regíumenn áttu að benda á vandræði
sín á öðrum vettvangi en í fjölmiðl-
um. Mér segir svo hugur að jafnvel
þótt fjölgað verði í lögreglunni, verði
hér eftir þyngri róður fyrir lögregl-
una að láta taka mark á sér eftir að
lögreglukórinn breyttist í „grátkór",
sem syngur um sjálfan sig sem héra-
skinn og unglinga sem veiðimenn.
Ofeldi og orðbragð - á Alþingi
Guðrún Sigurðardóttir skrifar:
Ofanrituð hefur yfirleitt ekki lagt
það á sig að hlýða á útvarpsumræö-
ur frá Alþingi en gerði það þó hinn
30. nóvember sl. Heldur var lítið á
þeim umræðum að græða. Þó brá
þar fyrir stöku ræðum sem veittu
nokkra yfirsýn um gang mála. -
Nefna má snjalla ræðu Jóns Bald-
vins Hannibalssonar sem annars
vinnur að mestu utanlands um
sinn og hefur raunar staðið sig
mjög vel á þeim vettvangi, sbr. álit
þýska ráðherrans sem hér var á
ferð nýlega.
Mega Svíar líklega fara að endur-
skoða það álit sitt að þetta verkefni
yrði íslendingum ofviða. - Það er
mjög ólíklegt að þeir hefðu gert
betur - og geri betur - þegar röðin
kemur að þeim.
Annars er vafasamt hvort flutn-
ingur vantrauststillögunnar var
ekki misráðinn hjá sjálfstæðis-
mönnum. Ef ekki hefði komið til
afar slök frammistaða stjórnarliða
flestra í umræðunum hefði a.m.k.
orkað tvímælis hvort nokkur
ávinningur hefði náðst hjá stjórn-
arandstöðunni.
Einkum voru borgaraflokks-
menn afspyrnu lélegir. Framganga
þeirra einkenndist mest af yfirlæti
og drýldni. Þeir slepptu þó að þessu
sinni að senda Albert Guðmunds-
syni tóninn. Það' óvandaða orð-
bragð, sem þeir hafa viðhaft í garð
Alberts, er mjög óviðeigandi, svo
að ekki sé meira sagt, því að hann
einn megnaöi að koma þessum
mönnum á þing. - En báðir ráð-
herrar Borgaraflokksins höföu
árum saman gert tilraunir til þing-
mennsku - en án árangurs. Um það
að launa hjálpsemi á þann hátt sem
hér var getið var áður fyrr notað
það orðalag að sjaldan launaði kálf-
ur ofeldi.
Við hverju getum við
búist í kjarasamningum?
Opinber starfsmaður skrifar:
Eins og flestir sem fylgjast með
þjóðmálum vita eru nú hafnar könn-
unarviðræður milli BSRB og ríkis-
stjómarinnar um nýjan kjarasamn-
ing. Lítið er enn aö frétta og vart
verður neitt marktækt komið fram
fyrir áramótin. Það markar maöur
af reynslu undangenginna árá.
Nú er kannski ekki mikið til að
semja um í sjálfu sér og því eins gott
að allir kjarasamningar bíði fram til
þess tíma að samningar hefjist á hin-
um almenna vinnumarkaði, eins og
hann er oft kallaður. - Þetta teldi ég
bestu lausnina.
Ég tel það hins vegar mjög slæman
K.S. hringdi:
í fyrirspurnatíma á Alþingi spurði
Stefán Valgeirsson hvers vegna mál
fyrrverandi hæstaréttardómara
vegna vínkaupa hefði ekki verið
rannsakað að hætti opinberra mála
eins og boðið væri í lögum um rétt-
indi og skyldur starfsmanna ríkisins.
- Einnig spurði Stefán hvers vegna
ekki væri höfðað mál á hendur öðr-
um handhöfum forsetavalds þar sem
þeir heföu með sambærilegum hætti
keypt áfengi.
leik ef brugðið verður á það ráö að
ota hverju félagi fyrir sig, innan
BSRB, í samningaviðræður. Með því
móti er fyrst farið að teygja og toga
samningaumleitanir með neikvæðri
niðurstöðu.
