Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1990, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1990, Blaðsíða 42
50 L#GARDÁGUÍ ítf. f WM@M Í99Ó.1 Afmæli Pétxir Hafliði Ólafsson Pétur Hafliöi Ólafsson, fyrrv. sjó- maður, fiskmatsmaður, leigubíl- stjóri, sjóvinnukennari o.m.fl., Mið- túni 46, Reykjavík, er sjötugur í dag. Pétur fæddist í Stykkishólmi en fluttist þriggja ára með foreldrum sínum til Reykjavíkur, 1923, þar sem hann hefur lengst átt lögheimili. Hann hóf sjómennsku fyrir alvöru 15 ára gamall á b/v Geir hjá Sigurði Sigurðssyni skipstjóra. Hélt hann því starfi áfram öll seinni stríðsárin, að undanskildum tveimurárum, er hann var á erlendu kaupskipi. Árið 1948 gerðist Pétur farmaður hjá Eimskipafélagi ísland, fyrst háseti, síðar bátsmaður á m/s Goðafossi 1949-’62. Þá hóf hann kennslu í verklegri sjóvinnu á vegum Æsku- lýðsráðs Reykjavíkur ásamt Herði Þorsteinssyni mági sínum. Þeir fengu í því skyni m.a. björgunar- • skipið Sæbjörgu til afnota, sem má segja að hafi verið fyrsta skólaskip íslendinga. Síðan tók viðsjó- mennska að nýju til ársins 1971. Pétur átti sæti í samninganefnd sjó- manna um skeið. Þeim Herði var falið af Lúðvík Jósepssyni, þá sjáv- arútvegsráðherra, að vinna að því að koma á kennslu í sjóvinnu. Fóru þeir vitt og breitt um landið í þessu skyni, leiðbeindu væntanlegum kennurum með aðstoð fulltrúa Fiskifélagsins. Að þessu loknu tók Pétur upp leigubílaakstur hjá Hreyfli um tíma. Þá gerðist hann verkstjóri í fiskverkun Odda á Pat- reksfirði hjá Jóni Magnússyni og öðlaðist réttindi fiskmatsmanna. Á Patreksfirði stundaði hann jafn- framt ferskfiskmat fyrir Ríkismat sjávarafurða svo og saltfisk- og skreiðarmat. Árið 1979 hóf Pétur störf hjá Ríkismati sjávarafurða. Þá lá leið hans til umboðs Société Gén- érale de Surveillance í Sviss hér á landi. Sinnti Pétur gæðaúttekt, m.a. á saltfiski, skreið, fiskimjöli og lýsi. Meðan á undirbúningi að stofnun Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni stóð vorið 1986 var Pétur kominn til starfa á vegum þess og hefur starfað þar óslitið síðan. Þar sér hann um opið hús félagsins að Sigtúni 3. Hann er formaður ferða- nefndar félagsins og skipuleggur flestar ferðir á vegum félagsins inn- anlands. Hann tekur og þátt í söng- starfifélagsins. • Péturkvæntistþann 27.10.1942 Jóhönnu Guðrúnu Davíösdóttur húsmóður, f. 3.9.1920. Foreldrar hennar voru Davíð Friðlaugsson, trésmiður og daglaunamaður á Vatneyri við Patreksfjörð, og Sess- elja Guðrún Sveinsdóttir húsmóðir. Pétur og Jóhanna eignuðust sex böm: Davíð, f. 14.9.1940, d. 24.12.1973, vinnuvélstjóri á Eskifirði, var kvæntur Margréti Hrefnu Guð- mundsdóttur, f. 23.6.1939, d. 27.3. 