Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1990, Side 4
4
ÞRIÐJUDAGUR 16. JANÚAR 1990.
Fréttir
Óvíst hversu lengi nýi Homafiarðarósinn endist:
Nýir ósar lokast
oftast fljótleqa
Júlía Imsland, DV, Höftu
Það mun hcifa gerst nokkrum sinn-
um á þessari öld að stórbrim hafa
rofið skarð í suðurfjörur vestan
Hvanneyjar og þar með myndast
annar ós. Oftast hafa þessir ósar lok-
ast fljótlega og íjörukamburinn hlað-
ist upp á ný. Þó varð undantekning
á því veturinn 1948^49. Þá varð ósinn
200 metrar á breidd og hægt að fara
um hann á litlum bátum. Sá ós var
þarna í nærri því eitt ár.
. Dýpi Hornafjarðaróss var á þessum
tíma 30 fet en með tilkomu nýja óss-
ins minnkaði dýpið í 13 fet. Við þess-
ar breytingar varð innsiglingin oft
mjög erfið vegna grunnbrota. A þess-
um árum komu Austfirðingar með
báta sína á vertíð til Hafnar og þenn-
an vetur voru um 20 bátar, sex til 25
tonn á stærð, sem reru frá Höfn.
Jóhann Albertsson, fyrrverandi
hafnsögumaður, fór margar ferðir á
hafnsögubátnum Stíganda um nýja
ósinn og sagði að það hefði verið
betri leiö fyrir smábáta, þegar aust-
anátt var. Jóhann segist aöeins vita
um einn bát af þeim stærri, sem fór
þarna inn og bara einu sinni. Það var
Auðbjörg frá Norðfirði sem Jakob
Jakobsson átti.
Að sögn Jóhanns var þessi vertíð
mjög erfið þeim sem reru frá Höfn
þennan vetur og höfðu sumir á orði
að búið væri með útgerð frá Höfn.
Svo reyndist þó ekki og fyrir næstu
vetrarvertíð var innsiglingin komin
í sitt fyrra horf.
Lóðsbáturinn í fjörunni á Hvanney og menn að kanna nýja ósinn á miðri myndinni - myndaður frá austurfjörutanga. DV-mynd Ragnar Imsland
Eru viðbúnir neyðarástandi
Júlia Imsland, DV, Htfe
Mjög vel er fylgst með öllum breyt-
ingum sem verða við Homafiaröarós
og innsiglinguna til Hafnar eftir að
nýi ósinn kom vestan Hvanneyjar í
síðustu viku. Hallgrímur Guð-
mundsson bæjarstjóri sagði að búið
væri að gera ráðstafanir ef neyðar-
ástand skapaðist vegna innsiglingar-
innar og dæluskip væri til taks með
mjög skömmum fyrirvara.
Á næstunni er von á mönnum frá
Hafrannsóknastofnun til mælinga og
rannsókna á þessum miklu efnis-
hreyfingum sem í firðinum og ósnum
eru. Hafrannsóknastofnun hefur
fangið danska stofnun til liðs við sig
við þessar rannsóknir og er ætlunin
að nú verði kannað ítarlega hvaö
hægt er að gera til úrbóta til langtíma.
Hallgrímur segir að ýmsar lausnir
hafi verið hugsaðar í sambandi við
ósinn, m.a. að hlaða leiðigarða líka
þeim sem notaðir hafa veriö hér viö
brúargerðir með góöum árangri. En
slíkar framkvæmdir eru dýrar og svo
er spurning um hvort óhemja nátt-
úruaflanna þarna gæti gert slíkar
framkvæmdir að engu á einni nóttu
og það er það sem þessar athuganir
beinast að.
Egilsstaðir:
Slökkviliðið
aldrei kallað
útffyrra
Sigiún Björgvinsd., DV, Egílsstöðum;
Slökkviliðið á Héraði var aldrei
kallað út á siðasta ári. „Það voru
tvö útköll árið 1988, átta útköll
árið þar áður, svo að þetta stefnir
allt í rétta átt,“ sagði Sigfús Árna-
son, slökkviliðsstjóri á Egilsstöð-
um, í samtali við fréttamann DV.
„Það er sýnilegt að viö bætum
okkur ekki úr þessu hvað þetta
snertir," bætti hann við.
Þaö er líka eins gott aö ekki er
mikið um eldsvoða hér. Slökkvi-
liðið hefur yfir að ráða tveimur
afgöralum bflum og hús á að heita
til yfir þá. En nú er verið að
byggja yfir starfseraina. Slökkvi-
Iiðinu er ætlaður staður í áhalda-
húsi sem Egilsstaðabær er að
byggja og sagöi Sigfús aö það yrði
tilbúið í vor.
En stundum munar litlu hvað
eldinn snertir. Á milli hátíöanna
kviknaði í borðskreytingu í Hótel
Valaskjálf um miðja nótt en eld-
varnakerfi hússins gerði viðvart
og næturverði tókst að slökkva
áður en eldur varö mikfll.
Sigrún Björgvmsd., DV, Egflsstööum;
Nú eru tíu ár síðan hitaveita
Kgilsstaða og Fella tók til starfa.
Fyrir tveimur árum var skiptyfir
í vatnsmæla í stað hemla. Viö það
minnkaði notkun á vatni um tæp
30% og hitastig vatnsins hækkaði
um eina gráðu og er nú 75,6 stiga
heítt. Svo til allt húsnæði á Egils-
stööum og í Fellabæ er hitað með
vatni frá veitunni. Þó sumum
finnist heita vatnið dýrt er það
iwsnöggtum ódýraraen rafmagn
til hitunar.
