Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1990, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1990, Blaðsíða 9
LAUGARDAGÚR 10. Í99Ö. $ SUZUKI ---//M----------- SUZUKIBÍLAR HF. HÚSI FRAMTlÐAR, FAXAFENI 10, SlMI 685100 hvcli - vid segjum frá tiiurð kvikmyndarinnar Úrval tímarit fyrir alla Enginn fyrir- myndar- ökumaður • segir Magnús Einarsson, umferðarsérfraedingur rásar 2 „Eg er enginn fyrirmyndaröku- maður og lít ekki á mig sem slíkan. Upphafið að þessum daglegu sam- skiptum mínum við strákana á rás 2 liggur hjá þeim sjálfum," segir Magnús Einarsson leigubílstj óri en hann hefur vakið athygh fyrir grei- nagóðar upplýsingar í útvarpi um færð og ástand gatna á höfuðborgar- svæðinu. „Leifur og Jón Ársæll, sem stýra morgunþætti rásar 2, báðu Hreyfil um aðstoö við aö upplýsa ökumenn um færðina. Ég byrja akstur á bilinu 4-5 alla virka daga og er því búin að vera á ferðinni víðs vegar um borg- ina þegar þeir hringja um hálfátta- leytið," segir Magnús. „Ég fæ enga greiöslu fyrir þetta viðvik og ber engan kostnað. Það er mér næg greiðsla að vita að þessi þjónusta kemur einhverjum til góða. Ég hef tekið eftir því að gamla fólkið metur þetta mikils og margir hafa lýst því yfir að þeim finnist ákveðið öryggi í því að vita af hálku hér og snjó- þyngslum þar.“ Magnús hefur ekið leigubíl með hléum í tæp þrjátíu ár. Á árum áður var hann til sjós en greip í aksturinn í fríum. Vinnutími hans er frá klukk- an fjögur að morgni og fram eftir degi. Árrisulir farþegar hans eru starfsmenn fyrirtækja og stofnana í borginni sem þurfa að mæta til vinnu áður en strætisvagnarnir hefja akst- ur. Hann segist hafa verið svolítið taugaóstyrkur í byrjun - vitandi aö tal hans útvarpaðist beint - en það sé að mestu að brá af honum núna. „Ég skrái ekki hjá mér aðstæður í hverri götu heldur geymi þetta bara í kollinum. Færðin í vetur hefur ekki verið til neinna gífurlegra vandræða fyrir ökumenn en samt sér maður ýmislegt sem betur mætti fara,“ seg- ir Magnús. „Alltof margir bílar eru vanbúnir til vetraraksturs og sumir jafnvel á lélegum sumardekkjum. Ég vil kenna því um að hjólbarðar eru of dýrir og fólk láti kaup á góðum hjólbörðum því sitja á hakanum. Það yrði til mikUla bóta fyrir umferðar- öryggið ef ríkið og milliliðir létu vera að taka til sín stóran hluta af verð- inu. Það er líka fáránlegt að ríkið græði beinlínis á umferðaróhöppum. Þegar minni háttar tjón verða - og engin slys á fólki - hagnast ríkið á virðisaukaskattinum í gegnum tryggingamar." Þar sem Magnús ér á ferð snemma á morgnana tekur hann eftir ýmsu hjá gangandi vegfarendum sem eru að paufast í myrkrinu. „Fólk er of dökkklætt að vetrarlagi og í mesta skammdeginu er það nánast lífs- hættulegt. Endurskinsmerki eru of lítiö notuð af fullorðnum og börnum, sem eru fljót að gleyma sér og stökkva út á götuna. Börnin eru nýj- ungagjörn og mér hefur dottið í hug Drögum úr hraða &>• p -ökum af skynsemi! yUMFERCW, hvort ekki þurfi að hanna ný end- urskinsmerki svo þau fáist til að bera þau,“ segir Magnús Einarsson, leigu- bílstjóri og umferðarsérfræðingur rásar 2. Magnús Einarsson leigubílstjóri flytur hlustendum rásar 2 fréttir af færð á höfuðborgarsvæðinu. DV mynd KAE A hverfanda EKKI BARA NY ARGERÐ HELDUR ALVEG NYR BILL SUZUKI SWIFT 1990 Suzuki Swift 1990 er ekki bara ný árgerð heldur alveg nýr bíll á flestum sviðum. 1990 árgerðin hefur öflugri vél, sjálfstæða fjöðrun, er stærri og rúmbetri og útlit Suzuki Swift er alveg nýtt af nálinni að utan sem innan - hefur aldrei verið glæsilegra. Og Suzuki Swift er til í ýmsum gerðum, 5 gíra eða sjálfskiptur, 3 dyra eða 5 dyra. Farþegarými er sérstaklega þægilegt, haganlega og smekklega búið, farangursrými ótrúlega mikið og jafnframt aðgengilegt. Hefurðu gaman af hraðskreiðum, öflugum og liprum bílum? Fá áttu sannarlega mikið erindi á frumsýninguná, því sportbíllinn Suzuki Swift GTI 1990 hefur allan búnað sem krafist er af fyrsta flokks sportbíl og þar er geysilega öflug vél ekki undanskilin. I stuttu máli: Suzuki Swift GTI 1990 er óskabíll allra sport- • aksturskappa. Sjálfstœðfjöðrun Suzuki Swift 1990 eykur öryggi farþeganna og gerir aksturinn þœgilegri. Stórglœsilegt útlit, haganleg hönnun og ótal nýjungar gera Suzuki Swift 1990 neestum ómótstœðilegan. Suzuki Swift 1990 Verð frá 626 þúsund Frumsýning laugardag 10—17 og sunnudag 13—17 í Framtíð, Faxafeni 10.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.