1979, húsmóður, en þau skildu, og eignuðust þau tvo syni. Hrefna Sesselja, f. 2.10.1943, sjúkraliði, starfar við heimahjúkr- un og á Landspítalanum, var gift Sveinjóni Björnssyni, f. 14.10.1943, matsveini, en þau skildu, og eignuð- ust þau þijú börn. Auk þess eignað- ist Hrefna eina dóttur með Guð- mundi Guðbjartssyni. Hafliði, f. 22.6.1945, d. 2.12.1982, verslunarstjóri að Bræðraborgar- stíg í Reykjavík, var kvæntur Vig- dísi Sigurðardóttur.f. 15.3.1948, starfsmanni Landsbanka íslands, og eignuöust þau tvær dætur. Hugrún, f. 29.10.1950, húsmóðir í Reykjavík, gift Marteini Elí Geirs- syni, f. 11.2.1951, fyrrum atvinnu- manni í knattspymu með Royal Union í Belgíu, nú brunaverði í Reykjavík, og eiga þau þrjú börn. Pétur Kúld, f. 28.2.1953, kjötiðnað- armaður, rekur Kjötbúr Péturs á Laugavegi, kvæntur Önnu Sigríði Einarsdóttur, f. 3.5.1953, húsmóður og verslunarmanni, og eiga þau tvær dætur. Ólína Björk, f. 13.12.1956, húsmóð- ir í Reykjavík, býr með Kristni Reynissyni.f. 17.1.1958, vaktmanni á Borgarspítalanum, og eiga þau tvo syni. Systkini Péturs: Sigríður Ingunn, f. 26.9.1912, húsmóðir í Reykjavík, ekkja Óskars Ástmundar Þorkels- sonar, aðalgjaldkera Slippfélagsins, og eignuðust þau fimm börn; Ólöf Pálína, f. 7.6.1914, d. 15.12.1965, húsmóöir að Klömbrum i Reykja- vík, var gift Christian Harald Hyldal Christensen, kaupmanni í Kjöthöll- inni, og eignuðust þau tvo syni; Guðrún Aðalheiður, f. 22.8.1915, d. 11.7.1944, húsmóðir í Reykjavík, bjó með Salómon Sigfúsi Loftssyni og eignuðust þau tvö börn; Vigdís Steina, f. 25.8.1916, húsmóðir í Reykjavík, var fyrst gift Arilíusi Engilbert Guðmundssyni bifvéla- virkja og eignuöust þau eina dóttur, síðar gift Herði Þorsteinssyni, sjó- manni, stýrimanni og skipstjóra, og eignuðust þau þrjú börn; Hansína, f. 28.8.1918, d. í janúar 1940, húsmóð- ir í Reykjavík, var gift Jóni Bjarna Zakaríasi Frank Þorsteinssyni leigubílstjóra og eignuðust þau einn son; Anna Ingibjörg, f. 29.6.1921, húsmóðir í Reykjavík, gift Þorláki Guðmundssyni prentara og eignuð- ust þau fimm börn; Jónas Guð- mundur, f. 29.6.1921, iðnverkamað- ur í Kassagerö Reykjavíkur, kvænt- ur Guðrúnu Bríet Guðlaugsdóttur, húsmóður í Kópavogi, og eignuðust þau íjögur börn; Guðrún, f. 26.9. 1922, d. 10.2.1959, húsmóðir í Reykjavík, var gift Sigurði Hall- grímssyni, tæknimanni hjá Ríkisút- varpinu, og eignuðust þau tvær dætur; Sigurrós, f. 13.5.1924, starfar við afgreiðslu í lyfjabúð, gift Árna Guðmundssyni netagerðarmanni og eignuðust þau fjóra syni; Gísli, f. 21.6.1926, bílstjóri hjá Landhelgis- gæslunni, kvæntur Aðalheiði Sigur- jónsdóttur og eignuðust þau tvö börn; Sveinberg Skapti, f. 7.10.1927, Pétur Hafiiði Ólafsson. prentari með eigin prentsmiðju í Kópavogi og þekktur dægurlaga- söngvari á sínum yngri árum, kvæntur Sveinfríði Guðrúnu Sveinsdóttur húsmóður og eignuð- ust þau fjögur börn, og Ólöf Jóna, f. 8.10.1929, starfsmaður Reykjavík- urapóteks, ekkja Snorra Ólafssonar sem rak S.Ó. búðina. Foreldar Péturs voru Ólafur Jón Jónasson, f. 8.3.1887, d. 1.8.1929, sjómaður í Reykjavík, og Ólína Jó- hanna Pétursdóttir, f. 24.8.1887, d. 13.9.1979. Pétur tekur á móti gestum í veit- ingasalnum Mannþingi, Borgartúni 18, í kjallara Sparisjóðs vélstjóra, milli kl. 14 og 17 í dag. Amór L. Hansson Arnór L. Hansson húsasmiður, Hátúni 8, Reykjavík, er sjötugur í dag. Arnpr er fæddur í Holti á Brimils- völlum í Fróöárhreppi og þar ólst hann úpp til 14 ára aldurs. Hann fór þá á sjóinn og stundaði sjó- mennsku tilþrítugs ásamt ýmissi landvinnu. Arið 1947 fluttist Arnór til Reykjavíkur og fór að læra húsa- smíði hjá Hallgrími Hanssyni