Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1989, Blaðsíða 17
FÖSTUDAGUR 29. DESEMBER 1989.
33
DV-mynd GS
i 1 handknattleik:
jóð tilþrif
di 1 troðfuUri Laugardalshöllinni
og skoraði nokkur mörk með þrumu-
skotum. Markvarslan hjá liðinu hefði
mátt vera betri. Einar varði alls 9 skot
í leiknum en Leifur náði ekki að verja
skot þann tíma sem hann var inni á.
Bodgan landsliðsþjálfari tefldi fram 14
leikmönnum í leiknum en þeir Bjarki
Sigurðsson og Konráð Olavsson léku
ekkert og þeir Júlíus Jónasson, Sigurð-
ur Sveinsson og Gunnar Beinteinsson
fengu lítið að spreyta sig. Vonandi fá
þeir að sýna hvað í þeim býr í leiknum
gegn Norðmönnum í kvöld.
Norska liðið gerði ágæta hluti í leikn-
um og greinilegt er að norskur hand-
knattleikur er í sókn. Vinstri handar
skyttan Östyn Havangvar besti maður
norska hðsins og gekk íslendingum illa
að stöðva hann. Var hann sá eini í
norska liðinu sem eitthvað hvaö að.
• Mörk íslands: Þorgils Óttar 7, Héð-
inn Gilsson 5, Kristján Arason 4, Sig-
urður Gunnarsson 3, Valdimar Gríms-
son 2, Alfreð Gíslason 2, Sigurður
Sveinsson 1/1 og Jakob Sigurðsson 1.
• Mörk Noregs: Östyn Havang 8,
Roger Kjendalen 4, Ole Gustaf Gjekstad
3, Erik Böhn 2, John P. Sando 2, Ron-
ald Johnsen 1, Simen Muffetangen 1
og Morten Schönfeldt 1.
• Dómarar í leiknum voru frá ísra-
el, þeirra fyrsta dómarapar, og dæmdu
þeir vel enda var leikurinn prúðmann-
lega leikinn og aðeins tveimur leik-
mönnum vísað af leikvelh. Þessir sömu
dómarar hafa verið valdir til að dæma
í A-keppninni í Tékkóslóvakíu á næsta
ári -GH
íþróttir
Breytingar hjá Haukum 1 körfuknattleiknum:
Torfi til Hauka
- ráðinn þjálfari út tímabilið 1 úrvalsdeildinni
Torfi Magnússon, fyrrum lands-
hðsmaður og leikmaður með Val,
hefur nú verið ráðinn þjálfari úr-
valsdeildarhðs Hauka í körfuknatt-
leik. Torfi tekur við störfum Pálm-
ars Sigurðssonar.
„Torfi kom á æfingu hjá okkur í
kvöld og ég kynnti fyrir strákunum
hvað í vændum væri. Ég óskaði
eftir því við stjórn deildarinnar að
vera leystur frá störfum sem þjálf-
ari og nú mun ég einbeita mér að
því að spha með hðinu af fullum
krafti. Eftir að Ingvar Jónsson
hætti sem liðsstjóri tók Ólafur
Rafnsson við störfum hans á
bekknum. Ólafur treysti sér hins
vegar ekki til að halda áfram störf-
um og því fannst mér ekki viðeig-
andi að kalla til þriðjá mannsins.
Ég er mjög ánægður og við allir
strákarnir í liðinu með að Torfi
skuh koma til hðs við okkur og ég
veit að hann á eftir að gera góða
hluti sem þjálfari og ég lagði hart
að leikmönnunum að vinna með
Torfa af heilum hug,“ sagði Pálmar
Sigurösson í samtah við DV í gær-
kvöldi.
Haukaliðið hefur valdið miklum
vonbrigðum í vetur. Margir töldu
að liðiö mundi beijast um íslands-
meistaratitUinn en allt hefur geng-
ið á afturfótunum hjá því í vetur
og nú á liðiö ekki lengur möguleika
á að tryggja sér sæti í úrhtakeppn-
inni.
-GH
Sagt eftir landsleikinn í gærkvöldi:
„Margt gott kom fram“
„Þetta er í fyrsta skipti sem við
náum að koma liðinu saman sem
lék í B-keppninni í Frakklandi.
Miðið við þann stutta tíma sem hð-
ið hefur verið saman er ég tUlögu-
lega ánægður með leikinn gegn í
kvöld gegn Norðmönnum," sagði
Bogdan Kowalcyzk landsliðsþjálf-
ari, í samtah við DV eftir leikinn í
gærkvöldi.
„Það kom margt gott fram í leikn-
um þó hefði markvarslan mátt vera
betri en hafa verður þó í huga að
Einar Þorvarðarson er ný stiginn
upp úr meiðslum að þáð tekur tíma
fyrir hann að koamst í sitt fyrra.
Það eru mörg vandamál sem þarf
að leysa fyrir heimsmeistara-
keppnina og það er stuttur tími til
stefnu,“.
Kristján Arason
„Þaö voru góðir kaflar í leiknum
og á margan hátt kom leikur okk-
ar mér á óvart. Sóknarleikurinn
var góðru lengstum en varnar-
leikinn þarf að laga en með meiri
æfingu lagast sá þáttur. Norð-
menn eru .með mun betra hð en
þegar við lékum gegn þeim síö-
ast. Við erum að fara af stað með
ný leikkerfi fyrir heimsmeistara-
keppnina og það tekur tíma að
ná tökum á þeim,“ sagöi kristján
Arason.
Sigurður Gunnarsson
„Þetta var hraður og örugglega
skemmtilegur leikur fyrir áhorf-
endur. Alfreð og Kristján koma
nánst beint inn í liðið og ef við
tökum mið af því lék liðið nokkuð
vel. Við höfðum gaman af þessu
og þegar hlutirnir er þannig
gengur dæmið upp,“ sagði Sig-
urður Gunnarsson.
Guðjón Guðmundsson
„íslenska hðið var gott í leiknum.
Markvarslan mátti þó vera betri
en markvarslan er ekki hlutur
sem ég hef áhyggjur af þegar fram
í sækir. Undirbúningurinn fyrir
heimsmeistarakeppnina er í fuh-
um gangi og nú er bara að bíða
og sjá hvað gerist þegar stóra
stundin rennur upp í Tékkósló-
vakíu. Norðmenn eru með sterkt
lið og ég spái því að eftir tvö ár
verði þeir komnir með landshð í
fremstu röð,“ sagði Guðjón Guð-
mundsson liðsstjóri.
Sigurður Sveinsson
„Leikur landsliöið lofar góður
eftir þennan leik í kvöld. Við lék-
um vel ef undan eru skildir smák-
aflar í leiknum. Sigurinnn var
aldrei í hættu. Það hefði verið
gaman að fá að leika meira en
fyrst að konan mín gaf mér svo
fallega jólagjöf skipti það engu
máh,“ sagði Siguröur Sveinsson.
-JKS
FLUGELDASALA
LEIKIMIS
Brcíðholtsbúar, nú verður flugeldasalan
á tvcímur stöðum.
Ath. Allar vörur frá Hjálparsveít skáta.
Frábært úrval.
ÚTSÖLUSTAÐIR
í Leikníshúsínu víð Austurberg verður opið fimmtudag-laugardags frá
kl. 10-22 og gamlársdag frá kl. 10-16.
Víð Jaðarsel föstudag frá kl. 17-22, laugardag frá kl. 10-22
og gamlársdag frá kl. 10-16.
Styðjið félagíð í ykkar hverfí.