Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1990, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1990, Blaðsíða 15
15 MÁNUDAGUR 26. FEBRÚAR 1990. Einkennilegur gestalisti Ekki veit ég, hveijir réðu gesta- listanum á hátíðarsýningunni með Vaclav Havel í Þjóðleikhúsinu nú á dögunum. En þar var ekki dr. Arnór Hannibalsson heimspeki- prófessor, sem sagði frá upphafi sannleikann um stjómarfarið í Austur-Evrópu. Amór skrifaði á síöasta sumri Husak, þáverandi forseta Tékkóslóvakíu, bréf til að biðja Havel griða. Hversu margir gestir í Þjóðleik- húsinu höfðu gert eitthvað svipað? Ekki veit ég heldur, hverjir skipu- lögðu dagskrá Havels hér á landi. En séð var um, að hann hitti þá Rúmeníufara, Svavar Gestsson og Ólaf Grímsson. Havel mátti hins vegar ekki tala við landa sína hér- lendis, þótt þeir hefðu nú loks feng- ið forseta, sem þeir gátu verið stolt- ir af. Það féll í hlut Davíðs Oddssonar borgarstjóra að bæta úr þessu með því að bjóða þeim Tékkóslóvökum, sem hann náði í, að hitta Havel í Höfða. Tveir ráðherrar í hádegisverði Hefur það fólk, sem ræður ferð- inni í Alþýðubandalaginu, enga sómatilfinningu? Gat það að minnsta kosti ekki haldið sig heima við, á meðan Havel var hér á landi? Lítum fyrst á þá tvo ráðherra Al- þýðubandalagsins, sem sátu hádeg- isverð með Havel í Ráðherrabú- staðnum. Annar þeirra, Ólafur Grímsson, drakk sem kunnugt er te með Ceausescu í Búkarest í júní 1983. Nýlega hefur hann sagt opinber- lega, að hann hafi þá orðið illa snortinn af eymdinni og kúguninni í landinu. Hvers vegna þagði hann þá? Ég hef ekki fundið stafkrók í Þjóðviljanum frá þessum tíma eftir Ólaf um ástandið í Rúmeníu, þótt KjaUaiiim Dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson lektor í stjórnmálafræði hann skrifaði þá raunar í hverri viku greinar gegn Bandaríkja- stjórn og Atlantshafsbandalaginu. Haustið 1968, sömu daga og Rauði herinn hélt inn í Prag, sat hinn ráðherrann í hádegisverðinum, Svavar Gestsson, við það í Austur- Þýskalandi að lesa prófarkir af ís- lenskri þýðingu á ritum Marx og Engels. Eftir innrásina í Tékkósló- vakíu segist flokkur hans að vísu hafa shtið tengslum við flesta kommúnistaflokka í Austur-Evr- ópu. En Svavar var formaður sér- stakrar sendinefndar Alþýðu- bandalagsins th rúmenska komm- únistaflokksins 1970. Með honum í fór voru Ingi R. Helgason, Guð- mundur J. Guðmundsson og nokkrir aðrir. Formaður móttökunefndarinnar, Dimitru Popescu, situr nú í fang- elsi í Rúmeníu, sakaður um fjölda- morð. í sendinefnd frá rúmenska kommúnistaflokknum til Alþýðu- bandalagsins tveimur árum síðar voru sumir þeir menn, sem harðast gengu fram í vígaferlum á síðustu stjómardögum Ceausescus, þar á meðal í hinni blóði drifnu Timisso- ara. Tvær greinar í Þjóðviljanum Svavar Gestsson skrifaði greinar- stúf um gestgjafa sína í Þjóðviljann 14. október 1970. Þar sagði hann, að íslendingar gætu sitt hvað lært af Rúmenum, en í landinu ætti sér nú stað „efnahagsleg uppbygging“. Svavar lýsti því fjálglega, hvernig gestgjafi sinn, Popescu, hefði beitt sér fyrir frjálslegri umræðum í landinu. í greinarlok lét hann í ljós von um, að Ceausescu yrði forystu- maður hinnar alþjóðlegu kommún- istahreyfingar. „Nicolai Ceausescu var á ungum aldri smah í fjöllunum í Vallasíu. Ekki fara sagnir af öðru en að honum hafi gengið tíltölulega vel að halda hjörðinni saman. Hvort honum tekst að ná saman í einn hóp á ný hinni alþjóðlegu verkalýðshreyfmgu skal ósagt lát- ið.