bróð- ur sínum og hefur hann unnið við hana síðan. Eiginkona Amórs er Sigríður Jónsdóttir. Hún er dóttir Jóns Ing- varssonar, b. að Neðra-Dal og Borgareyrum undir Eyjafjöllum, og Bóelar Erlendsdóttur húsfreyju, frá Hlíðarenda í Fljótshlíð. Systkini Arnórs erú: Árni, f. 1907, húsasmiður, búsett- ur í Kópavogi, kvæntur Helgu Tómasdóttur og eiga þau þrjú börn. Guðríður, f. 1911, húsmóðir í Ól- afsvík, gifl Sigurði Tómassyni vél- stjóra og eiga þau fjögur börn. Guömundur, f. 1913, vörubíl- stjóri, búsettur í Reykjavík, kvænt- ur Elsu Helgádóttur og eiga þau fjögurbörn. Kristvin, f. 1915, húsasmíðameist- ari, búsettur í Reykjavík, kvæntur Önnu Hallsdóttur og eiga þau fjög- urböm. Hallgrímur, f. 1916, húsasmíða- meistari, búsettur á Hjarðarbóli í Vatnsdal, ekill Viktoríu Jónasdótt- ur og á hann einn kjörson. Þorsteinn, f. 1918, verkamaöur og sjómaður í Ólafsvík, ekill Karólínu Vigfúsdóttur og eignuðust þau tvö börn. Foreldrar Arnórs voru Hans Bjarni Ámason, f. 27.6.1883, b. í Holti í Fróðárhreppi, og Þorbjörg Þórkatla Árnadóttir, f. 27.8.1878, húsfreyjaíHolti. Hans Bjarni var sonur Árna, b. í Holti, Ámasonar, b. í Skaröi, Bjamasonar, b. á Kleifárvöllum í Miklaholtshreppi, Árnasonar. Móðir Árna í Skarði var Margrét Snorradóttir. Móðir Árna í Holti var Ingibjörg Þorleifsdóttir, b. í Dal í Miklaholtshreppi, Jónssonar, og Þómýjar Magnúsdóttur, b. á Kóngsbakka, Bjamasonar. Móðir Hans Bjarna var Kristrún Oddsdóttir, b. í Ólafsvíkurbúð, Þórðarsonar, b. í Hraunhöfn í Búðasókn, Vigfússonar. Móðir Odds var Sigríður Jóns- dóttir. Móöir Kristrúnar var Jó- hannaGuðmundsdóttir, sjómanns og b. að Seiglu í Fróöársókn, og Þorbjargar Slguröardóttur. Þorbjörg Þórkatla, móðir Arnórs, var dóttir Áma, b. í Stapabæ á Snæfellsnesi, Björnssonar, b. í Holti í Laugarbrekkusókn, Steind- órssonar, b. á Brimilsvöllum, Arnór L. Hansson. Björnssonar. Móðir Björns í Holti var Guðrún Ulugadóttir. Móðir Árna í Stapabæ var Þorbjörg Árnadóttir, b. í Ein- arslóni á Snæfellsnesi, Þorkelsson- ar, og Guörúnar Jónsdóttur. Móðir Þorbjargar Þórkötlu var Guðríður Einarsdóttir, b. á Syðri- Rauðamel í Kolbeinsstaðahreppi, Einarssonar, b. á Moldbrekku í Hítardal, Bjarnasonar. Móðir Einars á Syðri-Rauðamel var Vllborg Guttormsdóttir ljós- móðir. Móðir Guðríðar var Guðríð- ur Snorradóttir, b. á Urriðaá á Mýrum, Þórðarsonar, og Sesselju Sigurðardóttur. Arnór verður að heiman í dag. Til hamingju með afmælið 10. febrúar 80 ára 50ára Elín Friðriksdóttir, Háteigsvegi 19, Reykjavík. ara Magnús K. Jónsson, Miötúni 84, Reykjavik. Svava Hjörleifsdóttir, Smiðjustíg 10, Reykjavík. 60 ára Dóróthea Einarsdóttir, Arnartanga 22, Mosfelllsbæ. Einar Póll Sigurðsson, Norðurbrún, Biskupstungna- hreppi. Guðrún Bára Jónsdóttir, Dverghömrum 14, Reykjavík. Jónas Guðmundsson, Hjaltabakka 12, Reykjavík. Rósa L. Þorsteinsdóttir, Ásgötu l, Raufarhöfn. 