Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1989, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1989, Side 14
14 FÖSTUDAGUR 29. DESEMBER 1989. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK.SlMI (1 )27022 - FAX: (1 )27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJOLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1000 kr. Verð i lausasölu virka daga 95 kr. - Helgarblað 115 kr. Hagsmunaárekstur KvennaUstakonur hafa fram að þessu ekki haft þá stefnu að sækjast eftir sæti í bankaráðum. Þær hafa viljað standa utan við kapphlaupið um þá bitlinga á þeim forsendum að stjórnmálaflokkarnir eigi ekki að skipa eða kjósa menn í slíkar trúnaðarstöður. Þetta er sjónarmið út af fyrir sig og raunar hefur Kvennalistinn ekki treyst sér til setu í ríkisstjórnum þegar honum hefur gefist kostur á því. Kvennahstakonur hafa því að mestu verið stikkfrí í hinni raunverulegu póhtík ís- lenska flokkakerfisins, sem hefur það að markmiði að sölsa undir sig öll þau völd sem gefast. Afstaða Kvennalistans hefur verið umdeild og meðal annars er tahð að vegur listans í skoðanakönnunum hafi farið minnkandi vegna þess áhrifaleysis og þess strangtrúnaðar, sem einkennir störf hans. Rödd kvenna- baráttunnar hefur vissulega hljómað í sölum alþingis og á hinum póhtíska vettvangi, en sú rödd talar oft fyr- ir daufum eyrum þegar engin er þungavigtin til að fylgja orðunum eftir. Kvennahstakonur hafa fengið bakþanka. Að minnsta kosti hafa þær snúið við blaðinu og sóttust nú eftir sæti í bankaráði Landsbankans. Hvort hér er um stefnu- breytingu að ræða, verður tíminn að leiða í ljós, en kannski eru kvennahstakonur orðnar þreyttar á því að vera heilagari en páfinn og vilja vera eins og hinir og taka sinn hlut í bitlingunum. Völdin freista, tíminn slævir allar hugsjónir. Ekki tókst of vel til. Þær tilnefndu konu sem fulltrúa sinn í bankaráð Landsbankans sem starfar við Kaup- þing, sem er verðbréfafyrirtæki og í óbeinni samkeppni við Landsbankann. Þessi kosning hefur verið gagnrýnd. Sú gagnrýni er efnislega rétt þótt heldur sé það hlægi- legt að heyra þá menn og flokka gagnrýna meintan hagsmunaárekstur sem sjálfir hafa gengið lengst í því að misvirða bæði skráð og óskráð lög í þessum efnum. Hið tvöfalda siðgæði vefst ekki fyrir þeim. Gömlu stjórn- málaflokkarnir hafa hvað eftir annað kosið menn í bankaráð sem eiga hagsmuna að gæta á öðrum vett- vangi. Að gefnu tilefni hefur Bankaeftirlitið bent á að marg- oft áður hafi komið fyrir að kosnir hafa verið menn í bankaráð ríkisbankanna ofan og utan við skráðar og óskráðar reglur bankanna. Það eru th að mynda mein- leg örlög að sá sem nú gengur lengst fram í því að gagn- rýna kosningu Kvennalistans var sjálfur óhlutgengur vegna hagsmunatengsla þegar hann var ráðinn til bank- ans. Hlutur Kvennahstans er ekki betri þótt aðrir hafi virt hagsmunaárekstra að vettugi. Ef kvennalistakonur vilja vera vandar að virðingu sinni eiga þær ekki að gefa slíkan höggstað á sér. Þær eiga að viðurkenna mistök sín og skipa nýjan fulltrúa í bankaráðið. Hingað til hafa þær notið nokkurrar virðingar fyrir sérstöðu sína en ef þær hafa ákveðið að stinga sér á kaf í bitlinga- stríðið og komast að kjötkötlunum eiga þær að hafa vit á því að bjóða fram fulltrúa sem er hafmn yfir gagnrýni. Kvennahstinn hefur haft háleit markmið um göfuga og hreinræktaða pólitík. Ef þær kvennalistakonur