Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1990, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1990, Blaðsíða 9
9 MÁNUDAGUR 26. FEBRÚAR 1990. dv Útlönd Sameinað Þýskaland verði aðili að Nato - segja Bandaríkjaforseti og kanslari V-Þýskalands Austur-þýskir jafnaðarmenn, sem í gær luku fjögurra daga flokksþingi, lýstu því yfir að þeir hefðu samþykkt áætlun um tíma- setningu sameiningar þýsku ríkj- anna, áætlun' em þeir segja að muni koma í veg fyrir „skipulags- lausa innlimun" Austur-Þýska- lands í Vestur-Þýskaland. Þá til- kynnti Bush Bandaríkjaforseti í gær að hann og Helmut Kohl, kanslari Vestur-Þýskalands, væru sammála um að sameinað Þýska- land verði aðih að Nato, Atlants- hafsbandalaginu, en að landssvæði sem nú lyti austur-þýskri stjórn hlyti „sérstaka stöðu“. Á fundi með fréttamönnum sagði Bush, sem átti fund með Kohl um helgina um sameiningu þýsku ríkj- anna, að þeir væru sammála um að sameinað Þýskaland ætti að eiga fuUa aðild að Nato, þar á meðal þátttöku í hemaðarlegu fyrir- komulagi bandalagsins. Forsetinn sagði að þeir hefðu einnig náð sam- komulagi um að bandarískt herhð verði áfram í sameinuðu Þýska- landi sem trygging fyrir stöðug- leika. Þar með hafa þeir alfarið hafnaö hlutleysi fyrir sameinað Þýskaland. Kohl lagði áherslu á að sameinað Þýskaland myndi virða öryggi ná- granna sinna en Pólveijar óttast að Þjóðveijar munu krefjast lands- svæðis sem nú telst til Póllands en laut áður þýskri stjóm. Kanslarinn sagði að landamæradeilan yrði lögð fyrir þing sameinaðs Þýska- lands og ríkisstjóm. Bush lýsti því yfir að stjómvöld í Washington styddu núgildandi landamæri Þýskalands og Póllands. Bandarísk yfirvöld höfðu vonast eftir því að Kohl lýsti því ákveðið yfir að sam- einað Þýskaland myndi ekki reyna að ná á sitt vald fyrrum þýsku land- svæði sem nú er undir pólskri stjórn. Það gerði hann þó ekki. í A-Þýskalandi undirbúa sijóm- málaöflin sig undir fyrirhugaöar kosningar en búast má við að í kjöl- far þeirra færist aukinn þungi á sameiningarviðræður. Jafnaðar- menn, sem taldir em sigurstrang- legastir, lögðu til í gær að loknu þingi sínu að sett yrði á laggirnar nefnd fulltrúa beggja ríkja til að undirbúa sameiningu, s.s. að vinna stjórnarskrá þjóðarinnar og félag- skerfi. Reuter Helmut Kohl, kanslari Vestur-Þýskalands, og Bush Bandaríkjaforseti. Simamynd Reuter Nýtt sbíð óhjákvæmilegt HORKUSPENNANDIF Nýr framhaldsmyndaflokk- ur til dreifingar á mynd- bandaleigur i dag. JACK * HKGDIS' HDNFESSIONHl, - Myrt fyrir málstaðinn - Nýr hörkuspennandi og vel leikinn Iramhaldsmyndaflokkur á tveimur spólum byggöur á samnefndri skáldsögu Jack Higgins. Hann lofar einstaklingum eilifu lifi - en er sendiboói dauóans. Bardagar milh stríðandi fylkinga kristinna lágu niðri í nótt en ný átök virtust óumflýjanleg þar sem samn- ingamönnum tókst ekki að koma á sáttum. Bardagarnir í gær vom þeir verstu frá því aö vopnahlé náðist fyrir rúmri viku. Vestrænir stjómarerindrekar em vantrúaðir á að vopnahléð haldist. Benda þeir á að núverandi ástand sé óviðunandi fyrir Michel Aoun, yfir- manns herafla kristinna, sem aðeins ræður yfir einum þriðja hluta aUra kristinna. Hann berst við Samir Ge- agea, yfirmann þjóðvarðliða, um yfirráðin yfir kristnum. Stjómarer- indrekamir benda jafnframt á að ef bardagamir hefiist fyrir alvöru á ný verði ekki mikið eftir til handa sigur- vegaranum. Yfir sjö hundruð manns hafa látið lífið í bardögunum og yfir tvö þúsund og fimm hundmð særst. Stjómmálamenn úr röðum krist- inna segja að vegna hins mikla mannfalls hafi báðir stríðsaöilar hik- að við að láta til skarar skríða fyrir alvöru. Sagt er aö Aoun og Geagea óttist einnig íhlutun sýrlenskra her- manna sem em fiömtíu þúsund tals- ins í Líbanom Þrátt fyrir innbyrðis ágreining em báðir foringjamir and- vígir stjómmálalegri og hemaðar- legri íhlutun Sýrlendinga í Líhanon. Nokkrir sýrlenskir hermenn og bandamenn þeirra í Líbanon, múha- meðskir þjóðvaröhðar, hafa um- kringt svæði kristinna og yfirvöld í Sýrlandi hafa boðið Elias Hrawi, for- seta Líbanons, aðstoð við að koma Aoun frá. Þessi múhameðski drengur í vesturhluta Beirút notaði tækifærið þegar hlé varð á bardögum i austurhluta borgarinnar til aö fara þangað og selja ibúun- um vatn og matvæli. Símamynd Reuter Aoun krefst þess enn að kristnir þjóðvarðhðar gangi honum á hönd og aðstoði hann í baráttunni gegn Hrawi forseta sem hann hefur enn ekki viðurkennt. Geagea hefur hing- að til neitað að verða við kröfum Aouns. Reuter Confessional er einn dýrasti Iramhaldsmyndaflokkur sem geróur hefur verið. Aðalhlutverk: Keith Carradine. Robert.Lindsay. Valentino Vakunina og Ant- hony Quayle. ARNARSEL s. 82128 Kmn Múfon » Fellagörðum - Breiðholti III \ Ni Fellagörðum - (í Dansskóla Heiðars) Almenn námskeið Karon skólinn kennir ykkur: • rétta líkamsstöðu • rétt göngulag • fallegan fótaburð • andlits- og handsnyrtingu • hárgreiðslu • fatavai • mataræði • hina ýmsu borðsiði og alla almenna framkomu o.fl. Módelnámskeið Karon skólinn kennir ykkur: • rétta líkamsstöðu • rétt göngulag • fallegan fótaburð • sviðsframkomu Öll kennsla í höndum færustu sérfræðinga. Allir tímar óþvingaðir og frjálslegir. Ekkert kynslóðabil fyrirfinnst í Karon Innritun og upplýsingar i síma 38126 kl. 15-20. skólanum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.