40ára Bragi Þór Jósafatsson, Gunnlaugsgötu 8, Borgarnesi. Kristjana Þorfinnsdóttir, Höfðavegi 4, Vestmannaeyjum. Mugnús MagnÚKKon, Smáragötu 12, Vestmannaeyjum. Valgeir Sveinsson, Strandgötu 38, Eskifirði. Þórunn Þorgeirsdóttir, Frostafold 57, Reykjavík. David Thomas McKee, Njörvasundi 12, Reykjavik. Haukur Baldursson, Logafold 42, Reykjavík. Kristján Leifsson, Fagrahjalia 19, Kópavogi. Kristján Þorsteinsaon, Hæðarbyggð 4, Garöabæ. Oddur Helgi Oddsson, Vesturvangi 46, Hafnarfirði. Róbert V. Friöriksson, Eikarlundi 24, Akureyri. Jón Emst Ingólfsson Studioblóm Þönglabakka 6, Mjódd norðan við Kaupstað simi 670760 Blómaskreytingar við öll Jón Ernst Ingólfsson sölumaður, Hraunhólum 18, Garðabæ, verður fertugur á morgun, 11. febrúar. Jón er fæddur í Reykjavík og ólst upp í vesturbænum. Hann hefur unnið við sölustörf hjá Plastos og fleiri fyrirtækjum og einnig hefur hann rekið verslunina Vamr menn og villtar meyjar við Laugaveginn með flölskyldu sinni. Kona Jóns er Dagný Guðmunds- dóttir kaupmaður, f. 29.8.1949. Hún er dóttir Guðmundar Valdemars: sonar, sem nú er látinn, og Rósu Einarsdóttur húsmóður. Guðmund- ur var sonur Valdemars Pétursson- ar, b. í Hraunholti í Garðabæ, og konu hans, Sigurlaugar. Böm Jóns og Dagnýjar eru: Rósa Dögg, f. 2.11.1971, nemi; Helgi Hrannarr, f. 6.2.1978; og óskírður sonur, f. 13.12.1989. Áður átti Jón eina dóttur, Guðbjörgu Aðalheiði, f.25.2.1%7. Systkini Jónseru: Kolbrún Sigurbjörg, f. 10.3.1943, meinatæknir, búsett á Seltjarnar- nesi, gift Ágústi Einarssyni, prófess- or við Háskóla íslands og hagfræð- ingi, og eiga þau þrjá syni. Ingveldur, f. 7.3.1944, bankamað- ur, búsett í Reykjavík, gift Geir Torfasyni, innkaupastjóra hjá Flug- leiðum. Rósa Guðrún, f. 25.10.1946, póst- maður, búsett í Reykjavík, og á hún einn son. Aðalbjörg Gunnhildur, f. 23.3. 1961, húsmóðir, búsett í Kópavogi, gift Stefáni Þór Bocchino, starfs- manni hjá varnarliðinu á Keflavík- urflugvelli, og eiga þau tvö börn. Foreldrar Jóns: Ingólfur Ólafsson, verslunarmaöur í Reykjavík, f. 24.3. 1921, d. 17.11.1966, og Guðlaug Hulda Guðlaugsdóttir húsmóðir, f. 28.7. 1921. Ingólfur var sonur Ólafs, verslun- armanns og síðar lengi verkamanns í Reykjavík, Einarssonar, b. á Efri- Grímslæk í Ölfusi, Eyjólfssonar, b. á Grímslæk, Eyjólfssonar. Móðir Einars var Kristrún Þórð- ardóttir frá Hlíð í Eystrihreppi. Móðir Ólafs var Guðrún Jónsdóttir, b. og formanns á Hjalla í Ölfusi og síðar kaupmanns i Reykjavík, Helgasonar, og Guðrúnar Bergs- dóttur. Móðir Ingólfs var Ingveldur Ein- arsdóttir, b. á Árbæ í Ólfusi, Hann- essonar, b. í Bakkarholti, Hannes- sonar. Móðir Einars á Árbæ var Ingveld- ur Jónsdóttir frá Þóroddsstöðum. Móðir Ingveldar Einarsdóttur var Vilborg Olafsdóttir ljósmóðir, b. á Árbæ, Torfasonar, og Margrétar Þorleifsdóttur. Guölaug Hulda, móðir Jóns, var dóttir Guðlaugs, b. á Snældubeins- stöðum, Hannessonar, b. á Gríms- stöðum í Reykholtsdal, Sigmunds- sonar, b. á Hægindi, Jónssonar. Móðir Hannesar var Guörún Jón Ernst Ingólfsson. Steindórsdóttir. Móðir Guðlaugs var Kristín Magnúsdóttir, Gilssonar frá Vogalæk, og Vilborgar Steins- dóttur. MóðirGuðlaugarvarSigurbjörg ívarsdóttir, b. á Snældubeinsstöð- um, Sigurössonar, b. á Kársnesi í Kjós, Bjarnasonar. Móðir ívars var Valgerður Vigfús- dóttir. Móðir Sigurbjargar var Rósa Sigurðardóttir, b. á Árkarlæk í Skil- mannahreppi, Jónssonar, oglngi- bjargar Björnsdóttur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.