Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.1989, Page 32
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000
þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við
ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. fréttaskotum allan sólarhringinn.
Rftstjórn - Augiýsingar - Áskrift - Dreifing: Simi 27022
MIÐVIKUDAGUR 27. DESEMBER 1989.
Þrjú umferð-
aróhöpp
^ á Reykjanes-
braut
Þrjú umferðaróhöpp urðu á
Reykjanesbraut í gær en allnokkur
hálka var þar auk éljagangs og
slæms skyggnis.
í gærmorgun ók bifreið út af vegin-
um við Vogaafleggjarann og
skömmu síðar ók bifreið út af við
Kúagerði. Enginn slasaðist í þessum
óhöppumn.
Um hádegisbilið ók bifreið á ljósa-
staur við Ramma í Njarðvík. Öku-
maður hennar var íluttur á sjúkra-
húsið í Njarövík en meiðsli hans
munu ekki hafa verið alvarleg.
-J.Mar
Vestfirðir raf-
magnslausir
á aðfangadag
Vegna bilunar í einangrara í að-
veitustöðinni í Geiradal, Geiradals-
hreppi í Austur-Barðastrandarsýslu
urðu allir Vestfirðirnir að meðtaldri
v Hólmavík og Strandasýslu raf-
magnslausir um klukkan 14 á að-
fangadag.
Mjög mishratt gekk að koma raf-
magninu á aftur, sumstaðar varð
ekki rafmagnslaust nema í um 15
mínútur en verst gekk að koma raf-
magninu á í nokkrum hverfum á
ísafirði. Máttu því margir bæjarbúar
þola aö vera rafmagnslausir í allt að
þrjá tíma en þá tókst að gera við ein-
angrarann.
-J.Mar
Maður fannst
^ látinn
* á Þingvöllum
Björgunarsveitin á Selfossi var
kölluð út um miðnæturleytiö að-
faranótt jóladags til að leita manns
sem saknað hafði verið síðan á Þor-
láksmessu. Bifreið mannsins fannst
tljótlega skammt fyrir vestan brúna
á Öxará.
Leituðu björgunarsveitarmenn
alla nóttina án árangurs en á jóla-
dagsmorgun voru allar björgunar-
sveitir í Árnessýslu ásamt stóru
þyrlu Landhelgisgæslunnar kallaðar
út til leitar. Maðurinn fannst síðan
látinn í gjá skammt frá þar sem bif-
reið hans fannst um klukkan 13.00 á
—jóladag.
-J.Mar
LOKl
Rúmenskir dómstólar láta
smáatriðin ekki tefja sig!
Þríburafæðing á aðfangadag:
Þetta var y nd-
isleg jólagjöf
„Þetta var yndisleg jólagjöf og
feðingin gekk í alla staði vel,“ seg-
ir Guðbjörg Gunnarsdóttir úr
Kópavogi, en henni og eiginmanni
hennar, Ölafi Guðjónssyni, fædd-
ust á aðfangadagsmorgun þríbur-
ar.
Þríburarnir, tvær stulkur og einn
drengur fæddust tjórum vikum fyr-
ir tímann og samtals vógu þau um
sjö kíló. Stærsta barnið, stúlka, vó
tæpar 11 merkur og er hún 49 cm
að lengd, miöbarnið, sem einnig er
stúlka, vó 9 merkur og er 47 cm að
lengd en minnstur var drengurinn
sem var 8 Vi mörk og 47 cm.
Þríburamir komu í heiminn um
klukkan 9 á aðfangadagsmorgun
og voru teknir með keisaraskuröi.
„Það má segja að þeim hafi legiö
dálítið á því það hafði verið ráðgert
að taka þau með keisaraskurði í
dag. Þau komu þvi öllum að óvör-
um,“ segir mamman.
Stelpunum og mér heilsast nyög
vel en strákurinn er ennþá 1 súr-
efniskassa en hann viröist ætla að
dafna ágætlega.
Það er auðvitaö heilmikið aö fá
þijú böm á einu bretti en það var
alveg dásamlegt að fá þau í jóla-
gjöf. Þetta er besta jólagjöf sem ég
hef fengið.
