Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1990, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1990, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDÁGUR 9. JANÚAR 1990. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjómarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK.SlMI (1 )27022 - FAX: (1 )27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1000 kr. Verð í lausasölu virka daga 95 kr. - Helgarblað 115 kr. Álver örvæntingar í hvert sinn sem erlent álfyrirtæki hefur helzt úr lest- inni í svokölluöum Atlantal-hópi hefur iðnaöarráöherra túlkaö það sem hálfgerðan sigur og bent á fyrirtækin, sem eftir voru í hópnum. Fyrst voru þau fjögur, en nú eru þau orðin tvö. Og alltaf er ráðherrann bjartsýnn. Rekstur þessa máls er farinn að mótast af örvænt- ingu. Iðnaðarráðherra og ríkisstjórnin telja nauðsynlegt fyrir sig, að framkvæmdir við orkuver og álver heQist strax á þessu ári. Nýtt álver er eina vonin um að lina þjáningar af kreppunni, sem staðið hefur í tvö ár. Ekki hefur enn fundizt kaupandi að orku versins við Blöndu, sem er langt komið. Nýtt álver mundi leysa þann vanda og einnig kalla á stórvirki í Fljótsdal austur á Héraði og aukningu við Búrfell. í stað 2-3% atvinnu- leysis kæmi rífandi atvinna í landinu í þrjú eða íjögur ár. Með nokkurri aðstoð næstsíðustu ríkisstjórnar hefur þessari ríkisstjórn tekizt að kaffæra atvinnulífið svo mjög í miðstýringu og fyrirtækjavelferð, að hér verður varanleg sérkreppa fyrir ísland, nema reist sé svo sem eitt 200 þúsund tonna álver á nokkurra ára fresti. 200 þúsund tonna álver er næstum sjö sinnum stærra en ísal var í upphafi. Það er svo stórt, að ál yrði þriðjung- ur allra útflutningstekna íslendinga, ef það seldist allt. Við erum þess vegna komin með mjög mörg egg í eina körfu, ef álver Atlantal-hópsins verður reist. Álverð er einstaklega sveiflukennt, svo sem við höf- um áþreifanlega reynt, því að orkuverð til Straumsvík- ur hefur verið háð heimsmarkaðsverði á áh. Með 200 þúsund tonna álveri verða sveiflurnar svo djúpar, að þær munu framkaha sífellda óvissu í efnahagslífinu. Svo illa getur efnahag þjóðarinnar verið komið, að betra sé að stóla á ótryggt orkuverð og álverð en ekki neitt. En máhð er komið í miklu alvarlegri stöðu, þar sem fyrirtækin tvö, er eftir sitja í Atlantal-hópnum, treysta sér ekki ein í dæmið án aðildar ríkisins. Ef íslenzka ríkið gerist þriðjungs eignaraðih að fyrir- huguðu álveri, er verið að færa efnahagslífið hér á landi í átt tU Albaníu á sama tíma og ríki Austur-Evrópu eru á hröðum flótta undan ríkisþátttöku í atvinnurekstri. Við verðum eitt mest miðstýrða land álfunnar. Eignaraðild ríkisins mun kosta börnin okkar, skatt- greiðendur framtíðarinnar, 15-20 milljarða króna á nú- verandi verðlagi ofan á þá 45 milljarða, sem orkuverin og orkuflutningurinn munu kosta. Miklu minni og ótryggari arður er af eignaraðildinni en orkusölunni. Þar að auki munu byggðastefnumenn krefjast þess, • að ríkið leggi fram að gjöf nokkra milljarða króna til að brúa hagkvæmnisbilið miUi Straumsvíkur og Eyja- fjarðar, svo að erlendu eignaraðilarnir fáist til að reisa álverið fyrir norðan. Slíkar kröfur sigra yfirleitt. Óséð er, hvaðan embættismönnum á að koma einka- rekstrarvit og markaðsástríða til að fá súrál og rafskaut á lægsta verði og til að selja ál á hæsta verði. Líklegt er, að úr þessu verði rugl á borð við ríkisrekstur. Ríkið á ekki að koma nálægt svona sérhæfðum áhætturekstri. En ráðherrarnir sjá, að eignaraðild aflar málinu fylg- is í Alþýðubandalaginu og að Eyjafjörður aflar því fylg- is byggðastefnumanna. Ráðherrarnir eru ekki að hugsa um