Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1990, Blaðsíða 41
LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 1990.
49
Andlát
Kristín Bernhöft andaðist í Borgar-
spítalanum að kvöldi 8. febrúar.
Sigmar Jónasson, Hamraborg 26,
Kópavogi, lést að kvöldi 8. febrúar í
hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð.
Kristjana Ingimundardóttir andaðist
að morgni 8. febrúar í sjúkrahúsinu
í Keflavik.
Benedikt Hjartarson, fyrrverandi
bifreiðarstjóri, Aflagranda 40,
Reykjavík, lést á heimili sínu 7. fe-
brúar.
Kristján Theodórsson frá Húsavík er
látinn.
Elin Helga Magnúsdóttir, Sólvalla-
götu 17, Reykjavík, lést á heimih sínu
8. febrúar.
Sara Kristjánsdóttir, áður til heimilis
að Laugavegi 58b, lést í dvalarheimil-
inu Seljahlíð að kvöldi 8. febrúar.
Fundir
Kvenfélag Grensássóknar
heldur aðalfund sinn í safnaðarheimilinu
mánudaginn 12. febrúar. Fundurinn
hefst meö borðhaldi kl. 19.30. Ath. breytt-
an fundartíma.
Tilkyimingar
Félag eldri borgara
Opið hús 1 Goðheimum, Sigtúni 3, í dag,
laugardag. Kl. 14 frjálst spil og tafl, kl.
20 dansað. Haldin verður skáldakynning
á vegum Félags eldri borgara nk. þriðju-
dag, 13. febrúar, kl. 15-17 að Rauðarárstíg
18. Rætt verður um skáldið Halldóru B.
Bjömsson og lesið úr verkum hennar.
Kvenfélag Fríkirkjunnar
í Reykjavík
efnir til góugleði sunnudaginn 18. febrúar
fyrir safnaðarfólk og gesti í Templara-
höllinni við Eiríksgötu sem hefst með
borðhaldi kl. 19.30. Þátttaka tilkynnist í
síma 19111, Málfríður, 36787, Anna Eygló,
og 685573, Sigurborg.
Alþýðubandalagið
í Kópavogi
Þriðja og síðasta spilakvöld í þriggja
kvölda keppni verður í Þinghóli, Hamra-
borg 11, mánudaginn 12. febrúar kl. 20.30.
Allir velkomnir.
Tónleikar
Sigríður Gröndal syngur
á Ijóðatónleikum Gerðubergs
Fjórðu tónleikar í Ijóðaleikatónleikaröð
Gerðubergs verða haldnir mánudaginn
12. febrúar kl. 20.30. Sigríður Gröndal,
sópran, syngur við undirleik Jónasar
Ingimundarsonar. Á tónleikunum verða
flutt íslensk þjóðlög ásamt sönglögum
eftir F. Mendelsohn, G. Fauré, H. Duparc
og E. Satie. Vönduð efnisskrá með frum-
texta ásamt þýðingum í umsjón Reynis
Axelssonar er gefm út í tilefni tónleik-
anna.
Messur
Guðsþjónustur
Árbæjarprestakall: Barnasamkoma
kl. 11 árdegis. Guösþjónusta kl. 14.
Kristniboðskynning. Benedikt Arn-
kelsson guöfræðingur prédikar. Org-
anleikari Jón Mýrdal. Myndasýning
frá kristniboðsstarfmu eftir messu í
safnaöarheimili kirkjunnar. Sýning
á munum frá Afríku í anddyri kirkj-
unnar. Fyrirbænastund miðvikudag
kl. 16.30. Sr. Guðmundur Þorsteins-
son.
Áskirkja: Barnaguðsþjónusta kl. 11.
Guðsþjónusta kl. 14. Kafli eftir
messu. Sr. Árni Bergur Sigurbjörns-
son.
Breiðholtskirkja: Barnaguðsþjón-
usta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Org-
anisti Daníel Jónasson. Bænaguös-
þjónusta þriðjudag kl. 18.30. Sr. Gísli
Jónasson.