Við höfðum ákveðið að bíða með
allan lokaundirbúning undir fæð-
ingu barnanna þangað tH þau væra
fædd ef eitthvað færi úrskeiðis en
þetta virðist aUt ætla að ganga
vel,“ sagði Guðbjörg,
Fyrir eiga þau hjón 15 ára gamala
dóttur svo það hefur fjölgað hressi-
legaífjölskyldunni. -J.Mar
Það var tilhlökkun hjá yngstu kynslóðinni þegar stóra stundin rann upp á aðfangadagskvöld. Eftir að hafa velt
vöngum yfir gjöfunum voru þær komnar undir jólatréð. Hann Arnór Ingi var alsæll og glaður þegar pabbi og
mamma leyfðu honum loksins að byrja að taka upp pakkana. Þessi fini blái pakki var fyrstur fyrir valinu. DV-mynd BG
Veðrið á morgun:
Rignir
þegar líður
á daginn
Á morgun verður suðlæg átt á
landinu, víðast strekkingsvindur.
Rigning um sunnan- og vestan-
vert landið þegar líður á daginn,
en úrkomulítið norðanlands og
austan. Hlýnandi veður í bili.
Tvær ekkjur:
Safnaðist
mjög vel
Söfnun sú, sem hrundiö var af stað
á Akureyri til styrktar konu með
þrjú börn sem missti eiginmann sinn
í vinnuslysi fyrr í mánuöinum og
varð síðar fyrir því að heimili hennar
stórskemmdist í eldsvoða, hefur
gengið framar öllum vonum. Önnur
söfnun á Skagaströnd til handa
konu, sem missti eiginmann sinn í
bruna á heimili þeirra aðfaranótt 14.
desember, hefur einnig gengið vel.
„Þetta hefur gengið framar vonum
og vU ég skUa þakklæti tíl allra sem
lagt hafa málinu lið,“ sagði Þorbjörg
Ingvadóttir í SjúkraUðafélagi Akur-
eyrar og ein af forsvarsmönnum
söfnunarinnar á Akureyri.
Ekki lá fyrir í morgun hve mikið
hafði safnast en þess má geta að skát-
ar söfnuði hátt í eina milljón króna
í göngugötunni á Akureyri á Þor-
láksmessu. Eftirtektarvert þótti hve
margir unglingar og jafnaldrar
barna ekkjunnar lögðu málinu lið.
Oftar en ekki munu þeir hafa klárað
að kaupa jólagjafir og síðar gefið af-
ganginn í söfnunina.
Séra Ægir Fr. Sigurgeirsson, sókn-
arprestur á Skagaströnd, sagði í
morgun að söfnun sú sem þar hefði
verið í gangi hefði gengið mjög vel.
Hann kvaðst ekki vita nákvæmlega
um upphæðir sem safnast hefðu.
Báðar safnanimar eru enn í gangi.
-JGH
Skemmdarvargar gripnir:
Slóðin rakin
í snjónum
Tveir piltar voru gripnir af lögregl-
unni eftir að hafa framiö nokkur
skemmdarverk á bílum og mann-
virkjum í nótt. Þeir byrjuðu á að
vinna skemmdir á bíl við bensínstöð
viö Laugaveg og síðan á öðrum
skammt frá. Því næst brutu þeir bíl-
skúrshurð við Skipholt og komst lög-
reglan á sporið á eftir þeim með því
á rekja slóð þeirra í snjónum. Voru
þeir síðan búnir að brjótast mn í
þriðja bílinn og voru að gera tilraun
til að tengja beint þegar lögreglu-
mönnum tókst að handtaka þá.
-ÓTT
Fimm fengu
tólfu á jólunum
Þrefaldur pottur í getraunum gekk
út á annan í jólum. Úrslit voru ekki
mjög óvænt og komu fram fimm tólf-
ur. Hver tólfa fær 602.244 krónur.
Ellefurnar eru 75 og fær hver ellefa
7.434 krónur. -EJ
Kgntucky
Fried
Chicken
m
. Faxafeni 2, Reykjarík
Hjallahrauni 15, Hafnaríirdi
Kjúklingar sem bragð er að
Opiú alla daga frá 11-22
BHALEIGA
v/Flugvallarveg
91-61-44-00