Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1990, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1990, Blaðsíða 2
.2 (LA'Uffi'ARDAGUR: 10. FEBRt'ÁR 1990. Fréttir Hundur þefaði upp hass á víðavangi - tæpt hálft kíló undir steini Tæp flmm hundruð grömm af hassi fundust undir gijóti upp við Lækjarbotna í fyrrakvöld. Ekki er vitað hver hefur komið efninu á þennan stað en fíkniefnadeild lög- reglunnar vinnur að rannsókn máls- ins. „Það kom maður til mín með efnið en hann hafði verið að viðra hundinn sinn skammt frá Gunnars- holti þegar hundurinn fór að snuðra um allt. Himdurinn tók á rás upp aö stórum steini og fór að grafa en mað- urinn hélt að þarna væri minka- greni. Hann elti hundinn og fann þá þennan pakka,“ sagði Benedikt Lund lögreglumaður er hann sýndi DV mönnum staðinn þar sem efnið fannst. „Þetta er alveg úrvals hass,“ sagði Benedikt en andvirði þess er líkleg- ast í kringum áttatíu þúsund krónur. Hundar hafa áður fundið flkniefni á víðavangi en þeir eru mjög næmir á lyktina. Á því svæði, sem hassið fannst, er fjölfarin leið skíðagöngu- manna og þeirra sem vilja viðra hunda. Að sögn lögreglumannanna kemur það oft fyrir að flkniefni finn- ist á víðavangi, t.d. hefur komið fyrir að börn hafi fundið slík efni, síðast við Elhðavatn fyrir þremur árum. -ELA Lögreglumennirnir Þórhallur Arnason og Benedikt Lund með tæpt hálft kíló at hassi sem hundur þefaði upp við Lækjarbotna. Eigandinn verður að sjá á bak þessum dýra varningi. DV-mynd GVA Þessar blómarósir keppa fimmtudaginn 15. febrúar um titilinn fegurðardrottning Reykjavíkur á Hótel Borg. Þær eru þátttakendur í undankeppninni fyrir titilinn fegurðardrottning íslands sem fer fram á Hótel íslandi 16. apríl en undankeppni fer nú fram um allt iand. I efri röð á myndinni eru Linda Björk Bergsveinsdóttir, Ragnhildur Matthíasdóttlr og Sigrún Eirfksdóttir. í neðri röð eru Guðrún Valdimarsdóttir, Sofffa Ketilsdóttir, Eygló Ólöf Birgis- dóttir, Þórdís Steinsdóttir og Sigurrós Jónsdóttir. Grein 1 Record Mirror um íslensku sjónvarpsstöðvamar: „Æsifréttastíll sjónvarpsins einkennist af þjóðarrembingi“ - Hemmi Gunn svo yfirborðslegur að engu tali tekur, segir í greininni „Út alla vikuna er dagskrá Stöðv- ar 2 samansett af finnskum leikrit- um og náttúrulífsþáttum - þess á milh koma truflanir svo klukku- tímum skiptir. Síðan er manni tjáö að ástæðan fyrir truflununum sé sú aö verið sé aö frumsýna kvik- myndir og dýra afruglara þurfi til að geta barið dýrðina augum." Þessi orð skrifar greinarhöfund- urinn TSP Moore nýlega í breska tímaritið Record Mirror. Blaðiö fjallar meðal annars um tónhst og ýmsa hstamenn. í greininni er dregin upp mynd af sjónvarpsmál- um íslendinga - séð með augum býsna drýldins Lundúnabúa. Greinarhöfundur reynir að draga upp fræðandi mynd af því sem sést á skjánum á Fróni fyrir lesendur Record Mirror og segir aö sama fyrirtækið reki tvær sjónvarps- stöðvar. En Moore segir jafnframt aö miðað við að íbúarnir séu heldur færri en í úthverflnu Eahng í Lon- don sé framleiðsla sjónvarpsefnis þjá íslendingum bara bærileg. Greinarhöfundur segir að sjón- varpsfréttirnar séu í æsifréttastíl sem einkennist af bhndum þjóðar- rembingi. Honum láðist þó að geta þess á fréttir hvorrar stöðvarinnar hann horfði. Ekki gat hann þess heldur hvort hann skildi tungumál æsifréttamannanna sem hann seg- ir vera Norðmenn. „Og þegar horft er á veðurfréttirnar er auðvelt að gleyma því að tæknilegar framfarir hafi orðið síðan Biro-penninn var fundinn upp,“ segir Moore. Hemmi Gunn fær slæma útreið hjá Lundúnabúanum. Moore segir Hemma stjóma samnefndum þætti með ýmsu skemmtiefni en lýsir honum þannig að hann sé svo smjaðurslegur að það taki engu tali. Greinarhöfundur segist þó hafa orðið þess heiðurs aðnjótandi að vera viðstaddur er áramótas- kaupið var sýnt. Hann segir lesend- um frá því að í skaupinu séu marg- ar persónur en þær séu að mestu leiknar af sama fólkinu. Þrátt fyrir finnsku leikritin og náttúrulífsþættina skjóta Póstur- inn Páh, East Enders, Cheers og meira að segja gamh