Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1990, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1990, Blaðsíða 3
MÁNUDAGUR 26. FEBRÚAR 1990. 3 Fréttir Frans Friðriksson með sultukrukk- una sem glerbrotið leyndist í. DV-mynd gk Glerbrotið fylgdi með apríkósu- sultunni Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Konan mín fékk sé apríkósusultu með brauðinu og hún varð vör við að eitthvað hart kom upp í munninn. Það reyndist vera glerbrot úr sult- unni og vissulega hefði getað farið illa,“ segir Frans Friöriksson á Ak- ureyri um óskemmtilega reynslu sem þau hjón lentu í. Þau höfðu keypt Dárbo apríkósu- sultu í Hagkaupi á Akureyri, en sulta þessi er innflutt frá Austurríki. Neð- arlega í sultukrukkunni hefur gler- brotið verið en það var tæpir tveir cm á lengd og um 1 cm á breidd. „Þetta er stórhættulegt og konan hefði getað slasast illa heföi glerbrot- ið farið ofan í magann,“ sagði Frans. Fiskiðjan Freyja: Þriggja ára skuld við hrepp- inn stendur enn Horður Kristjánsson, DV, fsafirði: „Það hlýtur eitthvað einhvern tíma að bresta þegar ekkert kemur inn frá fyrirtæki sem er með 60 'til 70% af öllum umsvifum í þorpinu,“ sagði Ragnar Jörundsson, sveitarstjóri á Suðureyri, í samtah við DV. Suður- eyrar hreppur hefur enn ekkert feng- ið greitt af gjöldum frá Fiskiðjunni Freyju eftir að fyrirtækið var endur- reist um áramótin. Þjónustugjöld og önnur lögboðin gjöld til sveitarfélagsins hafa ekki borist í þrjú ár og engin breyting hefur orðið við endurreisn fyrirtæk- isins. Freyja er nú í fullum rekstri en afskriftir á skuldum kröfuhafa í það hafa ekki gengið eins og til stóð. Þar var gert ráð fyrir þátttöku At- vinnutryggingasjóðs og Hlutafjár- sjóðs en þar sem endanlega hefur ekki verið gengið frá skuldum, eins og sett voru skilyrði um, hafa þessir sjóðir enn ekki afgreitt tnáhð frá sér. Skarðsbók AM 350fol. er íslensk skinnbók frá miðri 14. öld, eitt glcesilegasta handrit Jónsbókar með litskrúði i upphafsstöfum og mörgum myndum. Á Skarðsbók er skráð, auk Jórísbókar, Hirðskrá, réttarbœtur, Kristniréttur Árna biskups o.fl* Myndin cr aflitprentaðri útgáfu sem kom út hjá bókaforlaginu Lögbergi árið 1981 í samvinnu við stofnun Árna Magnússonar á íslandi. ÍSLENDINGUM ÞYKIR ENN í DAG MIKILS UM VERT AE> EIGA GÓÐAR BÆKUR LAIMDSBOK er sannarlega góð hák fyrir unga sem aldna. Landsbók er ný verðtryggð 15 mánaða bók sem ber 5,75% vexti og tryggirþví mjöggóða raunávöxtun sparifjár. Allir íslendingar cettu að eignast Landsbók. Pví fyrr, því betra. L Lapdsbanki íslands Banki allra landsmanna *Heimild: Bókmenntir, Bókaútgáfa Menningarsjóðs og Þjóðvinafélagsins, Rvk. 1972.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.