“ Ceausescu átti sér fleiri íslenska viðhlæjendur. Guðrún Helgadóttir skrifaði grein í Þjóðviljann 21. mars 1971, eftir aö hún hafði setið æsku- lýðsráðstefnu rúmenska komm- únistaflokksins sem sérstakur áheyrnarfulltrúi Alþýðubanda- lagsins. Þar kvað hún unga fólkið í Rúmeníu „fijálslegt og ánægt“, og nytu þjóðarleiðtogarnir „mikiha vinsælda hjá því“. Ekki væri að furða, þar eða sósíahsminn hefði fært Rúmeníu „inn í nútímann á örfáum áratugum aftan úr svört- ustu miðöldum". Enn fremur sagð- ist Guðrún efast um, að slík fá- tækrahverfi fyrirfyndust í Búkar- est og hún hefði kynnst í Glasgow. Þegar hefur verið greint frá því í blöðunum og útvarpi, að hún taldi í sömu grein Ceausescu „einstak- lega gæfulegan af þjóðarleiðtoga að vera“! Þau vissu betur Þau Guörún Helgadóttir og Svav- ar Gestsson geta ekki borið það fyrir sig, að þau hafi ekki vitað betur. Bárður Hahdórsson, sem dvaldi um svipað leyti við nám í Rúmeníu og þau Guðrún og Svavar fóru þangað, lýsti því einmitt í eftir- minnilegu viðtah á Stöð tvö 20. fe- brúar síðast liðinn, að hann hefði snúið heim og sagt þáverandi flokkssystkinum sínum í Alþýðu- bandalaginu frá kúguninni þar, en þau ekki viljað neitt um hana heyra og hann því sagt sig úr flokknum. Það var vægast sagt óviðkunnan- legt að sjá fólk, sem aldrei hreyfði legg né lið til varnar frelsisöflunum í Austur-Evrópu og hrakyrti forð- um Bjarna Benediktsson fyrir stuðning hans við varnir vest- rænna ríkja af sama ákafa og það ræðst nú á Davíð Oddsson borgar- stjóra, glotta til okkar á sjónvarps- skjánum og nudda sér upp við Vac- lav Havel. Hannes Hólmsteinn Gissurarson Úr hádegisverðarboði í Ráðherrabústaðnum til heiðurs Vaclav Havel. „Hefur það fólk, sem ræður ferðinni 1 Alþýðubandalaginu, enga sómatilfinn- ingu? Gat það að minnsta kosti ekki haldið sig heima við, á meðan Havel var hér á landi?“ Hagkvæmni ál- og orkuvers Thgangur þessarar greinar er að vekja menn th umhugsunar um hvort ál- og orkuframkvæmdir séu í rauninni eins góður kostur fyrir þjóðarbúið í dag og af er látið þegar horft er til arðsemi þeirra fram- kvæmda, óæskhegra áhrifa og hk- legrar efnahags- og atvinnuþróun- ar á næstu árum. Arðsemi orkuvers í eftirfarandi arðsemisútreikn- ingum er gert ráð fyrir að það kosti 40 mhljarða króna að reisa orkuver sem framleiðir raforku th 200 þús- und tonna álvers og að þeir mhlj- arðar séu teknir að láni erlendis til 40 ára með árlegum afborgunum og jafnri greiðslubyrði eftir bygg- ingu orkuversins. Ef vaxtastigið er 6% verða árleg- ar greiðslur af láninu um 2,9 mhlj- arðar króna en hins vegar rúmlega 1,8 mihjarðar ef vaxtastigið er 3%. Vaxtastigið skiptir því verulegu máli eins og sést í töflunni. Vaxta- Árlegar prósenta greiðslur 6% 2.898 m.kr. 5% 2.506 m.kr. 4% 2.142 m.kr. 3% 1.808 m.kr. Samkvæmt ársskýrslu Landsvirkj- unar fyrir árið 1988 námu tekjur hennar af raforkusölu 4.450 m.kr., þar af voru tekjur af ÍSAL 1.090 m.kr. Rekstrarkostnaður Lands- virkjunar án afskrifta, vaxtagjalda og skatta var 1.073 m.kr. ÍSAL keypti 36% af raforkuframleiðsl- unni og greiddi fyrir 24,5% af tekj- um Landsvirkjunar. Ef gert er ráð fyrir að 36% af rekstrarkostnaðin- um thheyri raforkuframleiðslu th ÍSALs eru nettótekjur Landsvirkj- unnar af ÍSAL 1.090 - 386 = 704 KjaUarinn Jóhann Rúnar Björgvinsson þjóðhagfræðingur mhljónir króna. Ef þessar tekjur eru uppfærðar með byggingarvísi- tölu th verðlags 1989 verða þær 867 m.kr. íslenska álverið er 85 þúsund tonna verksmiðja. Nýja álverið er hins vegar 200 þúsund tonn. Ef gert er ráð fyrir að það gefi tekjur í hlut- falli við stærð sína skhar það Landsvirkjun 2.040 m.kr. nettó- tekjum á ári í 40 ár. Þessir útreikn- ingar sýna því að Landsvirkjun tapar á þessari orkusölu ef vaxta- stigið er hærra en 4% (sjá töflu) og er þá gert ráð fyrir að virkjunin afskrifist á 40 árum. Verði vaxta- stigið 5% tapar Landsvirkjun 18,6 milljörðum króna á þessum 40 árum. Arðsemin er því afar við- kvæm fyrir vaxtastiginu. Landsvirkjun getur auðvitað mætt shku tapi í skjóh einokunar með því að hækka verðskrá sína th almennings. í dag selur Lands- virkjun um 45% af raforkufram- leiðslu sinni th almenningsraf- veitna