Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1990, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1990, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 1990. Fréttir Stokkseyri: Það má segja að þorpið sé í rúst „Sjógangurinn er að minnka en hann hefur verið langerfiðastur við- fangs. Tjón á atvinnu- og íbúðar- húsnæði nemur örugglega milljón- um. Nýleg skemma hjá einni útgerð- inni fór eins og hún lagði sig. Inni í henni voru bílar og fleira sem er mjög mikiö skemmt ef ekki ónýtt. Svo fór harðfiksverkun mjög illa líka en stendur þó uppi. Fólk var ekki í hættu nema þegar dráttarvél fékk á sig brot seinnipart nætur en tveir menn á henni björguðu sér. Annars varð fólki ekki svefnsamt hér á Stokkseyri í nótt enda um nóg aö hugsa," sagði Aðalbjörn Baldursson, björgunarsveitarmaður á Stokks- eyri, í samtali við DV í morgun. Fólk var flutt úr þremur húsum með ströndinni vegna vatnselgs. Þá flæddi víða inn í kjallara og var mjög ljótt um að litast þar sem aur, gijót og fleira drasl var á víð og dreif. „Það má segja að þorpið sé í rúst.“ Mesta veðrið gekk yfir milli hálf- fjögur og hálffimm, á háflóði. Sjór gekk yfir og braut veggi og rúður húsa og ruddi auk þess vegum í sund- ur. „Vegirnir fóru í sundur bæði aust- an og vestan við þorpið. Sérstaklega var vegurinn slæmur austan megin þar sem hann sópaðist í burtu á löng- um kafla.“ -hlh Þak salthúss frystihússins á Eyrarbakka fauk af i heilu lagi í ofsaveðrinu sem gekk yfir sunnanvert landið í nótt. Flaug þakið yfir næsta hús og lenti í porti við frystihúsið. Þykir mildi að enginn skyldi hafa verið á ferli þegar þakið hóf sig á loft en fólk var mikið á ferðinni í alla nótt við hjálparstörf. DV-mynd GVA «1 ■1 Sjórinn æddi yfir Eyrarbakka: Þak á frystihúsinu fauk í heilu lagi „Þetta er með því verra sem menn muna eftir á seinni árum. Fólk hefur þurft að flýja hús sín þar sem sjór hefur farið inn um glugga og flætt um allt. Það hefur þurft að flytja sig til ættingja eða nágranna og varla getað haft utanum kroppinn á sér í látunum. Það hefur enginn slasast í veðurofsanum en það er mjög ljótt um að htast hérna og víst að tjónið er mikið," sagði slökkviliðsmaður á Eyrarbakka í samtali við DV í morg- un. í veðurofsanum sem gekk yfir Eyr- arbakka og náði hámarki seinnipart nætur fauk þak salthúss frystihúss- ins í heilu lagi. Molnaði stór veggur þess skömmu á eftir þannig að lítiö stendur eftir af húsinu. Sjóvarnargarðurinn við Eyrar- bakka er mjög illa farinn þar sem stór skörð hafa komið í hann. Hefur sjór því gengið langt upp á land og flutt meö sér gtjót, sand, girðingar og ýmislegt drasl. Flæddi inn í marga kjallara þar sem vatnselgurinn var gífurlegur á tímabili. Var mjög ljótt um að litast í þorpinu í morgun en von var á vinnutækjum til að hefja tiltektir. Að sögn manna hjá björgunarsveitinni Björg voru enn töluverðar rokur þannig aö menn höfðu ekki getað farið um allt þorpiö eöa niður að sjóvarnargarðin- um til að kanna skemmdir til hhtar. Magnús Karel Hannesson oddviti sagði ástandið ekki gott. „Það má segja að veðrið sé gengið að einhveiju leyti niður en það eru miklar rokur ennþá. Það er ljóst að tjónið er gífurlegt en ég þori ekki aö nefna neina tölu um það. Menn eru nú að skipuleggja aðstoð við fólk þar sem sjór fór inn í kjallara. Eitt hús stendur niðri við sjávarkambinn og þar fór sjór inn um rúður og um allt hús. Við höfum ekki komist til að skoða það ennþá en íbúar þess yfir- gáfu það fljótlega eftir að veörið tók að versna.