Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1989, Page 7

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1989, Page 7
FÖSTUDAGUR 29. DESEMBER 1989. 7 VÖRUR í VIRÐISAUKASKATTI: Samaverð stundum lægra! Nýmjólk, G-mjólk, undanrennaog léttmjólk lækka í verði vegna endurgreiðslunnar. Þessi lækkun á að skilasérbeint í vöruverðinu strax eftiráramótin. Neyslufiskur á að lækka í verði. Endurgreiðslan miðast viðferskan óunninn neyslufisk í heildsölu. Álagningin erfrjáls, og er mikilvægt að fisksalar og neytendurtaki höndumsaman til að skattalækkunin skili sér í vöruverðinu. Tegundirnar sem lækkaeru:Ýsa, þorskur, ufsi, steinbítur, karfi, langa, keila, lúða, koli, skata, skötuselur, rauðmagi og grásleppa. Vöruverð á ekki að hækka þegar virðisaukaskattur leysir söluskatt af hólmi nú um áramótin. Vissar vörutegundir lækka verulega og almennt vöruverð stendur í stað eða þokast niður á við. Með virðisaukaskatti breytist skatthlutfallið úr 25% í 24,5%. Þá hverfa einnig uppsöfnunaráhrif söluskatts í vöruverðinu því að virðisaukaskattur leggst aðeins einu sinni á sömu vöruna, óháð fjölda framleiðslu- og viðskiptastiga. Vöruverð á því alls ekki að hækka vegna kerfisbreytingarinnar. Þvert á móti ætti breytingin að leiðatil lækkunar á almennu vöruverði. Vegna sérstakrar endurgreiðslu hefur skattbreytingin þau áhrif að neyslumjólk, ferskfiskur, kindakjöt og ferskt innlent grænmeti bera ígildi 14% skatts í stað 24,5% á öðrum vörum. Ef aðrir þættir, til dæmis álagningin, haldast óbreyttir geta skattaumbæturnar haft í för með sér að þessi matvæli lækka um allt að 7-9% strax eftir áramótin. vsk/%? FJARMALARAÐUNEYTIÐ VIÐSKIPTARÁÐUNEYTIÐ Kindakjöt í heilum og hálfum skrokkum lækkar í veröi frá afurðastöðvunum nú strax eftir áramótin vegna endurgreiðslunnar. Verðlækkun átil dæmis lambalærum, lærissneiðum, hrygg, kótilettum og súpukjöti er háð aðgæslu kjötkaupmanna og aðhaldi neytenda því frjáls álagning er áunninnikjötvöru. f Allt innlent grænmeti lækkar í verði, til dæmis kartöflur, sveppir, baunaspírur, gulrófurog gulrætur. Álagning er frjáls á þessari matvöru. Þess vegna er það ekki sístkomiðundir árvekni neytenda og aðgæslu verslunarmanna að endurgreiðslan skili séraðfullu í vöruverðinu. FYLGJUMST MEÐ - VEITUM AÐHALD Það er mikilvægt að almenningur veiti aðhald og beri saman verðlag fyrir og eftir áramót. VERÐLAGSSTOFNUN fylgist með því af fremsta megni að skattbreytingin um áramót leiði ekki til verðlagshækkunar, og að endurgreiðslan skili sér í lækkuðu verði þeirra innlendu matvæla sem hún tekur til. Ef þú verður var/vör við óeðlilegar verðhækkanir eftir áramótin, og ekki fást fullnægjandi skýringar hjá kaupmanninum, skaltu hafa samband við VERÐLAGSSTOFNUN. Hún kannar hvert tilvik og hefur sérstakt eftirlit með verðlagsbreytingum. ■

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.