Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.1989, Side 3
MIÐVIKUDAGUR 27. DESEMBER 1989.
3
Fréttir
Þóra Jóhannsdóttir í verslun sinni
við Aðalgötuna á Sauðárkróki.
DV-mynd Þórhallur
Að hætta
eftir 52 ár
við búðar-
borðið
Þórhallur Ásmundsson, DV, Sauðárkróki:
„Maður lafir við þetta enn aðallega
til að sjá fólk og hafa félagsskap.
Þetta hefur verið að dragast saman
hjá mér síðustu árin og ætli það
stefni ekki í að ég hætti um áramót-
in,“ sagði Þóra Jóhannsdóttir, 86 ára
verslunareigandi við Aðalgötuna á
Króknum, en hún hefur nú í rúmlega
50 ár afgreitt við búðarborðið - sam-
fleytt frá 1938. Þá byrjaði hún að af-
greiða í verslun Árna Daníelssonar
og hafði áður unnið við verslunar-
störf í eitt sumar.
„Ég vann í 17 ár í versluninni hjá
Árna Dan. sem var að Aðalgötu 14,
þar sem fatahreinsunin er núna. Þeg-
ar hann hætti tók ég verslunina á
leigu og var þar í tíu ár. 1962 keypti
ég þetta hús, Aðalgötu 9, og flutti
verslunina hingað 1965. Lengi vel fór
ég tvisvar á ári til Reykjavíkur til að
kaupa inn, bæði vor og haust,“ sagði
Þóra og gleðibjarmi endurminning-
anna kom í Ijós á andhti hennar. „Eg
fór líka til Akureyrar í innkaupaferð-
ir og hélt því lengur en suðurferðun-
um. Það eru orðin 10 ár frá því ég fór
síðast til Reykjavíkur".
Þó vöruflokkum hafi farið fækk-
andi í búðinni hjá Þóru býr hún að
löngum og ánægjulegum samskipt-
um við viðskiptavini sína. Þeir halda
tryggð við gömlu verslunarkonuna,
sem nú er á 87. aldursárinu. Vöru-
verðinu er haldið í skefjum og félags-
skapinn fær hún í kaupbæti. Það
þykja henni góð býtti.
Óbreytt útsvar
í Borgarnesi
Garöar Guöjónsson, DV, Akranesi:
Bæjarráð Borgamess hefur sam-
þykkt óbreytt útsvar fyrir næsta ár,
eða 7,5 prósent, en útlit er fyrir að
fasteignagjöld á atvinnuhúsnæði
hækki nokkuð.
Óli Jón Gunnarsson bæjarstjóri
sagði í samtali við DV að bæjarráð
hefði samþykkt að fasteignagjöld á
íbúðarhúsnæði yrðu 0,4 prósent og
væri þar um að ræða raunlækkun
frá því sem nú er. Hins vegar yrðu
fasteignagjöld á atvinnuhúsnæði 1,2
prósent og það á aö jafna lækkun á
íbúðarhúsnæði út.
Ekki hefur verið tekin ákvörðun
um aðstöðugjaldið fyrir næsta ár.
Hvergi í heiminum er jafnhátt vinningshlutfall og hjá Happdrætti Háskólans,
því 70% af veltunni renna beint til vinningshafa! Þar með er vmningsvonin hvergi jafnmikil
og hjá Happdrættinu. í ár eru yfir 2000 milljónir króna í pottinum. í raun gæti annar hver íslendingur
hlotið vinning því að vinningarnir eru 135.000 talsins. Mest getur þú unnið 45 milljónir á eitt
númer - allt skattfrjálst. Með trompmiða er hægt að vinna 10 milljónir króna í hverjum
mánuði og 25 milljónir í desember.
Tryggðu þér happamiða strax - þú mátt hara til!
HAPPDRÆTTI
HASKÓLA ISLANDS
vænlegast til vinnings
ARGUS/SlA