Bústaðakirkja: Barnaguðsþjónusta
kl. 11, Guðrún Ebba Ólafsdóttir, sr.
Pálmi Matthíasson. Guösþjónusta kl.
14. Organisti Þorvaldur Björnsson.
Sr. Pálmi Matthíasson.
Digranesprestakall: Barnasamkoma
í safnaðarheimihnu við Bjamhóla-
stíg kl. 11. Guðsþjónusta í Kópavogs-
kirkju kl. 11. Sr. Þorbergur Krist-
jánsson.
Dómkirkjan: Laugardagur 10. feb.:
Bamasamkoma kl. 10.30. Munið
kirkjubílinn. Sr. Jakob Ágúst Hjálm-
arsson. Sunnudagur 11. feb. kl. 11:
Messa. Dómkórinn syngur. Organisti
Kjartan Siguijónsscn. Sr. Hjalti Guð-
mundsson. Kl. 14: Messa. Dómkórinn
syngur, organisti Ann Toril Lind-
stad. Sr. Hjalti Guðmundsson.
Elliheimilið Grund: Guðsþjónusta kl.
10. Sr. Ólafur Jóliannsson. Organisti
Kjartan Ólafsson.
Fella- og Hólakirkja: Barnasamkoma
kl. 11. Umsjón Ragnheiður Sverris-
dóttir. Guðsþjónusta kl. 14. Prestur
sr. Hreinn Hjartarson. Organisti
Guðný M' Magnúsdóttir. Miðviku-
dagur: Guðsþjónusta með altaris-
göngu kl. 20.30. Prestur sr. Guð-
mundur Karl Ágústsson, organisti
Guðný M. Magnúsdóttir. Sóknar-
prestar.
Fríkirkjan í Reykjavík: Guðsþjón-
usta kl. 11. (Tíminn valinn með tifliti
til Ríkisútvarpsins.) Miðvikudagur
kl. 7.30, morgunandakt. Orgeheikari
Pavel Smid. Cecil Haraldsson.
Grafarvogsprestakall: Messuheimfl-
ið Félagsmiðstöðinni Fjörgyn við
Foldaskóla. Barnamessa kl. 11.
Sunnudagspóstur - söngvar. Aðstoð-
arfólk Guðrún, Valgerður og Hjört-
ur. Skólabíll fer frá Hamrahverfi kl.
10.45. Messa kl. 14. Kirkjukór Grafar-
vogssóknar syngur. Organisti Sigríð-
ur Jónsdóttir. Safnaðarkaffi eftir
messu. Kynnt verður starfsemi
Systrafélags Víðistaðasóknar,
Bræðrafélags Bústaðasóknar og
Safnaðarfélags Ássóknar. Almennar
umræður eftir kynninguna. Allir
velkomnir. Sr. Vigfús Þór Árnason.
Grensáskirkja: Barnasamkoma kl.
11. Eldri börnin uppi í kirkjunni,
yngri börnin niðri. Guðsþjónusta kl.
14. Fyrirbænir eftir guðsþjónustuna.
Organisti Árni Arinbjarnarson.
Samverustund aldraðra miðvikudag
kl. 11. Biblíulestur og bænastund
laugardag kl. 10. Prestarnir.
Hallgrímskirkja: Laugardagur 10.
feb.: Samvera fermingarbarna kl. 10.
Sunnudagur: Messa og bamasam-
koma kl. 11. Sr. Ragnar Fjalar Lárus-
son. Matur eftir messu. Kvöldmessa
með altarisgöngu kl. 17. Sr. Karl Sig-
urbjörnsson. Þeir sem vilja bílfar
hringi í Hallgrímskirkju í síma 10745
eða 621475. Þriðjudagur: Fyrirbæna-
guðsþjónusta kl. 10.30. Beðið fyrir
sjúkum.
