Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1989, Page 2
2
FÖSTUDAGUR 29. DESEMBER 1989.
Fréttir
Hönnunar- og umsjónarkostnaður við Þjóðleikhúsið:
Stefnir nú í 90
milljónir króna
Hönnunar- og umsjónarkostnaöur
viö viögeröir þær sem á aö ráöast í
á Þjóðleikhúsinu er um 90 milljónir
króna. Mikið af þessari upphæö er
nú þegar fallið á verkiö þó aö við-
gerðin sjálf sé ekki hafin.
Samkvæmt samþykktum þeim sem
nú liggja fyrir er ætlunin aö viögerö-
in á húsinu kosti 540 milljónir króna
þannig aö hönnunar- og umsjónar-
kostnaöur er nú um 17% af heildar-
kostnaöi viö verkið.
Þaö er vel yfir meðallag því aö yfir-
leitt er miöað við aö hönnunarkostn-
aður sé í hæsta lagi á milli 7 og 10%
af heildarkostnaði, algengt er þó að
hann sé lægri. Rétt er þó að taka fram
að hér er um viðgerö á eldra húsi að
ræöa og nokkuð sérhæföu. Bá búast
viö eitthvað hærri kostnaði vegna
þess. Eigi aö síður telja viðmælendur
blaösins úr verktakastétt aö þessi
kostnaðartala sé allt of há.
Þaö er embætti Húsameistara rík-
isins sem sér um hönnun og umsjón
meö fyrirhuguöum viðgerðum á
Þjóöleikhúsinu. Samkvæmt heimild-
um DV eru menn hjá fjárveitinga-
valdinu orðnir langþreyttir á háum
kostnaðartölum embættisins.
Þá er rétt aö geta þess að engan
vegin eru öll kurl komin til grafar
varðandi umfang þess verks sem í
verður ráðist. Sem kunnugt er er
ágreiningur á milli menntamálaráð-
herra og fjárveitinganefndar. Nefnd-
in hefur aðeins viljað samþykkja við-
gerð fyrir 540 milljónir en aðrir hafa
rætt um viðgerð upp á 1,5 til 2 millj-
arða króna. Á næsta ári er ætlunin
að gera við húsið fyrir 275 milljónir.
-SMJ
Jón Baldvin Hannibalsson utanríkis-
ráöherra.
Rétt að
hafa eðlileg
samskipti
við ísrael
- segir Jón Baldvin
„Það er langt síðan þetta heimboð
barst. Ég hef einfaldlega þegið boð
starfsbróður míns í ísrael um að
koma í opinbera heimsókn. Sam-
skipti ísraels og íslands hafa frá
stofnun ísraels verið náin. Við höfum
stjórnmálasamband við Ísraelsríki
og það er engin sérstök ástæða af
minni hálfu að slíta því stjórnmála-
sambandi eða hafa ekki eðlileg sam-
skipti við ísrael,“ sagði Jón Baldvin
Hannibalsson utanríkisráðherra
sem hefur þegið boð um opinbera
heimsókn til ísrael dagana 3. og 10.
janúar. Meö honum fer kona hans
Bryndís Schram.
Þess má geta að félagið ísland-
Pcdestína hefur sent frá sér yfirlýs-
ingu um að ríkisstjórnin komi í veg
fyrir heimsókn utanríkisráðherra.
„Sú staðreynd að viö þiggjum boð
um opinbera heimsókn er engin yfir-
lýsing um stuðning eða samþykki við
stefnu ríkisstjórnar í viðkomandi
landi frekar en þegar forverar mínir
hafa farið í opinbera heimsókn til
Sovétríkjanna á tímum Brezhnevs,
svo að ég nefni dæmi.
Þessi heimsókn er rækilega undir-
búin og mér er heitið því að ég fái
tækifæri til þess að ferðast óhindrað-
ur um herteknu svæðin, ná sam-
bandi og viðræðum við Palestínu-
araba. Ég óskaði sérstaklega eftir því
að ná fundum með rithöfundum og
blaðamönnum sem vitað er að eru
mjög gagnrýnir á stefnu stjórnvalda.
Ég mun að sjálfsögðu koma á fram-
færi stefnu íslensku ríkisstjórnar-
innar eins og hún hefur verið mótuð
með ályktun Alþingis. Ég ht svo á
að við eigum að taka undir með þeim
röddum sem leita eftir pólitískum
lausnum á þessum langvarandi og
erfiðu deilumálum," sagði utanríkis-
ráðherra.
-SMJ
Aflabáturinn Þórunn Sveinsdóttir í nótt:
Flaut af strandstað án þess
að skrúfa væri sett í gang
- menn fengu sér meira að segja kríu, sagði skipstjórinn
„Menn voru rólegir og fengu sér
meira að segja kríu í nótt. Þetta gekk
allt mjög vel. Þegar fór að flæða und-
an bátnum í gærkvöldi hallaði hann
um tuttugu gráður. Báturinn sat þá
alveg kyrr og við vorum eiginlega í
skjóli - það pusaði ekki einu sinni
yfir okkur. Þegar fór að flæða að með
morgninum réttist hann við aftur og
fór þá að hreyfast. Síðan flaut bátur-
inn út án þess aö ég setti skrúfu í
gang,“ sagði Siguijón Óskarsson,
skipstjóri á Þórunni Sveinsdóttur,
sem strandaði um áttaleytiö í gær-
kvöldi við Löngusker í Skeijafirði.
