Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.1989, Qupperneq 2
2
MIÐVIKUDAGUR 27. DESEMBER 1989.
Fréttir
Fárviðri og rafmagnsleysi
undir Eyjafjöllum um jólin
Fárviöri og rafmagnsleysi settu
með eftirminnilegum hætti svip sinn
á jólahald undir Eyjafjöllum þessi
jólin. Óvenju djúp lægð fór yfir suð-
urströndina aðfaranótf aðfangadags
með þeim afleiðingum að vindhraö-
inn óx stöðugt undir Fjöllunum og
náði hámarki milli klukkan sex og
sjö á aðfangadagsmorgun. Þá var
löngu orðið ófært aö vera á ferli utan
dvra og því ekki um annaö að ræða
en að bíða eftir að veðrinu slotaði.
Reyndar telja bændur það mestu
mildi að ekki var bílaumferð um
sveitina um þetta leyti enda ólíklegt
að fólksbílar hefðu haldist á þjóðveg-
inum.
Rafmagn fór af ílestum bæjum
Feðgarnir á Hlið, Sigurgeir Ingólfsson og Ingólfur Birgir, við heyvinnuvél
sem fauk eins og annað lauslegf. DV-myndir Ólafur Eggertsson.
Þessi gamli og þungi hertrukkur flaug hundruð metra í fárviðrinu undir Eyjafjöllum. Hann var heima við hús á
bænum hlíð óg fauk niður undir veg.
undir Eyjafjöllum milh klukkan fjög-
ur og fimm um morguninn enda
brotnuðu um fimmtán rafmagns-
staurar undir Útfjöllum og Austur-
fjöllum og sex staurar brotnuðu frá
aðallínu á Suðurlandi og að Seljavöll-
um. Þá fauk spennistöð í Núpakoti.
„Ég er ansi hræddur um að þessir
staurar séu gallagripir," sagði Eggert
Ólafsson, bóndi á Þorvaldseyri. „Ég
hef skoðaö staura sem brotnað hafa
á þessum slóðum og þó þeir líti vel
út að utan eru innviðir þeirra yfir-
leitt fúnir.“
Bæirnir frá Hrútafelh og þar fyrir
austan fengu rafmagn upp úr hádegi
á aöfangadag en Fjallsbæimir voru
rafmagnslausir í tæpan sólarhring
eða þar til klukkan fimm á jóladags-
morgun. Síöan varð þar aftur raf-
magnslaust um sexleytið á jóladags-
kvöld og meira og minna allt kvöldiö.
Fjölmennur flokkur viðgerðar-
manna frá Hvolsvelli vann sleitu-
laust að viðgerðum frá því snemma
á aðfangadagsmorgun, allan daginn
og jólanóttina. Á aðfangadagsmorg-
un lægði og hlýnaði í veðri. Tölu-
verður snjór var á jörðu er veðrið
skall á en með hlýindum rigndi og
gerði asahláku á aðfangadag. Að-
stæður til viögerða voru því þokka-
legar.
KGK
Ólafur Ingi Jónsson.
Ólafur Ingi
Jónsson látinn
Ólafur Ingi Jónsson, prentsmiðju-
stjóri Frjálsrar fjölmiðlunar, lést á
jóladag eftir erfiða sjúkdómslegu.
Ólafur fæddist 29. október árið 1945
á Patreksfirði. Hann hóf nám í prent-
smiðju Vísis 1. maí 1963 og tók
sveinspróf árið 1967. Hann vann þar
til ársins 1972 er fjögur dagblöð sam-
einuðust um rekstur Blaðaprents.
Ólafur var verkstjóri í Blaðaprenti
um árabil en varð svo kennari við
Iðnskólann. Eftir að hafa starfað um
hríð við innflutning á tölvubúnaði
hjá fyrirtækinu ACO varð hann
prentsmiðjustjóri Frjálsrar fjöímiðl-
unar árið 1984. í því starfi sínu hafði
Ólafur forystu um þá miklu tækni-
byltingu sem átt hefur sér stað hjá
DV á undanfömum árum.
Ólafur kvæntist Sigríði Siguijóns-
dóttur árið 1968 og eignuöust þau
þijú böm. Samstarfsfólk Ólafs á DV
vottar þeim dýpstu samúð sína við
fráfallhans. -ESJ
Kosning Kvennalistans í Landsbankann:
Verið að gera
nýtt bankaráð
vanhæft
- segir Sverrir Hermannsson bankastjóri
„Ég tel að með þessari kosningu
sé verið að-gera nýtt bankaráð van-
hæft. Það em allir hneykslaðir á
þessari kosningu og furðu lostnir.
Mér hefur skilist að minn gamli
flokkur, Sjálfstæðisflokkurinn,
hafl samiö við aöra stjómarand-
stööuflokka um kosningar í þetta
ráð. Ég skil ekkert hvað hann er
að hugsa. Annars er þaö Alþingi
allt sem ber ábyrgð á þessu og
maður hlýtur að spyrja sig hvemig
Alþingi kunni því að hafa orðið það
á í messunni að velja fulltrúa Pét-
urs Blöndals í Kaupþingi inn í
bankaráð Landsbanka íslands sem
á að hafa með ákvarðanir um
vaxtamál og önnur stærstu trúnað-
armál bankans að gera,“ sagði
Sverrir Hermannsson, bankastjóri
Landsbankans, um kosningu Al-
þingis á fulltrúa Kvennalistans,
Kristínu Sigurðardóttur, í bankar-
áð Landsbankans.
Sverrir segir að sú staðreynd að
Kristín vinni hjá Kaupþingi geri
það að verkum að hún sé vanhæf
til að seljast í bankaráð Lands-
bankans. Sverrir sagðist ekki hafa
trú á öðm en að þessi kosning yrði
leiðrétt.
