Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1990, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1990, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 1990. Fréttir Hafskips- og Útvegsbankamálið í Sakadómi: Lögreglurannsókn var greidd af þrotabúinu - þetta kom fram þegar Valdimar Guðnason endurskoðandi bar vitni Valdimar Guðnason endurskoð- andi upplýsti, við vitnaleiðslur í Haf- skips- og Utvegsbankamálinu í Saka- dómi Reykjavíkur í gær, að þrotabú Hafskips hefði greitt fyrir þá vinnu sem Valdimar vann fyrir Rannsókn- arlögreglu ríkisins við rannsókn á Hafskipsmálinu. Það var Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttarlögmað- ur og verjandi Helga Magnússonar, fyrrum endurskoðanda Hafskips, sem spurði Valdimar hvort svo hefði verið. Valdimar Guðnason var eina vitnið sem yfirheyrt var á þessum fyrsta degi vitnaleiðslna. Hann mun einnig svara spurningum sækjenda og verj- enda mestan hluta dagsins í dag. Valdimar rannsakaði fyrir skipta- ráðendur bókhald Hafskips eftir að fyrirtækið var tekiö til gjaldþrota- meðferðar. Síðar vann hann með Rannsóknarlögreglunni við rann- sókn málsins. Skýrsla Ragnars verður með Upplýsingaskýrsla Ragnars Kjart- anssonar hefur verið samþykkt sem dómsgagn. Eins og kunnugt er höfðu Sakadómur og Hæstiréttur neitað að skýrslan yröi lögð fram. Jón Magn- ússon, hæstaréttarlögmaður og veij- andi Ragnars Kjartanssonar, óskaði þess á ný að skýrslan yrði lögð fram sem dómsgagn. Dómurinn sam- þykkti framlagninguna þar sem allir ákærðu hafa fengið að tjá sig um ákærumar. Dómararnir sögðu að verulegur hluti skýrslunnar yrði að teljast ótímabær málflutningur og að hún íjallaði um fleira en sjálfa sakargift- ina. Dómaramir sögðust ekki líta á aðfmnslur við rannsókn málsins, sem fram koma í skýrslunni, sem beiðni um frekari rannsókn eins og þær em settar fram. Jónatan Þórmundsson sagðist láta við ákvörðun dómaranna sitja. Það þýðir að Jónatan ákvað að kæra úr- skurðinn ekki til Hæstaréttar. Jónatan Þórmundsson, sérstakur ríkissaksóknari, og Páll Amór Páls- son, hæstaréttarlögmaður og fulltrúi Jónatans, spurðu Valdimar ítarlega um aðferðir hans við rannsóknina. Valdimar staðfesti það sem komiö hafði fram í skýrslu hans. En þar eru Jónatan Þórmundsson, sérstakur ríkissaksóknari, mætir í Sakadóm. Við hlið hans er Björgólfur Guðmundsson, fyrrum forstjóri Hafskips. DV-mynd GVA þungir áfellisdómar á vinnubrögð Helga Magnússonar endurskoðanda. Valdimar sagðist hafa haft fullan aðgang að bókhaldi Hafskips og að Sigurþór Charles Guðmundsson, sem var aöalbókari Hafskips, og Helgi Magnússon hafi látið sig hafa þær upplýsingar sem hann leitaði eftir. í máh Valdimars kom fram að hann hefði fundið gögn á skrifstofu Hafskip sem bentu til þess að til hefðu verið tvær útgáfur af milliupp- gjöri sem dagsett er 31. ágúst 1984. Hér verður ekki farið út í einstaka liði, en svör Valdimars við spurning- um ákæruvaldsins voru ótvíræð. Valdimar taldi aö ekki hefði verið farið eftir góðum reikningsskilavenj- um og hann sagði líka að miðaö við fjárhagsstöðu Hafskips hefði varúð- arsjónarmiðum ekki verið nægilega sinnt. í