hafa fundið það út að það sé vitlaus pólitík er samt óþarfi að gefast svo gjörsamlega upp að siðleysið gangi jafnvel lengra heldur en gömlu flokkarnir hafa leyft sér. Það er nóg að hafa fimm siðbhnda stjórnmálaflokka þótt ekki komi einn til viðbótar. Ellert B. Schram Rúmenskur hermaður situr og horfir í sjónvarpi á aftöku Ceaucescus, fyrrv. forseta landsins. Rauð jól í Rúmeníu Rúmenar virðast hafa borið svip- aðan hug til Ceausescus leiðtoga síns og til Drakúla greifa, fyrir- rennara hans í Transsylvaníu, en samt er eins og þeir hafi flýtt sér um of við að lífláta hann. Þótt ekki sé annað eru það vond almanna- tengsl.- Jóladagur er ekki sá dagur í hug- um manna sem best er fallinn til aftöku, aftaka þeirra hjóna vekur upp ýmsar spurningar um hina nýju valdhafa og hversu sterk tök þeir hafa. Það hefði veriö öllum fyrir bestu og áreiðanlega rúm- ensku þjóðinni að Ceausescu og hyski hans hefði verið látið svara til saka í opnum réttarhöldum að hæfilegum tíma liðnum og síðan hefði hann goldið fyrir glæpsam- lega ógnarstjórn sína. Með því að skjóta hann svona á færi eftir málamyndaréttarhöld, rétt eins og rúmenski kommúnista- flokkurinn stundaði á andstæðing- um sínum, hafa valdhafar bæði vakið samúö með Ceausescu og efasemdir um sitt eigið lögmæti við stjómartaumana. Það em reyndar miklar hkur til að ólga verði viö- varandi í Rúmeníu, málum þar er allt ööru vísi háttað en í þeim kommúnistaríkjum Austur-Evr- ópu sem hafa verið að kasta af sér oki kommúnista undanfamar vik- ur og mánuði. Lögreglukúgun Stjóm Ceausescus byggðist á lög- reglukúgun sem einna helst er hægt að líkja við þau tök sem Gestapo hafði á íbúum hernumdu landanna í heimsstyrjöldinni síð- ari. Lögregluveldið byggðist á upp- ljóstrunum og njósnurum á öllum sviðum þjóðlífsins, kúgunin skap- aði svo mikla spennu að ekki er við öðru að búast en að þegar lokinu er lyft af sjóði allt upp úr. Öryggislögreglan, Securitate, hafði á sínum snærum launaða uppljóstrara í milljónatali, allt and- rúmsloft var mengað ótta og tor- tryggni. Jafnvel háttsettir menn í stjómkerfmu þorðu ekkert að segja sem hægt væri meö einhverju móti aö túlka sem gagnrýni, skipuleg andstaða gegn Ceausescu var ekki til. Sá er aðalmunurinn á stjórnar- farinu í Rúmeníu og öðrum Aust- ur-Evrópuríkjum að allir vom á móti stjórninni en stjómarandstaö- an var óskipuleg með öllu. Því er nokkuð ljóst að ekki getur annað en upplausn og ófriður fylgt fyrst á eftir falli harðstjórans. • 1984 og járnvarðliðar Þeir sem lesið hafa hina frægu bók Orwells, 1984, kannast við Stóra bróður og allt þaö ógnvæn- lega kerfi sem ríkti undir stjórn hans. Rúmenía var nær því en nokkurt annaö kommúnistaríki að vera sú martröð sem bókin 1984 lýsir. Þar kom ekki aðeins komm- únisminn til, ríki Ceausescus var byggt á gmnni fasismans. Fasistinn Antonescu, sem réð Rúmeníu um það leyti sem síöari KjáUaiinn Gunnar Eyþórsson fréttamaöur heimsstyrjöldin hófst, haföi byggt upp ríki sitt á svipaðan hátt og Hitler, með tilheyrandi sérsveitum, sem þá voru kallaðar jámvarðlið- ar, sem samsvöruðu SS og Waffen- SS sveitum Hitlers. Hitler þurfti nauðsynlega á Rúmenum að halda í styrjöldinni, olía þaðan var for- senda stríðsreksturs hans framan af og því gerði hann Rúmeníu að leppríki sínu með harðri hendi, knúði Ungverja til tilslakana í landamæradeilum við Rúmeníu og hafði bækistöðvar fyrir her sinn