Landspítalinn: Messa kl. 10. Sr. Karl
Sigurbjömsson.
Háteigskirkja: Morgunmessa kl. 10.
Sr. Tómas Sveinsson. Barnaguðs-
þjónusta kl. 11. Kirkjubíllinn fer um
Hhðarnar fyrir og eftir barnaguðs-
þjónustuna. Hámessa kl. 14. Sr. Arn-
grímur Jónsson. Kvöldbænir og fyr-
. irbænir eru í kirkjunni á miðviku-
dögum kl. 18. Prestarnir.
Hjallaprestakall: Messusalur Hjaha-
sóknar í Digranesskóla. Kristniboðs-
kynning: Barnamessa kl. 11. Sr. Guð-
mundur Guðmundsson kristniboði
kemur í heimsókn og greinir frá
starfi sínu í máh og myndum. Al-
menn guðsþjónusta kl. 14. Sr. Guð-
mundur Guðmundsson kristniboði
prédikar og þjónar fyrir altari ásamt
sóknarpresti. Að messu lokinni ann-
ast sr. Guðmundur kynningu á starfi
sínu sem kristniboði. Fermingarbörn
og foreldrar þeirra sérstaklega hvött
tíl þátttöku í messunni. Samvera fyr-
ir fermingarböm úr Digranesskóla
og Snælandsskóla kl. 20-22, að Lyng-
heiði 21. Sr. Kristján Einar Þorvarð-
arson.
Kársnesprestakall: Barnasamkoma í
safnaðarheimilinu Borgum sunnu-
dag kl. 11. Umsjón hafa María og
Vilborg. Guðsþjónusta í Kópavogs-
kirkju kl. 14. Fræðslufundur í Borg-
um miðvikudaginn 14. feb. kl. 20.30.
Magnús Torfi Olafsson, fv. ráðherra,
talar um stöðu kirkjunnar í Austur-
Evrópu á breytingatímum. Ahir vel-
komnir. Sr. Árni Pálsson.
Langholtskirkja: Kirkja Guðbrands
biskups. Óskastund barnanna kl. 11.
Guðsþjónusta kl. 14. Altarisganga.
Sr. Þórhahur Heimisson.
Laugarneskirkja: Laugardagur 10.
feb.: Guðsþjónusta í Hátúni 10B, 9
hæð, kl. 11. Sunnudagur 11. feb.:
* Messa kl. 11. Bjami Karlsson guð-
fræðinemi prédikar, altarisganga.
Bamastarf á sama tíma. Kaffi á
könnunni eftir messu. Fundur fyrir
foreldra og forráðamenn fermingar-
barna vorsins í safnaðarheimilinu
mánudag kl. 20.30. Bænastund
þriðjudagskvöld kl. 22. Kyrrðarstund
í hádeginu fimmtudag. Orgelleikur,
fyrirbænir, altarisganga. Sóknar-
prestur.
Neskirkja: Barnasamkoma kl. 11.
Umsjón Sigríður Óladóttir. Guðs-
þjónusta kl. 14. Sr. Frank M. Hall-
dórsson. Munið kirkjubhinn. Orgel-
og kórstjórn Reynir Jónasson. Mið-
vikudagur: Fyrirbænaguðsþjónusta
kl. 18.20. Sr. Frank M. Halldórsson.
Merming
Fiskisögur
Þorlákur Kristinsson, ahas myndhstarmaðurinn
Tolh, verður hvorki vændur um bhbug né vöntun á
metnaði. Sýningar hans eru ævinlega gustmiklar og
ögrandi, vettvangur fyrir djarflegar, stundum bíræfn-
ar thraunir með myndskipan og myndefni.
Ásetningur Tolla viröist vera sá að hafa hendur á
púlsi þjóðar sinnar, jafnt í bhðu sem stríðu. Háttur
hans er sá aö leita uppi tákn og mýtur sem lýsandi
eru fyrir tíðarandann og punda þeim aftur á okkur
með nýjum áherslum.