dómsalnum Sigurjón M. Egilsson Leitaði ekki tii forráðamanna Jón Steinar Gunnlaugsson spurði Valdimar hvort hann hefði, við þá rannsókn sem hann gerði, leitað til forráðamanna Hafskips. Valdimar sagði svo ekki vera og að hann hefði heldur ekki leitað til Helga Magnús- sonar endurskoðanda nema til að fá hjá honum gögn. Valdimar upplýsti að hann hefði fengið boð frá Rannsóknarlögreglu þar sem aðstoðar hans var óskað. Valdimar varð við þeim óskum. Þá sagðist hann hafa munnlega aðstoö- að við gerð spurninga sem notaðar voru viö lögreglurannsóknina. Valdimar sagðist einnig hafa verið viðstaddur yfirheyrslur yfir Sigur- þóri C. Guðmundssyni og eina yfir- heyrslu yfir Þórði H. Hilmarssyni. Hann sagði að hvorki réttargæslu- menn þeirra né þeir sjálflr hefðu haft neitt við það að athuga. Jón Steinar Gunnlaugsson spurði Valdimar hvort honum væri kunn- ugt um að vísindaleg könnun á reikn- ingsskilavenjum hefði verið gerð. Valdimar sagði aö sér væri ekki kunnugt um það. Eftir að lokið verður við yfirheyrsl- ur yfir Valdimar Guðnasyni verða endurskoðendurnir Stefán Svavars- son og Atli Hauksson næstu vitni, en þeir hafa einnig tekið saman skýrslu um stöðu Hafskips og hvern- ig forráðamenn þess og Helgi Magn- ússon stóðu að sínum verkum. -sme Dalvlk: Italíuskreiðin selst hægt Geir A. Guðsteinason, DV, Dalvflc Aðeins 45--50% af þeirri skreið, sem framleidd var fyrir Ítalíumarkaö á Dalvík og Árskógssandi á síðasta ári, eru enn seld. Á sama tíma fyrir ári höfðu nær 90% af skreiðinni selst. Að sögn Hallsteins Guðmundsson- ar hjá Fiskmiðlun Norðurlands eru söluhorfur allþokkalegar. Von er á hreyfmgu nú á nýbyijuðu ári þar sem innflutningur til Italíu er nú toll- frjáls og eins höfðu Norðmenn selt • nánast alla sína framleiðslu nú fyrir áramót. Ekki taldi Hallsteinn það breytta stöðunni gagnvart verði þótt Norðmenn hefðu selt alla sína fram- leiðslu. Allir íslenskir skreiðarseljendur selja sömu ítölsku umboðssölunum, sem aðallega eru á Sikiley og á Nap- olísvæðinu, svo eölilega fá íslenskir skreiðarframleiðendur sama verð fyrir framleiðsluna, hveijum svo sem þeir selja. Norðmenn hafa fengiö um 50% hærra verð fyrir einstakar tegundir af skreiðinni og það þrátt fyrir að þeir hengi fisk sinn upp í febrúar og mars sem þýðir að hann frýs allur í hjöllunum. Hér á landi er fiskurinn hengdur upp í apríl og mai og frost- skemmdir þvi óverulegar. Við út- bleytingu ná ítalirnir meiri nýtingu úr norsku skreiðinni en þeirri ís- lensku en norskur þorskur virðist vatnsmeiri en sá íslenski. íslendingar hafa ekki séð ástæðu til að auglýsa sína framleiðslu á ítal- íu til þessa, á sama tíma og Norð- menn auglýsa grimmt norska skreið, auk þess sem gömul hefð er á skreið- arsölu Norömanna þangað. Ástæðan kann að vera sú aö á meðan Nígeríu- markaöur var opinn var nánast öll skreiðarsala héðan á þann markað sem ekki þarf að vera undrunarefni, því gæðakröfur þar voru miklu minni en verð nánast það sama og til Ítalíu. Skreiðarframleiöendur hér eru hins vegar sammála um að brýn ástæöa sé til að hefja auglýsingaher- ferð vegna íslenskrar skreiðar til þess aö verðsamanburöur við þá norsku verði ekki eins óhagstæður og verið hefur. Sandkom dv tektonaflífi: ,J4ú eru ekki aðrir eftir afþessu liði ávaidastólumen Svavar Gestsson og Óiaflir Ragnar Gríms- son.