í Rúmeníu. Rúmenar undir stjórn Antones- cus fóru í stríöið meö Þjóðverjum, gerðu með þeim innrás í Rússland, innlimuðu hluta af Úkrainu, hand- an við ána Dnjestr með Odessa sem höfuðborg og kölluðu Transdnj- estriu. Sovétmenn lögðu síðan und- ir sig Rúmeníu 1944 en þótt komm- únismi væri þar tekinn upp á grunni fasisma Antonescus var í rauninni aðeins skipt um nafn og hagkerfl, stjórnin var fasistastjórn áfram. Járnvarðliðar Antonescus fengu annaö nafn, nú voru þeir kallaðir Securitate og það eru leifarnar af þessu rúmenska SS sem hefur verndað stjómendur Rúmeníu, síð- ast Ceausescu, fram á þennan dag. Pólitískur dofi Ceausescu byggöi upp Securitate sem mótvægi við herinn til að tryggja sig fyrir valdaráni, á sama hátt og Waffen-SS var einkaher Hitlers til mótvægis við þýska her- inn. Þessi skipan mála flækir mjög ástandið í Rúmeníu. Eina skipulega pólitíska hreyfmgin í landinu er kommúnistailokkurinn og hann hefur verið undir aga frá Securit- ate. Þegar allt þetta leysist upp á ör- fáum dögum blasir öngþveiti við. Hvaða stjórn sem við tekur verður að treysta á það stjórnkerfi sem fyrir var, annars er ekki mögulegt aö stjórna landinu. í Póllandi var öflug verkalýðshreyfing, í Ung- verjalandi var hálfopinber stjóm- arandstaða, í Austur-Þýskalandi var kristilegi jafnaðarmannaflokk- urinn til staðar, í Tékkóslóvakíu var víðtæk samstaða mennta- manna um andstöðu við stjómina. í Rúmeníu var ekkert, nákvæm- lega engar pólitískar hræringar af neinu tagi. Öll pólitík, líka innan kommúnistaflokksins, var á ótrú- lega lágu stigi, almenningur var hvorki virkur í stjóm flokksins né í andstöðu gegn honum, allar póli- tískar hræringar af öllu tagi vom drepnar í fæðingu af lögreglunni. Það eru því ekki bjartar horfur á • að neins konar öflug miðstjóm nái tökum á landinu. Ef til vill lá svo mikið á að koma Ceausescu fyrir kattarnef til að koma í veg fyrir að andstaða gegn byltingarstjórninni gæti sameinast undir merki hans. Vitað er að innan hersins voru ekki allir á eitt sáttir að snúast gegn Ceausescu og sumar sveitir hersins neituðu að berjast gegn honum. Núverandi stjórn er gagnrýnd fyrir að þar séu of margir kommún- istar en um annað er ekki að ræða, eina leiðin til aö stjórna er að nota það stjómkerfi sem fyrir var. Það er ekki einu sinni víst að það dugi. Sumir rúmenskir útlagar eru svartsýnir á að yfirleitt sé nokkru hægt að breyta í Rúmeníu, jafnvel þótt Ceausescu sé úr sögunni. Landiö sé svo bælt og í rauninni svo vanþróað, bæði póhtískt og efnahagslega, aö öngþveiti sé óum- flýjanlegt þegar járnaga lögregl- unnar sé aflétt. Tómarúm Byltingarnar í Austur-Evrópu hafa gengið friðsamlega fyrir sig nema í Rúmeníu. En Rúmenía var sér á parti, gerólík hinum ríkjun- um og alls ekki undir það búin, eins og hin ríkin, að taka upp aðra stjórnarhætti. Lýðræði er óþekkt í Rúmeníu. Það hefur þaö aldrei komist á og ekki á neinni hefð aö byggja nema fasisma og kommúnisma. Nú þegar okinu hefur verið létt af, í bili að minnsta kosti, blasir ekkert við nema tómarúm. Það er raunhæft aö búast við lýðræðislegri þróun annars staðar í Austur-Evrópu en það er óraunhæft að hafa miklar væntingar um Rúmeníu. Gunnar Eyþórsson ,,Þaö er raunhæft að búast við lýðræð- islegri þróun annars staðar í Austur- Evrópu en það er óraunhæft að hafa miklar væntingar um Rúmeníu.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.