Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1990, Blaðsíða 29
__________________£ k
Handknattleikiir unglinga
Enn vinna Valsarar
í 3. flokki karla
- KR og Haukar upp úr 2. deild
íslandsmótínu í 3. flokki karla var
fram haldið um síðustu helgi. Mikil
barátta var í flestum deildum en lið
gátu tryggt sér sæti í úrshtakeppn-
inni í vor eða fallið úr þeirri bar-
áttu.
ÍR var með umsjón í 1. deild sem
leikin var í Seljaskólanum. ÍR-ingar
stóðu sig með ágætum loksins þegar
þeir mættu á laugardagsmorguninn
en klukkutíma seinkun varð á mót-
inu þann daginn, sem haföi einnig
áhrif á 2. deildina sem leikin var á
sama stað.
Valsmenn héldu sigurgöngu sinni
áfram og virðast ekki mörg lið eiga
möguleika gegn þeim um þessar
mundir en mjög sterkur vamarleik-
ur er aðall liðsins. Helst voru það
Víkingar sem veittu þeim einhverja
keppni að ráði en Valsmenn náðu að
knýja fram sigur á lokamínútum
leiksins. Þór Ak. varð í öðru sætí og
Týr Ve. í því þriðja. Víkingar urðu í
íjórða sæti.
Það kom í hlut Hattar frá Egilsstöð-
um og ÍR að falla í 2. deild en slök
framistaða Hattar kom nokkuð á
óvart þar sem liöið hefur á að skipa
sex piltalandsliðsmönnum.
Virðist sem Valsmenn séu enn í
nokkrum sérflokki í þessum aldurs-
flokki en hin liðin í 1. deild eru mjög
svipuð að getu.
Guðmundur Benediktsson var langbesti leikmaður Þórsara um síðustu
helgi og var maðurinn bak við gott gengi þeirra en Þór hreppti annað sæti
1. deildar.
Valsmenn unnu næsta öruggan sigur á flestum andstæðingum sinum i 1. deild 3. flokks karla og hér skorar
Sveinn Sigfinnsson eitt marka þeirra gegn Víkingi.
KR og Haukar upp
í l.deild
KR hafði nokkra yflrburði í 2.
deildinni og tryggði sér sæti í úrslita-
keppninni ásamt Haukum sem lentu
í öðru sæti. KR-ingar unnu flesta
leiki sína léttilega og var það aðeins
gegn Haukapiltunum sem þeir urðu
að láta í minni pokann. KR hafði
tryggt sér sigur í deildinni er þessi
leikur fór fram og kom sigur Hauka
Umsjón:
Heimir Ríkarðsson og
Brynjar Stefánsson
. sér mjög vel fyrir Hafnarfjaröarliðið
sem tryggði sér þar með 1. deildar
sæti.
Framarar voru í þriðja sætí og KA
í því fjórða. UBK og Stjarnan féllu í
3. deild og þar með fór þeirra draum-
ur um að liðin kæmust í úrslit. Gríð-
arlega hörð fallbarátta einkenndi
deildina og sem dæmi um hve jöfn
deildin var má geta þess að í síðasta
leiknum hefði UBK með sigri tryggt
sér annað sætið í deildinni en liðið
tapaði á mótí Haukum og féll þar
með í 3. deild.
Það voru FH og Þór Ve. sem kom-
ust upp úr 3. deildinni og eru þar
með ennþá í slagnum um að komast
í úrslitakeppnina í vor.
3. flokkur kvenna:
KR-stúlkumar með fullt hús stiga
KR-stelpurnar í 3. flokki kvenna
héldu áfram sigurgöngu sinni um
síðustu helgi en þá hófst keppni
aftur eftir langt hlé.
KR-ingar virðast hafa töluverða
yfirburði í þessum aldursflokki og
virðast fá lið geta veitt þeim ein-
hveija keppni. Ef fram fer sem
horfir bendir allt til að liðið. hampi
íslandsmeistaratitlinum í vor en
of snemmt er þó að spá fyrir um
það.
KR-stelpumar unnu alla leiki
sína að venju nokkuð auðveldlega
og veittí aðeins Selfoss þeim ein-
hveija keppni en Selfoss varð í
öðru sæti þar sem liðið vann alla
leiki sína nema á móti KR. ÍBK
varð í þriðja sæti.
Fallbaráttan
spennandi
Keppnin um fall í 2. deild var
ótrúlega jöfn og spennandi og var
hún á milli Fram, Víkings og
Grindavíkur sem fengu öll 2 stig.'
