Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1990, Blaðsíða 6
4_____
Útlönd
Sprenging í
a-þýskri
verksmiðju
Aö minnsta kosti þrír létust og
tuttugu og fimm slösuðust þegar
sprenging varð í austur-þýskri
efnaverksmiðju í gær aö því er
hin opinbera fréttastofa í A-
Þýskalandi skýrði frá. í fyrstu
varnaði mikill hiti björgunar- og
slökkviliðsmönnum að komast að
slysstaö. En um síðir tókst þeim
að ná valdi á eldinum og bjarga
nokkrum starfsmönnum sem
ekki hafði tekist að forða sér.
Sprengingin varð í framleiðslu-
ofni í Buna-verksmiðjunni nærri
Halle, um tvöhundruö kílómetra
suður af Berlín. Orsökin er
ókunn en rannsóknamefnd
kannar nú málið.
Buna-verksmiðjan, sem var
reist árið 1936, er ein af mörgum
í þungaiðnaði í Austur-Þýska-
landi sem em sagðar orsök mik-
illar loft- og vatnsmengunar þar
í landi. Verksmiðjur þessar eru
flestar illa búnar mengunar- og
öryggisvömum.
Til þess að fylla framleiðsluk-
vóta hafði fyirum stjóm harðl-
ínumanna í Austur-Þýskalandi
að engu hættuna á mengun um-
hverfisins og tjóni á heilsu starfs-
manna sem stafaði af þungaiðn-
aði. En í kjölfar mikils þrýstings
frá almenningi hafa hin nýju
stjómvöld heitið víðtækum um-
bótum.
Morðhótunin
stendur
Andlegur leiötogi írana, Ali
Khamenei, ítrekaði í gær að
morðhótunin gegn rithöfundin-
um Salman Rushdie stæði enn
og yröi að vera fullnægt. Þetta
em ömurleg tíðindi fyrir Rushdie
sem nú hefur farið huldu höíði í
Bretlandi í eitt ár í kjölfar þess
að ayatollah Ruhollah Khomeini,
fyrrum leiðtogi írans, skipaði svo
fyrir að hann skyldi drepinn. Var
rithöfundinum gert að sök að
hafa móðgað múhameðstrúar-
menn í bók sinni, Sálmar Satans.
Þessi ummæli Khomeinis fyrir
ári vöktu mikla reiði á Vesturl-
öndum en nutu stuðnings margra
múhameðstrúarmanna. Frá því
að Khomeini lést, í júní síðast-
liðnum, hafa íranskir ráðamenn
lagt kapp á að milda ímynd írans
út á við. Þeir hafa hins vegar ít-
rekað að enginn geti ógilt fyrir-
skipun Khomeinis um dauðadóm
yfir Rushdie.
Orðrómur um
gyðinga-
ofsóknir
Sovéska leyniþjónustan, KGB,
sagði í gær að orðrómur, sem nú
gengur fjöllunum hærra í
Moskvu, um yfirvofandi skipu-
legar ofsóknir eða fjöldamorð á
gyðingum og öðrum minnihluta-
hópum í borginni, s.s. Armenum
og Azerum, ætti við engin rök að
styðjast. Hvatti leyniþjónustan
borgarbúa til að sýna stillingu.
Afar fátítt er að leyniþjónustan
sendi frá sér slíkar yfirlýsingar.
í yfirlýsingu KGB, sem birt var
í opinberum fjölmiðlum, sagði að
gerðar heföu verið ráðstafanir til
að tryggja öryggi allra sovéskra
þegna. Leyniþjónustan sagði
ýmis óopinber samtök og
„óeirðaseggi" standa fyrir því að
skjóta íbúum borgarinnar skelk
í bringu. Samtökin voru ekki
nafngreind í yfirlýsingunni.