þjóðarhag til langs tíma, heldur hvernig þeir geti mætt í næstu kosningar án kreppu og atvihnuleysis. Verst er þó, að augljós örvænting ríkisstjórnarinnar eyðileggur samningsaðstöðuna gagnvart þeim tveimur erlendu aðilum, sem eftir sitja í dæmi Atlantals. Jónas Kristjánsson Uppskurður ríkiskerfisins Nýlega hafa nokkrir þingmenn Framsóknarflokksins lagt fram þingsályktunartillögu um upp- skurö og hagræðingu í ríkiskerf- inu. Fyrsti flutningsmaöur er Stefán Guömundsson en aðrir flutnings- menn eru Guðmundur G. Þórarins- son, Alexander Stefánsson og Ólaf- ur Þ. Þórðarson. Tillagan hljóðar svo: Alþingi ályktar að fela ríkis- stjórninni að setja nú þegar á fót vinnuhópa til að móta tillögur um hagræðingu og uppskurð í ríkis- kerfinu. í starfi sínu taki vinnuhóp- arnir m.a. mið af eftirfarandi atrið- um: 1. Starfsmarkmið ríkisstofnana verði endurmetin og þau mark- mið, sem til grundvallar eru lögð við reksturinn, skilgreind að nýju og afnumin sjálfvirkni í útgjöldum. Þetta veröi gert í samstarfi og samvinnu við for- stöðumenn viðkomandi stofn- ana. Þannig verði hlutverk stofnana endurskilgreind og mat lagt á hagkvæmni í rekstri þeirra. 2. Stofnanir verði sameinaðár, starfsemin einfólduð og hagræð- ingu komið á. Lagðar verði niður stofnanir þar sem færa má starf- semina undir aðrar stofnanir. 3. Flestar ríkisstofnanir fái sjálf- stæðan fjárhag og stjómendur beri ábyrgð á að halda stofnun- inni innan íjárlagarammans. 4. Gerð verði úttekt á ýmsum þátt- um í rekstri ríkisstofnana sem bjóða má út og haldið verði áfram athugun á sölu ríkisfyrir- tækja. 5. Verkaskipting starfsmanna verði ekki eins afmörkuð og nú er en gert er ráö fyrir tilfærslum innan stofnana eftir álagi. 6. Stjórnkerfi ríkisstofnana verði gert virkara og við það miðað aö stjómendur þeirra geti lagað reksturinn að fjárlögum. 7. Miðað verði við að fækka ríkis- starfsmönnum um 1,5-2% á næstu þremur árum. Nokkur rök Ríkissjóður íslands hefur á und- anfórnum árum verið rekinn með miklum halla. Þessi halli ríkissjóðs verður fyrst og fremst vegna stór- aukinna útgjalda. Hallinn á ríkis- sjóði gæti orðiö um 5 þús. milljónir króna á árinu 1989 og e.t.v. annað eins 1990.10 þúsund milljóna halli á ríkissjóði á tveimur ámm svarar til að hann tapi um 15 500 tonna frystitogurum eða sem svarar 700 einbýlishúsum. Ljóst er að hvemig sem reiknað er verða tölurnar gríö- arlega stórar. Stjómvöld hafa lýst því yfir að heildarskattálagning verði ekki hækkuð enda öllum ljóst að halli ríkissjóðs verður ekki brúaður með skattahækkunum. Ráðið til þess aö bregðast við tapi ríkissjóðs er að skera upp ríkisskerfið og beita hag- ræðingu. Eitt brýnasta verkefnið í íslensku efnahagslífi er uppskurð- ur ríkiskerfisins. Ríkisrekstur er af ýmsum ástæð- um annars eðlis heldur en einka- rekstur. Almenningur gerir kröfur til ríkisins um ýmsa þjónustu, stjórnmálamenn finna sig knúna til að verða við slíkum óskum, nýir tímar, nýjar áherslur kalla á nýja þjónustu, nýja starfsemi. Hættan viö þetta allt er að ríkisumsvifin aukist, ríkisstofnanir þenjist út og mannahald aukist. í þeirri þróun, sem þannig verð- ur, gleymajmenn alloft að taka til- lit til gamla kerfisins, leggja niður starfsemi'sem ekki á lengur rétt á sér, einfalda og hagræða. En þeir sem reka sín fyrirtæki verða fljót- lega varir við það éf ekki er þörf á þjónustu þeirra lengur. Kúnninn KjaUarinn Guðmundur G. Þórarinsson alþingismaður einfaldlega hættir aö koma, hann borgar ekki og starfsemin leggst niöur. Hjá ríkinu er þetta öðruvísi þar sem ekki er greitt fyrir þjónustuna. Dugmiklir forustumenn stofnana verða jafnvel ekki varir við að tímarnir