Kristín Siguröardóttir sagðist
telja að gagnrým Sverris byggðist
á misskilningi. í Landsbankanum
væri ekki verðbréfafyrirtæki held-
ur hefði bankinn orðið að stofna
sér fyrirtæki til þess og lyti það
sérstakri stjórn. Því hefði hún eng-
in bein áhrif þar með setu í banka-
ráði.
Kristín vinnur sem innheimtu-
stjóri hjá Kaupþingi og sagði hún
að starf sitt þar væri óskylt því sem
hún myndi fást við í Landsbankan-
um en starf hennar myndi hins
vegar nýtast henni vel í bankaráði.
„Ef ástæða þykir til finnst mér
rétt að Alþingi kanni þetta mál og
fái þá úr því skorið hverjir séu
hæfir til að gegna slíkum störfum.
Það var auðvitað ekki ætlun okkar
að gera bankaráðið óstarfhæft með
þessari kosningu en með tilvísun í
lög um viðskiptabanka, sem sam-
þykkt voru í vor, tel ég þessa kosn-
ingu ekki stangast á við þau lög,“
sagöi Kristín Einarsdóttir, þing-
flokksformaður Kvennalistans.
Kristín sagði að Kvennalistinn
hefði lagt sig almennt fram um að
tryggja aö ekki yrði um hags-
munaárekstra að ræða og því
þættu þeim þetta alvarlegar ásak-
anir. -SMJ
Veðurofsinn undir Fjöllunum:
Rúða brotnaði
„Rokið var skollið á strax um nótt-
ina og klukkan fjögur vorum við flest
vöknuð við veðurofsann. Ég fór þá
yfir í norðurherbergiö og sótti son
minn sem þar svaf og fór með hann
niður en u.þ.b. hálftíma síðar heyrð-
ist mikill hvellur og þegar að var gáð
hafði stór rúða í glugga yfir rúmi
drengsins splundrast yfir rúmið. Ég
þakka því mínum sæla fyrir að hafa
sótt drenginn áður en rúðan brotn-
aði,“ - sagði Vigfús Andrésson, kenn-
ari og bóndi í Beijanesi undir Eyja-
fjöllum, en verðurofsinn og raf-
magnsleysið setti þar og annars stað-
ar undir Fjöllunum svip sinn á jóla-
haldið.
„Þetta hafa ekki verið nein jól hjá
okkur,“ - sagði Vigfús. „Viö höfum
yfir barnarúm
verið hér átta manns í heimili yfir
jólin og krakkamir lágu í flatsæng í
stofunni mestallan tímann. Fyrsta
jólamatinn borðuðum við klukkan
sex á jóladagsmorgun en síðan fór
rafmagnið aftur á jóladagskvöld.
Vigfús sagði það mestu mildi hve
hlýtt hafi verið í veðri á aðfangadag
og jóladag. Að öðrum kosti hefðu þau
þurft að flýja húsið enda væru íbúð-
arhús fljót að kólna í rafmangsleysi
þar sem hitað er upp með rafmagni.
í rafmagnsleysinu undir Eyjaíjöll-
um urðu menn að halda jólin hátíð-
leg við kertaljósin og luktir en víða
var búið að sjóða hangikjöt svo fæst-
ir voru matarlausir á aðfangadags-
kvöld.
KGK
Tjón vegna
Veðurofsinn undir Eyjafjöllum olh
umtalsverðu tjóni á mannvirkjum,
ökutækjum og heyvinnuvélum á
bæjum þar aðfaranótt aðfangadags.
Auk þess sem rafmagnsstaurar
brotnuðu í fárviðrinu, varð umtals-
vert tjón á nokkrum bæjum í sveit-
inni. Mest hefúr tjónið orðið á bæn-
um Hlíð, en þar fuku dráttarvélar
og heyvinnuvélar, jafnvel langar
leiðir. Þá fauk þar gamall tíu hjóla
hertrukkur.
Að Steinum fauk járn af fjósþaki
og áíöstu mjaltarhúsi. í Beijanesi
fuku jámplötur af fjárhúsi. Þá má
geta þess að steinsteyptir útveggir
gamla íbúðarhússins í Berjanesi sem
ekki hefur verið búið í lengi, fuku til
grunna. Þá urðu skemmdir á öku-
tækjum við Vélaverkstæðið Faxa en
þar fuku um koll jeppi og dráttarvél.
Auk þess brotnuðu víöa rúður í íbúð-
arhúsum og fjárhúsum undan grjót-
foki.
Veðurstofan hafði spáð tíu vind-
veðurofsans
stigum á og við Suðurland áður en
lægðarskilin gengu yfir. „Við gerð-
um ráð fyrir miklum vindhraða og
vorum með stormaðvaranir á mið-
um, enda var hér um að ræða óvenju
djúpa lægð,“ sagði Unnur Ólafsdóttir
veðurfræðingur. „En þó vindurinn
fari í ellefu til tólf vindstig, getur
vindhraðinn oröið mun meiri í vind-
hrinum undir Eyjaíjöllum enda
myndast þar staðbundnir strengir
sem eru háðir landslagi á hveijum
stað.“
Bændur undir Eyjafjöllum eru yf-
irleitt sammála um það aö veöriö
hafi verið verra fyrir sjö árum en þá
urðu umtalsverðar skemmdir af
völdum verðurofsa undir Eyjafjöll-
um. „Veðrið núna, fyrir sjö árum og
árið 1926 eru þau verstu sein ég man
eftir hér um slóðir," sagði Eggert
ÓMsson á Þorvaldseyri, en hann
sagðist hins vegar ekki muna eftir
mannskaða af völdum veðurs þar í
sveitinni. KGK