Tindastóllinn upp kolhnum í greininni um flóru íslensks sjónvarpsefnis. í beinu framhaldi af þessari upptalningu fá lesendur hoh ráö 1 lok greinar: „Ef þið ætlið í frí til Reykjavíkur skuluð þið búa ykkur undir að út- skýra fyrir íbúunum að breskur húmor sé alls ekki á sömu nótum og í þessu innflutta breska sjón- varpsefni sem þeir kaupa,“ segir Moore. -ÓTT Stykkishólmur: Lögreglan í Lögreglan í Stykkishólmi fékk staðfestingu frá dómsmálaráöuneyt- inu í gær að fyrirhugað væri að reisa um 100 fermetra einingahús til bráðabirgða til að leysa húsnæðis- vanda lögreglunnar í Stykkishólmi. Vinnueftirhtið lokaði nýlega lög- regluvarðstofunni vegna ófullnægj- andi ástands. Að sögn Hjalta Zóphoníassonar, einingahús skrifstofustjóra í ráðuneytinu, er búið að fá teikningar af fyrirhuguöu húsnæði og hefur arkitekt unnið í máhnu. „Það þarf ekki að steypa sökkla fyrir svona húsnæði. Húsið má bara leggja ofan á þjappaða möl. Það gæti því ræst úr húsnæðisvanda lögreglunnar í Stykkishólmi eftir um þaö bil tvo mánuði," sagði Hjalti í samtaliviðDV. -ÓTT Fimmtiu verksmiðjuskip komin á þremur árum - vonlaust að kvóti fáist fyrir erlend skip „Það er hægt aö tala um innrás verksmiðjuskipa hér á miðin við Al- aska og Kyrrahafsströnd Bandaríkj- anna. Síðustu þrjú árin hafa komið hingað 50 verksmiðjuskip og enn er von á fleirum," sagði Jón Miller, út- gerðarmaður í Dutch Harbour, í samtali við DV. Jón er íslendingur en hefur lengi verið vestanhafs. Hann hefur aðsetur í Seattle í Washingtonfylki í Banda- ríkjunum en hefur undanfarin 17 ár gert út bát til krabbaveiða frá Dutch Harbour. Hann sagði aö þar um slóð- ir væri bitist um hvern fisk ef sand- kohnn og aðrar verðhtlar tegundir væru frátaldar. Jón sagði að mjög algengt væri að verksmiðjuskipin væru í eigu Jap- ana þótt þau sigldu undir bandarísk- um fána og teldust formlega banda- rísk. Um leið og þessum skipum fjölg- ar á miðunum verða þau sífeht stærri. Þannig væru þijú þau stærstu núna um yfir 160 metrar að lengd. Það eru álíka stór skip og Lax- foss, stærsta skip Eimskips, sem er yfir 12 þúsund rúmlestir. Þá sagði Jón að nú væri verið að smíða enn stærra verksmiðjuskip en áður hefði sést á þessum slóðum. Nýjasta verksmiðjuskipið verður um 220 metrar að lengd og er smíðin fjár- mögnuð af Japönum. „Það er htil von til þess að skip, sem eru í eigu útlendinga og sigla undir erlendum fána, fái kvóta til að vinna fisk sem einhveiju máh skiptir þegar verksmiðjuskipin, sem teljast banda- rísk, eru orðin svona mörg. Japanir hafa tapað sínum kvótum en þeir kaupa sig aftur inn á miðin með því að fjármagna skip sem skráð eru á heimamenn,“ sagði Jón. -GK Utilokun erlendra skipa frá miðunum við Alaska: Gömul stefna að erlend skip færu „Það var skýrt tekið fram að leyfið gilti aðeins til eins árs í senn og okk- ur var gert fullkomlega ljóst aö það væri stefnt að því að öh erlend skip yrðu á brott úr landhelginni fyrir 1990. Það var einnig sérstaklega tekið fram að þorskkvótanum yrði aðeins úthlutað til heimamanna. Þaö kom mér því verulega á óvart þegar ég heyrði fyrstu fréttir þess efnis að ís- lenska úthafsútgerðarfélagið teldi sig hafa fengið vilyrði fyrir þorskkvóta við Alaska á þessu ári.“ Þetta kemur fram í viðtali sem Fiskifréttir eiga við Bjarna Thors, framkvæmdastjóra Faxamarkaðar- ins, sem á árinu 1985 var í sendinefnd Alaskafélagsins hf. sem fór til Anc- fyrir 1990 horage í Alaska að kanna möguleika á vinnslu bolfisks þar. Alaskafélagið hf. var stofnað árið 1985 af nokkrum fyrirtækjum í út- gerð og verslun til aö leita eftir leyf- um til fiskvinnslu við Alaska. Að fé- laginu stóðu m.a. Bæjarútgerð Reykjavftur, Ögurvík hf., Samheiji hf., Skagstrendingur hf. og Hekla hf. Ekkert varð úr að Alaskafélagið hf. fengi leyfi til fiskvinnslu enda kemur fram í viötahnu við Bjöm að aldrei hafi komið tíl greina að stofna fyrirtæki hér heima til að senda vinnsluskip til Alaska. Eini mögu- leikinn hafi verið að stofna fyrirtæki 1 BandarUtjunum til aö annast vinsl- una. -GK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.