Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1989, Qupperneq 9

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1989, Qupperneq 9
FÖSTTJDAGUR 29. DESEMBER 1989. 9 Hermenn á eftirlitsgöngu á Torgi hins himneska friðar i Peking í gær. Víðs vegar um borgina eru hermenn á verði til að koma r veg fyrir óeirðir í kjöl- far þróunarinnar í Austur-Evrópu. Símamynd Reuter Blað í Hong Kong: Kínverskir her- menn neituðu að hlýða Yfir fimmtán hundruð kínverskir hermenn, þar á meðal foringi 38. herdeildarinnar og nokkur hundruð liðsforingjar til viðbótar, neituðu að hlýða skipunum yfirvalda þegar ráð- ist var gegn mótmælendum í mið- borg Peking í júní síðasthðnum. Þetta á pólítískur yfirmaður í hern- um að hafa sagt í ræðu sem blaðið South China Morning Post í Hong Kong hefur komist yfir. Samkvæmt frásögn í blaðinu hélt yfirmaðurinn, Yang Baibing, ræðu á ráðstefnu í desemberbyrjun í Peking um póhtískt hlutverk hersins. Afrit af ræðunni, þar sem Yang lagði áherslu á hugmyndafræðilega skól- un th að komast hjá sams konar aga- vandamálum og í vor, á að hafa flakkað á milli háttsettra manna í hemum. Aðeins einn þeirra sem neituðu að hlýða var nafngreindur, Xu Qinxian, foringi 38. herdeildar- innar sem er með bækistöðvar sínar í Peking. Xu á að hafa komið fyrir herrétt og hlotið harða refsingu. Ef þessi frásögn blaðsins er rétt virðist sem hún staðfesti þá sundr- ung innan hersins sem margir frétta- menngreindufráívor. tt á Grænlandi Ailar vörur á Grænlandi munu Samningaviðræðurnar um verð hækka á næsta ári þar sem ákveðið mihi grænlenskra sjómanna og hefur verið að vöruflutningar fuhtrúa fiskverkmiarstöðva hækki um 7,5 prósent. Flugfargjöld heimastjórnarinnar tóm út um með SAS og Grönlandsfly munu þúfur í gærkvöldL Þær höfðu þá einnig hækka. staðið yfir í tvo mánuði. Þetta þýð- Sveitarfélög á Grænlandi hafa ir að fiskverkunarstöðvarnar varaö við því að dagvistunargjöld ákveða frá og með mánudeginura geti hækkað verulega á næsta ári, innkaupsverð sem mun verða það sérstaklega iúá þeim sem era með sama og 1989. Segjast flskverkunar- yfir 200 þúsund danskar krónur i stöðvamar ekki geta greitt hærra árslaun. Einnig hefur verið gert verð vegna verðfalls á rækjum og ráð fyrir að húsaleiga hækki frá fiski á heimsmarkaðnum. og með 1. april næstkomandi. Ritzau Stjórnarkreppa í Færeyjum Stjómarkreppa er nú í Færeyjum vegna deilna um fjárlögin sem sam- þykkja þarf fyrir árslok. Standa deil- urnar mhli tveggja flokka í lands- stjóminni. í ágúst síðasthðnum lagði land- stjómin fram fjárlagafrumvarp fyrir árið 1990 þar sem gert er ráð fyrir 300 mihjóna danskra króna niður- skurði. Nefnd, sem fjallað hefur um frumvarpið, hefur stungið upp á 100 mihjóna króna niðurskurði til við- bótar. Sambandsflokkurinn krefst þess nú að tillögumar um breytingar á bamabótum og afnám verðbóta verði samþykktar áður en fjárlagafrum- varpið verður tekið fyrir á þingi. Gert var ráð fyrir að barnabætur yrðu lækkaðar úr 66 milljónum króna í 40 milljónir á næsta ári. Þjóð- veldisflokkurinn er ósamþykkur þessu. Hann krefst þess hins vegar að áætlun um breytingarnar á fisk- veiðistefnu, sem landstjómin hefur lengið unnið að, verði tilbúin áður en lagafrumvörpin tvö verða