Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1989, Síða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1989, Síða 15
FÖSTUDAGUR 29. DESEMBER 1989. 15 „Þingsályktunartillaga þessi gerir ráö fyrir að skólamáltíðum í hádegi verði komið á í grunnskólum haustið 1990. - Framhaldsskólar þurfa síðan að fylgja 1 kjölfarið.“ Guðmundur G. Þórarinsson Skólamáltíðir í grunnskólum Nýlega lagði ég fram ásamt þing- mönnunum Ólafi Þ. Þórðarsyni, Alexander Stefánssyni og Stefáni Guðmundssyni tillögu til þingsá- lyktunar um skólamáltíðir í grunn- skólum. Tillagan hljóðar svo: „Alþingi áiyktar að fela ríkis- stjóminni að undirbúa og leggja fram lagafrumvarp er tryggi að komið verði á máltíðum í hádegi í öllum grunnskólum landsins haustið 1990.“ Nauðsyn skólamáltíða Meðal röksemda í málinu má nefna eftirfarandi: Vegna breyttra aðstæðna í þjóð- félaginu hefur skipan máltíða riðl- ast á heimilum í vaxandi mæli á síðustu árum. Síaukinn íjöldi mæöra vinnur utan heimihs. Fjöldi barna á grunnskólaaldri gengur sjálfala mikinn hluta dagsins. Mörg fá í hendur fjármuni í stað fæðu og fæðuval og neysluvenjur mótast um of af framboði söluskála í grennd við skóla. Oft er þar aðal- lega á boðstólum sælgæti, sæta- brauð og gosdrykkir. Fæðan verð- ur því vítamínsnauð og sykur- neysla úr hófi, margfalt meiri en þekkist meöal grannþjóða okkar. Miklar tannskemmdir íslenskra barna eiga rætur að rekja til rangs mataræðis meðal annars. Of algengt er að börn borði ekki áður en þau fara í skóla á morgn- ana og fái síðan ekki viðunandi máltíð í hádeginu. Fyrir börn og unglinga á vaxtar- skeiði er ein máltíð á dag engan veginn nægjanleg. Taliö er að böm þurfi, auk morg- unverðar, tvær aðalmáltíðir á dag. Rétt fæðuval er sérstaklega mik- ilvægt fyrstu 15 árin en næringin hefur áhrif á bæði andlegan og lík- amlegan þroska. Skólinn er vinnustaöur bama og unglinga. Foreldrar fá í auknum mæh hádegisverð á vinnustað en börnin em ekki ahtaf tilleiðanleg til að taka með sér nesti í skólann. Þaö er helst að yngstu börnin, sem varla em nema hálfan daginn alþingismaður í skóla, ýmist fyrir eöa eftir há- degi, hafi með sér smánesti en skól- arnir hafa þá gjarnan á boöstólum ýmiss konar drykkjarvörur og jóg- úrt. Spurning er hvort þessir nem- endur fái góðan, hádegisverð þegar heim kemur. kostnaðar. Þingsályktunartillaga þessi gerir ráð fyrir að skólamáltíöum í hádegi verði komið á í grunnskólum haustið 1990. Framhaldsskólar þurfa síðan að fylgja í kjölfarið. Ekki eftir neinu að bíða Hér er um svo mikilvægt mál að ræða að ekki er eftir neinu að bíða. Málið felur ekki í sér aukakostnað fyrir þjóöina í heild. Þau rök, sem hér hafa verið dreg- in fram, sýna ljóslega hvað um er að ræða. Þetta mál snertir öll heim- ih sem senda börn í grunnskóla og raunar þjóðina alla. Guðmundur G. Þórarinsson Tilraunir voru gerðar Tvísetning eykur 'enn meir á óreglu á matmálstíma á heimhum barnanna en ísland hefur nokkra sérstöðu hvað þetta snertir. Thraunir hafa verið gerðar með sölu á matarpökkum sem Mjólk- ursamsalan útbjó en það vantaði m.a. starfsmenn í skólana th þess að annast þessa þjónustu. Sumum þótti þetta of dýr og leiðigjörn fæða. í Kópavogi hefur vel miöað við að koma á skólamáltíðum. Kannanir í Bandaríkjunum hafa leitt í Ijós að fæmi og námsgeta bama sé að hluta háð því fæði sem þau neyta. Nauðsynlegt er að skóhnn stuðli aö hollum lífsvenjum með áherslu á hehbrigt líferni og góða næringu. Skólinn á að ganga á undan og „Skólinn er vinnustaður barna og unglinga," segir greinarhöfundur. Kjallariim virða þau manneldismarkmið sem íslendingar hafa sett sér. Koma þarf upp skólaeldhúsum í flestum ef ekki öllum grunnskól- um. Máltíðir þurfa að miðast við góða, holla og næringarríka fæðu. Víðast geta börnin borðað í skóla- stofunum. Til greina kemur að miða við að hið opinbera greiði rekstrarkostn- að vegna matmálstímanna, sem og starfsmannahald og 25% hráefnis-' Til hinna hálærðu Ég gerist nú gamah og hef fylgst með þjóðlíflnu í marga áratugi. „Önnur gerist nú aðferð ungra manna en þá er ég var ungur.