“ Jóni firmst sosum i lagi að slá svonaummælumuppígrín „oglíkja Þorsteini við einhverja af þeim per- sönum sem höfundar heimsbók- menntanna hafa notað til aðdraga framkátlegar hliðará sveita- mennsku og innilokaðri hugsun“. En það var alvarlegri hliðin sem sat í honum.Hannsegir:...þessvegna hef ég leyft mér að kalla þetta heimskustu ummæh liðins árs og hygg, að þó úr nokkru sé að velj a, verði mér einhverjir sammála um þaðmat." Heimskulegustu ummæli ársins I ÍgreineftirJón OrmHalldórs- : soníPressimni fyrir helgi máttilesaum vaxandi heimskuá verstatima. Þarsegirmeðal -------------1 annars,haft efttr ÞorsteiniPálssyni í Morgun- Skrautið Núeruþessijól liðinogekki . íaust viðsmá- ■ tómleikatil- finninguþegar jólaskrautið hcfurveriðpill- að niður. Það er langt til næstu stór- hátíðar þar sem páskamir eru ekki fyrr en um miðjan apríL Að sama skapi er langt í næstu frí. Faðir var aö ræða viö fimm ára son sinn um lok jólafrisins. Ræddu feðgamir einnig ýmsa merkisdaga á almanak- inu fram á vorið, bolludag, sprengi- dag, öskudag og páska. Faðirinn ætl- aði að fara að segja frá sumardegin- um fyrsta og l. maí þegar sá stutti sagði: „Biddu pabhi, bíddu. Þú mátt ekki gleyma bjórdeginum!!" 7 a 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 2 21 22 23 2« 25 28 27 28 29 30 31 ' Lögregluþjónar í Keflavík stóðu frammifyrirað : upplýsabíl- þjófhaðárla morgunsdag einnfyrirára- mótin. Hafði sendiferðabíll veriö skil- inn eftir í gangi meðan eigandinn bró sér inn í hús og honum stohð á með- an. Þar sem þjófnaðurínn var fram- inn mjög snemma morguns var hrím á götum og umferð litil þannig að hjólförin sáust vel. Þurftulögreglu- þjónamir því ekki annað en að rekj a slóðina frá staðnum þar sem bílnum var stohð. Enduðuþeír viö hús eítt í nágrannabyggðarfélagi, um lOkíló- metra í burtu. Frá bílnum lágu síðan fótspor inn í hús og þar fannst þjófur- inn og viðurkenndi verknaðinn. Hann stelur ekki oftar þegar fólar á }örð, þjófurinn sá. Frá Svíþjóð til Suðumesja Nokkuðhefur veriðumþaðað fólkhafitlusr úrlandi.buið aðgefastuppá streörnuhérá skerinuogöllu sem því fylgir. í einhverjum tilfellum virðist fólk hafa flutt úr öskunni í eldinn. í Vikurfréttum mátti lesa frétt af sexmanna fjölskyldu sem er að flyta heim efttr að hafa búið í Malmö í Svíþjóð. Vill fjölskyldufaðirinn koma varnaðarorðum til þeirra sem hafa hug á að flytja til Sviþjóðar. Um ástandið ytra segir hann: „Hér er allt að hækka, skattar, rafmagn, mat- vara, bensin og simi. Samkvæmt op- inberum tölum hefúr sex mannafjöl- skylda 500 sænskum krónum minna milh handanna nú en fyrir ári... Er ég því að selja raðhús mitt og flytja heim.“ Bætir heimilisfaðirmn við að mikið stress sé í Mafmö þar sem að minnsta kostí 85 manns voru myrtir á síðasta ári. Menn eru sem betur fer ekki myrtir S tugatah á íslandi en það er spuming h vort hækkanirnar séu eitthvað sérsænskt fyrirbæri. Umsjón: Haukur L Hauksson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.