Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1990, Blaðsíða 5
MÁNUDAGUR 26. FEBRÚAR 1990.
Fréttir
w Átaksverkefni Iðntæknistofhunar á Blönduósi:
Aætlanir stóðust ekki
Þórhallur Ásmundssan, DV, Sauðárkröki:
„Við vorum mjög óánægðir með að
áætlanimar, sem Iðntæknistofnun
var búin að gera, stóðust engan veg-
in. Þá virtust málin mjög Ula undir-
búin og allt mjög losaralegt í fram-
kvæmd.
Því sýndist okkur best að slíta
þessu samstarfi við stofnunina og
skoða aðra möguleika við fram-
kvæmd átaksins,“ sagði Ófeigur
Grétarsson, bæjarstjóri á Blönduósi,
í samtali við DV.
Bæjarstjóm Blönduóss hefur hætt
samvinnu við Iðntæknistofnum um
átaksverkefni sem kallaö var
Blönduós - ný atvinnutækifæri. Það
vom Kaupfélag Húnvetninga,
Verkalýðsfélag Austur-Húnvetninga
og Blönduósbær sem ætluðu að
vinna með stofnuninni að skipulagn-
Blönduósbúar fjölmenna nú á skíði eftir að lyfta Ungmennafélagsins var
flutt nær bænum. DV-mynd Þórhallur
Skíðalyfta hjá Blönduósi:
Sex ára notkun
á háHum mánuði
Magnús Ólafssan, DV, Húnaþingi:
Það var líf og fjör við skíðalyftu Ung-
mennafélagsins Hvatar á Blönduósi
þegar blaöamaður kom þar við fyrir
helgina. Um sjötíu manns voru aö
renna sér og hafði lyftan mikið verið
notuð síðustu dagana. Höfðu sumir
á orði að síðasta hálfa mánuðinn
hefði hún verið notuð meira en und-
anfarin sex ár til samans.
Lyftan var nýlega sett upp í landi
Vatnahverfis, sem er í eigu Blöndu-
ósbæjar, og er rétt fyrir ofan bæinn.
Áður hafði lyftan verið á Þverár-
fjalli. Þangað var langt að fara og
oftast ófært nema jeppum. En þegar
lyftan var komin svo nærri bænum
varð aðsóknin meiri en mestu bjart-
sýnismenn þorðu að vona.
Hofsósingar óánægðir
vegna siglinga togara
Þórhallur Asmundsson, DV, Sauðárkröki:
„Við erum alveg sáróánægð með
þessar stöðugu siglingar togaranna.
Okkur finnst það mætti skipuleggja
þetta betur þannig að það yrðu að
minnsta kosti alltaf tvö skipanna til
að fiska fyrir húsin. Þá væri von til
þess að vinna héldist flesta daga vik-
unnar,“ sagöi Agnes Gamalíelsdótt-
ir, formaður verkalýösfélagsins Ár-
sæls á Hofsósi, í samtah við DV.
Agnes sagði að lítið virtist hugsað
um frystihúsafólkið. „Okkur finnst
það hart hérna aö eiga hlut í útgerð-
inni en geta ekki ráðið neinu um
hvemig að þessum málum er staðið.
Þaö er bara bót í máli að fastráðning-
arsamningamir eru komnir til sög-
unnar," sagði Agnes.
Fyrstu sex vikurnar frá áramótum
var aðeins unnið í 15 daga í frystihús-
inu á Hofsósi. Oft er aðeins unnið
fyrstu þrjá dagana í hverri viku. Nú
era hins vegar aðeins tvær sölur fyr-
irhugaðar á næstu tveimur mánuð-
um, um páskana og í lok maí.
Einar Svansson, framkvæmda-
stjóri útgeröarfélagsins Skagfirð-
ings, sagði að þar réðu menn litlu
um dreifingu söludaga. „Við ráðum
ekkert yfir þeim hjá LÍÚ. Þetta geng-
ur þannig fyrir sig að við sækjum
um söludaga og ef við tökum þá ekki
getur það þýtt að þeim verði fækkað
næsta ár. Það þykir heppilegra að
sigla fyrri hluta ársins vegna mikill-
ar ásóknar seinni hlutann," sagði
Einar.
ingu og leggja fram eina milljón „Ég á allt eins von á að endirinn útfærslurognágrannarokkarvestur
króna. verði sá að við foram út í svipaöar í sýslunni," sagði Ófeigur Gestsson.
CLEARBLUE þungunarprófið
^
Þunguð eða ekki?
Svarið fæst á þrem mínútum án fyrirhafnar,
jafnvel á fyrsta degi missi blæðinga. Meira en 99% nákvæmnu
Tvö þungunarpróf í pakka. íslenskar leiðbeiningar.
Clearblue þungunarprófið fæst í apótekum.
. ■> rí
Hvaða bíll
er bæði skottbíll og skutbttl?
DAIHATSU
APPLAUSE
Nýr og stærri framhjóladrifirm
fjölskyldubíll frá Daihatsu, hlaöinn
staðalútbúnaði, s.s.:
1600 cc 16 ventla vél, sjálfskiptingu,
vökvastýri, veltistýri, samlæsingu á
hurÖum, sjálfstæöri fjöörun á
hverju hjóli o.fl., o.fl.
Eyjamenn drjúgir
í kvótakaupum
Ómar Garðarsson, DV, Vestmannaeyjum:
í tölum sjávarútvegsráöuneytisins
um kvótasölur milh byggðarlaga á
síðast ári kemur fram að útgerðar-
menn hér í Eyjum keyptu rúmlega
þúsund tonn af kvóta umfram það
sem selt var héðan.
Akureyri, Skagaströnd og Vest-
mannaeyjar skera sig úr hvað kvóta-
kaup varðar. Akureyringar keyptu
rúm 1.500 tonn í þorskígildum um-
fram sölu en Vestmanneyingar og
Skagstrendingar keyptu rúm þúsund
tonn umfram sölu á hvorum stað.
Samtals voru um 20 þúsund tonn í
þorskígildum flutt milh verstöðva á
síðasta ári. Einnig kemur fram að
Vestmanneyingar seldu mestan
rækjukvóta eða 728 tonn umfram þaö
sem keypt var.
Daihatsu Applause er nútíma fjölskyldubíll
með einstakt notagildi - á frábæru verði
Kr. 898.000,- stgr. á götuna
Komið og reynsluakið Applause
daihatsu Brimborg hf.
- draumur aö aka Faxafeni 8, sími 685870