hafa breyst, þörfm fyrir þjónustuna er ekki sú sama, al- menningur greiðir ekki fyrir hana í mörgum tilvikum og menn hafa þess vegna ekki þann mælikvarða á þaö hvort þjónustan eigi að halda áfram, hvort hún sé beinlínis þörf eða brýn. Dugmiklir ríkisforstjórar geta jafnvel búið til nýjar þarfir, búiö til aukna þjónustu og þar með stóraukinn kostnað án þess að það sé í sjálfu sér þörf fyrir allt saman. Uppskurður ríkiskerfisins Parkinson sagði einhvern tíma að ef stofnun væri nógu stór þá þyrfti hún engin utanaðkomandi verkefni; allir gætu haft yfirdrifið að gera við að sinna innri málum stofnunarinnar. Því miður er það svo aö ríkisrekstur hefur í eðli sínu innbyggða þætti sem verka í þessa átt. í þeirri stöðu, sem íslenska þjóöarbúið er nú, samdrætti í þjóð- artekjum' og erfiðri stööu heimila og atvinnulífs, hlýtur þetta mál að koma allt í nýtt ljós. Nú þarf að setja harða vinnuhópa í að skera ríkiskerfið upp. Nú þarf aö vinna markvisst að langtímaá- ætlun og einfalda ríkiskerfið. Eigi að síður tala menn stöðugt um auk- in útgjöld ríkissjóðs, tala um að hengja nýja pinkla á ríkissjóð. Umræðan um gagngeran uppskurð á ríkiskerfmu hefur ekki verið inni í myndinni. Fjármálaráðherrar íslands hafa í auknum mæli nánast starfað sem rukkarar og sjaldan séð önnur úr- ræöi en að auka skattana, afla nýrra tekna, herða innheimtu. Þetta gengur ekki lengur. Það verð- ur að skera ríkiskerfið upp, það verður að draga úr ríkisbákninu. Ríkisstjómin krefst þess með að- gerðum sínum að atvinnulífiö hag- ræði hjá sér, fækki fólki, dragi úr rekstrarkostnaöi. Það er verið að gera víðast hvar en ríkissjóður ger- ir lítið í þá áttina sjálfur. Nú verða menn að stýra fleyinu eftir nýjum áttavita, hætta að taka stefnuna á meiri tekjuöflun og taka hins vegar stefnuna á 180 gráður til baka, stefna á samdrátt í ríkisútgjöldum, uppskurð ríkiskerfisins. Við verðum að leggja niður eða selja þær stofnanir sem fást við verkefni sem þegnamir, borgar- amir geta sjálfir annast. Um sam- drátt í rekstri ríkisins er vart að ræða nema fækka ríkisstarfs- mönnum. Það er auðvitað mjög erfitt og ekki síst á tímum þegar atvinnu- leysi hefur haldiö innreið sína. Eigi að síður er það einmitt það, fækkun starfsmanna, sem ríkisstjórnin krefst af atvinnulífmu. Heimilin og atvinnulífið geta ekki greitt meira til þess að standa undir aukinni þjónustu ríkisins. Þingsályktunartillaga þessi er flutt í framhaldi af áliti þing- mannanefndar Framsóknarflokks- ins um efnahags-, atvinnu- og byggðamál. Aðalfundur miðstjórnar Fram- sóknarflokksins fjallaði um álykt- un þingmannanefndarinnar í nóv- ember sl. Miðstjómarfundurinn ályktaði um uppskurð ríkiskerfisins svo- hljóðandi: „í því sambandi verði markmið ríkisstofnana skilgreind að nýju og rekstur stofnana sameinaður í stærri einingar þar sem slíku verð- ur mögulega við komið. Þá verði ríkisstofnanir gerðar í vaxandi mæli fjárhagslega ábyrgar fyrir eigin rekstri. Athugað verði jafn- framt að bjóða út einhvern hluta af þjónustu ríkisins og ekki hikað við að leggja ákveðnar ríkisstofn- anir niður sé sýnt fram á að starf- semi þeirra verði auðveldlega kom- ið fyrir utan ríkiskerfisins án þess að slíkt veiki velferðarkerfið eða nauðsynlega félagslega þjónustu við almenning." Guðmundur G. Þórarinsson „Um samdrátt rikisins er vart að ræða nema fækka ríkisstarfsmönn- um,“ segir m.a. i greininni. „Ríkisstjórnin krefst þess með aðgerð- um sínum að atvinnulífið hagræði hjá sér, fækki fólki, dragi úr rekstrarkostn- aði. Það er verið að gera viðast hvar en ríkissjóður gerir lítið 1 þá áttina sjálfur.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.