“ -hlh Stórbruni 1 Sandgerði þegar tvö fiskverkunarhús brunnu til kaldra kola: Eldglæringar gengu yfir bæinn segir Egill Ölafsson slökkviliðsstjóri „Menn úr björgunarsveitinni Sigurvon fóru í öh nærliggjandi íbúðarhús til að vekja upp fólk enda gengu eldglæringamar yfir allt nágrennið um leið og járnplöt- ur fuku um allan bæ. Það var eins og himinn og jörð væri að farast enda réðist ekki neitt við eldinn í þessum ósköpum,“ sagði Egill Ól- afsson, slökkvihðsstjóri í Sand- gerði, en stórbruni varð þar í nótt um leið og óveðriö gekk yfir. Rúmleg þrjú í nótt varð vart við bruna í tveim samhggjandi fisk- verkunarhúsum í Sandgerði en þaö voru Fiskverkunarhús Svavars Ingibertssonar og Fiskverkunar- hús Erlings Jónssonár á Strand- götu. Þegar slökkviliðið kom á staðinn var eldur mikil og að sögn Egils þá magnaði vindurinn eldinn svo upp að ekki varð við neitt ráðið - kom fyrir ekki þó slökkvilin frá Keflavík og KeflavíkurflugvelU heföu komið til aðstoðar. Stóö siökkvistarf til hálfsjö í morgun en þá var allt brannið sem brunnið gat. Eru húsin gjörónýt enda stend- ur ekki steinn yfir steini í þeim. Húsin eru járngrindarhús og er áætlað að vátryggingarfjárhæð húsanna sé um 20 mhljónir króna. Ekki er vitað um andvirði innbús, sem allt er ónýtt, en nokkuð af fiski og tækjum eyðilagðist. Stærð hú- sanna er um 500 til 600 m2. Að sögn Egils var neglt fyrir glugga á nærliggjandi húsum og var fólk beðið að flytja sig til í hús- um á meðan ósköpin gengu yfir. -SMJ Björgunarsveitarmenn negla niður plötur í Kópavoginum í nótt. DV-mynd S Tuttugu plötur fuku í Kópavogi Um tuttugu þakplötur fuku af húsi, sem Véltækni leigir við Hafnarbraut í Kópavogi, í óveðrinu nótt. Voru björgunarsveitarmenn kallaðir út frá Reykjavík og fóru þeir upp á þak til að negla niður til bráðabirgða þær plötur sem vora í hættu á þakinu. „Þetta eru hörkumenn sem fóru upp á þak til að negla niður plötur. Það var hrmgt í mig í nótt og ég lát- inn vita. Mér telst til að um tuttugu plötur hafi fokið og þær liggja núna undir fargi fyrir utan. Ég held að flestar plöturnar hafi náðst aftur og þetta varð minna en á horfðist þegar verst lét,“ sagði Björn Pálsson verk- stjóri í samtali við DV í morgun. Björn sagði að eftir því sem best væri vitaö í morgun hefðu bílar og aðrar eignir sloppið viö skemmdir. -ÓTT Tveir á traktor í sjávarháska: Fengu brot- sjó á sig Litlu mátti muna aö illa færi þegar tveir menn úr björgunarsveitinni Dröfn á Stokkseyri voru aö kanna ástand vegarins viö bæinn í nótt. Þeir keyrðu á traktor eftir malbikuð- um veginum þegar skyndilega reið brotsjór yfir þá. Hentist traktorinn til og allar rúður í honum brotnuðu. Að sögn Aðalbjörns Baldurssonar, formanns slysavarnafélagsins er hin mesta mild að ekki fór verr en mönn- unum tveim tókst að bijótast út úr traktornum og úpp á nærliggjandi gijótraðning. Tókst þeim síðan af sjálfsdáðun að komast inn í bæinn aftur. Þess má geta að vegurinn þarna er í um 200 metra fjarlægð frá því sem háflóð nær vanalega til. -SMJ Sjávarfallastaða var hagstæð Að sögn Guðjóns Petersen hjá Al- mannavörnum var sjávarfallastaða frekar hagstæð í nótt. Hann taldi að áhrif veðursins og tjón hefði orðið mun meira en raun bar vitni í nótt ef strórstreymt hefði verið. „Suðvestanáttin er slæm á Akur- eyri og veðrið á eftir að ganga þar yfir síðdegis. Einnig getur Seyöis- fjörður verið illa settur gagnvart vissum vindáttum en ég reikna með að þeir fái vestanátt," sagði Guðjón. Mikill vindhraði var víðast hvar á Suðurlandi i nótt. Á Höfn í Homa- firði voru um níu vindstig á tíunda tímanum í morgun og voru 10-12 vindstig þegar verst lét í nótt. Þrátt fyrir aftakaveður hafði ekki verið til- kynnt um neitt tjón þar. Á Hvols- velli hafði einnig blásið mjög hressi- lega en þar var ekki vitað um tjón. Á Akranesi höfðu menn undirbúið sig vel fyrir óveðrið. Þar b'arst grjót upp á Faxabraut. í Borgarnesi sagði lög- reglan aö menn þar hefðu sofið óveðrið af sér. -ÓTT

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.