sem aftur greiða fyrir 68% af tekjum hennar. En hver verður einokunaraðstaða Landsvirkjunar í hinni frjálsu Evrópu? Ofangreindir útreikningar eru auðvitað lauslegir og einfaldir og gerðir með vissum fyrirvara en þeir gefa þó vissa vísbendingu um það dæmi sem þarf að liggja fyrir við ákvörðun Alþingis um hvort ráðast eigi í þessar framkvæmdir. Óhagstæð áhrif En sagan er ekki öh því mikhl óbeinn kostnaður getur fylgt þess- um framkvæmdum. Ekki er þó hægt að fjalla ítarlega um ahan þann kostnað í þessari stuttu grein og verður því látiö nægja að fara fáum orðum um verðbólgukostn- aðinn. En dæmi um annan kostnað eru verri vaxtakjör erlendis, minna svigrúm th að mæta nauðsynlegum breytingum á hefðbundnum at- vinnugreinum og minni hraði á shkum breytingum og því hugsan- lega meira langvarandi duhð og opið atvinnuleysi. Varðandi verðbólgukostnaðinn má gera ráð fyrir að um tveir þriðju hlutar af byggingu orkuvers séu innlend aðföng og að sá hluti fram- kvæmdanna standi yfir í um það bil þrjú ár. Greiðslur th innlendra verktaka verða þvi um 26 mhljarð- ar króna eða 8-9 mhljarðar króna á ári. Þessar greiðslur verða að lík- indum að mestu fjármagnaðar með erlendum lánum og þarf því að eyöa verðbólguáhrifum þeirra. Hvemig hafa menn hugsað sér að vinna á móti shkum þensluáhrif- unum? Verður útlánageta bank- anna til annarrar atvinnustarfsemi takmörkuð á móti eða vextirnir haekkaðir? í ljósi þessa sætir nokkurri furðu tvískinnungurinn í þessu þjóðfé- lagi. Nú eru háværar körfur frá aðhum vinnumarkaðarins, ríkis- stjórn og Alþingi um aö skera niður ríkisútgjöld um 1 mihjarö króna þar sem ekki kemur th greina að taka erlent lán fyrir slíku vegna þensluáhrifa. En á næstu árum á aö taka tugi mhljarða króna að láni erlendis til virkjanaframkvæmda. Hver er munurinn á vegafram- kvæmdum og orkuveri? Þá var um áramótin mikh um- ræða um hagsmunaárekstra fuh- trúa Kvennahstans í bankaráði en hvað eru þeir árekstrar í saman- burði við þá árekstra að stjórnar- formaður Landsvirkjunar tekur tugmhljarða króna erlend lán fyrir hönd Landsvirkjunar og þarf síðan sem seðlabankastjóri að koma í veg fyrir að þessi lán hafi verðbólgu- áhrif í hagkerfinu, annaðhvort með skerðingu útlána bankakerfisins eða hækkun vaxta? Að lokum skal minna á að þeir hagfræðingar, sem öðrum fremur hafa sett mark sitt á efnahagsþróun hér á landi síðustu 20-30 árin, eru enn í aðalhlutverki. Eflaust má setja spumingarmerki við hag- fræðhegt innsæi þeirra um leið og bent er á söguna og niðurstöður Þorvaldar Gylfasonar að þjóðar- framleiðsla gæti verið 30% hærri hér á landi ef efnahagsstjóm hefði veriö með eðlhegum hætti. Ætla menn í rauninni enn einu sinni að keyra hagkerfið inn í þenslu og verðbólgu með tilheyrandi sóun - og það á sama tíma og ætlunin er að opna hagkerfið meira gagnvart Evrópu? Lokaorð Við þurfum að ígrunda mjög vel bæði beinan og óbeinan kostnað þessara framkvæmda og hversu viðkvæmar shkar framkvæmdir em fyrir vaxtastigi. Við þurfum að skoða slíkan kostnað í ljósi líklegr- ar þróunar í hefðbundnum at- vinnugreinum og í byggðarmálum og sömuleiðis í ljósi aukins efna- hagssamstarfs við aðrar þjóðir. ís- lenskt þjóðfélag er ekkert einkafyr- irtæki fárra manna. Póhtísk umræða um miklar opin- berar fjárskuldbindingar og arð- semi þeirra á að vera opin, lýðræð- isleg og hreinskhin því hún skiptir lífskjör okkar ahra máh og ekki síst framtíðarkynslóð þessarar þjóöar. Ps. Álver sem slíkt gefur þjóðar- búinu ekkert fram yfir aðra nýja atvinnustarfsemi sem stenst venju- legar arðsemiskröfur. Jóhann Rúnar Björgvinsson „Ætla menn í rauninni enn einu sinni að keyra hagkerfið inn í þenslu og verð- bólgu með tilheyrandi sóun - og það á sama tíma og ætlunin er að opna kerf- ið meira gagnvart Evrópu?“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.