Hviksögur um yfirvofandi
hættu hafa heyrst öðru hvoru í
samfélagi gyðinga í Moskvu en í
höfuðborginni búa um tvö hundr-
uð þúsund gyðingar. Margir
þeirra segjast reiðubúnir að fara
af landi brott til að vernda fjöl-
skyldursínar. Reuter
Mikhaíl Gorbatsjov, forseti Sovétríkjanna, til vinstri, og James Baker, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, áttu fjög-
urra klukkustunda langan fund í Moskvu í gær. Símamynd Reuter
Bandaríski utanríkisráðherrann fundar með Sovétforseta:
Afvopnunarmál
efst á baugi
Míkhaíl Gorbatsjov, forseti Sovét-
ríkjanna, lagði til í gær að stórveldin
hefðu hvort um sig eigi fleiri en 195
þúsund hermenn Evrópu, að Sovét-
ríkjunum undanskildum, að því er
fram kom í fréttum Tass, hinnar sov-
ésku fréttastofu. Með þessum tillög-
um Gorbatsjovs, sem lagðar voru
fram á fundi hans með bandaríska
utanríkisráðherranum, James Bak-
er, í gær, samþykkir forsetinn þær
tölur sem felast í tillögum Bush
Bandaríkjaforseta um hámarks-
fjölda hermanna stórveldanna í
Mið-Evrópu. Þó virðist sem Sovét-
forsetinn hafni þeirri hugmynd sem
fram kom í tillögum Bush að Banda-
ríkin gætu haft að auki þrjátíu þús-
und bandaríska hermenn í löndum
utan Mið-Evrópu.
í síðasta mánuði lagði Bush til að
hámarksíjöldi hermanna Bandaríkj-
anna og Sovétríkjanna hvors fyrir
sig skyldi ekki vera meiri en 195 þús-
und hermenn í ríkjum Mið-Evrópu
en Bandaríkjastjóm gæti að auki
haft þrjátíu þúsund hermenn í Bret-
landi, Grikklandi, Tyrklandi og á ít-
alíu.
í fréttum Tass kom einnig fram að
ef Bandaríkjastjórn gæti ekki fallist
á 195 þúsund hermanna hámarks-
fjölda legðu Sovétríkin til að há-
markið næmi 225 þúsund hermönn-
um fyrir hvort stórveldi fyrir sig í
Evrópu, að Sovétríkjunum undan-
skildum. Tillögur Gorbatsjovs benda
til að hann sé ekki reiðubúinn að
samþykkja að Bandaríkin hafi á að
skipa fleiri hermönnum í Vestur-
Evrópu en Sovétríkin hafa í Austur-
Evrópu. Sovétríkin hafa um 575 þús-
und hermenn í Austur-Evrópu en
Bandaríkin um 305 þúsund hermenn
í Vestur-Evrópu, samkvæmt mati
vestrænna sérfræðinga.
Áður en fundur Bakers og Gor-
batjovs hófst höfðu bandarískir emb-
ættismenn sagt að framfór hefði orð-
ið í afvopnunarviðræðum, bæði stór-
veldin hefðu gefið eftir í kröfum sín-
um í afvopnunarviöræðum, bæði
viðræðum um fækkun hefðbundinna
vopna sem og langdrægra kjam-
orkuvopna.
Reuter
Fyrrum vamarmálaráðherra Bandaríkjanna:
Spáir Gorbatsjov falli
Haft var eftir Caspar Weinberger,
fyrrum vamarmálaráðherra Banda-
ríkjanna, í blaðaviðtali sem birtist í
gær að Míkhaíl Gorbatsjov Sovét-
forseta tækist ekki að sitja á valda-
stóli lengur en til ársloka nema lífs-
skilyrði bötnuðu í Sovétríkjunum. í
viðtalinu við al-Hayat, líbanskt dag-
blað sem hefur höfuðstöðvar sínar í
London, kvaðst Weinberger einnig
telja að róttækur niðurskurður á
sviöi hermála í Bandaríkjunum væri
ótímabær að svo stöddu.