Innbyrðis viðureign þessara liða
varð jöfn en Fram vann Víking með
einu marki en tapaði með sama
mun móti Grindavík. Sami marka-
munur varð í leik Víkings og
Grindavíkur og þurfti heildar-
markamun til að skera úr um
hvaða lið héldi sæti sínu í deild-
inni. Kom það í hlut Framara en
Víkingar og Grindvíkingar, sem
falla í 2. deild, geta þó huggað sig
við það að hðin geta ennþá komist
í úrslit ef þau vinna 2. deildina
næst.
Aðeins hálfur mánuður er þang-
að til síðasta törnin hefst og- hafa
liöin því skamman tíma til að bæta
það sem miður fór.
ÍBV og Grótta í
úrslitakeppnina
ÍBV tryggði sér öruggan sigur í
2. deildinni og vann alla leiki sína
örugglega. Grótta tryggði sér svo
annað sætið og þar með sæti í úr-
slitakeppninni. Það verður fróðlegt
að fylgjast með þessum liðum í 1.
deildinni í næstu töm.
Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir
tókst ekki að fá úrslit í 3. deild, sem
leikin var í Vogaskóla, en Vals-
menn voru þar með umsjón.
Eins og áður sagði verður næsta
törn eftir hálfan mánuð og verður
örugglega mikil barátta um þau tvö
sæti sem laus eru í úrshtakeppn-
inni sem fram fer dagana 29. mars
til 1. apríl.
5. flokkur karla:
Baráttan um „öraggu"
sætin spennandi
í Garðabæ fór fram keppni í 1. deild
í 5. flokki karla og var keppni mjög
jöfn og spennandi. Hið geysisterka Uð
Reykjavikurmeistaranna, KR, hélt
sigurgöngu sinni áfram og vann
deildina nú með fullu húsi stiga.
Miklu meira var skoraö í öUum leikj-
um KR heldur en í öðrum leikjum
deildarinnar og mættu KR-piltarnir
að ósekju bæta sig í vörninni þó það
kæmi ekki að sök að þessu sinni.
Baráttan um „öruggu“ sætin var
mjög spennandi og það var ekki ljóst
fyrr en í síðustu umferðinni hvaða
Uðum biöi það hlutskipti að faUa í
2. deUd.
ÍR, Stjarnan og UBK héldu sætum
sínum í 1. deild að þessu sinni og
tryggðu sér þar með rétt til að leika
í úrsUtum í vor þrátt fyrir að ein
umferð sé fram að úrsUtum.
Það kom í hlut Fram og FH að
verma tvö neðstu sæti deildarinnar
að þessu sinni og þurfa því að leika
í 2. deild í næstu umferð. Frammi-
staða FH kom mikið á óvart en FH-
strákarnir höfðu staöið sig með mikl-
um ágætum í 1. deild í síðustu um-
ferð en virtust ekki finna sig aö þessu
sinni. Framarar, sem komu upp úr
2. deUd, og FH-ingar eiga þó ágæta
möguleika á að tryggja sér sæti í
úrsUtum, svo UtiU munur virtist vera
á flestum liðum 1. deildar að þessu
sinni.
HK bar sigur úr býtum í 2. defld,
sem fram fór í Sandgerði, með því
að vinna aUa andstæðinga sína. Val-
ur fylgir HK í 1. deild en tiðið tapaði
aðeins fyrir HK en vann aðra leiki.
Grótta og Víkingur urðu í 3. og 4.
sæti og héldu þar með sætum sínum
í deildinni en Reynir Sandgerði og
Þór Vestmannaeyjum þurfa að gera
sér að góðu að leika í 3. deUd í næstu
umferð.
Á Akranesi bar Fylkir sigur úr
býtum eftir harða keppni við Hauka
sem urðu í 2. sæti. Grindavík og Týr
héldu sætum sínum í deUdinni en
Selfoss og ÍA féUu í 4. deUd. Keppni
í 3. deUd var mjög jöfn og spennandi
og skiptu leikir í síðustu umferð
máli hvort Uö féllu, héldu sæti sínu
eða færu upp í 2. detíd.
Leiknir og Hveragerði lentu í
tveimur efstu sætum 4. detídar og
leika því í 3. deUd næst en UMFA,
ÍBK og UMFN leika áfram í 4. detíd.
Keppni í 5. flokki karla einkenndist af mikilli spennu enda 1. deildar lið
örugg með sæti i úrslitum og lið i 2. deild eygja enn möguleika á að komast
í þau.