Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1990, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1990, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 1990. Fréttir Langt frá því að Sambandið sé komið á lygnan sjó: Gjaldþroti var bægt frá á síðustu stundu - ríkið verður að bjarga málunum með kaupum á hlut Sambandsins í íslenskum aðalverktökum Frá hinum þýðingar mikla stjórnarfundi Sambandsins um siðustu helgi. Forstjórinn heilsar stjórnarmönnum og eru menn allt annað en kátir á svip, enda mikil alvara sem við þeim blasti. DV-mynd GVA Stærsta gjaldþroti sögunnar á ís- landi var bægt frá á síðustu stundu þegar naumur meirihluti stjórnar Sambands íslenskra samvinnufélaga samþykkti að ganga að tilboði Lands- bankans um að kaupa Samvinnu- bankann á 605 milljónir króna. Einn- ig samþykkti Landsbankinn að gefa eftir vaxtagreiðslur Sambandsins frá því í september upp á um 60 milljón- ir króna og að ábyrgjast lífeyrismál starfsmanna Samvinnubankans upp á aðra eins upphæð. Þá eru stjórnar- menn Sambandsins með vilyrði fyrir því að ríkið kaupi hlut þess í íslensk- um aöalverktökum. Sá eignarhluti er sagður nema um einum milljarði króna. Það var krafa frá erlendum við- skiptabönkum Sambandsins að það seldi þessar eignir til að laga íjár- hagsstööuna. Ef Sambandið yrði ekki við þessum kröfum myndu erlendu bankamir fara fram á skuldaskil, sem hefði þýtt gjaldþrot þess. Skuldir þess erlendis voru í ársbyrjun 1989 á milli 4 og 5 milljarðar króna. Reikn- ingar ársins 1989 liggja að sjálfsögðu ekki fyrir. En það er álit stjórnar- manna Sambandsins, sem DV hefur rætt við, að skuldin sé enn á milli 4 og 5 milljaröar. Ótti forsætisráðherra Guðjón B. Ólafsson, forstjóri Sam- bandsins, hefur gagnrýnt Steingrím Hermannsson fyrir að segja í samtali við DV að staða Sambandsins sé graf- alvarlegt mál. Erlendir bankar sæki nú fastar á en nokkru sinni og greiðsluþrot Sambandsins varði ekki bara samvinnuhreyfinguna, heldur þjóðina alla. Gagnrýni Guöjóns B. Ólafssonar hefur að vonum vakið furöu. Það er engu líkara en hann skilji alls ekki alvöru málsins. Hann segir líka í samtali við DV í gær að skuldir Sambandsins séu ekki hærra hlutfall af veltu en hjá ýmsum öðrum fyrirtækjum. Það er hins veg- ar ekki sama hvort talað er um fyrir- tæki sem skulda nokkur hundruð milljónir króna, eða fyrirtæki eins og Sambandið sem skuldar uppundir 10 milljaröa og hefur ekkert veð að leggja fram fyrir erlendum skuldum. Ótti Steingríms Hermannssonar forsætisráðherra er skiljanlegur. Eins og hann sagði í DV myndi ríkis- stjórnin ekki komast hjá því aö hlaupa undir bagga verði Sambandið gjaldþrota. Þar koma bæði til lún gífurlegu áhrif Sambandsins í ís- lensku viðskipta- og athafnalífi. Og eins hitt sem Steingrímur sagði, hver yrði staöa íslenska ríkisins hjá er- lendum bankastofnunum ef erlendir viðskiptabankar Sambandsins töp- uðu milljörðum króna á gjaldþroti þess. Fréttaljós Sigurdór Sigurdórsson Láta þýða allt Samkvæmt heimildum DV láta er- lendu viðskiptabankarnir þýða fyrir sig allt sem skrifað er í íslensk blöð um Sambandið og stöðu þess. Slíkum þýðingum hefur verið veifað framan í fulltrúa Sambandsins á samninga- fundum erlendis. Ef til vill er gagn- rýni Guðjóns tilkomin