Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1990, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1990, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 1990. 7 dv________________________________________________________________________Viðskipti Engar mannabreytingar með nýjum eigendum Samvinnubanka: Geir Magnússon verður áfram bankastjóri Samvinnubankans - fáum utanaðkomandi í bankaráð Samvinnubankans, segir Sverrir Hermannsson Sverrir Hermannsson, bankastjóri Landsbankans, segir að Landsbank- inn muni gefa sér mjög góðan tíma í allar skipulagsbreytingar varðandi Samvinnubankann en Landsbank- inn mun bráðlega eignast 52 prósenta hlut í honum og verða í meirihluta í bankaráði. Sverrir segir ennfremur að Landsbankinn muni fá utanað- komandi menn til að verða fulltrúar Landsbankans í bankaráði Sam- vinnubanka. Jafnframt væntir hann Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR (%) hæst Innlán óverðtryggö Sparisjóðsbækurób. 11-12 Bb Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 11,5-13 Úb,V- 6 mán. uppsögn 13-14 b.Ab Úb.V- 12mán. uppsögn 12-15 b,Ab Lb 18mán. uppsogn 26 Ib Tékkareikningar.alm. 2-4 Sp Sértékkareikningar 10-12 Bb Innlán verötryggð Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 0,75-1,5 Allir 6mán. uppsögn 2,5-3,0 nema Sp Lb.Bb,- Innlán meðsérkjörum 21 Sb Allir Innlángengistryggð Bandaríkjadalir 7-7,5 Sb Sterlingspund 13-13,75 Úb.Bb,- Ib.V- Vestur-þýskmörk 6,75-7 b,Ab, Úb.lb,- Danskar krónur 10,5-11,0 Vb.Ab Úb.lb,- ÚTLÁNSVEXTIR .(%) Vb.Ab lægst Útlán óverðtryggð Almennirvíxlar(forv.) 27,5 Allir Viðskiptavixlar(forv.) (1) kaupgengi Almennskuldabréf 31,5-32,75 Lb.Bb Vióskiptaskuldabréf(1) kaupgengi Allir Hlaupareikningar(yfirdr.) 32,5-35 Lb.Bb Utlán verötryggð . Skuldabréf 7,25-8,25 Úb Utlántilframleiðslu Isl. krónur 28.5-33 Lb.Bb. SDR 10,75 Allir Bandaríkjadalir 10,25-10,5 Allir Sterlingspund 16,75 nema Úb.Vb Allir Vestur-þýsk mörk 9,75-10 Allir Húsneeðislán 3.5 nema Lb Lífeyrissjóðslán 5-9 Dráttarvextir 40,4 MEÐALVEXTIR Óverötr. des. 89 31,6 Verðtr. des. 89 7.7 VÍSITÖLUR Lánskjaravisitalajan. 2771 stig Byggingavisitala jan. 510 stig Byggingavisitala jan. 159,6 stig Húsaleiguvisitala 2,5% hækkaði 1. jan. VERÐBRÉFASJÓÐIR Gengi bréfa veröbréfasjóða Einingabréf 1 4,551 Einingabréf 2 2,505 Einingabréf 3 2,993 Skammtímabréf 1.555 Lifeyrisbréf 2,288 Gengisbréf 2,019 Kjarabréf 4,507 Markbréf 2,393 Tekjubréf 1,879 Skyndibréf 1,360 Fjölþjóðabréf 1,268 Sjóðsbréf 1 2,197 Sjóðsbréf 2 1,676 Sjóðsbréf 3 1,541 Sjóðsbréf 4 1,295 Vaxtasjóðsbréf 1,5505 HLUTABRÉF Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.: Sjóvá-Almennar hf. 400 kr. Eimskip 400 kr. Flugleiðir 162 kr. Hampiöjan 172 kr. Hlutabréfasjóður 168 kr. Iðnaðarbankinn 180 kr. Skagstrendingur hf. 300 kr. Útvegsbankinn hf. 155 kr. Verslunarbankinn 153 kr. Olíufélagiö hf. 318 kr. Grandi hf. 157 kr. Tollvörugeymslan hf. 114 kr. (1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við- skiptaskuldabréfum. útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge. Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn, Bb= Búnaðarbankinn, lb = Iðnaðarbank- inn, Lb = Landsbankinn, Sb = Samvinnu- bankinn, 0b = Útvegsbankinn, Vb = Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóðirnir. Nánari upplýslngar um peningamarkað- Inn blrtast i DV á fimmtudögum. þess fastlega að Geir Magnússon, núverandi bankastjóri Samvinnu- bankans, verði beðinn um að gegna starfi bankastjóra Samvinnubank- ans áfram. „Viö munum gefa okkur góðan tima í allar breytingar varðandi Samvinnubankann. Þess vegna verð- ur rekstur hans að mestu óbreyttur til að byija með. Ég tel nauðsynlegt að stilling og ró komist á málefni hans eftir alla þá miklu umfiöllun sem hann hefur fengið að undan- fomu. Það er ekki einungis mikil- vægt vegna viðskiptavinanna heldur ekki síður vegna starfsfólks bank- ans,“ segir Sverrir. Sverrir gagnrýndi nýlega setu Kristínar Sigurðardóttur, starfs- manns Kaupþings og kvennahsta- konu, í bankaráð Landsbankans. Ræddi Sverrir um hagsmunaá- rekstra bæði Kaupþings og Lands- banka. - Ætlar Landsbankinn að setja starfsmenn Landsbankans í banka- ráð Samvinnubankans? „Nei, nei. Við fórum út fyrir Lands- bankann varðandi okkar menn í bankaráð Samvinnubankans. Full- trúar Landsbankans þar verða utan- aðkomandi menn.