Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1989, Blaðsíða 17
ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 1989;
17
Lesendur
. og það sem mig undraði mest, um starfsemi ÁTVR!“
Inngangan 1 Evrópubandalagið:
Allt ákveðið nú þegar
Þorsteinn Einarsson skrifar:
Þegar maður fer að lesa útdrátt úr
skýrslu viðræðna EFTA-ríkjanna við
Evrópubandalagið (EB) kemst mað-
ur ekki hjá því aö álykta sem svo aö
nú þegar sé ákveðiö að ganga í
bandalagið - og hafi jafnvel verið
ákveðið fyrir löngu. Það myndi einn-
ig hjálpa íslenskum stjórnmála-
mönnum að losna auðveldlega frá
því öngþveiti sem þeir hafa komið
hér á í gegnum tíðina. Óvíst er að
öðru vísi yrðu leyst okkar efnahags-
og atvinnumál, þegar á allt er litið.
í Morgunblaðinu hinn 5. des. sl. er
einmitt pistill um EB-EFTA málið og
greint frá umræðum á Alþingi varð-
andi fyrirspurnir til viðskiptaráð-
herra um þetta yfirgripsmikla mál. -
Þarna koma fram svör um mál eins
og heilbrigði og hollustu, lífeyrisrétt-
indi, niðurgreiðslur, samræmda toll-
skrá, samgöngur, ökukennslu óg lög-
fræði - og það sem mig undraði mest,
um starfsemi ÁTVR!
Um ÁTVR segir aö starfseminni
verði eflaust haldið áfram og gæta
verði þess aö mismuna ekki fram-
leiöendum. Áfram veröi heimilt að
leggja svipuð ríkisgjöld á vörusölu
ÁTVR. - Það, að viðskiptaráðherra
skuli nú þegar hafa svör við öllum
þessum málaflokkum til taks, segir
mér ekkert annaö en það að búið er
að hugsa fyrir öllu - inngangan í EB
sé þegar ákveðin.
Hvort það skref verður til góðs fyr-
ir þjóðina er svo önnur saga. En mér
sýnist á öllu að hér séum við komin
að ákveðnum endapunkti í sögu
þessa lýðveldis og ráðamenn hér séu
fegnir að henni skuh ljúka svona
auðveldlega og að þeir skuli komast
svona létt frá öOu kraðakinu. - En
er þetta nokkuð annað en fólk gat
búist við eftir aOt sem á undan er
gengið? Gátum við nokkurn tíma
búist við að halda út sem fullvalda
þjóð (250 þúsund manns) með kröf-
um um þá velsæld, sem hér hefur
ríkt, án þess að þurfa að greiða fyrr
eða síðar? Nú er komið að skuidadög-
um og í stað þess að greiða göngum
við í EB.
Óréttlæti gagnvart reykingafólki
Er ekki nóg komið?
Nafnlaus skrifar:
Ég verð aö segja að mér þykir ríkis-
stjómin ætlast til of mikós af okkur
reykingafólki. Nú er svo komið að
sá sem reykir tvo pakka á dag greið-
ir um 150 þúsund krónur fyrir á ári.
Stór hluti þessara peninga fer beint
til ríkisins. Þar njóta þeir þess sem
ekki reykja. Að reykingafólk sé baggi
á heilbrigðiskerfmu, eru einhver þau
veikustu rök sem sett hafa verið
fram. Gefum okkur að einhver hafl
reykt tvo pakka á dag í 50 ár og vei-
kist þá vegna reykinga, þá er degin-
um ljósara að sá einstaklingur hefur
marggreitt fyrir þá þjónustu sem
hann fær vegna veikindanna. Það
lætur nærri að „reykingaskattur-
inn“ sem þessi maöur hefur greitt
sé um 6 mOljónir króna. Ég endur-
tek, 6 mOljónir.
Þess vegna er sjálfsagt ef reykinga-
maður deyr af orsökum sem ekki er
hægt að rekja til reykinga að erf-
ingjar hans fái „reykingaskattinn"
endurgreiddan samdægurs.
Já, hvers eiga reykingamenn að
gjalda?
Það er vitað að feitt kjöt - þá sér-
staklega lambakjöt getur verið bráð-
drepandi. MOljörðum króna er eytt
í niðurgreiðslu á þessum matvælum.
Þeir sem veikjast vegna ofneyslu á
feitu kjöti - fá ekki aðeins ókeyp-
is læknisþjónustu - heldur einnig
fengu þeir sjúkdóminn niðurgreidd-
an. - Hvar er réttlætið?
Annað og ekki síður alvarlegt er
að daglega eru alvarleg mannrétt-
indabrot framin á okkur reykingar-
fólki. Við getum einfaldlega ekki far-
ið til læknis þar sem ekki má reykja
á biðstofum. Sama má segja um al-
menningsfarartæki, sah kvikmynda-
húsa og leikhúsa, við sundlaugar, í
kirkjum, í bönkum og viðar og víðar.
- Það er meira en nóg komið af órétt-
lætinu gagnvart okkur sem reiðum
hvað hæstar flárhæðir af höndum tíl
ríkisins.
Þekkir þú
einhvern sem heyrir illa
í sjónvarpi eða útvarpi?
Kíktu i smáauglysinga-
dálkinn „TIL SÖLU“,
„Einkahlustarinn“.
I
4. leikvika - 9.desember 1989
Vinningsröðin: 1X2-X22-1X1-1XX
HVEB VANN
1.026.805- kr.
0 voru með 12 rétta - og fær hver: 0- kr. á röð
3 voru með 11 rétta - og fær hver: 102.673- kr. á röð
TVÖFALDUR POTTUR
- um næstu helgi!!!
A
gæðavara
Úrval handverkfæra
S§@Il(@® gl
Skeifunni 11 c, sími 686466
Vinningstölur laugardaginn
9. des. ’89_
VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA
1. 5af 5 1 2.438.224
2. 5 84.769
3. 4af5 124 5.896
4. 3af 5 4.069 419
Heildarvinningsupphæð þessa viku:
5.298.084 kr.
UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI 681511 - LUKKULÍNA 991002
í jólaönnunum getur þú komið viö hjá okkur
og slappaö af í vistlegum húsakynnum
eða fengið afgreitt meö hraöi beint í bílinn.
Einnig er hœgt aö hringja og panta fyrir minni og stœrri hópa
og viö afgreiöum kjúklingana í þœgilegum umbúöum.
Opið
alla daga
kl. 11-22