Nýkominn frá Berlín sendi listamaðurinn frá sér
margar hkingamyndir sem í hnotskurn sögðu sitthvað
markvert um sjálfsímynd íslendingsins, tvískiptar
rætur hans í landslagi og bókmenntum, rénandi þjóð-
ernisvitund landans og hernám hugans.
Nú heldur Tohi sýningu að Kjarvalsstöðum og er
mikhl um sig að venju, sýnir hartnær 50 myndir,
næstum ahar frá síðasta ári.
Nokkrar breytingar hafa orðið á vinnubrögðum hans
frá því hann málaði myndir af bókum í landslagi, og
ekki allar th hins betra.
Hörkulegt yfirbragð
Dimmdramatískt litróf Tolla hefur að mestu vikið
fyrir einhæfum og kuldalegum stálbláma sem dregur
átökin í myndunum upp á yfirborðið þar sem þau fletj-
ast út og missa kraft.
Hörkulegt yfirbragð myndanna er sömuleiðis ítrekað
með spaðatækninni sem listamaðurinn beitir ekki allt-
af af yfirvegun.
Sýning Toha gengur að mestu leyti út á eitt stef, ís-
lenska fiskimannaþjóðfélagið, með tíðri viðkomu í
goðsögnum og þjóðtrú.
Hér er auðvitað um mjög þakklátt og um leið vand-
meðfarið efni að ræða, sérstaklega ef það er framreitt
í stórum skömmtum. Listamaðurinn þarf að hafa hfað
efnið, eða lifaö með því, vera altekinn af því. Ekki
þýðir að setja sjálfum sér það fyrir til úrvinnslu eins
og hvert annað skólaverkefni.
Ég hef á tilfinningunni að með þessari sýningu hafi
Tohi færst einum of mikiö í fang, lagt th atlögu við
viðfangsefnið án tilhlýðhegrar innlifunar.
Þar sem hann kemst næst því að skapa stórbrotin
og margræð verk („Spádómur“, „Eldsnemma,“, „Birta
djúpsins", „í ljósi vitans") gefur hann sér ekki tíma
th að vinna úr gefnum forsendum, hnykkja á merk-
ingu hlutanna.
Streben
í allt of mörgum stærri verka sinna lætur hann sér
Tolli - Málverk, 1989
Myndlist
Aðalsteinn Ingólfsson
nægja thbreytingarhtlar endurtekningar fólkfiska, í
stað þess að huga næghega að því sem hver einstök
mynd veltir upp.
En þegar Tohi lætur allt streben lönd og leið og
málar af einskærri þörf og nautn lætur árangurinn
ekki á sér standa. Litlar myndir hans (th dæmis
„Vængjuð sólarupprás", „Agn“, „Nótt“, „Auga fisks-
ins“, „Birta djúpsins“) eru heitar í htum, ferskar og
innhegar.
En engin vinnur nema vogi. Tolh hefur að minnsta
kosti áræðið fram yfir marga starfsbræður sína.
-ai.
I
AUKABLAÐ
Helgarferðir og útivist
Míðvíkudagínn 21. febrúar nk. mun aukablað um
útívist og helgarferðír fylgja DV.
Meðal efnís verður umfjöllun um skíðí, skíðabúnað,
vélsleða og jeppaakstur um óbyggðír að vetrarlagí.
Akureyri, ísa§örður og Flúðír verða heímsótt og
skíðastaðír í nágrenní Reykjavikur verða skoðaðír.
Auk þess verður lítíð ínn á ýmsa skemmtístaðí í
Reykjavík.
Þeír auglýsendur, sem hafa áhuga á að auglýsa í
þessu aukablaði, hafí samband við auglýsíngadeíld
DV híð fýrsta, í síma 27022.
Vínsamlegast athugið að skilafrestur auglýsínga í
þetta aukablað er fýrír fimmtudagínn 15. febrúar.
AUGLÝSINGADEILD
SÍMI 27022