“ - Ætlar Landsbankinn að fækka útibúum Samvinnubankans til að ná fram hagræðingu í rekstri og þar með hagræöingu í bankakerfinu? „Við munum fljótlega ræða við þá Samvinnubankamenn um endur- skipulagningu útibúakerfisins. Ég vil þó ítreka að við fórum okkur hægt í þessum efnum. Mestu skiptir núna að ró komist á málefni bank- ans. í allri bankastarfsemi skiptir traustið mestu máli. Þess vegna gef- um við okkur góðan tíma í allar breytingar. Ég vil að þær komi hægt en örugglega.“ - Er hugsanlegt að Landsbankinn og Steypustöðin Ós: Nýir kröftugir meðeigendur inn í fyrirtækið Ólafur Bjömsson, eigandi Steypu- stöðvarinnar Óss, segir að hann vinni nú að því að fá kröftuga aðila inn í fyrirtæki sitt, Steypustöðina Ós. „Ég er í talsverðum þreifingum núna sem ég veit að skila sér í lok vikunnar,“ sagði Ólafur í gær. Að sögn Ólafs á hann í viðræðum við tvo hópa, annars vegar mjög öflugt fyrirtæki og hins vegar hóp manna, um að gerast meðeigendur með sér í Steypustöðinni Ós. „Ég er ekki að selja steypustöðina heldur að fá fleiri inn í fyrirtækið til að styrkja það. Stöðin hefur verið rekin með hagnaði og menn vita að þeir ganga að traustum rekstri. í nóvember síðastliðnum aðgreindi ég steypustöðina frá byggingarstarf- semi minni til að eiga möguleika á að fleiri inn í steypustöðina með mér.“ Ólafur vill ekki gefa upp nöfn þeirra sem hann er að ræða við um að gerast meðeigendur. „Ég get ekki rætt um það í fiölmiðlum hverjir þetta eru fyrr en niðurstaða er fengin í málinu." -JGH fyrst í staö verður hann rekinn sem sjálfstæð eining. Það er sú ákvörðun sem nú liggur fyrir. Við gefum okkur nægan tíma í framhaldið." - Ætlar Landsbankinn að skipta um bankastjóra í Samvinnubankanum og setja þar inn mann úr Lands- bankanum? „Nei. Ég vænti þess fastlega að við biðjum Geir Magnússon um að vera Samvinnubankinn verði ekki sam- einaðir í framtíðinni heldur láti Landsbankinn það duga aö eiga meirihluta í bankanum og stjórna honum? „Sú stefna er óbreytt að Lands- bankinn æth að kaupa hlut annarra hluthafa í Samvinnubankanum og' eignast þannig allan bankann með sameiningu síðar meir í huga. En áfram bankastjóra Samvinnubank- ans. Þetta er góður maður.“ - En hvað um að setja starfsmenn Landsbanka í aðrar helstu stjórnun- arstöður Samvinnubankans? „Það áht ég ekki til að tala um. Samvinnubankinn verður rekinn áfram sem sjálfstæð eining þó Lands- bankinn muni eiga þar meirihluta. Það blasir við.“ -JGH Geir Magnússon, bankastjóri Samvinnubankans. „Ég vænti þess fastlega að við biðjum Geir um að vera áfram bankastjóri Samvinnubankans. Geir er góður maður,“ segir Sverrir Hermannsson, bankastjóri Landsbankans. Sverrir Hermannsson, bankastjóri Landsbankans: „Við munum gefa okkur góðan tíma i allar breytingar varð- andi Samvinnubankann. Þess vegna verður rekstur hans að mestu óbreyttur til að byrja með. Ég tel mikil- vægt að stilling og ró komist á málefni bankans eftir þá miklu umfjðllun sem hann hefur fengið að undan- förnu.“ ARNARFLUG Hluthafafundur Arnarflugs hf. Stjórn Arnarflugs hf. boðar tíl hluthafafundar þríðjudagínn 9. janúar 1990 á Hótel Sögu, Súlnasal, kl. 20.30. Fundarefní: Staða Amarflugs hf. Hluthafar eru hvattir til að fjölmenna. STJÓRN ARNARFLUGS HF.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.