Haft var eftir Weinberger, sem var
varnarmálaráðherra í tíð Ronalds
Reagans, að hann teldi ekki að Gor-
batsjov myndi halda völdum að ári
nema róttækar breytingar kæmu til
í Sovétríkjunum og að þjóðin gæti
fætt sig sjálf. Hann kvaöst ekki geta
spáð hvað myndi gerast yrði Gor-
batsjov steypt af stóli og því væri
ótímabært að íhuga stórtæka fækk-
un í herliði Bandaríkjanna í Evrópu.
Bush Bandaríkjaforseti lagði til í
síöustu viku að hernaðarbandalögin
tvö - Atlantshafsbandalagið og Var-
sjárbandalagið - hefðu eigi fleiri en
195 þúsund hermenn hvort um sig í
Mið-Evrópu. Gera þessar tillögur ráð
fyrir mun meiri fækkun en banda-
rísk stjórnvöld-hafa áður lagt til.
Reuter
Hans Modrow, forsætisráðherra
Austur-Þýskalands. Símamynd Reuter
Efnahagsástandið í A-Þýskalandi:
Ósamhljóða mat
V-Þjóðverja
Vestur-þýsk yfirvöld neituðu því í
gær að þau teldu austur-þýsku
stjórnina stefna í gjaldþrot eins og
fram kom í máli eins háttsetts, vest-
ur-þýsks embættismanns í viðtali við
blaðamenn í gær. Embættismaður-
inn, sem krafðist nafnleyndar, sagði
að blikur væru á lofti um yfirvofandi
gjaldþrot austur-þýskra stjórnvalda,
jafnvel innan örfárra daga. Sagði
hann þetta hafa legið til grundvallar
tillögu Vestur-Þýskalands á mið-
vikudag þess efnis að þýsku ríkin
hæfu þegar í stað viðræður um sam-
einingu gjaldmiðla þjóðanna.
I yfirlýsingu frá talsmanni vestur-
þýsku stjórnarinnar sagði að Bonn-
stjórnin teldi ekki að gjaldþrot væri
yfirvofandi í A-Þýskalandi. A-þýsk
yfirvöld vísuðu þessum staðhæfing-
um vestur-þýska embættismannsins
einnig á bug. Talsmaður austur-
þýsku stjórnarinnar sagði þær með
öllu tilhæfulausar. „Svo framarlega
sem stjóm Modrows (forsætisráð-
herra) er við lýði mun Austur-Þýska-
land vera fært um að standa skil á
fjárhagslegum skuldbindingum sín-
um,“ sagði hann.
Reuter
Neyðarhjálp
til barna
Alþj óðaheilbrigðismálastofn-
unin kynnti í gær neyðaráætlun
í baráttunni gegn eyðnifaraldri
meðal rúmenskra bama en rúm-
lega fimm hundruð böm í Rúme-
níu hafa sýkst af eyðniveirunni.
Stofnunin mun senda tækjabún-
aö tU blóðrannsókna og fara fram
á aðstoð Evrópuríkja varðandi
annars konar útbúnaö sem og lyf.
Meira en fimm hundmð rúm-
ensk börn reynast hafa sýkst af
eyðniveirunni vegna blóðgjafa og
óhreinna sprautunála. Að sögn
Jo Asvall, yfirmanns Kaup-
mannahafnardeildar Alþjóða-
heilbrigðismálastofnunarinnar,
er þó ekki vitað hversu útbreidd
sýkingin er meðal barnanna sök-
um skorts á læknatækjum og
heilbrigðisstarfsmönnum. Því
gæti faraldurinn reynst mun út-
breiddari.
Þetta er talinn versti eyðnifar-
aldur meðal ungbama í Evrópu.