Þórunn Sveinsdóttir var á leið frá
Stálvík í Garðabæ til Reykjavíkur.
Um borð var sjö manna áhöfn og
sakaði engan. Skiþstjórinn sigldi eft-
ir baujum og studdist einnig við rat-
sjá. Hann hafði séð eina, farið fram-
hjá henni en var aö svipast um eftir
tveimur öðrum þegar báturinn
strandaði.
„Baujumar loguðu ekki og settu
allt úr skorðum. Reykjavíkurhöfn á
að hafa umsjón meö þeim en menn
segja að lítil umferð sé um þetta
svæði. Mér finnst þá eins gott að
baujunum verði komið í land í stað
þess að sjómenn séu að sigla eftir
baujum sem ekki er hægt að treysta
á. Ég hefði betur siglt bara eftir rat-
sjánni,“ sagði Siguijón í samtali við
DV í morgun.
„Við sáum stórgrýti viö skerið þeg-
ar féll frá í gærkvöldi. Þess vegna
lögðum við ekki í að kúpla inn skrúf-
unni. Báturinn flaut síðan út fyrir
skerin og við sigldum þá fyrir eigin
vélarafli. Björgunarskipið Goðinn
var skammt undan og var tilbúinn
að láta okkur fá trossu á strandstaðn-
um. Goðinn sigldi síðan með okkur
áleiðis til Reykjayíkur.
Það kom enginn leki að skipinu og
öll tæki eru í lagi. Annars er gott
Björgunarbáturinn Henrý A. Hálfdánarson siglir úr Reykjavíkurhöfn skömmu eftir að tilkynning kom um strand
Þórunnar Sveinsdóttur. Ásgrímur Björnsson formaður stendur við stjórnvöiinn í efri brú. Báturinn Jón E. Berg-
sveinsson, sem einnig er frá Slysavarnafélaginu, fór á strandstað ásamt Henrý og björgunarskipinu Goðanum.
DV-mynd S
hljóð í okkur. Maður er ánægður
með að vera kominn aftur á þurrt
og við lítum björtum augum til fram-
tíðarinnar.
Henry Hálfdánarson og Jón E.
Bergsveinsson, bátar Slysavarnafé-
lags íslands, voru í viðbragðsstöðu
og voru komnir fljótlega á strandstað
í gærkvöldi. Skipverjar á Jóni E.
Bergsveinssyni höfðu mælt dýpið við
Þórunni Sveinsdóttur og gefið upp-
lýsingar til skipveija.
Þegar Þórunn Sveinsdóttir var tek-
in upp í slipp í morgun kom í ljós aö
skemmdir eru nánast engar. „Þetta
er eins og ungmeyjarrass," sagði
ónefndur Vestmannaeyingur þegar
verið var að taka bátinn á þurrt og
botn skipsins kom í ljós. Aðeins sást
í litla dæld aftarlega bakborðsmegin.
-ÓTT
Sovétmenn vilja
kaupa meiri síld
Sovéskir kaupendur saltsíldar
tilkynntu íslendingum í gær aö
þeir væru reiðubúnir aö sam-
þykkja kaup á 50 þúsund tunnum
af saltsíld til viðbótar þeim 150 þús-
und tunnum af hausskorinni og
slógdreginni síld sem áður hafði
veriö samið um.
í síldarsölusamningi þjóðanna,
sem undirritaður var í lok nóvemb-
er, var sérstakt ákvæði um að at-
hugað yrði hvort möguleiki væri á
þessum 50 þúsund tunna viðbótar-
kaupum.
Svar um þessi viðbótarkaup
barst, að mati íslenskra seljenda,
fullseint. Því er, með tilliti til þess
að fituinnihald síldarinnar fer
minnkandi á þessum árstíma, verið
að ræöa við Sovétmenn um hvort
til greina komi að láta salta þetta
viðbótarmagn í byijun næstu ver-
tíðar og afgreiða síldina fyrir árs-
lok 1990. -J.Mar
Þriðja álverið er
einnig mögulegt
Fulltrúar Grángers og Hoogovens
álfyrirtækjanna koma hingað til
lands til viðræðna 3. og 4. janúar
1990. Þar verður rætt um hvort farið
veröur í byggingu nýs álvers í
Straumsvík, 185.000 til 200.000 tonn
að stærð.
Þá koma fulltrúar Alumax 8. jan-
úar, sömuleiðis til viðræðna um ál-
ver í Straumsvík, en einnig munu
þeir ræða um möguleika á byggingu
þriðja álversins. Sá möguleiki hefur
nú verið tekinn til umræðu en þá er
rætt um álver af sömu stærð og fyrir-
hugað er aö reisa í Straumsvík, það
er aö segja 185.000 til 200.000 tonn.
Það er þó ljóst að sá möguleiki á mun
lengra í land því áður en slík ákvörð-
un yrði tekin þyrfti að fara í hag-
kvæmnisathugun fyrir það álver. Ef
allt þetta gengi eftir myndi álfram-
leiðsla hér á landi rösklega fimm-
faldast.
-SMJ