Björn Sveinsson hitaveitustjóri
segir að næstu ár verði rekstur
hitaveitunnar erfiður en síðan
fari afborganir og vaxtagreiðslur
minnkandi og muni hitaveitan
verða skuldlaus um aldamót.
I dag mælir Dagfari
Ósannindamenn Landsbankans
Mikið skilur Dagfari það vel að
Sverrir bankastjóri sé reiður út í
Eyjólfbankaráðsformann. Ogmaö-
ur skilur það ennþá betur að Ey-
jólfur bankaráðsformaður sé reið-
urút í Sverri bankastjóra. Bankar-
áðsformaðurinn leyfir sér að halda
því fram í blaðaviðtali aö það hafi
ekkert verið að marka það sem
bankastjórinn sagði um kaup
Landsbankans á Samvinnubank-
anum. Hann benti ennfremur á það
að samningurinn sem bankastjór-
mn gerði um Samvinnubankaka-
upin í september hefði verið
ómark.
í rauninni var bankaráðsformað-
urinn að segja að bankastjórinn
hefði hlaupið á sig og væri alls ekki
hæfur til að vera bankastjóri. Það
er náttúrulega ferlegt fyrir nýjan
bankaráðsformann að þurfa að
taka við þeirri ábyrgðarstöðu, með
bankastjóra í bankanum sem
semja af sér og tala af sér og kaupa
aðra banka, án þess að hafa nokk-
urt vit á því. Það verður auðvitað
að setja ofan í við svona menn og
vara almenning og viðskiptavini
bankans við þessu óráðshjali.
Það er von aö maðurinn sé reiður.
En Sverrir bankastjóri er líka
reiður. Hvað er bankaráðsformað-
urinn að segja honum fyrir verk-
um? Hvað kemur bankaráðsform-
anni það við þegar bankastjóri
kaupir annan banka fyrir slikk?
Ef honum kemur það eitthvað við
á annað borð, þá á hann að vera
ánægður með það. Og svo bætir
bankaráðsformaðurinn gráu ofan á
svart með því að láta hafa eftir sér
einhverja vitleysu í blöðum um mál
sem hann hefur ekki hundsvit á.
Veit ekki bankaráðsformaðurinn
að bankastjórinn samdi alls ekki
um kaupin á Samvinnubankanum?
Veit hann ekki að hann var allan
tímann að plata þá í Samvinnu-
bankanum og tilboðið sem banka-
stjórinn gerði í Samvinnubankann
var miklu lægra heldur en það var
í raun og veru?
Það er óneitanlega mikiö böl fyrir
bankastjóra að þurfa að sitja uppi
með bankaráð og formann í banka-
ráði sem er að skipta sér af störfum
bankastjórans. Bankaráð eru kosin
til aö gegna bankastjórunum og
þeir bankaráðsformenn eru á villi-
götum, sem halda að þeir geti haft
viðtöl við blöðin og haft skoðanir á
því sem þeir hafa ekki skoðajýrá.
Bankastjórinrtjþefhr
upplýsa að báhkaFáðsforn^ú^iM^' f
er ósannindaniaður. Baft$aí&OS":-
formaöurinn hefur þurft að setja
ofan í við bankastjórann sem er
starfsmaður ósannindamannsins.
Bankaráðsformaðurinn segir að
bankastjórinn fari með rangt mál
sem á mæltu máli þýðir að banka-
stjórinn er líka ósannindamaður.
Það er sem sagt hver ósanninda-
maðurinn ofan á öðrum í Lands-
bankanum. Það er huggulegt til
þess að vita. Og Dagfari sem hélt
að þetta væru allt valinkunnir
heiðursmenn, sem stjórnuöu þess-
um aðalbanka landsins og sem er
nýbúinn að kaupa annan banka.
Ekki er gott að vita til þess aö
bankaráösfundirnir fari þannig
fram að, bankáráðsformaðurinn
ljúgi í báiilðstöýórahn og baríka-
stjórinn ljúgi a rnóti. Verður ekki
að hafa vitni á þessum fundum, eða
lygamæli? Ef ábyrgir menn eru
komnir í þær stellingar að ljúga
upp í opið geðið hver á öðrum, vaða
í villu og misskilning og skilja ekki
hvenær þeir eru búnir að gera til-
boð í aðra banka og hvenær ekki,
þá mega venjulegir kúnnar í
Landsbankanum fara að vara sig.
í bankaráðinu með þessum
mönnum situr Lúðvík Jósefsson,
sem var frægur í pólitíkinni í eina
tíð fyilr það að þegar hann þurfti
um það að velja að segja satt eða
ósatt, þá sagði hann alltaf ósatt.
Ekki batnar bankaráðið við það,
þegar ósannindamennirnir eru
orðnir þrír! Þetta er kannski allt
saman lygi að Landsbankinn hafi
keypt Samvinnubankann? Það
skyldi þó aldrei vera að þetta sé
allt misskilningur hjá bahkaráös-
formanninum að halda að banka-
stjórinn hafi keypt banka, sem
hann keypti aldrei en sagðist bara
hafa keypt til að villa um fyrir
bankaráðinu?
Ef bankaráðsformaðurinn trúir
ekki bankastjóranum og banka-
stjórinn trúir ekki bankaráðsformr.
anninum, hvað þá með aumji
eins og mig?
Dag