lögð fram. Lögmaður Færeyja, Jogvan Sund- stein, úr Fólkaflokknum, hefur reynt að ná málamiðlun. Hann hefur stungið upp á að tUlagan um barna- bæturnar verði samþykkt fyrir árs- lok ásamt fjárlagafrumvarpinu en að afnám verðbóta taki gildi um leið og áætlunin um fiskveiðar verði sam- þykkt. Lögmaðurinn viU einnig að áætlunin verði lögð fyrir þingið ífe- brúar. Ritzau Útlönd Tékkóslóvakía: Havel kosinn forseti - Dubcek kjörinn forseti þingsins Leikritaskáldið Vaclav Havel, sem sat í fangelsi í Tékkóslóvakíu í fimm ár fyrir skoðanir sínar, var í morgun kosinn forseti Tékksóslóvakíu á tékkneska þinginu samkvæmt samn- ingi stjórnar og stjórnarandstöðu í landinu. Allir 323 þingmenn sem voru viðstaddir sérstakan þingfund í morgun greiddu Havel atkvæði sitt. Alexander Dubcek, sem var í for- ystu fyrir „vorinu í Prag“ en settur af sem leiðtogi kommúnistaflokksins fyrir tveimur áratugum, var í gær kjörinn forseti þingsins, einnig í samræmi við fyrrnefndan samning stjórnar og stjórnarandstöðu. Dub- cek náði kjöri með atkvæðum 298 þingmanna en einn þingmaður sat hjá. Dubcek mun sitja í embætti þar til kosningar fara fram um mitt næsta ár. Skömmu eftir kosningu Dubceks var skýrt frá því í sjónvarpi að Mi- roslav Stepan, sem sæti átti í stjórn- málaráði kommúnistaflokksins, hefði verið handtekinn. Mun Stepan vera í haldi yfirvalda á meðan á rannsókn á meintri aðild hans að árás öryggissveita á mótmælendur þann 17. nóvember síðasthðinn stendur. Talið er að hátt í tvö hundr- uð hafi slasast í þeim róstum. Andófið í nóvember markaði upp- hafið á víðtækum og fjölmennum mótmælum í Tékkóslóvakíu. Þessi mótmæh leiddu að lokum tU þess að kommúnistar afsöluðu sér alræði flokksins. Kosning Havels í embætti forseta í morgun var hápunktur þessa andófsumbótasinna. Havel, sem tók við af harðlínukom- múnistanum Gustav Husak, nýtur mikils stuðnings meðal almennings ef marka má niðurstöður skoðana- kannana. í nýlegri könnun kom fram að 73 prósent kjósenda styðja hann í embætti forseta. Reuter Alexander Dubcek var i gær kjörinn forseti tékkneska þingsins. Dubcek, sem er fyrrum leiðtogi kommúnistaflokks- ins, mun sitja í embætti þar til kosningar fara fram á næsta ári. Simamynd Reuter INNLAUSNARVERÐ VAXTAMIÐA VERÐTRYGGÐRA SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS Í1.FL.B1986 Hinn 10. janúar 1990 er áttundi fasti gjalddagi vaxtamiða verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs með vaxtamiðum í 1. fl. B1986. Gegn framvísun vaxtamiða nr. 8 verður frá og með 10. janúar nk. greitt sem hér segir: __________Vaxtamiði með 50.000,- kr. skírteini_kr. 4.063,05_ Ofangreind fjárhæð er vextir af höfuðstól spariskírteinanna fyrir tímabilið 10. júlí 1989 til 10. janúar 1990 að viðbættum verðbótum sem fylgja hækkun sem orðið hefur á lánskjaravísitölu frá grunnvísitölu 1364 hinn 1. janúar 1986 til 2771 hinn 1. janúar nk. Athygli skal vakin á því að inniausnarfjárhæð vaxtamiða breytist aldrei eftir gjalddaga. Innlausn vaxtamiða nr. 8 fer fram gegn framvísun þeirra í afgreiðslu Seðlabanka Islands, Kalkofnsvegi 1, Reykjavík, og hefst hinn 10. janúar 1990. Reykjavík, 29. desember 1989 SEÐLAB ANKIÍSLANDS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.