Að mínu mati má auðveldlega setja
fasta þá tölu eöa tölur sem samþykkt
verður aö kvika ekki frá varðandi
leiðréttingu á launamisrétti innan
okkar raða í BSRB. Síðan má geyma
alhliða samningagerð þar til kemur
að þeim tíma er allir samningar eru
lausir og ekki verður komist hjá að
táka til endurskoöunar meö viðræð-
um við alla aðila.
Við skulum alla vega ekki láta
Það varð fátt um svör hjá núver-
andi dómsmálaráðherra annað en
það að Alþingi yrði sjálft að ákveða
málshöfðun gegn öðrum handhöfum
forsetavalds og vitnaði svo til fyrrv.
dómsmálaráðherra vegna svipaðra
fyrirspurna áður. Niðurstaðan virð-
ist því vera sú að Alþingi vill ekki
leggja út í þá „eldraun" að láta hið
sama ganga yfir alla heldur láta þaö
gott heita að hegna einum manni
fyrir aðra þá sem hafa brotið af sér
á nákvæmlega sama hátt.
blekkjast af þeirri fullyrðingu að við-
ræður hvers og eins félags innan
BSRB skili einhverjum árangri. Hitt
er svo annað mál að ég teldi það ekki
skynsamlegt að setja nú fram of
haröa kröfugerð um launahækkanir,
því það verður einungis til þess að
hér verður enn meira atvinnuleysi
eftir uppsagnir hjá hinu opinbera að
samningum loknum. - En er yfirleitt
hægt að búast við launahækkunum
eins og hér árar nú? Ég tel að leiðrétt-
ing launamisréttis eigi að hafa for-
gang í öllum greinum komandi
kjarasamninga - ekki alhliöa launa-'
hækkanir.
Ég veit ekki betur en allar stað-
reyndir séu ljósar um aðra aðila sem
hafa keypt áfengi á sérkjörum og
voru síðast birtar um það tölur í
fréttatíma Stövar 2 sl. fimmtudags-
kvöld eftir fyrirspurn Stefáns Val-
geirssonar. Þetta mál viröist ætla aö
verða enn einn ávirðingarstimpillinn
á Alþingi, og kannski ekki síður dóm-
skerfið í landinu, með því að ákæra
og láta dæma einn en sleppa öörum
fyrir nákvæmlega sama brotið.
Hrikalegur
smekkur
Björg Árnadóttir hringdi:
Égþurfti að fara á heilsugæslu-
stöðina i mínu hveríi nýlega og
beið nokkurn tíma á biðstofu eins
og gengur. Á meðan virti ég fyrir
mér myndverkin sem þöktu
veggina. Þar gaf aö líta myndir
af öllum gerðum, ekki vantaði
það, en guð minn góður, smekk-
urinn er hrikalegur. Skyldi þetta
vera einhver opinber listasmekk-
ur sem er svo gott sem leiðandi í
flestum opinberum húsakynnum
nú orðið?
Og þetta á að sjálfsögðu ekki
bara við þessa einu heilsugæslu-
stöð. I fiestum opinbenim bygg-
ingum er þessi sami smekkur
ráðandi. Þetta eru mest einhvers
konar grafíkmyndir og langt út í
abstraktform, mestmeghis óskilj-
anlegt þeim sem á þetta horfa. -
Hvers vegna ekki að hafa þama
góðar landslagsmyndir úr ís-
lensku landslagi, úr hrauni, við
vatnsbakkann, við hafið, eða
hvað annað sem róar húgann og
er hvílandi að horfa á? - Já, eftir
okkar góðu listamenn.
Á flestum hótelanna er sami
smekkurinn ráöandi, yfirþyrm-
andi „hamborgarasmckkur“ sem
á engan veginn heima innan um
fólk sem er aö njóta þjónustu eða
hvíldar. Undanskilið er auðvitað
Hótel Holt sem er orðiö viðfrægt
fyrir góðar myndir,
Þessu þarf aö koraa í menning-
arlegra og viðfelldnara horf,
a.m.k. hvað hina opinberu staöi
varðar. Ég vona að fleiri geti tek-
iö undir þetta.
Áfengiskaup á kostnaðarverði:
Hvflíkt siðferði