í skýrslum Alþjóðaheilbrigðis-
málastofnunarinnar voru skráð
600 eyðnitilfelli meðal barna í
Evrópu SÍÖUStU tVÖ ár. Reuter
Peningamarkaður
INNLÁNSVEXTIR (%) hæst
Innlán óverðtryggð
Sparisjóðsbækurób. 4-7 LB.Bb
Sparireikningar
3jamán.uppsögn 5-7,5 Lb
6 mán. uppsögn 5-8 ib.Bb
12mán. uppsögn 8-9 Ib
18mán. uppsögn 16 ib
Tékkareikningar.alm. 1-2 Sb
Sértékkareikningar 4-7 Lb.Bb
Innlan verðtryggð Sparireikningar
3ja mán. uppsögn 1,5 Allir
6mán. uppsögn 2.5-3.0 Lb.Bb,-
Sb
Innlán með sérkjörum 2,5-3,25 Sp
Innlángengistryggð
Bandaríkjadalir 6,75-7,25 Sb
Sterlingspund 13,75-14,25 Ib.Sb
Vestur-þýsk mörk 6,75-7,25 Sb
Danskarkrónur 10,25-11,0 lb
ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst
Útlán óverðtryggð
Almennirvíxlar(fon/.) 20-22 Sb.Sp
Viöskiptavíxlar(forv.) (1) kaupgengi
Almennskuldabréf 21,5-28 Ib
Viðskiptaskuldabréf(1) kaupgengi Allir
Hlaupareikningar(vfirdr.) 25-26,5 Ib.Bb
Utlán verðtryggð
. Skuldabréf 7,5-8,25 Lb.Bb
Utlántilframleiðslu
Isl.krónur 20,5-26,5 ib
SDR 10,75-11 ib.Bb
Bandaríkjadalir 9,75-10 Bb
Sterlingspund 16,75-17 Bb
Vestur-þýsk mörk 9,75-10 Bb
Húsnæðislán 3.5
Lífeyrissjóðslán 5-9
Dráttarvextir 37,2
MEÐALVEXTIR
Óverðtr. feb. 90 37,2
Verðtr. feb. 90 7,9
VÍSITÖLUR
Lánskjaravísitala jan. 2771 stig
Lánskjaravísitala feb. 2806 stig
Byggingavísitala feb. 527 stig
Byggingavisitala feb. 164,9 stig
Húsaleiguvisitala 2,5% hækkaði 1. jan.
VERÐBRÉFASJÓÐIR
Gengi bréfa verðbréfasjóða
Einingabréf 1 4,654
Einingabréf 2 2,556
Einingabréf 3 3,062
Skammtímabréf 1,587
Lífeyrisbréf
Gengisbréf 2,058
Kjarabréf 4,611
Markbréf 2,456
Tekjubréf 1,924
Skyndibréf 1,391
Fjölþjóðabréf 1,269
Sjóðsbréf 1 2,249
Sjóðsbréf 2 1,717
Sjóðsbréf 3 1,576
Sjóðsbréf 4 1,329
Vaxtasjóðsbréf 1,5860
Valsjóðsbréf 1,4935
HLUTABRÉF
Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.:
Sjóvá-Almennar hf. 424 kr.
Eimskip 424 kr.
Flugleiðir 163 kr.
Hampiðjan 174 kr.
Hlutabréfasjóður 168 kr.
Eignfél. Iðnaðarb. 185 kr.
Skagstrendingur hf. 320 kr.
Islandsbanki hf. 158 kr.
Eignfél. Verslunarb. 158 kr.
Oliufélagiö hf. 333 kr.
Grandi hf. 157 kr.
Tollvörugeymslan hf. 114 kr.
(1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við-
skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja
aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi,
kge.
Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn,
Bb= Búnaðarbankinn, lb= Iðnaðarbank-
inn, Lb = Landsbankinn, Sb = Samvinnu-
bankinn, Úb= Útvegsbankinn, Vb =
Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóðirnir.
Nánari upplýsingar um peningamarkað-
inn birtast i DV á fimmtudögum.