vegna þess. Hann óttast að vonum að þýðingu á ummælum Steingríms verði veifað þegar fulltrúar bankanna kom til landsins í þessari viku til samninga um skuldamál Sambandsins. Um- mæli forsætisráðherra vega að sjálf- sögðu þungt. En þau ummæli hans aö ríkið muni hlaupa undir bagga fari illa hjá Sambandinu ættu að róa Guðjón. Enn taprekstur Guðjón B. Ólafsson viðurkennir í samtali við DV, að taprekstur hafi verið á Sambandinu á síðasta ári. Hann segist hins vegar vongóður um aö dæminu verði snúið viö í ár. Hann viðhafði svipuð ummæli um áramót- in 1988/1989. Fátt bendir til þess að fiskvinnslufyrirtæki Sambandsins verði rekin með miklum gróða á þessu ári. Mikligarður og Kaupstað- ur eru rekin með bullandi tapi og sömuleiðis flest kaupfélög landsins. Það er því ekki auðvelt að sjá með hvaöa hætti hægt verður að snúa taprekstri Sambandsins í hagnað á þessu ári. Því er það að margir bera enn ugg í bijósti um að þótt nú sé borð fyrir báru hjá Sambandinu eftir söluna á bankanum og væntanlega sölu á hlutnum í íslenskum aðalverktökum séu erfiðleikar Sambandsins ekki úr sögunni, enda miklar skuldir eftir. Hættir Guðjón? Heimildir DV herma, að á hinum harða og afdrifaríka stjómarfundi um síðustu helgi hafi Guðjón B. Ól- afsson forstjóri verið tilbúinn til að leggja starf sitt að veði yrði kauptil- boði Landsbankans hafnað. Guðjón segir að vísu í samtali við DV að hann sé ekki að hætta hjá Samband- inu. Aftur á móti hefur hann hvorki viljað játa því né neita aö hann sé með atvinnutilboð frá fyrirtæki í Bandaríkjunum. Frétt þess efnis hef- ur birst í dagblaði vestra. Staðreyndin mun vera sú að Guð- jón er með þetta tilboð upp á vasann. Það er einnig staðreynd að þótt Guð- jón hafi þótt standa sig afburöavel við stjórnun dótturfyrirtækis Sam- bandsins í Bandaríkjunum og þekki vel til bandarísks viðskiptalífs hefur honum ekki gengið eins vel að kom- ast inn í íslenskt viðskiptalíf, enda mikill munur þama á. Hægri hönd Guðjóns síðan hann tók við stjórn Sambandsins hefur verið Kjartan P. Kjartansson. Nú hefur hann sagt upp störfum og segja fróðir menn um málefni Sambands- ins aö það verði síst til að auðvelda Guðjóni starfið í framtíðinni. Þeir menn sem DV hefur rætt við segjast því alls ekki úitiloka að Guðjón slái til og taki því atvinnutilboði í Banda- ríkjunum sem honum stendur til boða. Um hugsanlegan eftirmann Guðjóns, ef hann hættir, vilja engir spá. Einn viðmælandi DV sagði þann mann alls ekki vera í augsýn. -S.dór í dag mælir Dagfari Vatnsendi eða heimsendi Sérkennileg landakaup standa nú yfir á Vatnsendalandi í nágrenni Reykjavíkur. Allt í einu og upp úr þurm hefur þetta land verið sett í sölu og Reykjavíkurborg hefur gert bindandi tilboð. Að mati yfirmanna borgarinnar er tilboð þeirra svo lágt að það þykir sjálfsagt að gera það. Að mati seljenda er tilboðiö svo hagstætt að það þykir sjálfsagt að taka því. Eftir þvi sem fréttir herma er verið að selja Vatnsendalandið til . aö leggja peningana í Stöð tvö en eigandi landsins þvemeitar þeim fréttum og segist ekkert hafa með Stöð tvö að gera nema það að konan sín vinni þar. Þá em bomar brigð- ur á að maðurinn geti yfirleitt selt landið sem hann á, vegna þess að eigninni fylgja þær kvaðir að Vatn- sendaland megi