“ Þannig ávörpuðu fornkapparnir synina þegar þeim sýndist þeir ætla að verða heldur duglausir. Þegar ég var ungur áttu ungir menntamenn þær hugsjónir að þjóðin rifi sig upp úr fátækt og eymd og börðust af alefh fyrir þeim. Nú er það hugsjón ungra mennta- manna - sem betur fer kannski ekki margra - að þjóðin lifi á hálf- gerðum bónbjörgum. Er einhver framtíð í því að flytja inn land- búnaðarvörur sem greiddar hafa verið niður þannig að verðið er ekki nema brot af framleiðslu- kostnaði? Eru það ekki bónbjargir? Þá látum við erlent fólk vinna fyrir okkur. Ef við ætlum að fylgja aht ann- arri landbúnaðarstefnu en ná- grannaþjóðir okkar hljóta sveitirn- ar að leggjast í eyði og þá verður mörgum kauptúnum og kaupstöð- um hætt við hruni. Móðgandi framkoma Allt tal hinna háskólagengnu manna bendir th þess aö þeir telji sig einhverjar æðri verur. Þetta KjaUaiinn Steinar Pálsson bóndi, Hlíð í Gnúpverjahreppi kom fram þegar þeir á einhverjum kjaramálafundi ráku upp stóran Ihátur þegar minnst var á kjara- samninga Sóknarkvenna. Það var verk háskólamanna að thraun til aö minnka örhtið hinn óheyrilega launamismun rann út í sandinn. ísland er stórt en fólkið fátt. Bæði háir og lágir þurfa að sjá að það er dýrt að búa í stóru landi og fjöll- óttu. Þetta þyrftu hinir hálærðu að sjá manna best. Ég hef heyrt og séð hálærða menn efast um að réttmætt sé að þeir greiði afnotagjald af Ríkisútvarp- inu sem ekki þykjast nota það. Þetta er eitt af því sem hlýtur að teljast árás á landsbyggðina. Vegna þess hvað landið er stórt og fjöllótt hlýtur dreifikerfi útvarps að verða mjög dýrt. Þetta er ákaflega móðg- andi framkoma gagnvart þeim sem vilja og þurfa að hafa útvarp vítt og breitt um landið og á sjónum. Hveijir ættu þá að kosta dreifikerf- ið? Ég heyrði í útvarpi boma fram spurningu um hvort réttmætt væri að greiða afnotagjald th Ríkisút- varpsins. Svörin voru mjög loðin. Sem betur fór svaraði útvarpsstjór- inn þessari spurningu prýðhega rétt á eftir. En þetta nægði ekki öllum. Skömmu síðar var mér sagt að í viðtali á Stöð 2 hefði verið rætt um þetta efni og minnst á hina mörgu sem skulda afnotagjaldið. Þá hefði hálærður maður og mik- ilsvirtur tahð nokkuð eðlilegt að ýmsir þrjóskuðust við að greiða þetta gjald. Er þetta ekki að gliðna úr sambandi við fólkið í landinu? Hvers konar fólk er það sem telur sér sæma að skorast undan slíku gjaldi nema fjárhagsvandræðum sé um að kenna? Er það ekki innheimt með sama hætti og önnur opinber gjöld? Svört aldamótaspá Gaman var að heyra frásögn ís- lenskrar konu sem hefur veriö bóndi í Noregi. Sérstaklega var gaman að heyra frásögn hennar af skemmtigöngu í skóginum sem hún tók þátt í að planta fyrir 30 árum. Eftir önnur 30 ár á að höggva skóginn og planta í landið að nýju. Mér datt í hug aldamótaspá Hannesar Hafstein: „Menningin vex í lundi nýrra skóga“. Nú - þeg- ar næstu aldamót nálgast - sjáum við hilla undir að þessi spádómsorð geti ræst. Við vitum að til eru trjá- tegundir sem vaxa hér, í þeim hér- uðum sem best eru fallin th trjá- ræktar. Nú leitast menn við að spá fyrir 21. öldinni. Mér er sagt að málsmet- andi menn hafi látið sér detta í hug að þá verði farið að flytja inn land- búnaðarfurðir. - Þetta er mjög svört aldamótaspá. Þótt stutt sé orðið th aldamóta skulum við vona að þá geti þeir sem framleiða matvæli fengið þau greidd á kostnaðarverði, bæði hér og í þeim löndum sem greiða þau niður í stórum sth. Þá skulum við vona að kjör fólks verði orðin svo jöfn að það geti keypt matinn eins og kostar að framleiða hann. Við skulum vona að hinir ungu lærdómsmenn (konur eru að sjálf- sögðu hka menn þótt sumum gangi hla að átta sig á merkingu orðsins maður) verði búnir að ná áttum fyrir aldamót. Við skulum einnig vona að fyrir þann tíma verði hinir sömu menn okkar búnir að átta sig á að ísland er of stórt fyrir smásál- ir. Steinar Pálsson „Við skulum einnig vona að fyrir þann tíma verði hinir sömu menn okkar búnir að átta sig á að ísland er of stórt fyrir smásálir.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.