ekki selja, heldur gangi það í erfðir eftir því sem ætt- ingjamir lifa í beinum karllegg. I ofanálag kemur svo Kópavog- kaupstaður og segir að Reykjavík eigi ekkert með að kaupa Vatn- senda enda sé Vatnsendi í lögsögu Kópavogs og þaö sé nýtt af náhnni ef eitt bæjarfélag sé að kaupa land í öðm bæjarfélagi. Því má svo við bæta aö tilboð Reykjavíkur er með ýmsum fyrir- vöram og þá meðal annars þeim að Alþingi verði að samþykkja sér- stök lög sem heimili borginni kaup- in. Meðan á öllu þessu gengur ber- ast þær upplýsingar frá Verslunar- bankanum aö fyrri eigendur Stöðv- ar tvö séu búnir að leggja fram peninga sem nemur sömu upphæð og kaupverðinu eða rúmum eitt hundrað og fimmtíu milljónum sem tryggi þeim áframhaldandi eignaraðild að sinni eigin sjón- varpsstöð. Þeir peningar em sagðir til komnir vegna sölunnar á Vatn- senda, en á sama tíma segir í frétta- tilkynningum aö fyrsta útborgun fyrir landið nemi tólf milljónum og sú upphæð verði ekki greidd fyrr en Alþingi hafi samþykkt kaupin. Fyrir Dagfara, sem hefur ekki nema meðalgreind er þetta alltof flókið mál ti! að hægt sé að skilja það í einu vetfangi. Dagfari er auð- vitað glaður yfir því að einhverjir menn út í bæ, geta borgað skuldir sínar fyrir peninga sem ekki er búið að borga vegna kaupa á landi, sem ekki er búið að selja og það af manni sem ætlar aö eiga pening- ana sína sjálfur, fyrir land, sem hann má ekki selja. Hitt er þó miklu flóknara þegar Reykjavík getur keypt land í öðm lögsagna- rumdæmi fyrir byggingar sem verða þá byggöar utan Reykjavík- ur, fyrir Reykvíkinga sem alls ekki verða Reykvíkingar, þegar þeir em búnir að byggja! Menn spyrja:af hveiju kaupir þá ekki Kópavögúr landið? Því er til að svara að Kópavogur hefur ekki efni á að gera tilboð í landið og hefur ekkert við það að gera á þess- ari öld. Kópavogur hefur ekki efni á því að kaupa byggingarlóðir fyrir aíkomendur sína eins og Reykvík- urborg getur gert og hefur víst nóg með að eiga fyrir lóðum handa núlifandi kynslóð. Davíð er sem sagt að kaupa land sem hann má ekki og Kópavogur þarf að eiga peninga’ sem hann á ekki. Að öðrum kosti getur Vatn- sendabóndi ekki selt mönnum sem hann má ekki, jörð sem hann á ekki. Og ef Kópavogur getur ekki gengið inn í tilboð Reykjavíkur og Reykjavík getur ekki gert tilboð í lögsagnarumdæmi Kópavogs og eigandinn fær ekki peningana fyrir jörðina og Stöðvarmenn fá ekki peningana sem eigandinn á, fær Verslunarbankinn ekki peningana upp í skuldir Stöðvarinnar sem ekki er þá lengur í höndum eigenda sinna! Menn spyrja þá að endihgu: hver á þá landið? Hver má selja og hver má kaupa? Hver á Vatnsenda og hver á Stöðina og hvað á Verslun- arbankinn? Er Reykjavík að leggja undir sig Kópavog eða er Kópavog- ur að innhma Reykjavík? Og hvaö verður um peningana, sem Reykja- víkurborg ætlar að borga, ef Reykjavík má ekki kaupa og lan- deigandinn má ekki selja? Er þetta ekki algjör heimsendir? Er ekki bæði Reykjavík, Kópavogur, Stöð tvö og Verslunarbankinn komnir á leiðarenda meö þetta mál, þegar eigandinn treystir á að geta selt það sem hann á ekki; aðila sem hann má ekki, land sem menn. sjá ekki, fyrir peninga sem þeir fá ekki, vegna samninga sem þeir ná ekki? Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.